Útkoman hjá Icelandair verri en búist var við

Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íslenskan flugiðnað.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Icelandair tap­aði 6,7 millj­örðum á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eða sem nemur rúm­lega 55 millj­ónum Banda­ríkja­dala. 

Útkoman var lak­ari en spár grein­enda á mark­aði höfðu gert ráð fyr­ir. Grein­endur Lands­bank­ans og Arion banka höfðu gert ráð fyrir tapi upp á um 52 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 6,3 millj­arða tapi, en hjá IFS hafði verið gert ráð fyrir 5,5 millj­arða tapi. 

Á síð­ustu tveimur árs­fjórð­ungum hefur félagið tapað 13,5 millj­örðum króna, og segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri félags­ins, að rekstr­ar­um­hverfið hafi verið erfitt und­an­farin miss­eri, ekki síst vegna þess að sam­keppn­is­að­ilar hafi verið selja far­miða á ósjálf­bærum verð­u­m. 

Auglýsing

Er þar vafa­lítið átt við WOW air, sem er farið í gjald­þrot, en mark­aðs­hlut­deild þess var rúm­lega 35 pró­sent í ferðum til og frá Íslandi þegar mest var. 

Í til­kynn­ingu sem Icelandair sendi til kaup­hall­ar, vegna upp­gjörs­ins, í gær, segir að þrátt fyrir erf­iða stöðu séu lang­tíma­horfur félags­ins og íslenskrar ferða­þjón­ustu góð­ar. 

Kyrr­setn­ing á 737 Max vélum Boeing, eftir tvö mann­skæð flug­slys í Indónesíu og Eþíóp­íu, þar sem sam­tals 346 létu líf­ið, er að reyn­ast Icelandair dýr. Félagið þarf að skera niður tvö pró­sent af sæta­fram­boði sínu í sum­ar, vegna þessa, en þrjár vélar félags­ins eru kyrr­settar vegna alþjóð­legs banns við notkun á vél­un­um.

Heild­­ar­­tekjur Icelandair námu 248,6 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala á fyrsta árs­fjórð­ungi, eða sem rúm­­lega 30 millj­­örðum króna,  og lækk­­uðu tekj­­urnar um sjö pró­­sent á milli ára. Eig­in­fjár­­hlut­­fallið lækk­­aði um níu pró­­sent­u­­stig á árs­fjórð­ungn­um, fór úr 32 pró­­sent í lok árs­ins í 23 pró­­sent. 

Árétt­ing: Upp­haf­lega stóð að Capacent hafi spáð, en IFS er hið rétta. Fréttin hefur verið upp­færð í sam­ræmi við það.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent