Boeing vissi af galla í 737 Max vélunum en sagði flugfélögum og yfirvöldum ekkert

Boeing sendi í dag frá sér í ítarlega tilkynningu þar sem segir að verkfræðingar félagsins hafi komið auga á galla í 737 Max vélunum mánuðum áður en tvær vélar hröpuðu.

boeingin.png
Auglýsing

Boeing vissi af því að við­vör­un­ar­bún­aður í 737 Max vélum fyri­tæks­ins væri ekki að virka eins og hann ætti að gera, en til­kynnti flug­fé­lögum sem not­uð­ust við vél­arnar ekki frá því og heldur ekki flug­mála­yf­ir­völdum í Banda­ríkj­unum eða ann­ars stað­ar. 

Gall­inn var met­inn minni­háttar og ekki tal­inn ógna flug­ör­yggi. Yfir­menn verk­fræði­deildar félags­ins, sem hafði yfir­um­sjón með fram­leiðslu á hug­bún­aði fyrir vél­arn­ar, hafa nú nær allir verið reknir og skipu­lagi verið breytt þannig, að öll upp­færsla á bún­aði vél­anna fer fram undir vök­ulu auga innra eft­ir­lits og yfir­stjórnar félags­ins. 

Þetta kemur fram í ítar­legri til­kynn­ingu sem Boeing sendi frá sér í dag, þar sem greint er frá því að félagið hafi vitað af galla í vél­un­um, skömmu eftir að það hóf að afhenda vélar til við­skipta­vina.

Auglýsing

Max vél Lion Air í Indónesíu hrap­aði síðan til jarðar skömmu eftir flug­tak, 29. októ­ber í fyrra, og lét­ust allir um borð, sam­tals 189. Í kjöl­farið á því var farið að skoða málin enn bet­ur. 

Hinn 10. mars síð­ast­lið­inn hrap­aði síðan önnur Max vél, hjá Ethi­opian Air­lines, með þeim afleið­ingum að allir um borð létu­st, sam­tals 157. Í þessum tveimur lét­ust því 346. 

Notkun á Max vél­unum var bönnuð á alþjóða­vísu eftir þetta, og hafa vél­arnar verið kyrr­settar síð­an.

Rann­sóknir standa enn yfir á slys­un­um, en í frum­nið­ur­stöðum yfir­valda í Indónesíu, hefur komið fram að flug­menn­irnir hafi reynt að fylgja þeim ferlum sem þeir áttu að gera, en það hafi ekki geng­ið. 

Sam­kvæmt frum­nið­ur­stöðum bein­ist rann­sóknin að hug­bún­aði í Boeing vél­unum - þeim sama og Boeing hefur nú við­ur­kennt að hafi verið gall­aður - en félagið telur þó að hann hafi ekki átt að ógna öryggi far­þega og vél­anna, með réttum við­brögðum flug­manna. 

Spjótin bein­ast að hinu svo­nefnda MCAS-­kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris, og það sama á við um rann­sókn yfir­valda í Eþíópíu á slys­inu þar. Líkt og í Indónesíu þá tog­uð­ust vél­arnar til jarð­ar. 

Banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI rann­sakar nú mál­ið, og það sama á við um teymi rann­sak­enda frá banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­in­u. 

Miklir hags­munir eru undir fyrir Boeing og þau flug­fé­lög sem not­ast við Max vél­ar. Boeing vinnur nú að því að tryggja öryggi vél­anna og sann­færa flug­mála­yf­ir­völd um að þær séu trausts­ins verð­ar. Ekki er ljóst enn hversu langur tími mun líða, þar til það ger­ist. Hinn 23. maí næst­kom­andi fer fram fundur frá full­trúum helstu flug­mála­yf­ir­valda í heim­in­um, þar sem staðan á Max vél­unum verður til umræðu, en Boeing er sagt vera að und­ir­búa sig fyrir þann fund og freista þess að fá leyfi fyrir notkun á vél­unum skömmu eftir það, að því er fram hefur komið í ítar­legri umfjöllun Seattle Times um málið. Boeing er stærsti vinnu­veit­andi Seatt­le-­svæð­is­ins með um 80 þús­und starfs­menn í starfs­stöð félags­ins í Rent­on. 

Eitt þeirra félaga sem hefur þurft að glíma við erf­ið­leika vegna kyrr­setn­ingu á Max vél­unum er Icelanda­ir. Þrjár vélar félags­ins hafa verið kyrr­sett­ar, og aðrar leigðar í stað­inn. Þá á félagið von á sex öðrum vélum í flot­ann, en vegna óvissu um hvenær kyrr­setn­ingu verður aflétt er óvíst hvenær það verð­ur. Sæta­fram­­boð Icelandair dregst saman um tvö pró­­sent í sumar vegna kyrr­­setn­ingar á vél­un­um.

Icelandair vél.

Á síð­ustu sex mán­uðum hefur Icelandair tapað 13,5 millj­örðum króna. Frá ára­mótum fór eig­in­fjár­hlut­fallið úr 32 pró­sent niður í 23 pró­sent. 

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, hefur sagt að félagið hafi komið þeim skila­boðum til Boeing að fá skað­ann af kyrr­setn­ing­unni á Max vél­unum bætt­an. 

Loka­nið­ur­stöður rann­sókna á því hvað olli flug­slys­unum í Indónesíu og Eþíópíu liggja hins vegar ekki fyr­ir, og er ekki ljóst hvenær það verð­ur. Þær munu vafa­laust hafa mikið um það að segja, í hvaða far­veg mögu­leg bóta­mál á hendur Boeing fara. 

Boeing er stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna og hefur verið starf­andi í 103 ár. Mark­aðsvirði þess nemur um 220 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 27 þús­und millj­örðum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent