Krefjast rannsóknar á meintum ólöglegum veiðum Hvals hf. frá árinu 2017

Lögmaður Jarðarvina hefur krafist þess að Lögreglustjóri Vesturlands rannsaki meintar ólöglegar veiðar Hvals hf. frá árinu 2017. Samkvæmt Jarðarvinum féll veiðileyfi Hvals hf. niður eftir að félagið stundaði engar langreyðiveiðar á árunum 2016 og 2017.

hvalur langreyður
Auglýsing

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Jarð­ar­vinir hafa óskað eftir því að lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi taki til taf­ar­lausrar rann­sóknar og eftir atvikum sæki for­svars­menn Hvals hf. til saka þar sem þeir telja veiði­leyfi félags­ins hafi fallið niður eftir veiði­hlé ­fé­lags­ins á árunum 2016 og 2017. Lög­reglu­stjóri Vest­ur­lands hefur nú þegar til rann­sóknar tvær aðrar kærur um meint brot Hvals hf.

Veiði­leyfi falla úr gildi ef ekki er veitt í 12 mán­uði

Í bréfi lög­manns Jarð­ar­vina til lög­reglu­stjóra Vest­ur­lands, sem dag­sett er þann 29.apr­íl ­síð­ast­lið­inn, er greint frá því að í 1.mgr. 4.gr laga nr. 116/2006 um stjórn fisk­veiða segir að veiði­leyfi í atvinnu­skyni falli niður hafi ­fiski­skip ekki verið haldið til fisk­veiði í atvinnu­skyni í tólf mán­uði. Í bréf­inu segir að þar sem Hvalur hf. hafi ekki haldið til lang­reyða­veiða á árunum 2016 og 2017, eða í meira en tólf mán­uði, hafi veiði­leyfi Hvals hf. fyrir árin 2012 til 2018 fallið nið­ur. Sam­kvæmt bréf­in­u var ekki nýtt leyfi til hval­veiða gefið út til Hvals hf. eftir veiði­hléið 2016 til 2017 og því hafi allir veiðar Hvals hf. eftir það verið ólög­legar og refsi­verðar sam­kvæmt 1.gr og 10.gr laga um hval­veið­ar. 

Í lögum um hval­veiðar segir að brot varði allt að sex mán­aða fang­elsi, upp­töku á veiði­tækjum skips, byssum, skot­lín­um, skot­færum svo og öllum afla skips­ins. Einnig er talað um að kyrr­setja skuli skip sem staðið er að meintum ólög­legum veiðum þegar það kemur til hafnar og er ekki heim­ilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveð­inn upp í máli ákæru­valds gegn skip­stjóra skips­ins eða máli hans lokið á annan hátt.

Auglýsing

Veiddu lang­reyði fyrir 2.4 millj­arða í fyrra

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Jarð­ar­vinum mun Hvalur hf. hafa veitt 144 lang­reyða og 2 blend­inga árið 2018. Sölu­verð­mæti hverrar lang­reyðar eru 16,4 millj­ónir króna sam­kvæmt skýrslu Háskóla Íslands frá jan­úar síð­ast­liðn­um. Á þeim grund­velli, væri sölu­verð­mæti afla Hvals hf. árið 2018, miðað við 144 dýr, nær 2.4 millj­örðum króna. Jarð­vinir halda því hins vegar fram að að veiði­leyfi Hvals hf. hafi ver­ið ­fallið úr gildi árið 2018. 

Lög­maður Jarð­ar­vina krest þess að hin opin­bera rann­sókn og eftir atvikum sak­sókn nái einnig til ofan­greindra atvika en auk þess­arar kæru hefur lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi tvær aðrar kærur á hendur Hvals hf. til rann­sókn­ar. 

Rík­is­sak­sókn­ari felldi úr gild­i á­kvörðun lög­reglu­stjóra um að hætta rann­sókn 

Jarð­ar­vinir kærðu Hval hf. í ágúst í fyrra fyrir brot á reglu­gerð um hval­veið­ar. Kæran var í þremur liðum og sneri að veiðum Hvals hf. á blend­ings­hval, skut­ul­byss­unum sem not­aðar eru við veið­arnar og loks að vinnslu og verkun afurða. Rík­is­sak­sókn­ari sendi kæruna til með­ferðar hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, sem til­kynnti í des­em­ber að rann­sókn­inni hefði verið hætt. Jarð­ar­vinir kærðu þá ákvörðun lög­reglu­stjóra .

Rík­is­sak­sókn­ari tók kæruna fyr­ir, stað­festi ákvörðun lög­reglu um að hætta rann­sókn á skut­ul­byssum og blend­ingsveiðum en síð­ast­nefnda brotið skal rann­saka áfram, segir í ákvörðun rík­is­sak­sókn­ara. Sam­kvæmt kærunni fór Hvalur hf. ekki að reglum um að um að vinnsla afurða skuli fara fram á yfir­byggðum skurð­ar­fleti og þykir rík­is­sak­sókn­ara fyllsta ástæða til að afla frek­ari gagna um þetta atrið­i. ­Jafn­framt beinir rík­is­sak­sókn­ari því til lög­regl­unnar á Vest­ur­landi að emb­ættið rann­saki hvort Hvalur hf. hafi van­rækt þá skyldu sína að skila veiði­dag­bókum skip­stjóra til Fiski­stofu. Það voru einnig sam­tökin Jarð­ar­vinir sem ósk­uðu eftir því að skil veiði­dag­bóka yrðu rann­sök­uð. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent