ALC krefst þess að fá þotuna til umráða

Deilan um kyrrsetningu vélar ALC, sem var hluti af flugflota WOW air, stendur enn.

wow air
Auglýsing

Air Lease Cor­poration (ALC) eig­andi far­þega­þot­unnar TF-G­PA, sem Isa­via kyrr­setti vegna van­gold­inna lend­ing­ar­gjalda hins gjald­þrota WOW air, hefur lagt fram nýja aðfar­ar­beiðni hjá Hér­aðs­dómi Reykja­ness. 

Í nýju beiðn­inni er þess kraf­ist að ALC fái full umráð þot­unn­ar, enda sé búið að greiða þau gjöld sem tengj­ast þot­unni beint, að því er segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Í for­sendum úrskurðar Hér­aðs­dóms Reykja­ness, sem kveð­inn var upp 2. maí, segir að Isa­via hafi verið „heim­ilt að hamla för flug­vél­ar­innar TF-GPA frá Kefla­vík­ur­flug­velli á meðan gjöld tengd þeirri flug­vél eru ógreidd en ekki vegna ógreiddra ann­arra gjalda WOW air hf.“

Auglýsing

„For­sendur úrskurð­ar­ins geta því ekki verið mikið skýr­ari. ALC ákvað að greiða þau gjöld sem tengj­ast notkun TF-GPA í sam­ræmi við þær og fá í kjöl­farið full og ótak­mörkuð umráð þot­unn­ar,“ segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Eins og fram hefur komið þá ætlar Isa­via að kæra fyrri úrskurð Hér­aðs­dóm Reykja­ness, meðal ann­ars á þeirri for­sendu að ef nið­ur­staðan verður end­an­lega, þá geti grunnur fyrir gjald­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli breyst með víð­tækum afleið­ing­um. 

Sam­kvæmt úrskurð­inum þá var heim­ilt að kyrr­setja vél­ina, en skuld ALC var 87 millj­ónir á meðan lend­ing­ar­gjalda­skuld WOW air var um tveir millj­arð­ar.

„For­svars­menn ALC telja sig þar með hafa greitt allt það sem Isa­via getur mögu­lega notað sem ástæðu til þess að stöðva brott­för vél­ar­inn­ar. Úrskurður hér­aðs­dóms hafn­aði því að Isa­via gæti krafið félagið um að greiða öll van­greidd not­enda­gjöld WOW air. Sú afstaða Isa­via að þrá­ast við er því í and­stöðu við nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms Reykja­ness og er að mati ALC bæði óbil­gjörn og með öllu ólög­mæt. Af þeim sökum eru stjórn­endur ALC til­neyddir að leita aftur til hér­aðs­dóms til að knýja á um að Isa­via fylgi nið­ur­stöðu dóm­stóls­ins. Kæra Isa­via til Lands­réttar kemur ekki í veg fyrir að ALC fari fram á nýjan úrskurð um afhend­ingu sem tekur til­lit til þess að búið er að greiða allt sem teng­ist þot­unn­i. Staða máls­ins er breytt að því leyti. Isa­via bar að afhenda far­þega­þot­una strax og for­sendum úrskurð­ar­ins hafði verið mætt. Í sam­skiptum við for­svars­menn Isa­via hafa lög­menn ALC ítrekað reynt að fá leið­bein­ingar um mögu­leika sína á að leggja fram trygg­ingu, með fyr­ir­vara um lög­mæti. Því hefur í engu verið svar­að. Það er alfarið á ábyrgð og áhættu Isa­via að beita stöðv­un­ar­á­kvæði loft­ferða­laga og þar af leið­andi þeirra að upp­lýsa um mögu­leika ALC til að leysa þot­una úr haldi. Því hefur Isa­via í engu sinnt. Bendir ALC á að það tók meira en 4 vikur að fá upp­lýs­ingar um gjöld WOW air sund­ur­liðað eftir far­þega­þot­um. Þeg­ar þau gögn voru loks afhent, þá voru þau með öllu óunn­in. Það kom því í hlut ALC að greina gögnin til að kom­ast að nið­ur­stöðu um þau gjöld sem tengj­ast notkun TF-GPA bein­t,“ segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent