Útkoman hjá Icelandair verri en búist var við

Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íslenskan flugiðnað.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair tap­aði 6,7 millj­örðum á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eða sem nemur rúm­lega 55 millj­ónum Banda­ríkja­dala. 

Útkoman var lak­ari en spár grein­enda á mark­aði höfðu gert ráð fyr­ir. Grein­endur Lands­bank­ans og Arion banka höfðu gert ráð fyrir tapi upp á um 52 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 6,3 millj­arða tapi, en hjá IFS hafði verið gert ráð fyrir 5,5 millj­arða tapi. 

Á síð­ustu tveimur árs­fjórð­ungum hefur félagið tapað 13,5 millj­örðum króna, og segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri félags­ins, að rekstr­ar­um­hverfið hafi verið erfitt und­an­farin miss­eri, ekki síst vegna þess að sam­keppn­is­að­ilar hafi verið selja far­miða á ósjálf­bærum verð­u­m. 

Auglýsing

Er þar vafa­lítið átt við WOW air, sem er farið í gjald­þrot, en mark­aðs­hlut­deild þess var rúm­lega 35 pró­sent í ferðum til og frá Íslandi þegar mest var. 

Í til­kynn­ingu sem Icelandair sendi til kaup­hall­ar, vegna upp­gjörs­ins, í gær, segir að þrátt fyrir erf­iða stöðu séu lang­tíma­horfur félags­ins og íslenskrar ferða­þjón­ustu góð­ar. 

Kyrr­setn­ing á 737 Max vélum Boeing, eftir tvö mann­skæð flug­slys í Indónesíu og Eþíóp­íu, þar sem sam­tals 346 létu líf­ið, er að reyn­ast Icelandair dýr. Félagið þarf að skera niður tvö pró­sent af sæta­fram­boði sínu í sum­ar, vegna þessa, en þrjár vélar félags­ins eru kyrr­settar vegna alþjóð­legs banns við notkun á vél­un­um.

Heild­­ar­­tekjur Icelandair námu 248,6 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala á fyrsta árs­fjórð­ungi, eða sem rúm­­lega 30 millj­­örðum króna,  og lækk­­uðu tekj­­urnar um sjö pró­­sent á milli ára. Eig­in­fjár­­hlut­­fallið lækk­­aði um níu pró­­sent­u­­stig á árs­fjórð­ungn­um, fór úr 32 pró­­sent í lok árs­ins í 23 pró­­sent. 

Árétt­ing: Upp­haf­lega stóð að Capacent hafi spáð, en IFS er hið rétta. Fréttin hefur verið upp­færð í sam­ræmi við það.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent