Lág­marks­aldur umsækj­anda um ófrjó­sem­is­að­gerð niður í 18 ára

Frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um ófrjósemisaðgerðir hefur verið samþykkt á Alþingi.

spítali
Auglýsing

Ald­urs­mörk umsækj­anda um ófrjó­sem­is­að­gerð hafa nú verið færð úr 25 árum í 18 ár en frum­varp Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra til laga um ófrjó­sem­is­að­gerðir var sam­þykkt á Alþingi í fyrra­dag. Með lög­unum er kveðið á um rétt fólks til ófrjó­sem­is­að­gerð­ir, að þær skuli vera gjald­frjálsar og fram­kvæmdar af þeim sem hafa til­skilda menntun og reynslu.

Svandís Svavarsdóttir Mynd: Bára Huld BeckFrum­varpið var lagt fram sem hluti af heild­ar­end­ur­skoðun laga um ráð­gjöf og fræðslu varð­andi kyn­líf og barn­eignir og um fóst­ur­eyð­ingar og ófrjó­sem­is­að­gerð­ir. Nefnd um heild­ar­end­ur­skoðun þeirrar lög­gjafar lagði til að fjallað yrði um ófrjó­sem­is­að­gerðir í sér­lög­um, enda væru þung­un­ar­rof og ófrjó­sem­is­að­gerðir væru mjög óskyldar aðgerðir sem ekki stæðu rök til að fjallað væri um í sömu lög­um.

Nú verður ein­ungis heim­ilt að fram­kvæma ófrjó­sem­is­að­gerðir á ein­stak­lingum sem ekki hafa náð 18 ára aldri að upp­fylltum ströngum skil­yrðum um að frjó­semi hafi alvar­leg áhrif á líf eða heilsu ein­stak­lings­ins. Fyrir því er jafn­framt sett skil­yrði um að fyrir liggi stað­fest­ing tveggja lækna og sam­þykki sér­stak­lega skip­aðs lög­ráða­manns. Áður en ófrjó­sem­is­að­gerð er fram­kvæmd skal fræða ein­stak­ling um í hverju aðgerðin er fólg­in, áhættu sam­fara henni og afleið­ing­ar.

Auglýsing

Nefndin lagði til að ­lækka lág­­marks­aldur niður í 18 ára

Í grein­­ar­­gerð með frum­varp­inu sem lagt var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í nóv­em­ber á síð­asta ári kemur fram að til­­­urð þess hafi verið að heil­brigð­is­ráð­herra skip­aði í mars 2016 nefnd sem ætlað var að vinna að heild­­ar­end­­ur­­skoðun á lögum um ráð­­gjöf og fræðslu varð­andi kyn­líf og barn­­eignir og um fóst­­ur­eyð­ingar og ófrjó­­sem­is­að­­gerð­­ir. Í nefnd­ina voru skipuð Sóley S. Bender for­­mað­­ur, sér­­fræð­ingur í kyn­heil­brigði og pró­­fessor við Háskóla Íslands, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, félags­­ráð­gjafi, cand.com. og tengiliður vist­heim­ila í inn­­an­­rík­­is­ráðu­­neyt­inu, og Jens A. Guð­­munds­­son, sér­­fræð­ingur í fæð­ing­­ar- og kven­­sjúk­­dóma­lækn­ingum og dós­ent við Háskóla Íslands. Starfs­­maður nefnd­­ar­innar var Þór­unn Oddný Steins­dótt­ir, lög­­fræð­ingur í vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­inu.

Nefndin skil­aði skýrslu sinni til heil­brigð­is­ráð­herra í nóv­­em­ber 2016 þar sem meðal ann­­ars var lagt til að sett yrðu þrenn ný lög í stað eldri laga, það er lög um fræðslu og ráð­­gjöf varð­andi kyn­heil­brigði, lög um þung­un­­ar­rof og lög um ófrjó­­sem­is­að­­gerð­­ir.

Í skýrsl­unni leggur nefndin til að lækka lág­­marks­aldur umsækj­anda um ófrjó­­sem­is­að­­gerð niður í 18 ára í sam­ræmi við ákvæði lög­­ræð­islaga, ein­ungis verði heim­ilt að fram­­kvæma ófrjó­­sem­is­að­­gerðir á börnum yngri en 18 ára af lækn­is­fræð­i­­legum ástæð­um, ef lífi eða heilsu stúlku væri stefnt í hættu með þungun eða fæð­ingu eða ef ein­­sýnt væri að barn við­kom­andi yrði alvar­­lega van­­skapað og/eða lífs­hætt­u­­lega veik sem og að afmá skuli alla mis­­munun í lög­­unum gagn­vart fötl­uðum ein­stak­l­ing­­um. Til­­lögur nefnd­­ar­innar voru lagðar til grund­vallar við gerð frum­varps­ins.

Hund­ruð ófrjó­­sem­is­að­­gerðir fram­­kvæmdar á ári

Í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­­spurn frá Páli Vali Björns­­syni um ófrjó­­sem­is­að­­gerðir frá því í nóv­­em­ber 2015 kemur fram að á árunum 1981 til 2014 hafi ófrjó­­sem­is­að­­gerðir verið á bil­inu 461 til 775 á ári. Flestar aðgerðir hafi verið gerðar á árunum 1996 til 2000 eða yfir 700 aðgerðir hvert ár.

Jafn­­fram segir að umtals­verð breyt­ing hafi orðið á þessum árum á hlut­­falli aðgerða eftir kyni en árið 1981 og fram til árs­ins 1988 hafi meiri hluti ófrjó­­sem­is­að­­gerða verið gerðar á konum en eftir árið 1988 hafi karl­­menn verið í meiri­hluta. Í svar­inu kemur einnig fram að lang­flestar aðgerðir sem fram­­kvæmdar eru séu byggðar á heim­ild í gild­andi lögum en á árunum 1981 til 2014 hafi 52 ófrjó­­sem­is­að­­gerðir verið fram­­kvæmdar og af þessum 52 ein­stak­l­ingum hafi 41 verið konur og 11 karl­­ar.

„Af þessu er ljóst að mik­ill meiri­hluti þeirra ein­stak­l­inga sem und­ir­­gang­­ast ófrjó­­sem­is­að­­gerðir af lækn­is­fræð­i­­legum ástæð­um, félags­­­legum ástæðum eða ástæðum sem rekja má til fötl­unar eða afkom­anda við­kom­andi ein­stak­l­ings eru kon­­ur. Á árunum 2014 til 2017 voru ófrjó­­sem­is­að­­gerðir 634 til 638 tals­ins á ári og af þeim voru aðgerðir sem byggðu á heim­ild í II. lið 18. gr. tvær árið 2014 og báðar fram­­kvæmdar á konum og fjórar árið 2017, tvær konur og tveir karl­­ar,“ segir grein­­ar­­gerð­ með frum­varp­inu.

15 ófrjó­sem­is­að­gerðir fram­kvæmdar sam­kvæmt umsókn sér­stak­lega skip­aðs lög­ráða­manns

Á árunum 2000 til 2017 voru fimmtán ófrjó­sem­is­að­gerðir fram­kvæmdar sam­kvæmt umsóknum und­ir­rit­aðar af lög­ráða­manni. Þar af voru tólf konur og þrír karl­ar. Þetta kemur fram í svari heil­brigð­is­ráð­herra, Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, við fyr­ir­spurn frá Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­flokks­for­manni Pírata, um ófrjó­sem­is­að­gerðir og þung­un­ar­rof í lok apríl síð­ast­lið­ins.

Í svar­inu kemur jafn­framt fram að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Land­spít­ala hafi engar ófrjó­sem­is­að­gerðir verið gerðar á grund­velli 22. gr. lag­anna frá árinu 2016 sem hljóðar svo: „Ef ástæður til ófrjó­sem­is­að­gerðar svo sem segir í 18. gr. II. eru fyrir hendi eða ef við­kom­andi er fullra 25 ára, en er vegna geð­sjúk­dóms, mik­ils greind­ar­skorts eða ann­arra geð­trufl­ana var­an­lega ófær um að gera sér grein fyrir afleið­ingum aðgerð­ar­inn­ar, er heim­ilt að veita leyfi til aðgerðar sam­kvæmt umsókn sér­stak­lega skip­aðs lög­ráða­manns.“

Ein aðgerð var fram­kvæmd á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri árið 2017. Á árunum 2013 til 2016 var verk­lagið þannig að for­sjárað­ilar ein­stak­lings höfðu sam­band við Land­spít­ala. Yfir­læknir kven­sjúk­dóma­deildar átti í fram­hald­inu við­tal við for­sjárað­ila, og skjól­stæð­ing ef mögu­legt var, þar sem ræddir voru mögu­legir val­kost­ir, til að mynda lang­tíma­getn­að­ar­varn­ir, ásamt því að aðilar voru upp­lýstir um ferli umsókn­ar. Ef óskað var eftir ófrjó­sem­is­að­gerð sóttu félags­ráð­gjafi og yfir­læknir um hjá sýslu­manni að sér­stakur lög­ráða­maður yrði skip­aður til að gæta hags­muna ein­stak­lings­ins og við­kom­andi sendi í fram­hald­inu umsókn ásamt grein­ar­gerð til kvenna­deildar Land­spít­ala.

Með vísan til þess hversu við­kvæm mál af þessum toga eru þá var tekin ákvörðun um að vísa öllum mál­unum til úrskurð­ar­nefndar um fóst­ur­eyð­ingar og ófrjó­sem­is­að­gerðir til umfjöll­un­ar. Þegar ákvörðun lá fyrir um aðgerð var skjól­stæð­ingur kall­aður í aðgerð. Ef um stúlku undir 18 ára aldri var að ræða var hún inn­rituð á Barna­spít­ala Hrings­ins. For­sjárað­ilar voru í öllum til­vikum við­stadd­ir, segir í svar­in­u. 

Þór­hildur Sunna spurði einnig hvort heil­brigð­is­starfs­fólk hefði þurft að beita þving­unum til þess að fram­kvæma ófrjó­sem­is­að­gerð eða þung­un­ar­rof. Í svar­inu segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Land­spít­ala eru þving­an­ir, lík­am­legar eða and­legar af hálfu heil­brigð­is­starfs­fólks, aldrei við­hafðar á kvenna­deild Land­spít­al­ans hvort sem um er að ræða full­orð­inn ein­stak­ling, barn eða ung­menni með eða án greind­ar­skerð­ing­ar.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent