Við hvern hjá OPEC talaði Trump?

Þrátt fyrir tilraunir Bloomberg og Wall Street Journal til að hafa upp á þeim sem Trump sagðist hafa rætt við hjá OPEC, þá hefur ekki fundist út úr því. Trump vill að olíuverð verði lækkað, helst með handafli.

binsalman.jpg
Auglýsing

Til­raunir Bloomberg og Wall Street Journal til að fá það stað­fest að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hafi sett sig í sam­band við OPEC, sam­tök olíu­fram­leiðslu­ríkja, til að óska eftir að olíu­verðið verðið lækk­að, hafa ekki borið árang­ur. 

Ekk­ert bendir til þess að Trump hafi sett sig í sam­band við OPEC form­lega til að bera þessa ósk upp, en olíu­verðið hefur að und­an­förnu farið hækk­and­i. 

Tunnan af hrá­olíu hefur farið úr 42 Banda­ríkja­dölum í byrjun árs í 65 Banda­ríkja­dali nú, og hefur þetta meðal ann­ars leitt til vax­andi verð­bólgu­þrýst­ings í Banda­ríkj­un­um. 

Auglýsing

Trump hefur sagt - ekki síst á Twitter síðu sinni - að nauð­syn­legt sé að auka fram­leiðslu á olíu, til að auka fram­boð sem þá myndi leiða til verð­lækk­un­ar. En við hvern tal­aði Trump ef hann hafði ekki form­lega sam­band við OPEC? 

Spjótin bein­ast held að krón­prins Sádí-­Ar­ab­íu, Mohammed Bin Sal­man, sem Trump hefur átt í góðum sam­skiptum við, allt frá því hann tók við valda­þráðunum sem for­seti í byrjun árs 2017.

Ara­mco, olíu­fyr­ir­tæki Sádí-­Ar­ab­íu, er með um 10 pró­sent mark­aðs­hlut­deild þegar kemur að olíu­fram­leiðslu í heim­in­um, og hagn­að­ist um 111 millj­arða Banda­ríkja­dala í fyrra, sem er upp­hæð sem nemur um 13 þús­und millj­örðum króna. 

Það er upp­hæð sem nemur öll virði íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fyrra, sé mið tekið af fast­eigna­mat­i. 

Sádí-­Ar­abía hefur því mikið um það að segja, hvernig mál þró­ast á olíu­mark­aði, og hefur í gegnum árin haft mikla vigt meðal OPEC-­ríkja. Olíu­ríki OPEC eru Alsír, Angóla, Ekvador, Íran, Írak, Katar, Kúveit, Líbía, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­in, Sádí-­Ar­abía og Venes­ú­ela, en höf­uð­stöðv­arnar eru í Vín. 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent