Sjö prósent tekjusamdráttur og 6,7 milljarða króna tap

Síðustu mánuðir hafa verið Icelandair erfiðir, en forstjórinn segist bjartsýnn á stöðu félagsins til framtíðar litið.

Icelandair og WOW air
Auglýsing

Heild­ar­tekjur Icelandair námu 248,6 millj­ónum Banda­ríkja­dala á fyrsta árs­fjórð­ungi, eða sem rúm­lega 30 millj­örðum króna,  og lækk­uðu tekj­urnar um sjö pró­sent á milli ára. Eig­in­fjár­hlut­fallið lækk­aði um níu pró­sentu­stig á árs­fjórð­ungn­um, fór úr 32 pró­sent í lok árs­ins í 23 pró­sent. 

Tap félags­ins á árs­fjórð­ungnum var 55,1 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 6,7 millj­örðum króna. Á síð­ustu sex mán­uðum hefur félagið því tapað 13,5 millj­örðum króna, en tapið á síð­asta fjórð­ungi árs­ins í fyrra nam 6,8 millj­örðum króna.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir í til­kynn­ingu að krefj­andi aðstæður hafi verið á mörk­uð­um, ekki síst vegna sam­keppni við félög sem hafi verið ósjálf­bær verð á far­mið­um. Lík­legt er að hann eigi þar við WOW air, en eins og kunn­ugt er þá er félagið farið á haus­inn og er í slita­með­ferð þessi miss­er­in. „Far­þegum félags­ins til Íslands fjölg­aði um 13% á fyrsta árs­fjórð­ungi, far­þegum frá Íslandi um 10% en far­þegum milli Evr­ópu og N-Am­er­íku fækk­aði um 2%. Rekstur félags­ins var hins vegar krefj­andi eins og við bjugg­umst við og var rekstr­ar­nið­ur­staðan í takt við áætl­an­ir. Þróun far­gjalda var nei­kvæð milli ára, sem skýrist meðal ann­ars af mik­illi sam­keppni við flug­rek­endur sem boðið hafa upp á ósjálf­bær far­gjöld. Jafn­framt var áfram­hald­andi þrýst­ingur á far­gjöld milli Evr­ópu og N-Am­er­íku. Inn­leið­ing­ar- og þjálf­un­ar­kostn­aður vegna sex nýrra flug­véla sem félagið hafði gert ráð fyrir að taka í notkun hafði nei­kvæð áhrif auk þess sem ein­skiptiskostn­aður féll til vegna kyrr­setn­ingar B737 MAX flug­véla,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Hér má sjá helstu tölur úr uppgjörinu, í Bandaríkjadölum.

Bogi Nils ítrekar enn frem­ur, að lang­tíma­horfur félags­ins - og íslenskrar ferða­þjón­ustu - séu góð­ar. „Lang­tíma­horfur félags­ins eru góðar og með sam­stilltu átaki um mótun og inn­leið­ingu heild­stæðrar stefnu, er fram­tíð íslenskrar ferða­þjón­ustu björt. Það er ánægju­legt að reynslu­mik­ill alþjóð­legur fjár­festir deili þess­ari fram­tíð­ar­sýn með okkur en kaup banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins PAR Capi­tal Mana­gement á 11,5% hlut í félag­inu fyrir um 47 millj­ónir USD (rúma 5,6 millj­arða) voru kynnt í apríl sl. Fjár­fest­ingin mun efla félagið enn frekar og styrkja sam­keppn­is­hæfni þess til fram­tíð­ar.“

Mark­aða­svirði Icelandair var 43,5 millj­arðar í lok dags, en eigið fé félags­ins var tæp­lega 52 millj­arðar í lok mars.WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent