Ótal tækifæri fyrir Ísland í fjórðu iðnbyltingunni

Formaður starfshóps forsætisráðherra sem vann skýrslu um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna segir að Íslendingum hafi gengið vel að nýta sér tækninýjungar. Það sjáist á árangri þjóðarinnar síðustu 120 árin.

Huginn Freyr Þorsteinsson
Auglýsing

„Það eru ótal tækifæri. Ísland er lítið land. Við erum þróað hagkerfi með sterkt velferðarkerfi og alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt það að áhrif sjálfvirknivæðingar verða aðeins minni á vinnumarkað hjá þessum ríkjum en öðrum ríkjum.“

Þetta er meðal þess sem Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Aton og formaður starfshóps forsætisráðherra sem vann og birti skýrslu sem bar heitið „Ísland og fjórða iðnbyltingin“ í byrjun síðasta mánaðar, segir í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans.

Viðtalið birtist í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem sýndur var í gær.

Hægt er að sjá stiklu úr þættinum hér að neðan.


Þar segir Huginn að Ísland búi yfir sterkum tæknilegum innviðum sem landsmenn ættu að geta nýtt sér til að ná árangri í fjórðu iðnbyltingunni. „Að auka verðmætasköpun í samfélaginu, það á að geta tekist vel til þar.“

Hann bendir á að til þessa hafi Íslendingum gengið vel að nýta sér tæknibreytingar. Það sjáist einfaldlega á þeim mikla árangri sem landið hefur náð á síðustu 120 árum. Þannig að við getum alveg haldið áfram. En það eru líka fjöldamargar áskoranir.“

Auglýsing
Huginn nefnir í því samhengi þriðju iðnbyltinguna, sem í fólst aukin upplýsingatækni, tölvuvæðing og tilkoma gsm síma, svo fátt eitt sé nefnt. 

Á örfáum árum hafi símar orðið ómissandi tæki í nútímasamfélaginu og haft gríðarleg áhrif á líf okkar, ekki bara út frá atvinnulífinu heldur einnig vegna samfélagslegra áhrifa á stjórnmál, lýðræði og fjölmiðla. „Fjölmiðlar hafa gjörbreyst á örfáum árum, meðal annars með tilkomu samfélagsmiðla og snjallsíma. Þetta er þetta uppbrot sem við ræðum meðal annars í skýrslunni.“

Í starfs­hópnum sem tók skýrsl­una saman voru auk Hugins þau Lilja Dögg Jóns­dótt­ir, Guð­mundur Jóns­son, Ragn­heiður H. Magn­ús­dóttir og Krist­inn R. Þór­is­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent