Isavia kærir úrskurð um kyrrsetningu vélar ALC

Verulegir hagsmunir eru undir í málinu. Forsendur fyrir innheimtu notendagjalda, þar á meðal.

wow air
Auglýsing

Isa­via hefur ákveðið að kæra úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­ness í máli sem teng­ist kyrr­setn­ingu vélar ALC sem var hluti af flug­flota WOW air, sem nú er gjald­þrota.

Í til­kynn­ingu frá Isa­via segir að veru­legir hags­munir séu undir í mál­inu, sem teng­ist því hvernig not­enda­gjöld eru inn­heimt af flug­fé­lög­um.

Úrskurð­ur­inn gerði ráð fyrir að kyrr­setn­ingin á vél­inni væri lög­leg, en á grund­velli 87 millj­óna króna skuldar en ekki tveggja millj­arða, eins og lend­inga­gjalda­skuld WOW air var.

Auglýsing

Til­kynn­ing frá Isa­via er svohljóð­andi.

„Sam­kvæmt úrskurði Hér­aðs­dóms var Isa­via heim­ilt að stöðva flug­vél ALC, sem WOW air hafði til umráða, vegna ógreiddra not­enda­gjalda flug­fé­lags­ins. Að mati Isa­via er aftur á móti að finna mis­vísandi umfjöllun í for­sendum úrskurð­ar­ins um túlkun á efn­is­legri heim­ild til beit­ingar á því ákvæði loft­ferða­laga sem heim­ilar stöðvun flug­vél­ar. Umfjöll­unin sam­ræm­ist ekki túlkun ákvæð­is­ins fram að þessu. Þá sam­ræm­ist hún heldur ekki eldri dóma­fram­kvæmd og dómafor­dæmum erlendis í sams­konar mál­um, þar með talið í Bret­landi og Kanada.+

Lög­unum hefur verið breytt í tvígang, árin 2002 og 2006, meðal ann­ars til að mæta því að flug­fé­lög hafa í auknum mæli leigt flug­vélar til rekst­urs­ins frekar en að eiga þær sjálf. Að mati Isa­via er því vilji lög­gjafans skýr.

Fjöl­mörg flug­fé­lög sem nýta sér þjón­ustu Kefla­vík­ur­flug­vallar eiga og hafa til umráða marga tugi eða hund­ruði flug­véla. Ef að sú for­senda úrskurð­ar­ins stend­ur, að beit­ing ákvæð­is­ins eigi ein­göngu við um hverja flug­vél fyrir sig, mun það í grund­vall­ar­at­riðum raska þeim for­sendum sem gjald­taka félags­ins byggir á þegar kemur að inn­heimtu not­enda­gjalda. Þessu ákvæði er meðal ann­ars ætlað að koma í veg fyrir mögu­leika á mis­notk­un.

„Veru­legir hags­munir eru tengdir núver­andi fram­kvæmd loft­ferða­laga. Hún auð­veldar flug­fé­lögum að taka ákvörðun um að hefja flug til lands­ins. Ef breyt­ing verður á þessu gæti okkur til dæm­is verið nauð­ugur sá kostur að óska eftir trygg­ingu frá þeim flug­fé­lögum sem hyggj­ast hefja flug til Íslands,“ segir Svein­björn Ind­riða­son, starf­andi for­stjóri Isa­vi­a.  „Það yrði íþyngj­andi fyrir flug­fé­lög og gæti haft nei­kvæð áhrif á íslenska ferða­þjón­ust­u. Isa­via hefur ákveðið að kæra úrskurð­inn til æðra dóms með það að mark­miði að fá for­sendum hans breytt.“

Fyrir liggur krafa eig­anda vél­ar­innar um að fá hana afhenta vegna skulda sem til hafa orðið vegna starf­semi þeirra vélar einn­ar. Á það getur Isa­via ekki fall­ist enda telur félagið að það sam­ræm­ist ekki fyrri fram­kvæmd og skýru orða­lagi laga­á­kvæð­is­ins.Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent