1. maí hátíðarhöld í meira en þrjátíu sveitarfélögum

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í yfir 30 sveitarfélögum víða um land í dag. Fyrsta kröfugangan var gengin hér á landi þann 1. maí 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur síðan 1966.

Frá 1.maí 2018
Frá 1.maí 2018
Auglýsing

Alþjóðlegur baráttudagur verkamanna er haldinn hátíðlegur í meira en þrjátíu sveitarfélögum um land allt í dag. Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík hefst með kröfugöngu frá Hlemmi klukkan 13:30. Gengið verður niður Laugaveginn, Bankastræti, Austurstræti og niður á Ingólfstorg. Útifundur hefst síðan á Ingólfstorgi klukkan 14:10 en yfirskrift fundarins í ár er „Jöfnum kjörin- samfélag fyrir alla.“

Fyrsta kröfugangan 1. maí 1923

Fyrsti maí er haldinn hátíðlegur sem alþjóðlegur dagur verkmanna víða um heim en dagurinn er opinber frídagur í meira en 80 löndum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Upphaf dagsins má rekja til 4. maí 1886 þegar mannfjöldi safnaðist saman í Chicago í Bandaríkjunum til stuðnings verkfalli sem hafði hafist 1. maí til að krefjast átta stunda vinnudags. Bandaríska verkalýðssambandið, The American Federation of Labo, ákvað síðar að 1. maí yrði helgaður baráttunni fyrir styttri vinnudegi. 

Á hundrað ára afmæli frönsku byltingarinnar hélt Annað Alþjóðasambandið, sem var alþjóðlegt samband verkalýðs- og sósíalistaflokka, sitt fyrsta þingi í París árið 1889. Á þinginu var ákveðið að taka upp baráttu bandarísku verkalýðshreyfingarinnar og gera kröfuna um átta stunda vinnudag að helstu kröfu verkafólks á alþjóðlegum baráttudegi, 1. maí. Í framhaldi af því var svo skorað á verkalýðssamtök um allan heim að standa fyrir því að verkafólk legði niður vinnu á þessum degi, 1. maí, til að bera fram kröfur sínar

Auglýsing

Hér á landi var fyrsta kröfugangan gengin þann fyrsta maí  1923 en það var virkur dagur og þurfti því fólk að taka sér frí úr vinnu ef það vildi taka þátt. Á vef ASÍ segir að kröfur verkalýðsins það ár voru meðal annars krafan um að „þurftarlaun“ ættu að vera skattlaus, krafist var réttlátrar kjördæmaskipunar, banni við helgidagavinnu og næturvinnu og atvinnubætur greiddar gegn atvinnuleysi. Fyrsti maí var  gerður löggiltur frídagur á Íslandi árið 1966. 

Jöfnum kjörin- samfélag fyrir alla

Sólveig Anna Jónsdóttir, heldur ræðu á útifundinum á Lækjartorgi í dag. Mynd:Bára Huld BeckASÍ, BSRB, BHM og KÍ standa að baráttufundi á Ingólfstorgi í dag en yfirskrift fundarins er Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, munu halda ræður. 

Á fundunum munu tónlistarkonan GDRN og Bubbi Morthens sjá um tónlistaratriði. Þess má geta að Bubbi Morthens tók lagið á baráttufundi á Lækjartorgi fyrir 39 árum, þann 1. maí 1980, sama ár fyrsta platan hans Ísbjarn­ar­blús kom út. Bróðir hans Þor­lákur Krist­ins­son var einn fram­sögu­manna kröfufund­ar­ins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent