Sjö prósent tekjusamdráttur og 6,7 milljarða króna tap

Síðustu mánuðir hafa verið Icelandair erfiðir, en forstjórinn segist bjartsýnn á stöðu félagsins til framtíðar litið.

Icelandair og WOW air
Auglýsing

Heild­ar­tekjur Icelandair námu 248,6 millj­ónum Banda­ríkja­dala á fyrsta árs­fjórð­ungi, eða sem rúm­lega 30 millj­örðum króna,  og lækk­uðu tekj­urnar um sjö pró­sent á milli ára. Eig­in­fjár­hlut­fallið lækk­aði um níu pró­sentu­stig á árs­fjórð­ungn­um, fór úr 32 pró­sent í lok árs­ins í 23 pró­sent. 

Tap félags­ins á árs­fjórð­ungnum var 55,1 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 6,7 millj­örðum króna. Á síð­ustu sex mán­uðum hefur félagið því tapað 13,5 millj­örðum króna, en tapið á síð­asta fjórð­ungi árs­ins í fyrra nam 6,8 millj­örðum króna.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir í til­kynn­ingu að krefj­andi aðstæður hafi verið á mörk­uð­um, ekki síst vegna sam­keppni við félög sem hafi verið ósjálf­bær verð á far­mið­um. Lík­legt er að hann eigi þar við WOW air, en eins og kunn­ugt er þá er félagið farið á haus­inn og er í slita­með­ferð þessi miss­er­in. „Far­þegum félags­ins til Íslands fjölg­aði um 13% á fyrsta árs­fjórð­ungi, far­þegum frá Íslandi um 10% en far­þegum milli Evr­ópu og N-Am­er­íku fækk­aði um 2%. Rekstur félags­ins var hins vegar krefj­andi eins og við bjugg­umst við og var rekstr­ar­nið­ur­staðan í takt við áætl­an­ir. Þróun far­gjalda var nei­kvæð milli ára, sem skýrist meðal ann­ars af mik­illi sam­keppni við flug­rek­endur sem boðið hafa upp á ósjálf­bær far­gjöld. Jafn­framt var áfram­hald­andi þrýst­ingur á far­gjöld milli Evr­ópu og N-Am­er­íku. Inn­leið­ing­ar- og þjálf­un­ar­kostn­aður vegna sex nýrra flug­véla sem félagið hafði gert ráð fyrir að taka í notkun hafði nei­kvæð áhrif auk þess sem ein­skiptiskostn­aður féll til vegna kyrr­setn­ingar B737 MAX flug­véla,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Hér má sjá helstu tölur úr uppgjörinu, í Bandaríkjadölum.

Bogi Nils ítrekar enn frem­ur, að lang­tíma­horfur félags­ins - og íslenskrar ferða­þjón­ustu - séu góð­ar. „Lang­tíma­horfur félags­ins eru góðar og með sam­stilltu átaki um mótun og inn­leið­ingu heild­stæðrar stefnu, er fram­tíð íslenskrar ferða­þjón­ustu björt. Það er ánægju­legt að reynslu­mik­ill alþjóð­legur fjár­festir deili þess­ari fram­tíð­ar­sýn með okkur en kaup banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins PAR Capi­tal Mana­gement á 11,5% hlut í félag­inu fyrir um 47 millj­ónir USD (rúma 5,6 millj­arða) voru kynnt í apríl sl. Fjár­fest­ingin mun efla félagið enn frekar og styrkja sam­keppn­is­hæfni þess til fram­tíð­ar.“

Mark­aða­svirði Icelandair var 43,5 millj­arðar í lok dags, en eigið fé félags­ins var tæp­lega 52 millj­arðar í lok mars.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent