Skjár 1 snýr aftur

Streymisveita verður í boði fyrir fólk frá 14. maí.

skjár1.jpg
Auglýsing

„Þriðju­dag­inn 14 maí mun sjón­varps­stöðin Skjár 1 snúa aftur eftir margra ára hlé og verða nú ein­göngu kvik­myndir í boði frá kl 20:00 og fram­eftir kvöldi í línu­legu áhorfi, auk þess sem ný þjón­usta „Skjá­flakk“ mun veita aðgengi að öllum kvik­myndum Skjás 1 í allt að 7 daga „aftur í tím­ann“ í hlið­rænu við­móti sem hentar þeim sem vilja horfa þegar þeim hent­ar.“

Þetta segir í til­kynn­ingu frá Skjá 1 en stöðin snýr nú aft­ur, en upp­haf­lega hóf sjón­varps­stöð undir nafn­inu Skjár 1 starf­semi árið 1998.

Hólm­geir Bald­urs­son, eig­andi og for­stöðu­maður Skjár 1, seg­ist bjart­sýnn á að þjón­ust­unni verði vel tek­ið, enda verði stillt í hóf og ýmis­legt áhuga­vert í boð­i. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu vegna þessa, segir að allar kvik­myndir á Skjá 1 verði með íslenskum texta og sýndar í heild sinni án aug­lýs­inga­hlé­s. 

„Sjón­varps­rásin verður nú aðgengi­leg öllum not­endum sem hafa áskrift að grunn­pakka nýrrar streym­isveitu Skjás 1, sem nýlega var hleypt af stað,  auk þess verður hægt að kaupa staka áskrift að stöð­inni fyrir ein­ungis 695 krónur á mán­uði. Sýndar eru 2 kvik­myndir á hverju kvöldi og geta áskrif­endur nálg­ast um 12-14 kvik­myndir viku­lega í Skjá­flakk­inu sem gerir verðið ein­stak­lega hag­stætt, en meðal leiga ein­stakra kvik­mynda á VOD leigum er um 600 krón­ur,“ segir í til­kynn­ingu.

Hólm­geir segir að streym­isveitan verði kjör­inn vett­vangur til að horfa hvar sem er, og að öppin verði óháð fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um, og mynd­lyklar verði óþarf­ir. 

Þá verði hægt að horfa um PC við­mót, og end­ur­varpa efn­inu um Chromecast sem og Airplay frá Apple. „Þetta er allt annað líf en þetta var, og dreif­ing á efn­inu mun ein­faldri með inter­net­inu ein­göng­u,“ segir Hólm­geir.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent