Helmingur landsmanna andvígur því að þriðji orkupakkinn taki gildi

Innan við þriðjungur ríkisstjórnarflokkanna lýsir yfir stuðningi við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þetta kemur fram í nýrri MMR könnun.

Mastur
Auglýsing

Evr­ópu­sinnar eru hvað hlynnt­astir inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB á Íslandi en nokkurn stuðn­ing er að finna á meðal stuðn­ings­fólks Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata. Innan við þriðj­ungur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna lýsir yfir stuðn­ingi við inn­leið­ingu orku­pakk­ans en mestrar and­stöðu gætir á meðal stuðn­ings­fólks Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem fram­kvæmd var dag­ana 30. apríl til 3. maí.

Af þeim svar­endum sem tóku afstöðu til könn­un­ar­innar sögð­ust 34 pró­sent mjög and­víg því að þriðji orku­pakki ESB taki gildi á Íslandi, 16 pró­sent kváð­ust frekar and­víg, 19 pró­sent bæði og, 17 pró­sent frekar fylgj­andi og 13 pró­sent mjög fylgj­and­i. 

28,5 pró­sent þátt­tak­enda í könn­un­inni tóku ekki afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Mynd: MMR

Auglýsing

And­staðan eykst með auknum aldri

Karlar reynd­ust jákvæð­ari gagn­vart inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans en 36 pró­sent þeirra kváð­ust frekar eða mjög fylgj­andi, sam­an­borið við 24 pró­sent kvenna. And­staða við inn­leið­ingu orku­pakk­ans jókst með auknum aldri en 38 pró­sent svar­enda 50 ára og eldri kváð­ust mjög and­víg slíkri inn­leið­ingu, sam­an­borið við 32 pró­sent svar­enda 30 til 49 ára og 29 pró­sent þeirra í yngsta ald­urs­hópi, 18 til 29 ára. Þá voru svar­endur í yngsta ald­urs­hópi, eða 26 pró­sent, og þeir á aldr­inum 30 til 49 ára, eða 21 pró­sent, lík­legri til að segj­ast bæði jákvæðir og nei­kvæðir mjög slæma heldur en svar­endur 50 til 67 ára, eða 16 pró­sent, og þeir 68 ára og eldri, eða 13 pró­sent.

Nokkur munur reynd­ist á svörun eftir búsetu en íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins voru lík­legri til að segj­ast fylgj­andi inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans, eða 37 pró­sent, heldur en íbúar af lands­byggð­inni, eða 19 pró­sent. Lands­byggð­ar­búar voru hins vegar lík­legri til að segj­ast and­víg orku­pakk­an­um, eða 63 pró­sent, heldur en þau af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 43 pró­sent, en 49 pró­sent lands­byggð­ar­búa kváð­ust mjög and­víg.

And­staða meiri á meðal stuðn­ings­fólks Fram­sóknar

Stuðn­ingur við þriðja orku­pakk­ann virð­ist, sam­kvæmt MMR, almennt ekki hafa vera mik­ill hjá stuðn­ings­fólki rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Mestur var stuðn­ing­ur­inn hjá stuðn­ings­fólki Sjálf­stæð­is­flokks en þó voru færri þeirra sem kváð­ust fylgj­andi, eða 28 pró­sent, inn­leið­ingu orku­pakk­ans heldur en and­víg, eða 44 pró­sent. And­staða reynd­ist meiri á meðal stuðn­ings­fólks Fram­sókn­ar, eða 56 pró­sent, og Vinstri grænna, eða 55 pró­sent, en rúm­lega þriðj­ungur stuðn­ings­fólks Fram­sókn­ar­flokks­ins, eða 35 pró­sent, kvaðst mjög and­víg­ur.

Af stjórn­ar­and­stæðu­flokk­unum reynd­ist stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins að öllu leiti and­vígt þriðja orku­pakk­anum en 93 pró­sent þeirra kváð­ust mjög and­víg. Meiri stuðn­ing var hins vegar að finna á meðal stuðn­ings­fólks Sam­fylk­ing­ar­innar (68 pró­sent fylgj­and­i), Við­reisnar (62 pró­sent fylgj­andi) og Pírata (44 pró­sent fylgj­andi) en nær helm­ingur stuðn­ings­fólks Við­reisnar (47 pró­sent) kvaðst mjög fylgj­andi inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB.

Ef litið er til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna sem heildar má sjá að tæp­lega helm­ingur stuðn­ings­manna flokk­anna þriggja, eða 49 pró­sent, kvaðst and­vígur inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans en 27 pró­sent fylgj­andi. Stuðn­ings­fólk Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins reynd­ist að mestu and­vígt orku­pakk­an­um, eða 98 pró­sent en 91 pró­sent þeirra kváð­ust mjög and­víg. Stuðn­ings­fólk hinna þriggja stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna (Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisn­ar) reynd­ist hins vegar nokkuð sam­stíga í stuðn­ingi sínum við þriðja orku­pakk­ann og kváð­ust 59 pró­sent þeirra fylgj­andi inn­leið­ingu hans en 29 pró­sent kváð­ust frekar fylgj­andi og 31 pró­sent mjög fylgj­andi.

Þeir sem eru hlynntir inn­göngu í ESB lík­legri til að segj­ast fylgj­andi

Ef litið er til afstöðu svar­enda til rík­is­stjórn­ar­innar má sjá að þau sem kváð­ust ekki styðja rík­is­stjórn­ina voru lík­legri til að segj­ast and­víg orku­pakk­an­um, eða 54 pró­sent, heldur en þau sem sögð­ust styðja rík­is­stjórn­ina, eða 43 pró­sent. Þau sem kváð­ust styðja rík­is­stjórn­ina reynd­ust hins vegar lík­legri til að segj­ast bæði and­víg og fylgj­andi, eða 26 pró­sent, inn­leið­ingu orku­pakk­ans heldur en þau sem kváð­ust ekki styðja rík­is­stjórn­ina, eða 14 pró­sent.

Þá reynd­ust þeir svar­endur sem kváð­ust hlynntir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið lík­legri til að segj­ast fylgj­andi inn­leið­ingu orku­pakk­ans, eða 64 pró­sent, heldur en þau sem kváð­ust and­víg inn­göngu í ESB, eða 11 pró­sent. Svar­endur and­vígir inn­göngu í ESB reynd­ust hins vegar lík­legri til að vera and­víg orku­pakk­an­um, eða 75 pró­sent, heldur en þau sem kváð­ust hlynnt inn­göngu Íslands í ESB, eða 19 pró­sent.

Ein­stak­lingar 18 ára og eldri voru valdir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR. 941 ein­stak­lingur svar­aði könn­un­inni.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent