Arðsemi eiginfjár Arion banka aðeins 2,1 prósent - Hagnaður upp á milljarð

Slæm afkoma dótturfélagsins Valitor litar uppgjör Arion banka fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.

Arion banki
Auglýsing

Hagn­aður sam­stæðu Arion banka á fyrstu þremur mán­uðum þessa árs nam einum millj­arði króna. Á sama tíma­bili í fyrra var hagn­að­ur­inn 1,9 millj­arð­ar.

Arð­semi eig­in­fjár var 2,1 pró­sent, í sam­an­burði við 3,6 pró­sent á sama tíma í fyrra, en svo lítil arð­semi telst lág fyrir banka­rekst­ur, í alþjóð­legum sam­an­burði.

Slæm afkoma dótt­ur­fé­lags bank­ans, Valitor, hefur nei­kvæð áhrif á rekstur bank­ans, en bók­fært virði félags­ins hefur lækkað um 1,6 millj­arð frá ára­mót­um, af því er fram kemur í upp­gjör­inu. Það var 15,7 millj­arðar í árs­lok í fyrra en var í lok mars 14,1 millj­arð­ur. 

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­gjör­inu var tap Valitor á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 1,2 millj­arðar króna.

Arð­semi eigin fjár að Valitor und­an­skildu var 6,2 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 sam­an­borið við 4,8 pró­sent á sama tíma­bili árið 2018. Valitor er skil­greint sem eign til sölu.

Heild­ar­eignir námu 1.223 millj­örðum króna í lok mars 2019 sam­an­borið við 1.164 millj­arða króna í árs­lok 2018 og eigið fé nam 193 millj­örðum króna, sam­an­borið við 201 millj­arð króna í árs­lok 2018. 

Arion banki greiddi 10 millj­arða króna í arð á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019, sem sam­svarar 5 kr. á hlut.

Stefán Pét­urs­son, starf­andi banka­stjóri, segir í yfir­lýs­ingu að fjár­hags­staða bank­ans sé sterk sem fyrr. Hann segir að ætl­unin sé að selja Valitor að hluta eða að öllu leyti, og að framundan séu fundir með mögu­legum kaup­endum sem hafa sýnt félag­inu áhuga.

„Fjár­hags­staða bank­ans er sem fyrr afar sterk og voru á tíma­bil­inu tekin mik­il­væg skref í að ná fram hag­stæð­ari fjár­magns­skip­an. Aðal­fundur sam­þykkti lækkun á hlutafé til jöfn­unar á eigin hlutum bank­ans, sem átti um 9,3% hluta­fjár, og arð­greiðslu sem sam­svarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 millj­örðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið fram­kvæmdar og eru mik­il­vægur liður í bank­inn nái fjár­hags­legum mark­miðum sínum til næstu 3-5 ára.

Arion banki skrif­aði nýverið undir yfir­lýs­ingu um að fylgja sex nýjum meg­in­reglum UNEP FI um ábyrga banka­starf­semi. UNEP FI er vett­vangur umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna og yfir 240 fyr­ir­tækja og stofn­ana í fjár­mála­geir­anum víðs vegar um heim. Við munum nýta okkur þennan vett­vang og horfa til meg­in­regln­anna í okkar veg­ferð varð­andi ábyrga banka­starf­semi og sjálf­bærni, en mark­mið meg­in­regln­anna er að tengja starf­semi banka við alþjóð­leg við­mið og skuld­bind­ingar á borð við Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna og Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. 

Eins og kunn­ugt er þá er dótt­ur­fé­lag Arion banka, Valitor, sem er öfl­ugt alþjóð­legt fyr­ir­tæki á sviði greiðslu­miðl­unar með starf­semi á Íslandi, Bret­landi og í Dan­mörku, í sölu­ferli og er ætl­unin að selja félagið að hluta eða fullu. Nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur er vel á veg kom­inn og gerum við ráð fyrir fyrstu fundum með vænt­an­legum kaup­endum á næstu vik­um. Væntum við þess að nið­ur­staða fáist í sölu­ferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 millj­arða króna í skaða­bæt­ur, hefur ekki áhrif á sölu­ferli félags­ins. Í apríl samdi Valitor á ný við Stripe, til tveggja ára, en félagið er eitt af fremstu fyr­ir­tækjum á sviði fjár­tækni í heim­in­um,“ segir Stefán í yfir­lýs­ing­u. 

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent