Útkoman hjá Icelandair verri en búist var við

Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íslenskan flugiðnað.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair tap­aði 6,7 millj­örðum á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eða sem nemur rúm­lega 55 millj­ónum Banda­ríkja­dala. 

Útkoman var lak­ari en spár grein­enda á mark­aði höfðu gert ráð fyr­ir. Grein­endur Lands­bank­ans og Arion banka höfðu gert ráð fyrir tapi upp á um 52 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 6,3 millj­arða tapi, en hjá IFS hafði verið gert ráð fyrir 5,5 millj­arða tapi. 

Á síð­ustu tveimur árs­fjórð­ungum hefur félagið tapað 13,5 millj­örðum króna, og segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri félags­ins, að rekstr­ar­um­hverfið hafi verið erfitt und­an­farin miss­eri, ekki síst vegna þess að sam­keppn­is­að­ilar hafi verið selja far­miða á ósjálf­bærum verð­u­m. 

Auglýsing

Er þar vafa­lítið átt við WOW air, sem er farið í gjald­þrot, en mark­aðs­hlut­deild þess var rúm­lega 35 pró­sent í ferðum til og frá Íslandi þegar mest var. 

Í til­kynn­ingu sem Icelandair sendi til kaup­hall­ar, vegna upp­gjörs­ins, í gær, segir að þrátt fyrir erf­iða stöðu séu lang­tíma­horfur félags­ins og íslenskrar ferða­þjón­ustu góð­ar. 

Kyrr­setn­ing á 737 Max vélum Boeing, eftir tvö mann­skæð flug­slys í Indónesíu og Eþíóp­íu, þar sem sam­tals 346 létu líf­ið, er að reyn­ast Icelandair dýr. Félagið þarf að skera niður tvö pró­sent af sæta­fram­boði sínu í sum­ar, vegna þessa, en þrjár vélar félags­ins eru kyrr­settar vegna alþjóð­legs banns við notkun á vél­un­um.

Heild­­ar­­tekjur Icelandair námu 248,6 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala á fyrsta árs­fjórð­ungi, eða sem rúm­­lega 30 millj­­örðum króna,  og lækk­­uðu tekj­­urnar um sjö pró­­sent á milli ára. Eig­in­fjár­­hlut­­fallið lækk­­aði um níu pró­­sent­u­­stig á árs­fjórð­ungn­um, fór úr 32 pró­­sent í lok árs­ins í 23 pró­­sent. 

Árétt­ing: Upp­haf­lega stóð að Capacent hafi spáð, en IFS er hið rétta. Fréttin hefur verið upp­færð í sam­ræmi við það.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent