Krefjast rannsóknar á meintum ólöglegum veiðum Hvals hf. frá árinu 2017

Lögmaður Jarðarvina hefur krafist þess að Lögreglustjóri Vesturlands rannsaki meintar ólöglegar veiðar Hvals hf. frá árinu 2017. Samkvæmt Jarðarvinum féll veiðileyfi Hvals hf. niður eftir að félagið stundaði engar langreyðiveiðar á árunum 2016 og 2017.

hvalur langreyður
Auglýsing

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Jarð­ar­vinir hafa óskað eftir því að lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi taki til taf­ar­lausrar rann­sóknar og eftir atvikum sæki for­svars­menn Hvals hf. til saka þar sem þeir telja veiði­leyfi félags­ins hafi fallið niður eftir veiði­hlé ­fé­lags­ins á árunum 2016 og 2017. Lög­reglu­stjóri Vest­ur­lands hefur nú þegar til rann­sóknar tvær aðrar kærur um meint brot Hvals hf.

Veiði­leyfi falla úr gildi ef ekki er veitt í 12 mán­uði

Í bréfi lög­manns Jarð­ar­vina til lög­reglu­stjóra Vest­ur­lands, sem dag­sett er þann 29.apr­íl ­síð­ast­lið­inn, er greint frá því að í 1.mgr. 4.gr laga nr. 116/2006 um stjórn fisk­veiða segir að veiði­leyfi í atvinnu­skyni falli niður hafi ­fiski­skip ekki verið haldið til fisk­veiði í atvinnu­skyni í tólf mán­uði. Í bréf­inu segir að þar sem Hvalur hf. hafi ekki haldið til lang­reyða­veiða á árunum 2016 og 2017, eða í meira en tólf mán­uði, hafi veiði­leyfi Hvals hf. fyrir árin 2012 til 2018 fallið nið­ur. Sam­kvæmt bréf­in­u var ekki nýtt leyfi til hval­veiða gefið út til Hvals hf. eftir veiði­hléið 2016 til 2017 og því hafi allir veiðar Hvals hf. eftir það verið ólög­legar og refsi­verðar sam­kvæmt 1.gr og 10.gr laga um hval­veið­ar. 

Í lögum um hval­veiðar segir að brot varði allt að sex mán­aða fang­elsi, upp­töku á veiði­tækjum skips, byssum, skot­lín­um, skot­færum svo og öllum afla skips­ins. Einnig er talað um að kyrr­setja skuli skip sem staðið er að meintum ólög­legum veiðum þegar það kemur til hafnar og er ekki heim­ilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveð­inn upp í máli ákæru­valds gegn skip­stjóra skips­ins eða máli hans lokið á annan hátt.

Auglýsing

Veiddu lang­reyði fyrir 2.4 millj­arða í fyrra

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Jarð­ar­vinum mun Hvalur hf. hafa veitt 144 lang­reyða og 2 blend­inga árið 2018. Sölu­verð­mæti hverrar lang­reyðar eru 16,4 millj­ónir króna sam­kvæmt skýrslu Háskóla Íslands frá jan­úar síð­ast­liðn­um. Á þeim grund­velli, væri sölu­verð­mæti afla Hvals hf. árið 2018, miðað við 144 dýr, nær 2.4 millj­örðum króna. Jarð­vinir halda því hins vegar fram að að veiði­leyfi Hvals hf. hafi ver­ið ­fallið úr gildi árið 2018. 

Lög­maður Jarð­ar­vina krest þess að hin opin­bera rann­sókn og eftir atvikum sak­sókn nái einnig til ofan­greindra atvika en auk þess­arar kæru hefur lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi tvær aðrar kærur á hendur Hvals hf. til rann­sókn­ar. 

Rík­is­sak­sókn­ari felldi úr gild­i á­kvörðun lög­reglu­stjóra um að hætta rann­sókn 

Jarð­ar­vinir kærðu Hval hf. í ágúst í fyrra fyrir brot á reglu­gerð um hval­veið­ar. Kæran var í þremur liðum og sneri að veiðum Hvals hf. á blend­ings­hval, skut­ul­byss­unum sem not­aðar eru við veið­arnar og loks að vinnslu og verkun afurða. Rík­is­sak­sókn­ari sendi kæruna til með­ferðar hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, sem til­kynnti í des­em­ber að rann­sókn­inni hefði verið hætt. Jarð­ar­vinir kærðu þá ákvörðun lög­reglu­stjóra .

Rík­is­sak­sókn­ari tók kæruna fyr­ir, stað­festi ákvörðun lög­reglu um að hætta rann­sókn á skut­ul­byssum og blend­ingsveiðum en síð­ast­nefnda brotið skal rann­saka áfram, segir í ákvörðun rík­is­sak­sókn­ara. Sam­kvæmt kærunni fór Hvalur hf. ekki að reglum um að um að vinnsla afurða skuli fara fram á yfir­byggðum skurð­ar­fleti og þykir rík­is­sak­sókn­ara fyllsta ástæða til að afla frek­ari gagna um þetta atrið­i. ­Jafn­framt beinir rík­is­sak­sókn­ari því til lög­regl­unnar á Vest­ur­landi að emb­ættið rann­saki hvort Hvalur hf. hafi van­rækt þá skyldu sína að skila veiði­dag­bókum skip­stjóra til Fiski­stofu. Það voru einnig sam­tökin Jarð­ar­vinir sem ósk­uðu eftir því að skil veiði­dag­bóka yrðu rann­sök­uð. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent