Sjö prósent tekjusamdráttur og 6,7 milljarða króna tap

Síðustu mánuðir hafa verið Icelandair erfiðir, en forstjórinn segist bjartsýnn á stöðu félagsins til framtíðar litið.

Icelandair og WOW air
Auglýsing

Heild­ar­tekjur Icelandair námu 248,6 millj­ónum Banda­ríkja­dala á fyrsta árs­fjórð­ungi, eða sem rúm­lega 30 millj­örðum króna,  og lækk­uðu tekj­urnar um sjö pró­sent á milli ára. Eig­in­fjár­hlut­fallið lækk­aði um níu pró­sentu­stig á árs­fjórð­ungn­um, fór úr 32 pró­sent í lok árs­ins í 23 pró­sent. 

Tap félags­ins á árs­fjórð­ungnum var 55,1 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 6,7 millj­örðum króna. Á síð­ustu sex mán­uðum hefur félagið því tapað 13,5 millj­örðum króna, en tapið á síð­asta fjórð­ungi árs­ins í fyrra nam 6,8 millj­örðum króna.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir í til­kynn­ingu að krefj­andi aðstæður hafi verið á mörk­uð­um, ekki síst vegna sam­keppni við félög sem hafi verið ósjálf­bær verð á far­mið­um. Lík­legt er að hann eigi þar við WOW air, en eins og kunn­ugt er þá er félagið farið á haus­inn og er í slita­með­ferð þessi miss­er­in. „Far­þegum félags­ins til Íslands fjölg­aði um 13% á fyrsta árs­fjórð­ungi, far­þegum frá Íslandi um 10% en far­þegum milli Evr­ópu og N-Am­er­íku fækk­aði um 2%. Rekstur félags­ins var hins vegar krefj­andi eins og við bjugg­umst við og var rekstr­ar­nið­ur­staðan í takt við áætl­an­ir. Þróun far­gjalda var nei­kvæð milli ára, sem skýrist meðal ann­ars af mik­illi sam­keppni við flug­rek­endur sem boðið hafa upp á ósjálf­bær far­gjöld. Jafn­framt var áfram­hald­andi þrýst­ingur á far­gjöld milli Evr­ópu og N-Am­er­íku. Inn­leið­ing­ar- og þjálf­un­ar­kostn­aður vegna sex nýrra flug­véla sem félagið hafði gert ráð fyrir að taka í notkun hafði nei­kvæð áhrif auk þess sem ein­skiptiskostn­aður féll til vegna kyrr­setn­ingar B737 MAX flug­véla,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Hér má sjá helstu tölur úr uppgjörinu, í Bandaríkjadölum.

Bogi Nils ítrekar enn frem­ur, að lang­tíma­horfur félags­ins - og íslenskrar ferða­þjón­ustu - séu góð­ar. „Lang­tíma­horfur félags­ins eru góðar og með sam­stilltu átaki um mótun og inn­leið­ingu heild­stæðrar stefnu, er fram­tíð íslenskrar ferða­þjón­ustu björt. Það er ánægju­legt að reynslu­mik­ill alþjóð­legur fjár­festir deili þess­ari fram­tíð­ar­sýn með okkur en kaup banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins PAR Capi­tal Mana­gement á 11,5% hlut í félag­inu fyrir um 47 millj­ónir USD (rúma 5,6 millj­arða) voru kynnt í apríl sl. Fjár­fest­ingin mun efla félagið enn frekar og styrkja sam­keppn­is­hæfni þess til fram­tíð­ar.“

Mark­aða­svirði Icelandair var 43,5 millj­arðar í lok dags, en eigið fé félags­ins var tæp­lega 52 millj­arðar í lok mars.Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent