Veikleikar í umgjörð, löggjöf og eftirliti með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum

Dómsmálaráðherra segir tilefni til að huga að endurskoðun laga um skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar á meðal endurskoðun ákvæða um skýrslugjöf félaganna til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag þeirra og ráðstöfun fjármuna.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Veikleikar eru í umgjörð, löggjöf og eftirliti með skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum á Íslandi samkvæmt nýlegu áhættumati sem ríkislögreglustjóri hefur unnið um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og byggt er á úttekt aðgerðahóps á stöðu varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hér á landi.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Vinstri grænna, um fjármál trú- og lífsskoðunarfélaga.

Ísland hefur verið í samstarfi við alþjóðlegan aðgerðahóp gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka frá árinu 1991. Með aðild sinni að FATF skuldbatt Ísland sig til að samræma löggjöf sína tilmælum aðgerðahópsins.

Auglýsing

Tilefni til að endurskoða lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög

Í svarinu segir enn fremur að veikleikarnir lúti einkum að ófullnægjandi ákvæðum um hæfi fyrirsvarsmanna félaganna, bókhaldi þeirra og fjárreiðum. Í áhættumatinu segir að með tilliti til þessa þyrfti að endurskoða lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og huga að heimildum eftirlitsaðila til þess að sinna eftirliti og knýja á um úrbætur gefist tilefni til.

„Með hliðsjón af þeim ábendingum verður að líta svo á að tilefni sé til að huga að endurskoðun laga um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, þar á meðal endurskoðun ákvæða um skýrslugjöf félaganna til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag þeirra og ráðstöfun fjármuna. Hvort skylda beri skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög til að skila ársreikningum í samræmi við lög nr. 3/2006, um ársreikninga, hefur ekki komið til álita, en yrði tekið til athugunar verði lögin endurskoðuð,“ segir í svari dómsmálaráðherra.

Félögin afar ólík hvað varðar fjölda félaga, starfsemi og umfang

Andrés spurði einnig hvernig eftirliti með fjármálum trú- og lífsskoðunarfélaga væri háttað samkvæmt lögum. Í tilefni af fyrirspurninni aflaði ráðuneytið sér upplýsinga frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra sem annast hefur skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga frá 1. febrúar 2014 en það fer að öðru leyti með verkefni sem sýslumanni eru falin í lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Samkvæmt lögunum ber trú- eða lífsskoðunarfélagi sem óskar skráningar að senda sýslumanni lög félagsins og allar aðrar reglur sem kunna að gilda um ráðstöfun fjármuna félagsins. Í lögunum er fjallað um eftirlit með skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum. Samkvæmt þeim skulu félögin fyrir lok marsmánaðar ár hvert senda sýslumanni skýrslu um starfsemi sína á næstliðnu ári og jafnframt gera grein fyrir öllum breytingum sem orðið hafa á þeim atriðum sem ber að veita upplýsingar um þegar sótt er um skráningu. Sérstaklega er tekið fram að gera skuli grein fyrir því hvernig ráðstöfun fjármuna hefur verið háttað. 

Í svarinu segir að í framkvæmd hafi þetta eftirlit farið fram með þeim hætti að á vef sýslumanna sé að finna eyðublað þar sem fylla ber út einfaldar upplýsingar um fjárreiður síðasta árs. Ekki sé skylt að skila upplýsingunum á þessu eyðublaði en skylt sé að veita upplýsingarnar. 

„Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni eru félög þau sem um ræðir afar ólík hvað varðar fjölda félaga, starfsemi og umfang. Stærri félögin hafi sum hver skilað inn ársreikningum árituðum af endurskoðanda á meðan þau minni skili inn lágmarksupplýsingum. Gögnin eru yfirfarin og ef verulegar breytingar verða á milli ára eða ef einhverjir liðir þarfnast nánari skýringar er félögunum send fyrirspurn. Næsta fátítt er að sögn sýslumanns að reikningar skýri sig ekki að mestu sjálfir,“ segir í svarinu. 

Dró úr skýrsluskilum 2016 til 2018

Jafnframt spurði þingmaður VG hversu tíð sein skil og vanskil hefðu verið af hálfu trú- og lífsskoðunarfélaga á skýrslum um starfsemi á árabilinu 2013 til 2018.

Kolbrún greinir frá því að þegar sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hafi tekið við skráningu og eftirliti með skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum, þann 1. febrúar árið 2014, hafi öllum skráðum félögum verið sent eyðublað til útfyllingar á árunum 2014 og 2015 og þau minnt á skyldu þeirra til að skila fyrrgreindum upplýsingum, auk þess sem gengið hafi verið nokkuð eftir því að upplýsingarnar bærust.

„Leiddi það til þess að skil á skýrslum voru nær 100 prósent. Á árunum 2016 til 2018 var félögunum ekki sent bréf til að minna á skil á skýrslum og dró þá töluvert úr skýrsluskilum. Ef félag sendir ekki skýrslu og óskar ekki eftir rökstuddum fresti til að skila er gengið eftir því að það sé gert. Alla jafna er skýrslum skilað eftir að áminning berst. Í mörgum tilvikum verða þó verulegar tafir á því að skýrslum sé skilað þar sem ársuppgjör eru oft á tíðum ekki tilbúin fyrr en síðla árs, en senda skal sýslumanni skýrslu fyrir lok marsmánaðar ár hvert,“ segir í svari ráðherra.

Kemur til álita að gera ríkari kröfur um skil á skýrslum og herða viðurlög

Þegar Kolbrún var spurð hvort rétt væri að herða viðurlög við því að trú- og lífsskoðunarfélög skili ekki eða vanræki að skila skýrslu um starfsemi á tilsettum tíma þá svaraði hún að samkvæmt lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög skuli sýslumaður veita skráðu félagi, sem ekki uppfyllir lengur skilyrði fyrir skráningu félags eða vanrækir skyldur sínar samkvæmt lögum, skriflega viðvörum og setja því frest til að bæta úr því sem áfátt sé. Ef ekki væri bætt úr því innan tiltekins frests gæti sýslumaður ákveðið að fella skráningu félags úr gildi, en áður en það væri gert skuli gefa stjórn félags kost á að tjá sig um málið. Önnur úrræði hefði sýslumaður ekki.

„Þar sem skráning trúfélags eða lífsskoðunarfélags hefur í för með sér tiltekin lögbundin réttindi og skyldur fyrir slík félög, þar á meðal rétt til hlutdeildar í álögðum tekjuskatti í formi sóknargjalda, telur ráðherra koma til álita að gera ríkari kröfur um skil á skýrslum og herða viðurlög sé þeirri skyldu ekki sinnt,“ segir í svarinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent