Íslendingar hafa mestar áhyggjur af spillingu í fjármálum og stjórnmálum

Spilling í fjármálum og/eða stjórnmálum veldur landsmönnum mestum áhyggjum en áhyggjur af heilbrigðisþjónustu og húsnæðismálum fara minnkandi.

Handaband
Auglýsing

Spill­ing í fjár­málum og/eða stjórn­málum veldur lands­mönnum mestum áhyggjum en áhyggjur af heil­brigð­is­þjón­ustu og hús­næð­is­málum fara minnk­andi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem fram­kvæmd var dag­ana 11. til 15. febr­úar 2019.

Svar­endur voru spurðir um hvaða þrjú atriði þeir hefðu mestar áhyggjur af á Íslandi eða í íslensku sam­fé­lagi. Líkt og í fyrra voru það spill­ing í fjár­málum og/eða stjórn­mál­um, eða 44 pró­sent, fátækt og/eða félags­legur ójöfn­uð­ur, eða 35 pró­sent, heil­brigð­is­þjón­usta, eða 35 pró­sent, og hús­næð­is­mál, eða 30 pró­sent, sem reynd­ust helstu áhyggju­valdar þjóð­ar­inn­ar, þó að röðun þeirra hafi tekið breyt­ingum á milli ára.

MMR könnun: Helstu áhyggjuefni landsmanna

Af þeim áhyggju­efnum sem spurt var um hafa áhyggjur af lofts­lags­breyt­ingum auk­ist mest frá könnun árs­ins 2018 eða um sem nemur 11 pró­sentu­stig­um. Áhyggjur af menntun hafa minnkað mest af öllum mál­efnum eða um því sem nemur 13 pró­sentu­stigum frá könnun síð­asta árs.

Auglýsing

Hús­næð­is­mál áhyggju­efni yngra fólks­ins

Spill­ing í fjár­málum og/eða stjórn­málum reynd­ist svar­endum 68 ára og eldri efst í huga, eða 62 pró­sent. Hús­næð­is­mál voru hins vegar helsta áhyggju­efni svar­enda á aldr­inum 18 til 29 ára, eða 50 pró­sent.

Stuðn­ings­fólk Pírata, eða 71 pró­sent, Mið­flokks, eða 63 pró­sent, og Flokks fólks­ins, eða 60 pró­sent, var lík­leg­ast til að segj­ast hafa mestar áhyggjur af spill­ingu í fjár­málum og/eða stjórn­mál­um. Stuðn­ings­fólk Flokks fólks­ins reynd­ist einnig lík­leg­ast til að segj­ast hafa áhyggjur af fátækt og/eða félags­legum ójöfn­uði, eða 57 pró­sent, og hús­næð­is­mál­um, eða 47 pró­sent, en stuðn­ings­fólk Við­reisnar var lík­leg­ast til að segj­ast hafa mestar áhyggjur af heil­brigð­is­þjón­ustu, eða 42 pró­sent. Þá reynd­ist stuðn­ings­fólk Vinstri grænna lík­legra en stuðn­ings­fólk ann­arra stjórn­mála­flokka til að segj­ast hafa áhyggjur af lofts­lags­breyt­ing­um, eða 33 pró­sent.

Alls svör­uðu 934 ein­stak­lingar könn­un­inni, 18 ára og eldri.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent