Segir að synjun þriðja orkupakkans gæti stefnt aðild Íslands að EES í tvísýnu

Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, telur að það gæti telft aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu í tvísýnu verði þriðja orkupakkanum hafnað. Baudenbacher kynnir utanríkismálanefnd álitsgerð sína vegna þriðja orkupakkans í dag.

Carl Baudenbacher
Carl Baudenbacher
Auglýsing

Carl Bauden­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-­dóm­stóls­ins, telur að það gæti stefnt aðild Íslands að evr­ópska efna­hags­svæð­inu í tví­sýnu ef Íslend­ingar hafna þriðja orku­pakk­ann. Hann segir að þótt mögu­legt sé að hafna upp­töku nýrrar lög­gjafar Evr­ópu­sam­bands­ins í EES-­samn­ing­inn á loka­stigum máls­með­ferðar þá sé þriðji orku­pakk­inn ekki mál af því tagi að rétt­læt­an­legt sé að grípa til slíkra neyð­ar­ráð­staf­ana. 

Þetta kemur fram í álits­gerð sem Bauden­bacher vann fyrir utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis vegna orku­pakka­máls­ins en hann mun kynna nefnd­inni álits­gerð sína síðar í dag.

Ríki hefur aldrei neitað að stað­festa ákvörðun EES-­nefnd­ar­innar áður

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að í umræðum um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu utan­rík­is­ráð­herra um inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ann hefur verið kallað eftir því að hafna inn­leið­ing­unni og leita eftir frek­ari und­an­þágum með nýrri ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar. Hins vegar hefur aldrei komið til þess í 25 ára sögu EES-­samn­ings­ins að ríki hafi neitað að stað­festa ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Því segir í til­kynnign­unni að utan­rík­is­ráð­herra þótti rétt að leita álits sér­fræð­inga um afleið­ingar þess að synja ákvörðun nefnd­ar­innar stað­fest­ing­ar. Utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis hefur nú fengið í hend­urnar álit Bauden­bacher og álit Alþjóða-og Evr­ópu­stofnun Háskól­ans í Reykja­vík.

Ísland hafði tæki­færi til að mót­mæla upp­töku orku­pakk­ans í EES-­samn­ing­inn

Í álits­gerð Bauden­bacher kemur fram að að gæti leitt til við­bragða af hálfu ESB innan sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar, í sam­ræmi við 102. grein EES-­samn­ings­ins, ef Íslands hafnar upp­töku þriðja orku­pakk­ans, öðrum til varn­að­ar. Hann bendir á að Ísland hafi þegar fengið tæki­færi til að hafa áhrif á upp­töku orku­pakk­ans í EES-­samn­ing­inn en að Ísland hafi hvorki and­mælt því að þriðji orku­pakk­inn væri EES-tækur né mót­mælt því þegar mál­inu væri flýtt árið 2014.

Hann segir jafn­framt að  Ís­land beri ákveðna skyldu gagn­vart hinum EFTA-­ríkj­unum innan EES, Nor­egi og Liechten­stein. Þau hafi aflétt stjórn­skipu­legum fyr­ir­vörum sínum og vænti því þess að Ísland geri slíkt hið sama ella öðlist þriðji orku­pakk­inn ekki gildi gagn­vart neinu þeirra. Þá telur Bauden­bacher litlar líkur á að sam­eig­in­lega EES-­nefndin fall­ist á að taka upp málið að nýju.

Ekki til­efni til að grípa í neyð­ar­hem­il­inn

Ef Ísland dregur sig út úr þriðja orku­pakk­anum gæti það því, að mati Bauden­bachers, orðið til þess að aðild­inni að EES-­samn­ingnum yrði, til lengri tíma lit­ið, teflt í tví­sýnu. Reynsla ann­arra Evr­ópu­ríkja utan EES sýni að Íslandi stæði þá aðeins til boða svo­nefnd „úkra­ínsk leið“ hefði það áhuga á sam­starfi við ESB. Form­lega væru deilu­mál þá leyst með gerð­ar­dómi þar sem ESB gæti áfrýjað málum ein­hliða til dóm­stóls Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Með til­liti til alls þessa verður að draga þá ályktun að fyrir hendi sé sá mögu­leiki að hafna upp­töku nýrra laga ESB í EES-rétt. Hins vegar er það mál sem hér er til umfjöll­unar ekki við­eig­andi til­efni til að grípa í neyð­ar­hem­il­inn.“ segir Carl Bauden­bacher segir að lokum í áliti sínu.

Hefði í för með sér mikla laga­lega og póli­tíska óvissu

Alþjóða-og Evr­ópu­stofnun Háskól­ans í Reykja­vík varar einnig við því að íslenska ríkið hafni þriðja orku­pakk­anum í áliti sín­um. Stofnun segir að það að ljóst sé að heim­ild íslenska rík­is­ins til að hafna aflétt­ingu stjórn­skipu­lags fyr­ir­vara og upp­töku gerðar í EES-­samn­ing­inn feli í sér algjört neyð­ar­úr­ræði. Synjun íslenska rík­is­ins um aflétt­ingu stjórn­skipu­lags fyr­ir­vara fæli í sér for­dæma­lausa stöðu sem hefði í för með sér mikla laga­lega og póli­tíska óvissu og setti fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins í upp­nám. Þá kynni synj­unin að leiða til laga­legrar óvissu fyrir fyr­ir­tæki og neyt­end­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent