ALC krefst þess að fá þotuna til umráða

Deilan um kyrrsetningu vélar ALC, sem var hluti af flugflota WOW air, stendur enn.

wow air
Auglýsing

Air Lease Cor­poration (ALC) eig­andi far­þega­þot­unnar TF-G­PA, sem Isa­via kyrr­setti vegna van­gold­inna lend­ing­ar­gjalda hins gjald­þrota WOW air, hefur lagt fram nýja aðfar­ar­beiðni hjá Hér­aðs­dómi Reykja­ness. 

Í nýju beiðn­inni er þess kraf­ist að ALC fái full umráð þot­unn­ar, enda sé búið að greiða þau gjöld sem tengj­ast þot­unni beint, að því er segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Í for­sendum úrskurðar Hér­aðs­dóms Reykja­ness, sem kveð­inn var upp 2. maí, segir að Isa­via hafi verið „heim­ilt að hamla för flug­vél­ar­innar TF-GPA frá Kefla­vík­ur­flug­velli á meðan gjöld tengd þeirri flug­vél eru ógreidd en ekki vegna ógreiddra ann­arra gjalda WOW air hf.“

Auglýsing

„For­sendur úrskurð­ar­ins geta því ekki verið mikið skýr­ari. ALC ákvað að greiða þau gjöld sem tengj­ast notkun TF-GPA í sam­ræmi við þær og fá í kjöl­farið full og ótak­mörkuð umráð þot­unn­ar,“ segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Eins og fram hefur komið þá ætlar Isa­via að kæra fyrri úrskurð Hér­aðs­dóm Reykja­ness, meðal ann­ars á þeirri for­sendu að ef nið­ur­staðan verður end­an­lega, þá geti grunnur fyrir gjald­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli breyst með víð­tækum afleið­ing­um. 

Sam­kvæmt úrskurð­inum þá var heim­ilt að kyrr­setja vél­ina, en skuld ALC var 87 millj­ónir á meðan lend­ing­ar­gjalda­skuld WOW air var um tveir millj­arð­ar.

„For­svars­menn ALC telja sig þar með hafa greitt allt það sem Isa­via getur mögu­lega notað sem ástæðu til þess að stöðva brott­för vél­ar­inn­ar. Úrskurður hér­aðs­dóms hafn­aði því að Isa­via gæti krafið félagið um að greiða öll van­greidd not­enda­gjöld WOW air. Sú afstaða Isa­via að þrá­ast við er því í and­stöðu við nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms Reykja­ness og er að mati ALC bæði óbil­gjörn og með öllu ólög­mæt. Af þeim sökum eru stjórn­endur ALC til­neyddir að leita aftur til hér­aðs­dóms til að knýja á um að Isa­via fylgi nið­ur­stöðu dóm­stóls­ins. Kæra Isa­via til Lands­réttar kemur ekki í veg fyrir að ALC fari fram á nýjan úrskurð um afhend­ingu sem tekur til­lit til þess að búið er að greiða allt sem teng­ist þot­unn­i. Staða máls­ins er breytt að því leyti. Isa­via bar að afhenda far­þega­þot­una strax og for­sendum úrskurð­ar­ins hafði verið mætt. Í sam­skiptum við for­svars­menn Isa­via hafa lög­menn ALC ítrekað reynt að fá leið­bein­ingar um mögu­leika sína á að leggja fram trygg­ingu, með fyr­ir­vara um lög­mæti. Því hefur í engu verið svar­að. Það er alfarið á ábyrgð og áhættu Isa­via að beita stöðv­un­ar­á­kvæði loft­ferða­laga og þar af leið­andi þeirra að upp­lýsa um mögu­leika ALC til að leysa þot­una úr haldi. Því hefur Isa­via í engu sinnt. Bendir ALC á að það tók meira en 4 vikur að fá upp­lýs­ingar um gjöld WOW air sund­ur­liðað eftir far­þega­þot­um. Þeg­ar þau gögn voru loks afhent, þá voru þau með öllu óunn­in. Það kom því í hlut ALC að greina gögnin til að kom­ast að nið­ur­stöðu um þau gjöld sem tengj­ast notkun TF-GPA bein­t,“ segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent