ALC krefst þess að fá þotuna til umráða

Deilan um kyrrsetningu vélar ALC, sem var hluti af flugflota WOW air, stendur enn.

wow air
Auglýsing

Air Lease Cor­poration (ALC) eig­andi far­þega­þot­unnar TF-G­PA, sem Isa­via kyrr­setti vegna van­gold­inna lend­ing­ar­gjalda hins gjald­þrota WOW air, hefur lagt fram nýja aðfar­ar­beiðni hjá Hér­aðs­dómi Reykja­ness. 

Í nýju beiðn­inni er þess kraf­ist að ALC fái full umráð þot­unn­ar, enda sé búið að greiða þau gjöld sem tengj­ast þot­unni beint, að því er segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Í for­sendum úrskurðar Hér­aðs­dóms Reykja­ness, sem kveð­inn var upp 2. maí, segir að Isa­via hafi verið „heim­ilt að hamla för flug­vél­ar­innar TF-GPA frá Kefla­vík­ur­flug­velli á meðan gjöld tengd þeirri flug­vél eru ógreidd en ekki vegna ógreiddra ann­arra gjalda WOW air hf.“

Auglýsing

„For­sendur úrskurð­ar­ins geta því ekki verið mikið skýr­ari. ALC ákvað að greiða þau gjöld sem tengj­ast notkun TF-GPA í sam­ræmi við þær og fá í kjöl­farið full og ótak­mörkuð umráð þot­unn­ar,“ segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Eins og fram hefur komið þá ætlar Isa­via að kæra fyrri úrskurð Hér­aðs­dóm Reykja­ness, meðal ann­ars á þeirri for­sendu að ef nið­ur­staðan verður end­an­lega, þá geti grunnur fyrir gjald­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli breyst með víð­tækum afleið­ing­um. 

Sam­kvæmt úrskurð­inum þá var heim­ilt að kyrr­setja vél­ina, en skuld ALC var 87 millj­ónir á meðan lend­ing­ar­gjalda­skuld WOW air var um tveir millj­arð­ar.

„For­svars­menn ALC telja sig þar með hafa greitt allt það sem Isa­via getur mögu­lega notað sem ástæðu til þess að stöðva brott­för vél­ar­inn­ar. Úrskurður hér­aðs­dóms hafn­aði því að Isa­via gæti krafið félagið um að greiða öll van­greidd not­enda­gjöld WOW air. Sú afstaða Isa­via að þrá­ast við er því í and­stöðu við nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms Reykja­ness og er að mati ALC bæði óbil­gjörn og með öllu ólög­mæt. Af þeim sökum eru stjórn­endur ALC til­neyddir að leita aftur til hér­aðs­dóms til að knýja á um að Isa­via fylgi nið­ur­stöðu dóm­stóls­ins. Kæra Isa­via til Lands­réttar kemur ekki í veg fyrir að ALC fari fram á nýjan úrskurð um afhend­ingu sem tekur til­lit til þess að búið er að greiða allt sem teng­ist þot­unn­i. Staða máls­ins er breytt að því leyti. Isa­via bar að afhenda far­þega­þot­una strax og for­sendum úrskurð­ar­ins hafði verið mætt. Í sam­skiptum við for­svars­menn Isa­via hafa lög­menn ALC ítrekað reynt að fá leið­bein­ingar um mögu­leika sína á að leggja fram trygg­ingu, með fyr­ir­vara um lög­mæti. Því hefur í engu verið svar­að. Það er alfarið á ábyrgð og áhættu Isa­via að beita stöðv­un­ar­á­kvæði loft­ferða­laga og þar af leið­andi þeirra að upp­lýsa um mögu­leika ALC til að leysa þot­una úr haldi. Því hefur Isa­via í engu sinnt. Bendir ALC á að það tók meira en 4 vikur að fá upp­lýs­ingar um gjöld WOW air sund­ur­liðað eftir far­þega­þot­um. Þeg­ar þau gögn voru loks afhent, þá voru þau með öllu óunn­in. Það kom því í hlut ALC að greina gögnin til að kom­ast að nið­ur­stöðu um þau gjöld sem tengj­ast notkun TF-GPA bein­t,“ segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent