ALC greiði 87 milljónir en ekki tvo milljarða

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness mun kyrrsetning Isavia á einni af vélunum sem WOW air hafði á leigu ekki tryggja endurgreiðslu á lendingargjöldum.

wow air
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­ness hafn­aði í dag kröfu fyr­ir­tæk­is­ins ALC um að kyrr­setn­ingu Isa­via á Air­bus-þotu í eigu þess yrði aflétt. Þotan var kyrr­sett eftir fall WOW air, en hún var í flug­flota félags­ins. 

Með kyrr­setn­ing­unni vildi Isa­via tryggja að hægt væri að fá greiðslur upp í tveggja millj­arða skuldir WOW air á lend­ing­ar­gjöld­um, sem söfn­uð­ust upp í aðdrag­anda falls félags­ins. 

Það hefur nú verið tekið til gjald­þrota­skipta, en Sveinn Andri Sveins­son hrl. og Þor­steinn Ein­ars­son hrl. eru skipta­stjórar búss­ins.

Auglýsing

Í dómnum er þessu hafnað einnig, og sagt að ALC þurfi ekki að greiða allar þessar skuld­ir, sem söfn­uð­ust upp hjá WOW air í aðdrag­anda falls félags­ins. Félagið þurfi ein­göngu að greiða þær skuldir sem tengj­ast þot­unni, sem eru um 87 millj­ónir en ekki tveir millj­arð­ar. 

Í við­tali við RÚV segir Oddur Ást­ráðs­son, lög­maður ALC, að nið­ur­staðan sé merki­leg og að félagið muni freista þess að fá kyrr­setn­ing­unni aflétt, svo að eig­and­inn geti fengið hana til sín og nýtt hana til ann­arra verk­efna. 

Isa­via hefur enn ekk­ert gefið út um nið­ur­stöð­una, eða hvort henni verði áfrýjað til Lands­rétt­ar. 

Íslenska ríkið er eig­andi Isa­via, sem rekur flug­vell­ina í land­inu, þar á meðal Kefla­vík­ur­flug­völl.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent