Arðsemi eiginfjár Arion banka aðeins 2,1 prósent - Hagnaður upp á milljarð

Slæm afkoma dótturfélagsins Valitor litar uppgjör Arion banka fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.

Arion banki
Auglýsing

Hagn­aður sam­stæðu Arion banka á fyrstu þremur mán­uðum þessa árs nam einum millj­arði króna. Á sama tíma­bili í fyrra var hagn­að­ur­inn 1,9 millj­arð­ar.

Arð­semi eig­in­fjár var 2,1 pró­sent, í sam­an­burði við 3,6 pró­sent á sama tíma í fyrra, en svo lítil arð­semi telst lág fyrir banka­rekst­ur, í alþjóð­legum sam­an­burði.

Slæm afkoma dótt­ur­fé­lags bank­ans, Valitor, hefur nei­kvæð áhrif á rekstur bank­ans, en bók­fært virði félags­ins hefur lækkað um 1,6 millj­arð frá ára­mót­um, af því er fram kemur í upp­gjör­inu. Það var 15,7 millj­arðar í árs­lok í fyrra en var í lok mars 14,1 millj­arð­ur. 

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­gjör­inu var tap Valitor á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 1,2 millj­arðar króna.

Arð­semi eigin fjár að Valitor und­an­skildu var 6,2 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 sam­an­borið við 4,8 pró­sent á sama tíma­bili árið 2018. Valitor er skil­greint sem eign til sölu.

Heild­ar­eignir námu 1.223 millj­örðum króna í lok mars 2019 sam­an­borið við 1.164 millj­arða króna í árs­lok 2018 og eigið fé nam 193 millj­örðum króna, sam­an­borið við 201 millj­arð króna í árs­lok 2018. 

Arion banki greiddi 10 millj­arða króna í arð á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019, sem sam­svarar 5 kr. á hlut.

Stefán Pét­urs­son, starf­andi banka­stjóri, segir í yfir­lýs­ingu að fjár­hags­staða bank­ans sé sterk sem fyrr. Hann segir að ætl­unin sé að selja Valitor að hluta eða að öllu leyti, og að framundan séu fundir með mögu­legum kaup­endum sem hafa sýnt félag­inu áhuga.

„Fjár­hags­staða bank­ans er sem fyrr afar sterk og voru á tíma­bil­inu tekin mik­il­væg skref í að ná fram hag­stæð­ari fjár­magns­skip­an. Aðal­fundur sam­þykkti lækkun á hlutafé til jöfn­unar á eigin hlutum bank­ans, sem átti um 9,3% hluta­fjár, og arð­greiðslu sem sam­svarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 millj­örðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið fram­kvæmdar og eru mik­il­vægur liður í bank­inn nái fjár­hags­legum mark­miðum sínum til næstu 3-5 ára.

Arion banki skrif­aði nýverið undir yfir­lýs­ingu um að fylgja sex nýjum meg­in­reglum UNEP FI um ábyrga banka­starf­semi. UNEP FI er vett­vangur umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna og yfir 240 fyr­ir­tækja og stofn­ana í fjár­mála­geir­anum víðs vegar um heim. Við munum nýta okkur þennan vett­vang og horfa til meg­in­regln­anna í okkar veg­ferð varð­andi ábyrga banka­starf­semi og sjálf­bærni, en mark­mið meg­in­regln­anna er að tengja starf­semi banka við alþjóð­leg við­mið og skuld­bind­ingar á borð við Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna og Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. 

Eins og kunn­ugt er þá er dótt­ur­fé­lag Arion banka, Valitor, sem er öfl­ugt alþjóð­legt fyr­ir­tæki á sviði greiðslu­miðl­unar með starf­semi á Íslandi, Bret­landi og í Dan­mörku, í sölu­ferli og er ætl­unin að selja félagið að hluta eða fullu. Nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur er vel á veg kom­inn og gerum við ráð fyrir fyrstu fundum með vænt­an­legum kaup­endum á næstu vik­um. Væntum við þess að nið­ur­staða fáist í sölu­ferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 millj­arða króna í skaða­bæt­ur, hefur ekki áhrif á sölu­ferli félags­ins. Í apríl samdi Valitor á ný við Stripe, til tveggja ára, en félagið er eitt af fremstu fyr­ir­tækjum á sviði fjár­tækni í heim­in­um,“ segir Stefán í yfir­lýs­ing­u. 

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent