Við hvern hjá OPEC talaði Trump?

Þrátt fyrir tilraunir Bloomberg og Wall Street Journal til að hafa upp á þeim sem Trump sagðist hafa rætt við hjá OPEC, þá hefur ekki fundist út úr því. Trump vill að olíuverð verði lækkað, helst með handafli.

binsalman.jpg
Auglýsing

Til­raunir Bloomberg og Wall Street Journal til að fá það stað­fest að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hafi sett sig í sam­band við OPEC, sam­tök olíu­fram­leiðslu­ríkja, til að óska eftir að olíu­verðið verðið lækk­að, hafa ekki borið árang­ur. 

Ekk­ert bendir til þess að Trump hafi sett sig í sam­band við OPEC form­lega til að bera þessa ósk upp, en olíu­verðið hefur að und­an­förnu farið hækk­and­i. 

Tunnan af hrá­olíu hefur farið úr 42 Banda­ríkja­dölum í byrjun árs í 65 Banda­ríkja­dali nú, og hefur þetta meðal ann­ars leitt til vax­andi verð­bólgu­þrýst­ings í Banda­ríkj­un­um. 

Auglýsing

Trump hefur sagt - ekki síst á Twitter síðu sinni - að nauð­syn­legt sé að auka fram­leiðslu á olíu, til að auka fram­boð sem þá myndi leiða til verð­lækk­un­ar. En við hvern tal­aði Trump ef hann hafði ekki form­lega sam­band við OPEC? 

Spjótin bein­ast held að krón­prins Sádí-­Ar­ab­íu, Mohammed Bin Sal­man, sem Trump hefur átt í góðum sam­skiptum við, allt frá því hann tók við valda­þráðunum sem for­seti í byrjun árs 2017.

Ara­mco, olíu­fyr­ir­tæki Sádí-­Ar­ab­íu, er með um 10 pró­sent mark­aðs­hlut­deild þegar kemur að olíu­fram­leiðslu í heim­in­um, og hagn­að­ist um 111 millj­arða Banda­ríkja­dala í fyrra, sem er upp­hæð sem nemur um 13 þús­und millj­örðum króna. 

Það er upp­hæð sem nemur öll virði íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fyrra, sé mið tekið af fast­eigna­mat­i. 

Sádí-­Ar­abía hefur því mikið um það að segja, hvernig mál þró­ast á olíu­mark­aði, og hefur í gegnum árin haft mikla vigt meðal OPEC-­ríkja. Olíu­ríki OPEC eru Alsír, Angóla, Ekvador, Íran, Írak, Katar, Kúveit, Líbía, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­in, Sádí-­Ar­abía og Venes­ú­ela, en höf­uð­stöðv­arnar eru í Vín. 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent