6,8 milljarða hagnaður Landsbankans

Eigið fé Landsbankans, dótturfyrirtækis íslenska ríkisins, nemur um 246 milljörðum um þessar mundir.

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans
Auglýsing

Lands­bank­inn, sem íslenska ríkið á að nær öllu leyti (99 pró­sent), hagn­að­ist um 6,8 millj­arða króna eftir skatta á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins.

Á sama tíma­bili í fyrra hagn­að­ist bank­inn um 8,1 millj­arð. 

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir rekst­ur­inn hafa verið góðan á rekst­ur­inn sé stöð­ug­ur. 

Auglýsing

„Rekstur og efna­hagur Lands­bank­ans er traustur og arð­semi bank­ans góð, eins og gott upp­gjör bank­ans fyrir fyrsta árs­fjórð­ung 2019 ber með sér. Útlán héldu áfram að aukast, bæði til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga, og útlána­safn bank­ans er sterkt. Þá hækk­uðu þjón­ustu­tekjur sam­hliða auknum umsvif­um,“ segir í Lilja Björk í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs­ins. 

Eigið fé Lands­bank­ans var 246,2 millj­arðar króna þann 31. mars síð­ast­lið­inn og eig­in­fjár­hlut­fallið var 23,8 pró­sent.  

Kostn­að­ar­hlut­fall­ið, það er rekstr­ar­kostn­aður sem hlut­fall af tekj­um, var 38,7 pró­sent, sem er tölu­vert undir mark­mið­inu, sem er í kringum 45 pró­sent. Kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans hefur um nokk­urt skeið verið lægst meðal stóru við­skipta­bank­anna þriggja. Hjá Íslands­banka og Arion banka hefur það verið á bil­inu 55 til 70 pró­sent, und­an­farin miss­eri.

Á aðal­fundi bank­ans, sem hald­inn var þann 4. apríl 2019, var sam­þykkt til­laga banka­ráðs um að greiða arð til hlut­hafa - þar helst rík­is­ins - vegna rekstr­ar­árs­ins 2018 upp á tæp­lega 10 millj­arða króna. Arð­greiðslan kemur til lækk­unar á eigin fé á öðrum árs­fjórð­ungi 2019. 

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent