Ein milljón dýra- og plöntutegunda í útrýmingarhættu

Vegna ágangs manna á náttúruna á síðustu áratugum á sér nú stað fordæmalaus hnignun náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika á jörðinni, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Allt að fjórðungur plöntu- og dýrategunda eru nú í útrýmingarhættu.

Býflugnastofninn er í útrýmingarhættu
Býflugnastofninn er í útrýmingarhættu
Auglýsing

Líffræðilegur fjölbreytileiki jarðarinnar er í gífurlegri hættu vegna ágangs manna á náttúruna á síðustu áratugum. Nú eru alls fjórðungur dýra- og plöntutegunda á jörðinni í útrýmingarhættu eða allt að ein milljón tegunda. Þetta kemur fram í nýrri og umfangsmikilli skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna um stöðu líffræðilegs fjölbreytileika og vistkerfi jarðarinnar. 

Fordæmalaus hnignun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúru

Skýrslan er unnin af IP­BES, Inter­­govern­­mental Sci­ence-Poli­cy Plat­­form on Biod­i­versity and Ecosy­­stem Services, sem er stofnunin á vegum Sam­einuðu þjóðanna um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og vist­kerfi. Skýrslan er alls 1.800 blaðsíður og var unnin af 450 vísindamönnum. Í skýrslunni er kallað eftir tafarlausum aðgerðum og varað er við því að ef ekkert verði gert munu komandi kynslóðir finna fyrir þeim alvarlegu afleiðingum sem hrun lífskerfa sem sjá manninum fyrir mat og hreinu vatni fela í sér.

Kate Brauman, einn höfundur skýrslunnar, segir í samtali við BBC að skýrslan sýni fram á virkilega fordæmalausa hnignun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúru. „Þetta er algerlega ólíkt nokkru sem við höfum séð í sögu mannkynsins hvað varðar hraða hnignunarinnar og umfang ógnarinnar,“ segir Brauman 

Auglýsing

Tap búsvæðis mesta ógnin

Frá árinu 1970 hefur mannkynið tvöfaldast, hagkerfi heimsins fjórfaldast og alþjóðleg viðskipti tífaldast. Í skýrslunni er rakið hvernig hin sívaxandi eftirspurnar mannkynsins eftir matvælum og orku hefur haft í för með sér gríðarlega eyðileggingu á náttúrunni. Meira en þriðjungur lands og um 75 prósent fersk vatns er nú varið til búfjárræktunar og annarrar landbúnaðarræktunar. Jafnframt er nú um þriðjungur fiskistofna heimsins ofveiddir. Kóralrif hafa minnkað um nærri því helming á 150 árum og jarðvegur stendur nú undir tæplega fjórðungi minni landbúnaðarframleiðslu en áður vegna eyðingar hans. 

Auk þessarar gríðarlegrar landnýtingar sem gengur á búsvæði lífvera hafa menn einnig valdið menn stórtækum spjöllum á náttúrunni. Frá árinu 1980 hefur út­blástur gróður­húsa­tegunda tvö­faldast og meðal­hiti jarðar hefur hækkað um 0,7 gráður á selsíus. Á sama tíma hefur plastmengun aukist tífalt frá 1980 og árlega dæla menn 300 til 400 milljónum tonna af þungamálmum, upp­leysan­legum efnum og öðrum úr­gangi í vötn og sjó um allan heim. Þá hefa á­burðir sem endað hafa í vist­kerfum við strendur hafa búið til um 400 dauð svæði í sjónum sem sam­svarar um 245 þúsund fer­kíló­metrum.  

Þetta gríðarlega vistfræðilegt fótspor mannkynsins gerir það að verkum að hálf milljón tegunda hafa ekki búsvæði til framtíðar og munu þessar tegundir deyja út út innan fárra áratuga ef ekki verður brugðist við. 

Hægt að snúa þróuninni við

Í skýrslunni er ítrekað á það sé jafn mikilvægt að bjarga tegundum í útrýmingarhættu eins og að takast á við loftlagsbreytingar enda haldast þessi vandamál í hendur. Bæði vanda­málin ýti undir hvert annað þar sem hlýrri heimur þýði færri tegundir og minni líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki þýði færri tré og plöntur til að fjar­lægja kol­tví­sýring úr loftinu.

Robert Watson, forsvarsmaður skýrslunnar, segir að þessi staða sé ógn við lífsviðurværi mannkynsins. „Heil­brigði vist­kerfa sem við öll og aðrar tegundir treysta á fer hrakandi hraðar en við höfum séð áður. Við erum að eyða grunni hag­kerfa okkar, lífs­viður­væris okkar, matar­öryggis, heil­brigðis og lífs­gæða okkar um allan heim,“  

Tekið er fram í skýrslunni að hægt sé að snúa þróuninni við en til þess þurfi grundvallar breytingar á því hvernig mannkynið ræktar mat, framleiðir orku, tekst á loftlagsbreytingum og dregur úr sóun. Því er kallað eftir sameiginlegu átaki ríkisstjórna, fyrirtæki og einstaklinga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent