Rekstur Borgunar hefur neikvæð áhrif á afkomu Íslandsbanka

Íslandsbanki á 63,5 prósent hlut í Borgun. Rekstur þess fyrirtækis gengur illa þessa dagana, og það bitnar á afkomu bankans.

Borgun
Auglýsing

Borg­un, sem Íslands­banki á 63,5 pró­sent hlut í, tap­aði 170 millj­ónum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, sam­kvæmt upp­gjöri bank­ans fyrir fyrr­greint tíma­bil sem birt var í dag.

Aðrir hlut­hafar Borg­unar eru Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. með 32,4 pró­sent hlut og BPS ehf. með 2 pró­sent hlut. 

Íslands­sjóðir og Alli­anz Ísland hf., sem telj­ast til dótt­ur­fyr­ir­tækja Íslands­banka, högn­uð­ust um 262 millj­ónir króna á fyrr­nefndu tíma­bili. Íslands­sjóðir um 123 millj­ón­ir, en Alli­anz Ísland um 139 millj­ón­ir. 

Auglýsing

Slæm afkoma Borg­unar hefur nei­kvæð áhrif á kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans, það er hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar miðað við tekj­ur. Oft er horft til þess, þegar grunn­rekst­ur­inn er greind­ur, og er það kapps­mál hjá bönkum að halda því í takt við mark­mið.

Kostn­að­ar­hlut­fall sam­stæðu Íslands­banka á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins var 62,6 pró­sent sam­an­borið við 69,8 pró­sent á sama tíma­bili í fyrra, á meðan kostn­að­ar­hlut­fall móð­ur­fé­lags var 58,1 pró­sent sem er lít­il­lega yfir 55 pró­sent lang­tíma­mark­miði bank­ans.

Til sam­an­burðar er kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans, sem ríkið á einnig, um 45 pró­sent. 

Íslands­­­banki hagn­að­ist um 2,6 millj­­arða á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eins og greint var frá fyrr í dag, en á sama tíma­bili í fyrra var hagn­að­­ur­inn 2,1 millj­­arð­­ur. 

Birna Ein­­ar­s­dótt­ir, banka­­stjóri, segir í til­­kynn­ingu að staða bank­ans sé sterk. „Staða bank­ans er afar traust, lausa­­fjár­­hlut­­föll í erlendum og inn­­­lendum gjald­miðlum yfir innri mörkum og kröfum eft­ir­lits­að­ila og eig­in­fjár­­hlut­­föll í takt við lang­­tíma­­mark­mið. Lána­safnið er sterkt og koma gæði þess vel út í alþjóð­­legum sam­an­­burði. Það gladdi mig hversu vel síð­­asta skulda­bréfa­­boð bank­ans upp á 300 millj­­ónir evra gekk á erlendum mörk­uðum og það er ljóst að bank­inn og íslenskt efna­hags­líf njóta áfram­hald­andi trausts erlendra fjár­­­festa. Íslands­­­banki hélt áfram að kynna nýjar staf­rænar lausnir fyrir við­­skipta­vini sína í byrjun árs 2019. Sem dæmi hafa lausn­­irnar „Lán í appi“ og „Vel­komin í við­­skipti“ hlotið frá­­­bærar við­­tökur við­­skipta­vina og er bank­inn rétt að byrja á þess­­ari veg­­ferð,“ segir Birna í til­­kynn­ingu.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent