King: Hluthafar axli ábyrgð, ekki skattgreiðendur

Fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka segir að leggja þurfi áherslu á að halda fjármálakerfum hraustum - að ábyrgðinni af mistökum og fífldirfsku verði ekki varpað á skattgreiðendur aftur.

mervynking.jpg
Auglýsing

„Ef eitt­hvað slæmt kemur fyrir bank­ana viljum við að hlut­hafar axli byrð­ina, ekki skatt­greið­end­ur.“

Þetta sagði Mervyn King lávarð­ur, fyrr­ver­andi banka­stjóri Eng­lands­banka, Seðla­banka Bret­lands, í við­tali við Kast­ljósið á RÚV í kvöld. 

Í við­tali við Kast­ljósið sagði King að hann teldi eft­ir­lit með fjár­mála­kerfum um allan heima hafa batn­að, en hann sagð­ist ótt­ast að of mikil áhersla sé lögð á það, að koma í veg fyrir að svip­aðir atburðir og gerð­ust á árunum 2007 til 2009 myndu end­ur­taka sig. „Það allra mik­il­væg­asta er að áhættan bitni ekki á skatt­greið­end­um. Þess vegna þurfa bankar að leggja verð­bréf inn í seðla­bank­ann sem trygg­ingu ef og þegar bank­arnir þurfa lán. Við getum gengið miklu lengra í þessa átt,“ segir King meðal ann­ars í við­tal­inu.

Auglýsing

King er 71 árs að aldri, og var banka­stjóri Eng­lands­banka á árunum 2003 til 2013. 

Hann var í for­ystu­hlut­verki fyrir seðla­banka heims­ins á fjár­mála­mörk­uð­um, þegar fjár­mála­kerfin rið­uðu til falls á árunum 2007 til 2009. 

Þá reyndi veru­lega á seðla­banka og umfangs­miklar aðgerðir þeirra - ekki síst í formi fjárinn­spýt­inga inn á mark­aði - til að koma í veg fyrir enn meira tjón en varð.

Óhætt er að segja að staðan á Íslandi sé um margt ólík þeirri sem er fyrir hendi í öðrum lönd­um, þegar fjár­mála­kerfið er ann­ars veg­ar. Íslenska ríkið á Íslands­banka að fullu, 99 pró­sent hluta­fjár í Lands­bank­an­um, auk þess að eiga Íbúða­lána­sjóð. Hlut­deild rík­is­ins er um 75 til 80 pró­sent á íslenska mark­aðn­um.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent