Verkfall SAS hefur áhrif á 60 þúsund farþega í dag

Um 1.500 flug­menn flug­fé­lagsins SAS í Noregi, Sví­þjóð og Dan­mörku eru enn í verk­falli en ekki hefur tekist að leysa deiluna sem uppi er um kjör þeirra. Talið að verkfallið kosti félagið allt að 100 milljónir sænskra króna á dag.

SAS
Auglýsing

Verk­fall um 1500 flug­manna hjá SA­S í Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku sem hófst aðfara­nótt föstu­dags stendur enn yfir­. SA­S hefur þurft að aflýsa þús­undum flug­ferða um helg­ina en áætlað er að verk­fall­ið hafi áhrif á rúm­lega sex­tíu þús­und far­þega í dag. Alls er búið að aflýsa 667 flug­ferðum í dag og 546 flug­ferðum á morg­un­. Frá þessu er greint á vef E24

Talið að verk­fallið kosti félagið allt að 100 millj­ónir sænskra króna á dag

Verk­fallið hófst á föstu­dag eftir að ­samn­inga­við­ræð­ur­ flug­manna og SA­S ­fóru út um þúfur aðfara­nótt föstu­dags en á­grein­ingur er um vinn­u­­tíma, vakta­­fyr­ir­­komu­lag og laun. Ekki taka allir flug­menn SA­S þátt í verk­falls­að­gerðum heldur aðeins þeir norsku, sænsku og dönsku. Þetta hefur valdið mis­skiln­ingi meðal far­þega sem halda að allt flug hafi verið fellt nið­ur. 

Í umfjöll­un E24 ­segir að danski bank­inn ­Sydbank hefur áætlað að verk­föllin kosti flug­fé­lagið á bil­inu 60 til 80 millj­ónir sænskra króna á dag en fjár­mála­fyr­ir­tæk­ið DN­B ­mar­kets hefur fengið það út að verk­fall­ið ­kosti félagið 75 til 100 millj­ón­ir ­sænskra króna á dag. Þá ætlar DNB markets að ef verk­fallið varir í 15 daga þá muni kostn­að­ur­inn verða meira en heild­ar­hagn­að­ur­ flug­fé­lags­ins í ár er áætl­að­ur. 

Auglýsing

Knu­t Mor­ten Jo­han­­sen, upp­­­­lýs­inga­­­full­­­trú­i SAS, segir í sam­tali við E24 að for­svar­s­­­menn fé­lags­ins séu að leggja allt sitt af mörkum til að kom­­ast að sam­komu­lagi við verka­lýðs­hreyf­­ingu flug­­­mann­anna. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent