Boeing vissi af galla í 737 Max vélunum en sagði flugfélögum og yfirvöldum ekkert

Boeing sendi í dag frá sér í ítarlega tilkynningu þar sem segir að verkfræðingar félagsins hafi komið auga á galla í 737 Max vélunum mánuðum áður en tvær vélar hröpuðu.

boeingin.png
Auglýsing

Boeing vissi af því að við­vör­un­ar­bún­aður í 737 Max vélum fyri­tæks­ins væri ekki að virka eins og hann ætti að gera, en til­kynnti flug­fé­lögum sem not­uð­ust við vél­arnar ekki frá því og heldur ekki flug­mála­yf­ir­völdum í Banda­ríkj­unum eða ann­ars stað­ar. 

Gall­inn var met­inn minni­háttar og ekki tal­inn ógna flug­ör­yggi. Yfir­menn verk­fræði­deildar félags­ins, sem hafði yfir­um­sjón með fram­leiðslu á hug­bún­aði fyrir vél­arn­ar, hafa nú nær allir verið reknir og skipu­lagi verið breytt þannig, að öll upp­færsla á bún­aði vél­anna fer fram undir vök­ulu auga innra eft­ir­lits og yfir­stjórnar félags­ins. 

Þetta kemur fram í ítar­legri til­kynn­ingu sem Boeing sendi frá sér í dag, þar sem greint er frá því að félagið hafi vitað af galla í vél­un­um, skömmu eftir að það hóf að afhenda vélar til við­skipta­vina.

Auglýsing

Max vél Lion Air í Indónesíu hrap­aði síðan til jarðar skömmu eftir flug­tak, 29. októ­ber í fyrra, og lét­ust allir um borð, sam­tals 189. Í kjöl­farið á því var farið að skoða málin enn bet­ur. 

Hinn 10. mars síð­ast­lið­inn hrap­aði síðan önnur Max vél, hjá Ethi­opian Air­lines, með þeim afleið­ingum að allir um borð létu­st, sam­tals 157. Í þessum tveimur lét­ust því 346. 

Notkun á Max vél­unum var bönnuð á alþjóða­vísu eftir þetta, og hafa vél­arnar verið kyrr­settar síð­an.

Rann­sóknir standa enn yfir á slys­un­um, en í frum­nið­ur­stöðum yfir­valda í Indónesíu, hefur komið fram að flug­menn­irnir hafi reynt að fylgja þeim ferlum sem þeir áttu að gera, en það hafi ekki geng­ið. 

Sam­kvæmt frum­nið­ur­stöðum bein­ist rann­sóknin að hug­bún­aði í Boeing vél­unum - þeim sama og Boeing hefur nú við­ur­kennt að hafi verið gall­aður - en félagið telur þó að hann hafi ekki átt að ógna öryggi far­þega og vél­anna, með réttum við­brögðum flug­manna. 

Spjótin bein­ast að hinu svo­nefnda MCAS-­kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris, og það sama á við um rann­sókn yfir­valda í Eþíópíu á slys­inu þar. Líkt og í Indónesíu þá tog­uð­ust vél­arnar til jarð­ar. 

Banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI rann­sakar nú mál­ið, og það sama á við um teymi rann­sak­enda frá banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­in­u. 

Miklir hags­munir eru undir fyrir Boeing og þau flug­fé­lög sem not­ast við Max vél­ar. Boeing vinnur nú að því að tryggja öryggi vél­anna og sann­færa flug­mála­yf­ir­völd um að þær séu trausts­ins verð­ar. Ekki er ljóst enn hversu langur tími mun líða, þar til það ger­ist. Hinn 23. maí næst­kom­andi fer fram fundur frá full­trúum helstu flug­mála­yf­ir­valda í heim­in­um, þar sem staðan á Max vél­unum verður til umræðu, en Boeing er sagt vera að und­ir­búa sig fyrir þann fund og freista þess að fá leyfi fyrir notkun á vél­unum skömmu eftir það, að því er fram hefur komið í ítar­legri umfjöllun Seattle Times um málið. Boeing er stærsti vinnu­veit­andi Seatt­le-­svæð­is­ins með um 80 þús­und starfs­menn í starfs­stöð félags­ins í Rent­on. 

Eitt þeirra félaga sem hefur þurft að glíma við erf­ið­leika vegna kyrr­setn­ingu á Max vél­unum er Icelanda­ir. Þrjár vélar félags­ins hafa verið kyrr­sett­ar, og aðrar leigðar í stað­inn. Þá á félagið von á sex öðrum vélum í flot­ann, en vegna óvissu um hvenær kyrr­setn­ingu verður aflétt er óvíst hvenær það verð­ur. Sæta­fram­­boð Icelandair dregst saman um tvö pró­­sent í sumar vegna kyrr­­setn­ingar á vél­un­um.

Icelandair vél.

Á síð­ustu sex mán­uðum hefur Icelandair tapað 13,5 millj­örðum króna. Frá ára­mótum fór eig­in­fjár­hlut­fallið úr 32 pró­sent niður í 23 pró­sent. 

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, hefur sagt að félagið hafi komið þeim skila­boðum til Boeing að fá skað­ann af kyrr­setn­ing­unni á Max vél­unum bætt­an. 

Loka­nið­ur­stöður rann­sókna á því hvað olli flug­slys­unum í Indónesíu og Eþíópíu liggja hins vegar ekki fyr­ir, og er ekki ljóst hvenær það verð­ur. Þær munu vafa­laust hafa mikið um það að segja, í hvaða far­veg mögu­leg bóta­mál á hendur Boeing fara. 

Boeing er stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna og hefur verið starf­andi í 103 ár. Mark­aðsvirði þess nemur um 220 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 27 þús­und millj­örðum króna.

Meira úr sama flokkiErlent