Isavia kærir úrskurð um kyrrsetningu vélar ALC

Verulegir hagsmunir eru undir í málinu. Forsendur fyrir innheimtu notendagjalda, þar á meðal.

wow air
Auglýsing

Isa­via hefur ákveðið að kæra úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­ness í máli sem teng­ist kyrr­setn­ingu vélar ALC sem var hluti af flug­flota WOW air, sem nú er gjald­þrota.

Í til­kynn­ingu frá Isa­via segir að veru­legir hags­munir séu undir í mál­inu, sem teng­ist því hvernig not­enda­gjöld eru inn­heimt af flug­fé­lög­um.

Úrskurð­ur­inn gerði ráð fyrir að kyrr­setn­ingin á vél­inni væri lög­leg, en á grund­velli 87 millj­óna króna skuldar en ekki tveggja millj­arða, eins og lend­inga­gjalda­skuld WOW air var.

Auglýsing

Til­kynn­ing frá Isa­via er svohljóð­andi.

„Sam­kvæmt úrskurði Hér­aðs­dóms var Isa­via heim­ilt að stöðva flug­vél ALC, sem WOW air hafði til umráða, vegna ógreiddra not­enda­gjalda flug­fé­lags­ins. Að mati Isa­via er aftur á móti að finna mis­vísandi umfjöllun í for­sendum úrskurð­ar­ins um túlkun á efn­is­legri heim­ild til beit­ingar á því ákvæði loft­ferða­laga sem heim­ilar stöðvun flug­vél­ar. Umfjöll­unin sam­ræm­ist ekki túlkun ákvæð­is­ins fram að þessu. Þá sam­ræm­ist hún heldur ekki eldri dóma­fram­kvæmd og dómafor­dæmum erlendis í sams­konar mál­um, þar með talið í Bret­landi og Kanada.+

Lög­unum hefur verið breytt í tvígang, árin 2002 og 2006, meðal ann­ars til að mæta því að flug­fé­lög hafa í auknum mæli leigt flug­vélar til rekst­urs­ins frekar en að eiga þær sjálf. Að mati Isa­via er því vilji lög­gjafans skýr.

Fjöl­mörg flug­fé­lög sem nýta sér þjón­ustu Kefla­vík­ur­flug­vallar eiga og hafa til umráða marga tugi eða hund­ruði flug­véla. Ef að sú for­senda úrskurð­ar­ins stend­ur, að beit­ing ákvæð­is­ins eigi ein­göngu við um hverja flug­vél fyrir sig, mun það í grund­vall­ar­at­riðum raska þeim for­sendum sem gjald­taka félags­ins byggir á þegar kemur að inn­heimtu not­enda­gjalda. Þessu ákvæði er meðal ann­ars ætlað að koma í veg fyrir mögu­leika á mis­notk­un.

„Veru­legir hags­munir eru tengdir núver­andi fram­kvæmd loft­ferða­laga. Hún auð­veldar flug­fé­lögum að taka ákvörðun um að hefja flug til lands­ins. Ef breyt­ing verður á þessu gæti okkur til dæm­is verið nauð­ugur sá kostur að óska eftir trygg­ingu frá þeim flug­fé­lögum sem hyggj­ast hefja flug til Íslands,“ segir Svein­björn Ind­riða­son, starf­andi for­stjóri Isa­vi­a.  „Það yrði íþyngj­andi fyrir flug­fé­lög og gæti haft nei­kvæð áhrif á íslenska ferða­þjón­ust­u. Isa­via hefur ákveðið að kæra úrskurð­inn til æðra dóms með það að mark­miði að fá for­sendum hans breytt.“

Fyrir liggur krafa eig­anda vél­ar­innar um að fá hana afhenta vegna skulda sem til hafa orðið vegna starf­semi þeirra vélar einn­ar. Á það getur Isa­via ekki fall­ist enda telur félagið að það sam­ræm­ist ekki fyrri fram­kvæmd og skýru orða­lagi laga­á­kvæð­is­ins.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent