Krefst þess að fá vélina afhenta í dag

ALC hefur greitt 87 milljón króna skuld við Isavia vegna kyrrsettrar vélar sem WOW air hafði á leigu og krefst þess að fá hana afhenta í dag.

WOW
Auglýsing

Banda­ríska flug­véla­leigu­fyr­ir­tækið ALC hefur greitt 87 milljón króna skuld við Isa­via vegna kyrr­settrar vélar sem WOW air hafði á leigu og krefst þess að fá hana afhenta fyrir klukkan 14. Þetta kemur fram í frétt RÚV í dag.

Sam­kvæmt RÚV er þessi upp­hæð í sam­ræmi við útreikn­inga lög­fræð­inga ALC varð­andi þessa til­teknu skuld. Hér­aðs­dómur Reykja­ness komst að þeirri nið­ur­stöðu fimmtu­dag­inn síð­ast­lið­inn að heim­ilt væri að aftra för flug­vél­ar­innar vegna gjalda sem tengj­ast vél­inni sjálfri. Isa­via hafði kyrr­set vél­ina vegna tveggja millj­arða skuldar hins fallna flug­fé­lags við fyr­ir­tæk­ið.

Isa­via ákvað fyrir helgi að kæra úrskurð Hér­­aðs­­dóms Reykja­­ness í mál­inu en úrskurð­­ur­inn gerði ráð fyrir að kyrr­­setn­ingin á vél­inni væri lög­­­leg, en á grund­velli 87 millj­­óna króna skuldar en ekki tveggja millj­­arða, eins og lend­inga­gjalda­skuld WOW air var.

Auglýsing

Í sam­tali við frétta­stofu RÚV sagði Oddur Ást­ráðs­son lög­maður ALC að búið væri að greiða gjöld sem tengd­ust vél­inni sem er í eigu flug­véla­leig­unn­ar. Um er að ræða tvær skuld­ir, upp á rúmar 55 millj­ónir og aðra upp á rúmar 31 milljón króna. Upp­hæðin var lögð inn á reikn­ing Isa­via.

„Þeir eiga næsta leik. Við teljum að kæra þeirra á fyrri úrskurði hafi ekk­ert gildi í mál­in­u,“ sagði Odd­ur.

Upp­fært: Í sam­tali við frétta­stofu RÚV sagði Guð­jón Helga­son upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via að greiðsla ALC væri hvorki „hvorki fulln­að­ar­greiðsla vegna skulda wow né full­nægj­andi trygg­ing.“ Vélin verði áfram kyrr­sett vegna skuldar WOW air sem nemur rúmum tveimur millj­örðum króna. ALC hefur veitt Isa­via frest til klukkan tvö að láta vél­ina af hendi.

„Eins og áður hefur komið fram voru mis­vísandi for­sendur í úrskurði dóm­ara við Hér­aðs­dóm Reykja­ness,“ sagði Guð­jón enn frem­ur. „Því kærðum við úrskurð­inn til Lands­réttar því við teljum mik­il­vægt að fá nið­ur­stöðu í mál­inu á æðra dóm­stigi. Lands­réttur hefur fengið kæruna í sínar hend­ur.“

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent