Ættum að nota hvern einnota poka nokkrum sinnum

Kosturinn við plastpokabannið er að það getur vakið fólk til meðvitundar um umhverfismál en aðalatriðið er að minnka neyslu og draga úr lönguninni til að fylla alla poka af dóti sem vel hægt er að lifa af án.

Plastpoki í sjó Mynd: MichaelisScientists (Wiki Commons)
Auglýsing

Guðni Elís­son, pró­fessor í bók­mennta­fræði við Háskóla Íslands, telur plast­poka­bannið ekki skipta máli þegar litið er á stóra sam­hengið varð­andi lofts­lags­mál en hann hefur rann­sakað mál­flokk­inn til fjölda ára.

Guðni Elísson Mynd: Skjáskot/RÚV„Það mætti hugs­an­lega flækja þetta frekar og segja að ef plast­poka­bann yrði að almennri reglu um allan heim þá værum við í raun að skapa nýjan vanda vegna þess að heild­ar­um­hverf­is­á­hrifin af plast­poka­fram­leiðslu eru miklu minni en til dæmis af papp­írs­pok­um, svo við tölum ekki um fjöl­nota burð­ar­poka úr baðm­ull. Sam­kvæmt skýrslu sem danska umhverf­is- og mat­væla­ráðu­neytið lét vinna eru papp­írs­pokar 40 sinnum frek­ari á nátt­úru­legar auð­lindir en plast­pokar og taupok­arnir 7000 til 20000 sinnum verri. Verst er líf­ræna baðmull­in, því hún kallar ein­fald­lega á orku­frek­ari fram­leiðslu, meira pláss, o.s.frv.,“ segir hann í sam­tali við Kjarn­ann.

Guðni bætir því við að hér sé hann að sjálf­sögðu að tala um fram­leiðslu­end­ann, en vand­inn við plastið liggi ekki síst í því hvað við gerum við það þegar það hefur gengt hlut­verki sínu. „Ef við tryggðum það að öllu plasti væri fargað eftir kúnst­ar­innar reglum ættu allir fremur að nota plast­poka en til dæmis fjöl­nota burð­ar­poka úr baðm­ull.“

Auglýsing

Reglan ætti að vera að nota hvern einnota poka þrisvar, fjórum sinn­um. „Ef við not­uðum alla plast­poka nokkrum sinnum og förg­uðum þeim rétt væri hægt að tvö- til þre­falda töl­urnar frá danska umhverf­is­ráðu­neyt­inu. Og það má árétta að í dönsku skýrsl­unni er gert ráð fyrir að plastið sé brennt í lokin sem er ekk­ert endi­lega besta leið­in,“ segir hann.

Getur skapað falska umhverf­is­vit­und

Guðni bendir á að kost­ur­inn við plast­poka­bannið geti verið sá að það veki fólk til vit­undar um umhverf­is­málin en ef eina nið­ur­staðan sé sú að við fyllum taupok­ana okkar af sama ákaf­anum og áður sé þetta sýnd­ar­gjörn­ing­ur, sem skapi falska umhverf­is­vit­und. Aðal­at­riðið sé að minnka neyslu, draga úr löng­un­inni til að fylla alla poka af dóti sem vel hægt er að lifa af án. „En auð­vitað er þetta flókn­ara en svo að hægt sé að svara þessu í svona stuttu máli og þarf að slá alls kyns varnagla.“

Þegar Guðni er spurður út í þá tog­streitu sem mynd­ast getur milli umhverf­is­sjón­ar­miða og lofts­lags­mála þá segir hann að lofts­lags­málin séu auð­vitað umhverf­is­vernd­ar­mál og plast­notkun sé hnatt­rænn vandi. „En auð­vitað breyt­ast áhersl­urnar eftir því sem við víkkum sjón­deild­ar­hring­inn, frá til dæmis stað­bund­inni land­vernd yfir í spurn­ingar um almennar aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Þannig eru margir land­vernd­ar­sinnar umhverf­is­sóðar og um leið brjóta þeir gegn því landi sem þeir segj­ast ætla að vernda. Margir sem láta sig vernd hálend­is­ins varða eru til dæmis með risa­vaxin sót­spor og taka þannig beinan þátt í eyð­ingu lands­ins sem þeir hafa svarið að verja.“

Hann telur að ekki sé hægt að kalla sig umhverf­is­vernd­ar­sinna og taka á engan hátt ábyrgð á sótsporum sínum eins og þurfi að gera með því að tak­marka flug og kjöt­neyslu. „Mér hefur sýnst áherslan vera sú að tryggja að land­inu sé ekki breytt í ein­hvers konar fram­leiðslu­land og leggja til dæmis fremur áherslu á þjón­ustu. Fara frá stór­iðju yfir í túrisma.“ Engu sé breytt með því að horfa á þetta gamla við­horf sem sé því miður allt of ráð­andi.

„En ef rúmur millj­arður flýgur á hverju ári heims­horna á milli til þess að „njóta“ breytir hann jörð­inni á stór­tæk­ari hátt en nokkur uppi­stöðu­lón myndu t.d. gera, þótt vissu­lega auðgi menn líf sitt líka með ferða­lög­um. Túrismi er stór­iðja skyn­fær­anna og hann er var­inn af djúp­stæðri þörf eftir neyslu, upp­lif­unum og auð­vitað af skilj­an­legri þörf fyrir að kom­ast út úr nærum­hverf­inu. Íslensk umhverf­is­vernd­ar­stefna hefur fók­userað allt of mikið á það að breyta Íslandi úr fram­leiðslu­svæði yfir í stað þar sem neysla og upp­lifun fer fram. Land­vernd var t.d. styrkt af flug­fé­lag­inu Wow air sem er í raun erfitt að skilja ef við skil­greinum Land­vernd sem umhverf­is­vernd­ar­sam­tök,“ segir Guðni.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent