Segir að synjun þriðja orkupakkans gæti stefnt aðild Íslands að EES í tvísýnu

Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, telur að það gæti telft aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu í tvísýnu verði þriðja orkupakkanum hafnað. Baudenbacher kynnir utanríkismálanefnd álitsgerð sína vegna þriðja orkupakkans í dag.

Carl Baudenbacher
Carl Baudenbacher
Auglýsing

Carl Bauden­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-­dóm­stóls­ins, telur að það gæti stefnt aðild Íslands að evr­ópska efna­hags­svæð­inu í tví­sýnu ef Íslend­ingar hafna þriðja orku­pakk­ann. Hann segir að þótt mögu­legt sé að hafna upp­töku nýrrar lög­gjafar Evr­ópu­sam­bands­ins í EES-­samn­ing­inn á loka­stigum máls­með­ferðar þá sé þriðji orku­pakk­inn ekki mál af því tagi að rétt­læt­an­legt sé að grípa til slíkra neyð­ar­ráð­staf­ana. 

Þetta kemur fram í álits­gerð sem Bauden­bacher vann fyrir utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis vegna orku­pakka­máls­ins en hann mun kynna nefnd­inni álits­gerð sína síðar í dag.

Ríki hefur aldrei neitað að stað­festa ákvörðun EES-­nefnd­ar­innar áður

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að í umræðum um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu utan­rík­is­ráð­herra um inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ann hefur verið kallað eftir því að hafna inn­leið­ing­unni og leita eftir frek­ari und­an­þágum með nýrri ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar. Hins vegar hefur aldrei komið til þess í 25 ára sögu EES-­samn­ings­ins að ríki hafi neitað að stað­festa ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Því segir í til­kynnign­unni að utan­rík­is­ráð­herra þótti rétt að leita álits sér­fræð­inga um afleið­ingar þess að synja ákvörðun nefnd­ar­innar stað­fest­ing­ar. Utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis hefur nú fengið í hend­urnar álit Bauden­bacher og álit Alþjóða-og Evr­ópu­stofnun Háskól­ans í Reykja­vík.

Ísland hafði tæki­færi til að mót­mæla upp­töku orku­pakk­ans í EES-­samn­ing­inn

Í álits­gerð Bauden­bacher kemur fram að að gæti leitt til við­bragða af hálfu ESB innan sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar, í sam­ræmi við 102. grein EES-­samn­ings­ins, ef Íslands hafnar upp­töku þriðja orku­pakk­ans, öðrum til varn­að­ar. Hann bendir á að Ísland hafi þegar fengið tæki­færi til að hafa áhrif á upp­töku orku­pakk­ans í EES-­samn­ing­inn en að Ísland hafi hvorki and­mælt því að þriðji orku­pakk­inn væri EES-tækur né mót­mælt því þegar mál­inu væri flýtt árið 2014.

Hann segir jafn­framt að  Ís­land beri ákveðna skyldu gagn­vart hinum EFTA-­ríkj­unum innan EES, Nor­egi og Liechten­stein. Þau hafi aflétt stjórn­skipu­legum fyr­ir­vörum sínum og vænti því þess að Ísland geri slíkt hið sama ella öðlist þriðji orku­pakk­inn ekki gildi gagn­vart neinu þeirra. Þá telur Bauden­bacher litlar líkur á að sam­eig­in­lega EES-­nefndin fall­ist á að taka upp málið að nýju.

Ekki til­efni til að grípa í neyð­ar­hem­il­inn

Ef Ísland dregur sig út úr þriðja orku­pakk­anum gæti það því, að mati Bauden­bachers, orðið til þess að aðild­inni að EES-­samn­ingnum yrði, til lengri tíma lit­ið, teflt í tví­sýnu. Reynsla ann­arra Evr­ópu­ríkja utan EES sýni að Íslandi stæði þá aðeins til boða svo­nefnd „úkra­ínsk leið“ hefði það áhuga á sam­starfi við ESB. Form­lega væru deilu­mál þá leyst með gerð­ar­dómi þar sem ESB gæti áfrýjað málum ein­hliða til dóm­stóls Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Með til­liti til alls þessa verður að draga þá ályktun að fyrir hendi sé sá mögu­leiki að hafna upp­töku nýrra laga ESB í EES-rétt. Hins vegar er það mál sem hér er til umfjöll­unar ekki við­eig­andi til­efni til að grípa í neyð­ar­hem­il­inn.“ segir Carl Bauden­bacher segir að lokum í áliti sínu.

Hefði í för með sér mikla laga­lega og póli­tíska óvissu

Alþjóða-og Evr­ópu­stofnun Háskól­ans í Reykja­vík varar einnig við því að íslenska ríkið hafni þriðja orku­pakk­anum í áliti sín­um. Stofnun segir að það að ljóst sé að heim­ild íslenska rík­is­ins til að hafna aflétt­ingu stjórn­skipu­lags fyr­ir­vara og upp­töku gerðar í EES-­samn­ing­inn feli í sér algjört neyð­ar­úr­ræði. Synjun íslenska rík­is­ins um aflétt­ingu stjórn­skipu­lags fyr­ir­vara fæli í sér for­dæma­lausa stöðu sem hefði í för með sér mikla laga­lega og póli­tíska óvissu og setti fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins í upp­nám. Þá kynni synj­unin að leiða til laga­legrar óvissu fyrir fyr­ir­tæki og neyt­end­ur.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent