Rekstur Borgunar hefur neikvæð áhrif á afkomu Íslandsbanka

Íslandsbanki á 63,5 prósent hlut í Borgun. Rekstur þess fyrirtækis gengur illa þessa dagana, og það bitnar á afkomu bankans.

Borgun
Auglýsing

Borg­un, sem Íslands­banki á 63,5 pró­sent hlut í, tap­aði 170 millj­ónum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, sam­kvæmt upp­gjöri bank­ans fyrir fyrr­greint tíma­bil sem birt var í dag.

Aðrir hlut­hafar Borg­unar eru Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf. með 32,4 pró­sent hlut og BPS ehf. með 2 pró­sent hlut. 

Íslands­sjóðir og Alli­anz Ísland hf., sem telj­ast til dótt­ur­fyr­ir­tækja Íslands­banka, högn­uð­ust um 262 millj­ónir króna á fyrr­nefndu tíma­bili. Íslands­sjóðir um 123 millj­ón­ir, en Alli­anz Ísland um 139 millj­ón­ir. 

Auglýsing

Slæm afkoma Borg­unar hefur nei­kvæð áhrif á kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans, það er hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar miðað við tekj­ur. Oft er horft til þess, þegar grunn­rekst­ur­inn er greind­ur, og er það kapps­mál hjá bönkum að halda því í takt við mark­mið.

Kostn­að­ar­hlut­fall sam­stæðu Íslands­banka á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins var 62,6 pró­sent sam­an­borið við 69,8 pró­sent á sama tíma­bili í fyrra, á meðan kostn­að­ar­hlut­fall móð­ur­fé­lags var 58,1 pró­sent sem er lít­il­lega yfir 55 pró­sent lang­tíma­mark­miði bank­ans.

Til sam­an­burðar er kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans, sem ríkið á einnig, um 45 pró­sent. 

Íslands­­­banki hagn­að­ist um 2,6 millj­­arða á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eins og greint var frá fyrr í dag, en á sama tíma­bili í fyrra var hagn­að­­ur­inn 2,1 millj­­arð­­ur. 

Birna Ein­­ar­s­dótt­ir, banka­­stjóri, segir í til­­kynn­ingu að staða bank­ans sé sterk. „Staða bank­ans er afar traust, lausa­­fjár­­hlut­­föll í erlendum og inn­­­lendum gjald­miðlum yfir innri mörkum og kröfum eft­ir­lits­að­ila og eig­in­fjár­­hlut­­föll í takt við lang­­tíma­­mark­mið. Lána­safnið er sterkt og koma gæði þess vel út í alþjóð­­legum sam­an­­burði. Það gladdi mig hversu vel síð­­asta skulda­bréfa­­boð bank­ans upp á 300 millj­­ónir evra gekk á erlendum mörk­uðum og það er ljóst að bank­inn og íslenskt efna­hags­líf njóta áfram­hald­andi trausts erlendra fjár­­­festa. Íslands­­­banki hélt áfram að kynna nýjar staf­rænar lausnir fyrir við­­skipta­vini sína í byrjun árs 2019. Sem dæmi hafa lausn­­irnar „Lán í appi“ og „Vel­komin í við­­skipti“ hlotið frá­­­bærar við­­tökur við­­skipta­vina og er bank­inn rétt að byrja á þess­­ari veg­­ferð,“ segir Birna í til­­kynn­ingu.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent