Helmingur landsmanna andvígur því að þriðji orkupakkinn taki gildi

Innan við þriðjungur ríkisstjórnarflokkanna lýsir yfir stuðningi við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þetta kemur fram í nýrri MMR könnun.

Mastur
Auglýsing

Evr­ópu­sinnar eru hvað hlynnt­astir inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB á Íslandi en nokkurn stuðn­ing er að finna á meðal stuðn­ings­fólks Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata. Innan við þriðj­ungur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna lýsir yfir stuðn­ingi við inn­leið­ingu orku­pakk­ans en mestrar and­stöðu gætir á meðal stuðn­ings­fólks Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem fram­kvæmd var dag­ana 30. apríl til 3. maí.

Af þeim svar­endum sem tóku afstöðu til könn­un­ar­innar sögð­ust 34 pró­sent mjög and­víg því að þriðji orku­pakki ESB taki gildi á Íslandi, 16 pró­sent kváð­ust frekar and­víg, 19 pró­sent bæði og, 17 pró­sent frekar fylgj­andi og 13 pró­sent mjög fylgj­and­i. 

28,5 pró­sent þátt­tak­enda í könn­un­inni tóku ekki afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Mynd: MMR

Auglýsing

And­staðan eykst með auknum aldri

Karlar reynd­ust jákvæð­ari gagn­vart inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans en 36 pró­sent þeirra kváð­ust frekar eða mjög fylgj­andi, sam­an­borið við 24 pró­sent kvenna. And­staða við inn­leið­ingu orku­pakk­ans jókst með auknum aldri en 38 pró­sent svar­enda 50 ára og eldri kváð­ust mjög and­víg slíkri inn­leið­ingu, sam­an­borið við 32 pró­sent svar­enda 30 til 49 ára og 29 pró­sent þeirra í yngsta ald­urs­hópi, 18 til 29 ára. Þá voru svar­endur í yngsta ald­urs­hópi, eða 26 pró­sent, og þeir á aldr­inum 30 til 49 ára, eða 21 pró­sent, lík­legri til að segj­ast bæði jákvæðir og nei­kvæðir mjög slæma heldur en svar­endur 50 til 67 ára, eða 16 pró­sent, og þeir 68 ára og eldri, eða 13 pró­sent.

Nokkur munur reynd­ist á svörun eftir búsetu en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins voru lík­legri til að segj­ast fylgj­andi inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans, eða 37 pró­sent, heldur en íbúar af lands­byggð­inni, eða 19 pró­sent. Lands­byggð­ar­búar voru hins vegar lík­legri til að segj­ast and­víg orku­pakk­an­um, eða 63 pró­sent, heldur en þau af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 43 pró­sent, en 49 pró­sent lands­byggð­ar­búa kváð­ust mjög and­víg.

And­staða meiri á meðal stuðn­ings­fólks Fram­sóknar

Stuðn­ingur við þriðja orku­pakk­ann virð­ist, sam­kvæmt MMR, almennt ekki hafa vera mik­ill hjá stuðn­ings­fólki rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Mestur var stuðn­ing­ur­inn hjá stuðn­ings­fólki Sjálf­stæð­is­flokks en þó voru færri þeirra sem kváð­ust fylgj­andi, eða 28 pró­sent, inn­leið­ingu orku­pakk­ans heldur en and­víg, eða 44 pró­sent. And­staða reynd­ist meiri á meðal stuðn­ings­fólks Fram­sókn­ar, eða 56 pró­sent, og Vinstri grænna, eða 55 pró­sent, en rúm­lega þriðj­ungur stuðn­ings­fólks Fram­sókn­ar­flokks­ins, eða 35 pró­sent, kvaðst mjög and­víg­ur.

Af stjórn­ar­and­stæðu­flokk­unum reynd­ist stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins að öllu leiti and­vígt þriðja orku­pakk­anum en 93 pró­sent þeirra kváð­ust mjög and­víg. Meiri stuðn­ing var hins vegar að finna á meðal stuðn­ings­fólks Sam­fylk­ing­ar­innar (68 pró­sent fylgj­and­i), Við­reisnar (62 pró­sent fylgj­andi) og Pírata (44 pró­sent fylgj­andi) en nær helm­ingur stuðn­ings­fólks Við­reisnar (47 pró­sent) kvaðst mjög fylgj­andi inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB.

Ef litið er til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna sem heildar má sjá að tæp­lega helm­ingur stuðn­ings­manna flokk­anna þriggja, eða 49 pró­sent, kvaðst and­vígur inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans en 27 pró­sent fylgj­andi. Stuðn­ings­fólk Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins reynd­ist að mestu and­vígt orku­pakk­an­um, eða 98 pró­sent en 91 pró­sent þeirra kváð­ust mjög and­víg. Stuðn­ings­fólk hinna þriggja stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna (Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisn­ar) reynd­ist hins vegar nokkuð sam­stíga í stuðn­ingi sínum við þriðja orku­pakk­ann og kváð­ust 59 pró­sent þeirra fylgj­andi inn­leið­ingu hans en 29 pró­sent kváð­ust frekar fylgj­andi og 31 pró­sent mjög fylgj­andi.

Þeir sem eru hlynntir inn­göngu í ESB lík­legri til að segj­ast fylgj­andi

Ef litið er til afstöðu svar­enda til rík­is­stjórn­ar­innar má sjá að þau sem kváð­ust ekki styðja rík­is­stjórn­ina voru lík­legri til að segj­ast and­víg orku­pakk­an­um, eða 54 pró­sent, heldur en þau sem sögð­ust styðja rík­is­stjórn­ina, eða 43 pró­sent. Þau sem kváð­ust styðja rík­is­stjórn­ina reynd­ust hins vegar lík­legri til að segj­ast bæði and­víg og fylgj­andi, eða 26 pró­sent, inn­leið­ingu orku­pakk­ans heldur en þau sem kváð­ust ekki styðja rík­is­stjórn­ina, eða 14 pró­sent.

Þá reynd­ust þeir svar­endur sem kváð­ust hlynntir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið lík­legri til að segj­ast fylgj­andi inn­leið­ingu orku­pakk­ans, eða 64 pró­sent, heldur en þau sem kváð­ust and­víg inn­göngu í ESB, eða 11 pró­sent. Svar­endur and­vígir inn­göngu í ESB reynd­ust hins vegar lík­legri til að vera and­víg orku­pakk­an­um, eða 75 pró­sent, heldur en þau sem kváð­ust hlynnt inn­göngu Íslands í ESB, eða 19 pró­sent.

Ein­stak­lingar 18 ára og eldri voru valdir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR. 941 ein­stak­lingur svar­aði könn­un­inni.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent