Ein milljón dýra- og plöntutegunda í útrýmingarhættu

Vegna ágangs manna á náttúruna á síðustu áratugum á sér nú stað fordæmalaus hnignun náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika á jörðinni, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Allt að fjórðungur plöntu- og dýrategunda eru nú í útrýmingarhættu.

Býflugnastofninn er í útrýmingarhættu
Býflugnastofninn er í útrýmingarhættu
Auglýsing

Líf­fræði­leg­ur ­fjöl­breyti­leiki jarð­ar­innar er í gíf­ur­legri hættu vegna ágangs manna á nátt­úr­una á síð­ustu ára­tug­um. Nú eru alls fjórð­ungur dýra- og plöntu­teg­unda á jörð­inni í útrým­ing­ar­hættu eða allt að ein milljón teg­unda. Þetta kemur fram í nýrri og umfangs­mik­illi skýrslu á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna um stöðu líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika og vist­kerfi jarð­ar­inn­ar. 

For­dæma­laus hnignun líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika og nátt­úru

Skýrslan er unnin af IP­BES, Inter­­­govern­­­mental Sci­ence-Poli­cy Plat­­­form on Biod­i­versity and Ecosy­­­stem Services, sem er stofn­unin á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræð­i­­legan fjöl­breyt­i­­leika og vist­­kerfi. Skýrslan er alls 1.800 blað­síður og var unnin af 450 vís­inda­mönn­um. Í skýrsl­unni er kallað eft­ir taf­ar­lausum­ að­gerðum og varað er við því að ef ekk­ert verði gert munu kom­andi kyn­slóðir finna fyrir þeim alvar­legu afleið­ingum sem hrun lífs­kerfa sem sjá mann­inum fyrir mat og hreinu vatni fela í sér.

Kate Brauman, einn höf­undur skýrsl­unn­ar, segir í sam­tali við BBC að skýrslan sýni fram á virki­lega for­dæma­lausa hnign­un líf­fræði­legs ­fjöl­breyti­leika og nátt­úru. „Þetta er alger­lega ólíkt nokkru sem við höfum séð í sögu mann­kyns­ins hvað varðar hraða hnign­un­ar­innar og umfang ógn­ar­inn­ar,“ segir Brauman 

Auglýsing

Tap búsvæðis mesta ógnin

Frá árinu 1970 hefur mann­kynið tvö­faldast, hag­kerfi heims­ins fjór­fald­ast og alþjóð­leg við­skipti tífald­ast. Í skýrsl­unni er rakið hvernig hin sí­vax­andi eft­ir­spurnar mann­kyns­ins eftir mat­vælum og orku hefur haft í för með sér gríð­ar­lega eyði­legg­ing­u á nátt­úr­unni. Meira en þriðj­ungur lands og um 75 pró­sent fersk vatns er nú varið til búfjár­rækt­unar og ann­arrar land­bún­að­ar­rækt­un­ar. ­Jafn­framt er nú um þriðj­ungur fiski­stofna heims­ins ofveidd­ir. Kór­al­rif hafa minnkað um nærri því helm­ing á 150 árum og jarð­vegur stendur nú undir tæp­lega fjórð­ungi minni land­bún­að­ar­fram­leiðslu en áður vegna eyð­ingar hans. 

Auk þess­arar gríð­ar­legrar land­nýt­ingar sem gengur á búsvæði líf­vera hafa menn einnig valdið menn stór­tækum spjöllum á nátt­úr­unn­i. Frá árinu 1980 hefur út­blástur gróð­ur­­húsa­­teg­unda tvö­­fald­ast og með­al­­hiti jarðar hefur hækkað um 0,7 gráður á sels­í­us. Á sama tíma hefur plast­mengun auk­ist tífalt frá 1980 og árlega dæla menn 300 til 400 millj­ónum tonna af þunga­málm­um, upp­­­leysan­­legum efnum og öðrum úr­­gangi í vötn og sjó um allan heim. Þá hefa á­burðir sem endað hafa í vist­­kerfum við strendur hafa búið til um 400 dauð svæði í sjónum sem sam­svarar um 245 þús­und fer­kíló­­metr­um.  

Þetta gríð­ar­lega vist­fræði­legt fót­spor mann­kyns­ins gerir það að verkum að hálf milljón teg­unda hafa ekki búsvæði til fram­tíðar og munu þessar teg­undir deyja út út innan fárra ára­tuga ef ekki verður brugð­ist við. 

Hægt að snúa þró­un­inni við

Í skýrsl­unni er ítrekað á það sé jafn mik­il­vægt að bjarga teg­undum í útrým­ing­ar­hættu eins og að takast á við loft­lags­breyt­ingar enda hald­ast þessi vanda­mál í hend­ur. Bæði vanda­­málin ýti undir hvert annað þar sem hlýrri heimur þýði færri teg­undir og minni líf­fræð­i­­legur fjöl­breyt­i­­leiki þýði færri tré og plöntur til að fjar­lægja kol­tví­­­sýr­ing úr loft­inu.

Robert Watson, for­svars­maður skýrsl­unn­ar, segir að þessi staða sé ógn við lífs­við­ur­væri mann­kyns­ins. „Heil­brigði vist­­kerfa sem við öll og aðrar teg­undir treysta á fer hrak­andi hraðar en við höfum séð áður. Við erum að eyða grunni hag­­kerfa okk­ar, lífs­við­ur­­væris okk­ar, mat­ar­­­ör­ygg­is, heil­brigðis og lífs­­gæða okkar um allan heim,“  

Tekið er fram í skýrsl­unn­i að hægt sé að snúa þró­un­inni við en til þess þurf­i grund­vall­ar breyt­ingar á því hvernig mann­kynið ræktar mat, fram­leiðir orku, tekst á loft­lags­breyt­ing­um og dregur úr sóun. Því er kallað eftir sam­eig­in­legu átaki rík­is­stjórna, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent