Segir að synjun þriðja orkupakkans gæti stefnt aðild Íslands að EES í tvísýnu

Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, telur að það gæti telft aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu í tvísýnu verði þriðja orkupakkanum hafnað. Baudenbacher kynnir utanríkismálanefnd álitsgerð sína vegna þriðja orkupakkans í dag.

Carl Baudenbacher
Carl Baudenbacher
Auglýsing

Carl Bauden­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-­dóm­stóls­ins, telur að það gæti stefnt aðild Íslands að evr­ópska efna­hags­svæð­inu í tví­sýnu ef Íslend­ingar hafna þriðja orku­pakk­ann. Hann segir að þótt mögu­legt sé að hafna upp­töku nýrrar lög­gjafar Evr­ópu­sam­bands­ins í EES-­samn­ing­inn á loka­stigum máls­með­ferðar þá sé þriðji orku­pakk­inn ekki mál af því tagi að rétt­læt­an­legt sé að grípa til slíkra neyð­ar­ráð­staf­ana. 

Þetta kemur fram í álits­gerð sem Bauden­bacher vann fyrir utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis vegna orku­pakka­máls­ins en hann mun kynna nefnd­inni álits­gerð sína síðar í dag.

Ríki hefur aldrei neitað að stað­festa ákvörðun EES-­nefnd­ar­innar áður

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að í umræðum um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu utan­rík­is­ráð­herra um inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ann hefur verið kallað eftir því að hafna inn­leið­ing­unni og leita eftir frek­ari und­an­þágum með nýrri ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar. Hins vegar hefur aldrei komið til þess í 25 ára sögu EES-­samn­ings­ins að ríki hafi neitað að stað­festa ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Því segir í til­kynnign­unni að utan­rík­is­ráð­herra þótti rétt að leita álits sér­fræð­inga um afleið­ingar þess að synja ákvörðun nefnd­ar­innar stað­fest­ing­ar. Utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis hefur nú fengið í hend­urnar álit Bauden­bacher og álit Alþjóða-og Evr­ópu­stofnun Háskól­ans í Reykja­vík.

Ísland hafði tæki­færi til að mót­mæla upp­töku orku­pakk­ans í EES-­samn­ing­inn

Í álits­gerð Bauden­bacher kemur fram að að gæti leitt til við­bragða af hálfu ESB innan sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar, í sam­ræmi við 102. grein EES-­samn­ings­ins, ef Íslands hafnar upp­töku þriðja orku­pakk­ans, öðrum til varn­að­ar. Hann bendir á að Ísland hafi þegar fengið tæki­færi til að hafa áhrif á upp­töku orku­pakk­ans í EES-­samn­ing­inn en að Ísland hafi hvorki and­mælt því að þriðji orku­pakk­inn væri EES-tækur né mót­mælt því þegar mál­inu væri flýtt árið 2014.

Hann segir jafn­framt að  Ís­land beri ákveðna skyldu gagn­vart hinum EFTA-­ríkj­unum innan EES, Nor­egi og Liechten­stein. Þau hafi aflétt stjórn­skipu­legum fyr­ir­vörum sínum og vænti því þess að Ísland geri slíkt hið sama ella öðlist þriðji orku­pakk­inn ekki gildi gagn­vart neinu þeirra. Þá telur Bauden­bacher litlar líkur á að sam­eig­in­lega EES-­nefndin fall­ist á að taka upp málið að nýju.

Ekki til­efni til að grípa í neyð­ar­hem­il­inn

Ef Ísland dregur sig út úr þriðja orku­pakk­anum gæti það því, að mati Bauden­bachers, orðið til þess að aðild­inni að EES-­samn­ingnum yrði, til lengri tíma lit­ið, teflt í tví­sýnu. Reynsla ann­arra Evr­ópu­ríkja utan EES sýni að Íslandi stæði þá aðeins til boða svo­nefnd „úkra­ínsk leið“ hefði það áhuga á sam­starfi við ESB. Form­lega væru deilu­mál þá leyst með gerð­ar­dómi þar sem ESB gæti áfrýjað málum ein­hliða til dóm­stóls Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Með til­liti til alls þessa verður að draga þá ályktun að fyrir hendi sé sá mögu­leiki að hafna upp­töku nýrra laga ESB í EES-rétt. Hins vegar er það mál sem hér er til umfjöll­unar ekki við­eig­andi til­efni til að grípa í neyð­ar­hem­il­inn.“ segir Carl Bauden­bacher segir að lokum í áliti sínu.

Hefði í för með sér mikla laga­lega og póli­tíska óvissu

Alþjóða-og Evr­ópu­stofnun Háskól­ans í Reykja­vík varar einnig við því að íslenska ríkið hafni þriðja orku­pakk­anum í áliti sín­um. Stofnun segir að það að ljóst sé að heim­ild íslenska rík­is­ins til að hafna aflétt­ingu stjórn­skipu­lags fyr­ir­vara og upp­töku gerðar í EES-­samn­ing­inn feli í sér algjört neyð­ar­úr­ræði. Synjun íslenska rík­is­ins um aflétt­ingu stjórn­skipu­lags fyr­ir­vara fæli í sér for­dæma­lausa stöðu sem hefði í för með sér mikla laga­lega og póli­tíska óvissu og setti fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins í upp­nám. Þá kynni synj­unin að leiða til laga­legrar óvissu fyrir fyr­ir­tæki og neyt­end­ur.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent