1. maí hátíðarhöld í meira en þrjátíu sveitarfélögum

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í yfir 30 sveitarfélögum víða um land í dag. Fyrsta kröfugangan var gengin hér á landi þann 1. maí 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur síðan 1966.

Frá 1.maí 2018
Frá 1.maí 2018
Auglýsing

Alþjóð­legur bar­áttu­dagur verka­manna er hald­inn hátíð­legur í meira en þrjá­tíu sveit­ar­fé­lögum um land allt í dag. ­Dag­skrá 1. maí hátíð­ar­hald­anna í Reykja­vík hefst með­ ­kröfu­göng­u frá Hlemmi klukkan 13:30. ­Gengið verður niður Lauga­veg­inn, Banka­stræti, Aust­ur­stræti og niður á Ing­ólfs­torg. Úti­fundur hefst síðan á Ing­ólfs­torg­i ­klukkan 14:10 en yfir­skrift fund­ar­ins í ár er „Jöfnum kjör­in- sam­fé­lag fyrir alla.“

Fyrsta kröfu­gangan 1. maí 1923

Fyrsti maí er hald­inn há­tíð­leg­ur ­sem alþjóð­legur dagur verk­manna víða um heim en dag­ur­inn er opin­ber frí­dagur í meira en 80 löndum í Evr­ópu, Amer­íku og Asíu. Upp­haf dags­ins má rekja til­ 4. maí 1886 þeg­ar ­mann­fjöldi safn­að­ist saman í Chicago í Banda­ríkj­unum til stuðn­ings verk­falli sem hafði haf­ist 1. maí til að krefj­ast átta stunda vinnu­dags. ­Banda­ríska verka­lýðs­sam­band­ið, T­he A­mer­ican ­Feder­ation of La­bo, ákvað síðar að 1. maí yrði helg­aður bar­átt­unni fyrir styttri vinnu­deg­i. 

Á hund­rað ára afmæli frönsku bylt­ing­ar­innar hélt Annað Alþjóða­sam­band­ið, sem var alþjóð­legt sam­band verka­lýðs- og sós­í­alista­flokka, sitt fyrsta þingi í Par­ís árið 1889. Á þing­inu var ákveðið að taka upp bar­áttu banda­rísku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og ­gera kröf­una um átta stunda vinnu­dag að helstu kröfu verka­fólks á alþjóð­legum bar­áttu­degi, 1. maí. Í fram­haldi af því var svo skorað á verka­lýðs­sam­tök um allan heim að standa fyrir því að verka­fólk legði niður vinnu á þessum degi, 1. maí, til að bera fram kröfur sínar

Auglýsing

Hér á landi var fyrsta kröfu­gangan gengin þann fyrsta maí  1923 en það var virkur dagur og þurfti því fólk að taka sér frí úr vinnu ef það vildi taka þátt. Á vef ASÍ segir að kröfur verka­lýðs­ins það ár voru meðal ann­ars krafan um að „þurft­ar­laun“ ættu að ver­a skatt­laus, kraf­ist var rétt­látrar kjör­dæma­skip­un­ar, banni við helgi­daga­vinnu og næt­ur­vinn­u og atvinnu­bætur greiddar gegn atvinnu­leysi. ­Fyrsti maí var  gerður lög­giltur frí­dagur á Íslandi árið 1966. 

Jöfnum kjör­in- sam­fé­lag fyrir alla

Sólveig Anna Jónsdóttir, heldur ræðu á útifundinum á Lækjartorgi í dag. Mynd:Bára Huld BeckASÍ, BSRB, BHM og KÍ standa að bar­áttufundi á Ing­ólfs­torgi í dag en yfir­skrift fund­ar­ins er Jöfnum kjörin – sam­fé­lag fyrir alla. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ingar og Sonja Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, mun­u halda ræð­ur. 

Á fund­unum munu tón­list­ar­konan GDRN og Bubb­i Morthens sjá um tón­list­ar­at­riði. Þess má geta að Bubb­i Morthens tók lagið á bar­áttufundi á Lækj­ar­torgi fyrir 39 árum, þann 1. maí 1980, sama ár fyrsta platan hans Ísbjarn­­ar­blús kom út. Bróðir hans Þor­lákur Krist­ins­­son var einn fram­­sög­u­­manna kröfufund­­ar­ins. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent