Krefjast rannsóknar á meintum ólöglegum veiðum Hvals hf. frá árinu 2017

Lögmaður Jarðarvina hefur krafist þess að Lögreglustjóri Vesturlands rannsaki meintar ólöglegar veiðar Hvals hf. frá árinu 2017. Samkvæmt Jarðarvinum féll veiðileyfi Hvals hf. niður eftir að félagið stundaði engar langreyðiveiðar á árunum 2016 og 2017.

hvalur langreyður
Auglýsing

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Jarð­ar­vinir hafa óskað eftir því að lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi taki til taf­ar­lausrar rann­sóknar og eftir atvikum sæki for­svars­menn Hvals hf. til saka þar sem þeir telja veiði­leyfi félags­ins hafi fallið niður eftir veiði­hlé ­fé­lags­ins á árunum 2016 og 2017. Lög­reglu­stjóri Vest­ur­lands hefur nú þegar til rann­sóknar tvær aðrar kærur um meint brot Hvals hf.

Veiði­leyfi falla úr gildi ef ekki er veitt í 12 mán­uði

Í bréfi lög­manns Jarð­ar­vina til lög­reglu­stjóra Vest­ur­lands, sem dag­sett er þann 29.apr­íl ­síð­ast­lið­inn, er greint frá því að í 1.mgr. 4.gr laga nr. 116/2006 um stjórn fisk­veiða segir að veiði­leyfi í atvinnu­skyni falli niður hafi ­fiski­skip ekki verið haldið til fisk­veiði í atvinnu­skyni í tólf mán­uði. Í bréf­inu segir að þar sem Hvalur hf. hafi ekki haldið til lang­reyða­veiða á árunum 2016 og 2017, eða í meira en tólf mán­uði, hafi veiði­leyfi Hvals hf. fyrir árin 2012 til 2018 fallið nið­ur. Sam­kvæmt bréf­in­u var ekki nýtt leyfi til hval­veiða gefið út til Hvals hf. eftir veiði­hléið 2016 til 2017 og því hafi allir veiðar Hvals hf. eftir það verið ólög­legar og refsi­verðar sam­kvæmt 1.gr og 10.gr laga um hval­veið­ar. 

Í lögum um hval­veiðar segir að brot varði allt að sex mán­aða fang­elsi, upp­töku á veiði­tækjum skips, byssum, skot­lín­um, skot­færum svo og öllum afla skips­ins. Einnig er talað um að kyrr­setja skuli skip sem staðið er að meintum ólög­legum veiðum þegar það kemur til hafnar og er ekki heim­ilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveð­inn upp í máli ákæru­valds gegn skip­stjóra skips­ins eða máli hans lokið á annan hátt.

Auglýsing

Veiddu lang­reyði fyrir 2.4 millj­arða í fyrra

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Jarð­ar­vinum mun Hvalur hf. hafa veitt 144 lang­reyða og 2 blend­inga árið 2018. Sölu­verð­mæti hverrar lang­reyðar eru 16,4 millj­ónir króna sam­kvæmt skýrslu Háskóla Íslands frá jan­úar síð­ast­liðn­um. Á þeim grund­velli, væri sölu­verð­mæti afla Hvals hf. árið 2018, miðað við 144 dýr, nær 2.4 millj­örðum króna. Jarð­vinir halda því hins vegar fram að að veiði­leyfi Hvals hf. hafi ver­ið ­fallið úr gildi árið 2018. 

Lög­maður Jarð­ar­vina krest þess að hin opin­bera rann­sókn og eftir atvikum sak­sókn nái einnig til ofan­greindra atvika en auk þess­arar kæru hefur lög­reglu­stjór­inn á Vest­ur­landi tvær aðrar kærur á hendur Hvals hf. til rann­sókn­ar. 

Rík­is­sak­sókn­ari felldi úr gild­i á­kvörðun lög­reglu­stjóra um að hætta rann­sókn 

Jarð­ar­vinir kærðu Hval hf. í ágúst í fyrra fyrir brot á reglu­gerð um hval­veið­ar. Kæran var í þremur liðum og sneri að veiðum Hvals hf. á blend­ings­hval, skut­ul­byss­unum sem not­aðar eru við veið­arnar og loks að vinnslu og verkun afurða. Rík­is­sak­sókn­ari sendi kæruna til með­ferðar hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, sem til­kynnti í des­em­ber að rann­sókn­inni hefði verið hætt. Jarð­ar­vinir kærðu þá ákvörðun lög­reglu­stjóra .

Rík­is­sak­sókn­ari tók kæruna fyr­ir, stað­festi ákvörðun lög­reglu um að hætta rann­sókn á skut­ul­byssum og blend­ingsveiðum en síð­ast­nefnda brotið skal rann­saka áfram, segir í ákvörðun rík­is­sak­sókn­ara. Sam­kvæmt kærunni fór Hvalur hf. ekki að reglum um að um að vinnsla afurða skuli fara fram á yfir­byggðum skurð­ar­fleti og þykir rík­is­sak­sókn­ara fyllsta ástæða til að afla frek­ari gagna um þetta atrið­i. ­Jafn­framt beinir rík­is­sak­sókn­ari því til lög­regl­unnar á Vest­ur­landi að emb­ættið rann­saki hvort Hvalur hf. hafi van­rækt þá skyldu sína að skila veiði­dag­bókum skip­stjóra til Fiski­stofu. Það voru einnig sam­tökin Jarð­ar­vinir sem ósk­uðu eftir því að skil veiði­dag­bóka yrðu rann­sök­uð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent