6,8 milljarða hagnaður Landsbankans

Eigið fé Landsbankans, dótturfyrirtækis íslenska ríkisins, nemur um 246 milljörðum um þessar mundir.

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans
Auglýsing

Lands­bank­inn, sem íslenska ríkið á að nær öllu leyti (99 pró­sent), hagn­að­ist um 6,8 millj­arða króna eftir skatta á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins.

Á sama tíma­bili í fyrra hagn­að­ist bank­inn um 8,1 millj­arð. 

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir rekst­ur­inn hafa verið góðan á rekst­ur­inn sé stöð­ug­ur. 

Auglýsing

„Rekstur og efna­hagur Lands­bank­ans er traustur og arð­semi bank­ans góð, eins og gott upp­gjör bank­ans fyrir fyrsta árs­fjórð­ung 2019 ber með sér. Útlán héldu áfram að aukast, bæði til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga, og útlána­safn bank­ans er sterkt. Þá hækk­uðu þjón­ustu­tekjur sam­hliða auknum umsvif­um,“ segir í Lilja Björk í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs­ins. 

Eigið fé Lands­bank­ans var 246,2 millj­arðar króna þann 31. mars síð­ast­lið­inn og eig­in­fjár­hlut­fallið var 23,8 pró­sent.  

Kostn­að­ar­hlut­fall­ið, það er rekstr­ar­kostn­aður sem hlut­fall af tekj­um, var 38,7 pró­sent, sem er tölu­vert undir mark­mið­inu, sem er í kringum 45 pró­sent. Kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans hefur um nokk­urt skeið verið lægst meðal stóru við­skipta­bank­anna þriggja. Hjá Íslands­banka og Arion banka hefur það verið á bil­inu 55 til 70 pró­sent, und­an­farin miss­eri.

Á aðal­fundi bank­ans, sem hald­inn var þann 4. apríl 2019, var sam­þykkt til­laga banka­ráðs um að greiða arð til hlut­hafa - þar helst rík­is­ins - vegna rekstr­ar­árs­ins 2018 upp á tæp­lega 10 millj­arða króna. Arð­greiðslan kemur til lækk­unar á eigin fé á öðrum árs­fjórð­ungi 2019. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent