Krefst þess að fá vélina afhenta í dag

ALC hefur greitt 87 milljón króna skuld við Isavia vegna kyrrsettrar vélar sem WOW air hafði á leigu og krefst þess að fá hana afhenta í dag.

WOW
Auglýsing

Banda­ríska flug­véla­leigu­fyr­ir­tækið ALC hefur greitt 87 milljón króna skuld við Isa­via vegna kyrr­settrar vélar sem WOW air hafði á leigu og krefst þess að fá hana afhenta fyrir klukkan 14. Þetta kemur fram í frétt RÚV í dag.

Sam­kvæmt RÚV er þessi upp­hæð í sam­ræmi við útreikn­inga lög­fræð­inga ALC varð­andi þessa til­teknu skuld. Hér­aðs­dómur Reykja­ness komst að þeirri nið­ur­stöðu fimmtu­dag­inn síð­ast­lið­inn að heim­ilt væri að aftra för flug­vél­ar­innar vegna gjalda sem tengj­ast vél­inni sjálfri. Isa­via hafði kyrr­set vél­ina vegna tveggja millj­arða skuldar hins fallna flug­fé­lags við fyr­ir­tæk­ið.

Isa­via ákvað fyrir helgi að kæra úrskurð Hér­­aðs­­dóms Reykja­­ness í mál­inu en úrskurð­­ur­inn gerði ráð fyrir að kyrr­­setn­ingin á vél­inni væri lög­­­leg, en á grund­velli 87 millj­­óna króna skuldar en ekki tveggja millj­­arða, eins og lend­inga­gjalda­skuld WOW air var.

Auglýsing

Í sam­tali við frétta­stofu RÚV sagði Oddur Ást­ráðs­son lög­maður ALC að búið væri að greiða gjöld sem tengd­ust vél­inni sem er í eigu flug­véla­leig­unn­ar. Um er að ræða tvær skuld­ir, upp á rúmar 55 millj­ónir og aðra upp á rúmar 31 milljón króna. Upp­hæðin var lögð inn á reikn­ing Isa­via.

„Þeir eiga næsta leik. Við teljum að kæra þeirra á fyrri úrskurði hafi ekk­ert gildi í mál­in­u,“ sagði Odd­ur.

Upp­fært: Í sam­tali við frétta­stofu RÚV sagði Guð­jón Helga­son upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via að greiðsla ALC væri hvorki „hvorki fulln­að­ar­greiðsla vegna skulda wow né full­nægj­andi trygg­ing.“ Vélin verði áfram kyrr­sett vegna skuldar WOW air sem nemur rúmum tveimur millj­örðum króna. ALC hefur veitt Isa­via frest til klukkan tvö að láta vél­ina af hendi.

„Eins og áður hefur komið fram voru mis­vísandi for­sendur í úrskurði dóm­ara við Hér­aðs­dóm Reykja­ness,“ sagði Guð­jón enn frem­ur. „Því kærðum við úrskurð­inn til Lands­réttar því við teljum mik­il­vægt að fá nið­ur­stöðu í mál­inu á æðra dóm­stigi. Lands­réttur hefur fengið kæruna í sínar hend­ur.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent