1. maí hátíðarhöld í meira en þrjátíu sveitarfélögum

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í yfir 30 sveitarfélögum víða um land í dag. Fyrsta kröfugangan var gengin hér á landi þann 1. maí 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur síðan 1966.

Frá 1.maí 2018
Frá 1.maí 2018
Auglýsing

Alþjóð­legur bar­áttu­dagur verka­manna er hald­inn hátíð­legur í meira en þrjá­tíu sveit­ar­fé­lögum um land allt í dag. ­Dag­skrá 1. maí hátíð­ar­hald­anna í Reykja­vík hefst með­ ­kröfu­göng­u frá Hlemmi klukkan 13:30. ­Gengið verður niður Lauga­veg­inn, Banka­stræti, Aust­ur­stræti og niður á Ing­ólfs­torg. Úti­fundur hefst síðan á Ing­ólfs­torg­i ­klukkan 14:10 en yfir­skrift fund­ar­ins í ár er „Jöfnum kjör­in- sam­fé­lag fyrir alla.“

Fyrsta kröfu­gangan 1. maí 1923

Fyrsti maí er hald­inn há­tíð­leg­ur ­sem alþjóð­legur dagur verk­manna víða um heim en dag­ur­inn er opin­ber frí­dagur í meira en 80 löndum í Evr­ópu, Amer­íku og Asíu. Upp­haf dags­ins má rekja til­ 4. maí 1886 þeg­ar ­mann­fjöldi safn­að­ist saman í Chicago í Banda­ríkj­unum til stuðn­ings verk­falli sem hafði haf­ist 1. maí til að krefj­ast átta stunda vinnu­dags. ­Banda­ríska verka­lýðs­sam­band­ið, T­he A­mer­ican ­Feder­ation of La­bo, ákvað síðar að 1. maí yrði helg­aður bar­átt­unni fyrir styttri vinnu­deg­i. 

Á hund­rað ára afmæli frönsku bylt­ing­ar­innar hélt Annað Alþjóða­sam­band­ið, sem var alþjóð­legt sam­band verka­lýðs- og sós­í­alista­flokka, sitt fyrsta þingi í Par­ís árið 1889. Á þing­inu var ákveðið að taka upp bar­áttu banda­rísku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og ­gera kröf­una um átta stunda vinnu­dag að helstu kröfu verka­fólks á alþjóð­legum bar­áttu­degi, 1. maí. Í fram­haldi af því var svo skorað á verka­lýðs­sam­tök um allan heim að standa fyrir því að verka­fólk legði niður vinnu á þessum degi, 1. maí, til að bera fram kröfur sínar

Auglýsing

Hér á landi var fyrsta kröfu­gangan gengin þann fyrsta maí  1923 en það var virkur dagur og þurfti því fólk að taka sér frí úr vinnu ef það vildi taka þátt. Á vef ASÍ segir að kröfur verka­lýðs­ins það ár voru meðal ann­ars krafan um að „þurft­ar­laun“ ættu að ver­a skatt­laus, kraf­ist var rétt­látrar kjör­dæma­skip­un­ar, banni við helgi­daga­vinnu og næt­ur­vinn­u og atvinnu­bætur greiddar gegn atvinnu­leysi. ­Fyrsti maí var  gerður lög­giltur frí­dagur á Íslandi árið 1966. 

Jöfnum kjör­in- sam­fé­lag fyrir alla

Sólveig Anna Jónsdóttir, heldur ræðu á útifundinum á Lækjartorgi í dag. Mynd:Bára Huld BeckASÍ, BSRB, BHM og KÍ standa að bar­áttufundi á Ing­ólfs­torgi í dag en yfir­skrift fund­ar­ins er Jöfnum kjörin – sam­fé­lag fyrir alla. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ingar og Sonja Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, mun­u halda ræð­ur. 

Á fund­unum munu tón­list­ar­konan GDRN og Bubb­i Morthens sjá um tón­list­ar­at­riði. Þess má geta að Bubb­i Morthens tók lagið á bar­áttufundi á Lækj­ar­torgi fyrir 39 árum, þann 1. maí 1980, sama ár fyrsta platan hans Ísbjarn­­ar­blús kom út. Bróðir hans Þor­lákur Krist­ins­­son var einn fram­­sög­u­­manna kröfufund­­ar­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent