Veikleikar í umgjörð, löggjöf og eftirliti með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum

Dómsmálaráðherra segir tilefni til að huga að endurskoðun laga um skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar á meðal endurskoðun ákvæða um skýrslugjöf félaganna til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag þeirra og ráðstöfun fjármuna.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Veik­leikar eru í umgjörð, lög­gjöf og eft­ir­liti með skráðum trú­fé­lögum og lífs­skoð­un­ar­fé­lögum á Íslandi sam­kvæmt nýlegu áhættu­mati sem rík­is­lög­reglu­stjóri hefur unnið um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og byggt er á úttekt aðgerða­hóps á stöðu varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka hér á landi.

Þetta kemur fram í svari Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dótt­ur ­dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manni Vinstri grænna, um fjár­mál trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga.

Ísland hefur verið í sam­starfi við alþjóð­legan aðgerða­hóp gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka frá árinu 1991. Með aðild sinni að FATF skuld­batt Ísland sig til að sam­ræma lög­gjöf sína til­mælum aðgerða­hóps­ins.

Auglýsing

Til­efni til að end­ur­skoða lög um skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög

Í svar­inu segir enn fremur að veik­leik­arnir lúti einkum að ófull­nægj­andi ákvæðum um hæfi fyr­ir­svars­manna félag­anna, bók­haldi þeirra og fjár­reið­um. Í áhættu­mat­inu segir að með til­liti til þessa þyrfti að end­ur­skoða lög um skráð trú­fé­lög og lífs­skoð­un­ar­fé­lög og huga að heim­ildum eft­ir­lits­að­ila til þess að sinna eft­ir­liti og knýja á um úrbætur gef­ist til­efni til.

„Með hlið­sjón af þeim ábend­ingum verður að líta svo á að til­efni sé til að huga að end­ur­skoðun laga um skráð trú­fé­lög og lífs­skoð­un­ar­fé­lög, þar á meðal end­ur­skoðun ákvæða um skýrslu­gjöf félag­anna til eft­ir­lits­að­ila og upp­lýs­ingar um fjár­hag þeirra og ráð­stöfun fjár­muna. Hvort skylda beri skráð trú­fé­lög og lífs­skoð­un­ar­fé­lög til að skila árs­reikn­ingum í sam­ræmi við lög nr. 3/2006, um árs­reikn­inga, hefur ekki komið til álita, en yrði tekið til athug­unar verði lögin end­ur­skoð­uð,“ segir í svari dóms­mála­ráð­herra.

Félögin afar ólík hvað varðar fjölda félaga, starf­semi og umfang

Andrés spurði einnig hvernig eft­ir­liti með fjár­málum trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga væri háttað sam­kvæmt lög­um. Í til­efni af fyr­ir­spurn­inni afl­aði ráðu­neytið sér upp­lýs­inga frá sýslu­manns­emb­ætt­inu á Norð­ur­landi eystra sem ann­ast hefur skrán­ingu trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga frá 1. febr­úar 2014 en það fer að öðru leyti með verk­efni sem sýslu­manni eru falin í lögum um skráð trú­fé­lög og lífs­skoð­un­ar­fé­lög.

Sam­kvæmt lög­unum ber trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lagi sem óskar skrán­ingar að senda sýslu­manni lög félags­ins og allar aðrar reglur sem kunna að gilda um ráð­stöfun fjár­muna félags­ins. Í lög­unum er fjallað um eft­ir­lit með skráðum trú­fé­lögum og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um. Sam­kvæmt þeim skulu félögin fyrir lok mars­mán­aðar ár hvert senda sýslu­manni skýrslu um starf­semi sína á næst­liðnu ári og jafn­framt gera grein fyrir öllum breyt­ingum sem orðið hafa á þeim atriðum sem ber að veita upp­lýs­ingar um þegar sótt er um skrán­ingu. Sér­stak­lega er tekið fram að gera skuli grein fyrir því hvernig ráð­stöfun fjár­muna hefur verið hátt­að. 

Í svar­inu segir að í fram­kvæmd hafi þetta eft­ir­lit farið fram með þeim hætti að á vef sýslu­manna sé að finna eyðu­blað þar sem fylla ber út ein­faldar upp­lýs­ingar um fjár­reiður síð­asta árs. Ekki sé skylt að skila upp­lýs­ing­unum á þessu eyðu­blaði en skylt sé að veita upp­lýs­ing­arn­ar. 

„Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­manni eru félög þau sem um ræðir afar ólík hvað varðar fjölda félaga, starf­semi og umfang. Stærri félögin hafi sum hver skilað inn árs­reikn­ingum árit­uðum af end­ur­skoð­anda á meðan þau minni skili inn lág­marks­upp­lýs­ing­um. Gögnin eru yfir­farin og ef veru­legar breyt­ingar verða á milli ára eða ef ein­hverjir liðir þarfn­ast nán­ari skýr­ingar er félög­unum send fyr­ir­spurn. Næsta fátítt er að sögn sýslu­manns að reikn­ingar skýri sig ekki að mestu sjálfir,“ segir í svar­in­u. 

Dró úr skýrslu­skilum 2016 til 2018

Jafn­framt spurði þing­maður VG hversu tíð sein skil og van­skil hefðu verið af hálfu trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga á skýrslum um starf­semi á ára­bil­inu 2013 til 2018.

Kol­brún greinir frá því að þegar sýslu­mað­ur­inn á Norð­ur­landi eystra hafi tekið við skrán­ingu og eft­ir­liti með skráðum trú­fé­lögum og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um, þann 1. febr­úar árið 2014, hafi öllum skráðum félögum verið sent eyðu­blað til útfyll­ingar á árunum 2014 og 2015 og þau minnt á skyldu þeirra til að skila fyrr­greindum upp­lýs­ing­um, auk þess sem gengið hafi verið nokkuð eftir því að upp­lýs­ing­arnar bær­ust.

„Leiddi það til þess að skil á skýrslum voru nær 100 pró­sent. Á árunum 2016 til 2018 var félög­unum ekki sent bréf til að minna á skil á skýrslum og dró þá tölu­vert úr skýrslu­skil­um. Ef félag sendir ekki skýrslu og óskar ekki eftir rök­studdum fresti til að skila er gengið eftir því að það sé gert. Alla jafna er skýrslum skilað eftir að áminn­ing berst. Í mörgum til­vikum verða þó veru­legar tafir á því að skýrslum sé skilað þar sem árs­upp­gjör eru oft á tíðum ekki til­búin fyrr en síðla árs, en senda skal sýslu­manni skýrslu fyrir lok mars­mán­aðar ár hvert,“ segir í svari ráð­herra.

Kemur til álita að gera rík­ari kröfur um skil á skýrslum og herða við­ur­lög

Þegar Kol­brún var spurð hvort rétt væri að herða við­ur­lög við því að trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög skili ekki eða van­ræki að skila skýrslu um starf­semi á til­settum tíma þá svar­aði hún að sam­kvæmt lögum um skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög skuli sýslu­maður veita skráðu félagi, sem ekki upp­fyllir lengur skil­yrði fyrir skrán­ingu félags eða van­rækir skyldur sínar sam­kvæmt lög­um, skrif­lega við­vörum og setja því frest til að bæta úr því sem áfátt sé. Ef ekki væri bætt úr því innan til­tek­ins frests gæti sýslu­maður ákveðið að fella skrán­ingu félags úr gildi, en áður en það væri gert skuli gefa stjórn félags kost á að tjá sig um mál­ið. Önnur úrræði hefði sýslu­maður ekki.

„Þar sem skrán­ing trú­fé­lags eða lífs­skoð­un­ar­fé­lags hefur í för með sér til­tekin lög­bundin rétt­indi og skyldur fyrir slík félög, þar á meðal rétt til hlut­deildar í álögðum tekju­skatti í formi sókn­ar­gjalda, telur ráð­herra koma til álita að gera rík­ari kröfur um skil á skýrslum og herða við­ur­lög sé þeirri skyldu ekki sinnt,“ segir í svar­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent