ALC krefst þess að fá þotuna til umráða

Deilan um kyrrsetningu vélar ALC, sem var hluti af flugflota WOW air, stendur enn.

wow air
Auglýsing

Air Lease Cor­poration (ALC) eig­andi far­þega­þot­unnar TF-G­PA, sem Isa­via kyrr­setti vegna van­gold­inna lend­ing­ar­gjalda hins gjald­þrota WOW air, hefur lagt fram nýja aðfar­ar­beiðni hjá Hér­aðs­dómi Reykja­ness. 

Í nýju beiðn­inni er þess kraf­ist að ALC fái full umráð þot­unn­ar, enda sé búið að greiða þau gjöld sem tengj­ast þot­unni beint, að því er segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Í for­sendum úrskurðar Hér­aðs­dóms Reykja­ness, sem kveð­inn var upp 2. maí, segir að Isa­via hafi verið „heim­ilt að hamla för flug­vél­ar­innar TF-GPA frá Kefla­vík­ur­flug­velli á meðan gjöld tengd þeirri flug­vél eru ógreidd en ekki vegna ógreiddra ann­arra gjalda WOW air hf.“

Auglýsing

„For­sendur úrskurð­ar­ins geta því ekki verið mikið skýr­ari. ALC ákvað að greiða þau gjöld sem tengj­ast notkun TF-GPA í sam­ræmi við þær og fá í kjöl­farið full og ótak­mörkuð umráð þot­unn­ar,“ segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Eins og fram hefur komið þá ætlar Isa­via að kæra fyrri úrskurð Hér­aðs­dóm Reykja­ness, meðal ann­ars á þeirri for­sendu að ef nið­ur­staðan verður end­an­lega, þá geti grunnur fyrir gjald­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli breyst með víð­tækum afleið­ing­um. 

Sam­kvæmt úrskurð­inum þá var heim­ilt að kyrr­setja vél­ina, en skuld ALC var 87 millj­ónir á meðan lend­ing­ar­gjalda­skuld WOW air var um tveir millj­arð­ar.

„For­svars­menn ALC telja sig þar með hafa greitt allt það sem Isa­via getur mögu­lega notað sem ástæðu til þess að stöðva brott­för vél­ar­inn­ar. Úrskurður hér­aðs­dóms hafn­aði því að Isa­via gæti krafið félagið um að greiða öll van­greidd not­enda­gjöld WOW air. Sú afstaða Isa­via að þrá­ast við er því í and­stöðu við nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms Reykja­ness og er að mati ALC bæði óbil­gjörn og með öllu ólög­mæt. Af þeim sökum eru stjórn­endur ALC til­neyddir að leita aftur til hér­aðs­dóms til að knýja á um að Isa­via fylgi nið­ur­stöðu dóm­stóls­ins. Kæra Isa­via til Lands­réttar kemur ekki í veg fyrir að ALC fari fram á nýjan úrskurð um afhend­ingu sem tekur til­lit til þess að búið er að greiða allt sem teng­ist þot­unn­i. Staða máls­ins er breytt að því leyti. Isa­via bar að afhenda far­þega­þot­una strax og for­sendum úrskurð­ar­ins hafði verið mætt. Í sam­skiptum við for­svars­menn Isa­via hafa lög­menn ALC ítrekað reynt að fá leið­bein­ingar um mögu­leika sína á að leggja fram trygg­ingu, með fyr­ir­vara um lög­mæti. Því hefur í engu verið svar­að. Það er alfarið á ábyrgð og áhættu Isa­via að beita stöðv­un­ar­á­kvæði loft­ferða­laga og þar af leið­andi þeirra að upp­lýsa um mögu­leika ALC til að leysa þot­una úr haldi. Því hefur Isa­via í engu sinnt. Bendir ALC á að það tók meira en 4 vikur að fá upp­lýs­ingar um gjöld WOW air sund­ur­liðað eftir far­þega­þot­um. Þeg­ar þau gögn voru loks afhent, þá voru þau með öllu óunn­in. Það kom því í hlut ALC að greina gögnin til að kom­ast að nið­ur­stöðu um þau gjöld sem tengj­ast notkun TF-GPA bein­t,“ segir í til­kynn­ingu frá ALC.

Meira úr sama flokkiInnlent