1. maí hátíðarhöld í meira en þrjátíu sveitarfélögum

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í yfir 30 sveitarfélögum víða um land í dag. Fyrsta kröfugangan var gengin hér á landi þann 1. maí 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur síðan 1966.

Frá 1.maí 2018
Frá 1.maí 2018
Auglýsing

Alþjóð­legur bar­áttu­dagur verka­manna er hald­inn hátíð­legur í meira en þrjá­tíu sveit­ar­fé­lögum um land allt í dag. ­Dag­skrá 1. maí hátíð­ar­hald­anna í Reykja­vík hefst með­ ­kröfu­göng­u frá Hlemmi klukkan 13:30. ­Gengið verður niður Lauga­veg­inn, Banka­stræti, Aust­ur­stræti og niður á Ing­ólfs­torg. Úti­fundur hefst síðan á Ing­ólfs­torg­i ­klukkan 14:10 en yfir­skrift fund­ar­ins í ár er „Jöfnum kjör­in- sam­fé­lag fyrir alla.“

Fyrsta kröfu­gangan 1. maí 1923

Fyrsti maí er hald­inn há­tíð­leg­ur ­sem alþjóð­legur dagur verk­manna víða um heim en dag­ur­inn er opin­ber frí­dagur í meira en 80 löndum í Evr­ópu, Amer­íku og Asíu. Upp­haf dags­ins má rekja til­ 4. maí 1886 þeg­ar ­mann­fjöldi safn­að­ist saman í Chicago í Banda­ríkj­unum til stuðn­ings verk­falli sem hafði haf­ist 1. maí til að krefj­ast átta stunda vinnu­dags. ­Banda­ríska verka­lýðs­sam­band­ið, T­he A­mer­ican ­Feder­ation of La­bo, ákvað síðar að 1. maí yrði helg­aður bar­átt­unni fyrir styttri vinnu­deg­i. 

Á hund­rað ára afmæli frönsku bylt­ing­ar­innar hélt Annað Alþjóða­sam­band­ið, sem var alþjóð­legt sam­band verka­lýðs- og sós­í­alista­flokka, sitt fyrsta þingi í Par­ís árið 1889. Á þing­inu var ákveðið að taka upp bar­áttu banda­rísku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og ­gera kröf­una um átta stunda vinnu­dag að helstu kröfu verka­fólks á alþjóð­legum bar­áttu­degi, 1. maí. Í fram­haldi af því var svo skorað á verka­lýðs­sam­tök um allan heim að standa fyrir því að verka­fólk legði niður vinnu á þessum degi, 1. maí, til að bera fram kröfur sínar

Auglýsing

Hér á landi var fyrsta kröfu­gangan gengin þann fyrsta maí  1923 en það var virkur dagur og þurfti því fólk að taka sér frí úr vinnu ef það vildi taka þátt. Á vef ASÍ segir að kröfur verka­lýðs­ins það ár voru meðal ann­ars krafan um að „þurft­ar­laun“ ættu að ver­a skatt­laus, kraf­ist var rétt­látrar kjör­dæma­skip­un­ar, banni við helgi­daga­vinnu og næt­ur­vinn­u og atvinnu­bætur greiddar gegn atvinnu­leysi. ­Fyrsti maí var  gerður lög­giltur frí­dagur á Íslandi árið 1966. 

Jöfnum kjör­in- sam­fé­lag fyrir alla

Sólveig Anna Jónsdóttir, heldur ræðu á útifundinum á Lækjartorgi í dag. Mynd:Bára Huld BeckASÍ, BSRB, BHM og KÍ standa að bar­áttufundi á Ing­ólfs­torgi í dag en yfir­skrift fund­ar­ins er Jöfnum kjörin – sam­fé­lag fyrir alla. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ingar og Sonja Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, mun­u halda ræð­ur. 

Á fund­unum munu tón­list­ar­konan GDRN og Bubb­i Morthens sjá um tón­list­ar­at­riði. Þess má geta að Bubb­i Morthens tók lagið á bar­áttufundi á Lækj­ar­torgi fyrir 39 árum, þann 1. maí 1980, sama ár fyrsta platan hans Ísbjarn­­ar­blús kom út. Bróðir hans Þor­lákur Krist­ins­­son var einn fram­­sög­u­­manna kröfufund­­ar­ins. 

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent