Segir hömlur vanta á ávanabindandi lyf

Andrés­ Magnús­son­ geðlækn­ir segir að þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar við langtímatöku ávanabindandi lyfja séu litlar skorður settar við ávísanir á þau. Um 1.700 ein­stak­ling­ar fengu meira en þrjá dags­skammta af ávanabindandi lyfjum í fyrra.

Lyf Mynd: Pixabay
Auglýsing

Alls ­fengu 1730 ein­stak­lingar meira en þrjá dag­skammta af ávana­bind­and­i lyfjum í fyrra en hægt er að áætla að þeir sem taka ­reglu­lega ­þrjá eða fleiri ráð­lagða ­dag­skammta af ávana­bind­andi lyfjum séu háðir þeim. Þá fengu 40 manns í fyrra tíu eða fleiri ráð­lega dag­skammta ávís­aða á dag af ávana­bind­andi lyfj­u­m. Þetta kom fram í erindi Andr­é­s­ar Magn­ús­­son­ar geð­lækn­is á fundi Lækn­a­ráðs sem fjallað er um í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins

Mikið álag á heil­brigð­is­kerfið

Af OECD löndum nota Íslend­ingar mest af lyfjum sem verka á tauga­­kerf­ið, það eru meðal ann­­ars verkja­lyf, svefn­lyf, þung­­lynd­is­lyf og lyf við athygl­is­bresti með ofvirkn­i. Í ágúst í fyrra gaf Land­læknir út við­vörun um afleið­ing­ar ávana­bind­and­i lyfja vegna ­fjöl­miðlaum­­fjöll­un­ar um not­k­un ung­­menna á slíkum lyfj­u­m. Lyfj­un­um er skipt í þrjá flokka, sterk verkja­lyf, ró­andi lyf og örv­andi lyf­. „Ef of stór skammt­ur ávana­bind­andi lyfja er tek­inn geta af­­leið­ing­­arn­ar verið bæði bráðar og óaft­­ur­kræf­ar fyr­ir ein­stak­l­ing­inn,“ segir á vef Land­lækn­is.

Mynd: Heimild: OECD stat tölfræðigrunnurinn.

Á fundi Lækna­ráðs sagði Andrés Magn­ús­son geð­læknir að mikið álag væri á heil­brigð­is­­kerfið vegna not­k­un­ar­ ávana­bind­and­i lyfja. „­Fyrir utan tíð and­lát voru fjöl­margar komur á bráða­mót­tök­una á síð­asta ári vegna lyfja­eitr­un­ar,“ sagði Andr­és. Þær hafi verið 450 vegna lyfja almennt en vegna ávana­bind­andi lyfja hafi margar inn­lagnir verið á gjör­gæslu, ara­grúi inn­lagna vegna lyfjafíknar á Vog, fíknig­eð­deild Land­spít­ala, geð­deildir og almennar deild­ir, “ sagði Andr­é­s.  

Andrés sagði jafn­framt í sam­tali við Lækna­blaðið að þrátt fyrir alvar­legar afleið­ingar við lang­tíma­töku ávana­bind­and­i lyfja og lít­inn ávinn­ing, fyrir utan við ­skamm­tíma- og lífsloka­með­ferð­ir, séu litlar skorður settar við ávís­anir á þau. Hann sagði að þörf sé á skýr­ari reglum og að læknir hafi kallað eftir því að geta sagt að regl­urnar bjóði ekki upp á að við­kom­andi læknir skrifi upp á meiri ávana­bind­andi lyf.

Auglýsing

Að hans mati er hægt að fara ýmsar leið­ir til þess að aðstoða lækna við að tak­marka ávís­an­ir ávana­bind­andi lyfja. Til dæmis sé hægt að á­kveða að ef notkun ávana­bind­andi lyfja fer yfir til dæmis einn ráð­lagðan dags­skammt á dag alla daga árs­ins skuli gjöf ávana­bind­andi lyfja hætt. Þá bætti hann jafn­framt við að ekki ætti að vera hægt að end­ur­nýja ávana­bind­andi lyf í gegnum síma eða Heilsu­veru. 

Andrés benti þó jafn­framt á að nú þegar sé verið að þrengja að notkun ákveð­inni lyfja, til dæmis séu ADHD-lyf aðeins afgreidd þeim sem hafa grein­ingu og skír­teini og ekki megi skrifa út lyf­seðil með ávana­bind­andi lyfi ef annar slíkur lyf­seð­ill er fyrir í lyfja­gátt­inn­i. 

Lag­t til að herða eft­ir­lit með ávís­una­venjum lækna 

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra skip­aði í febr­­úar í fyrra starfs­hóp til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkja­lyfja. Hóp­ur­inn skil­aði skýrslu til ráð­herra með nið­ur­stöðum og til­lögum í maí í fyrra. Í skýrslu starfs­hóps­ins segir að ástæður mik­illar lyfja­notk­unar hér á landi séu marg­þætt­ar. Skap­ast hafi vænt­ingar og menn­ing sem líti á lyf sem lausn margra vanda­mála og sam­hliða miklu magni af ávana­bind­andi lyfjum í umferð auk­ist hætta á of- og mis­notk­un. 

Hóp­ur­inn lagði til­ ­til­lögur til aðgerða í níu liðum en til­lög­urnar mið­uðu að því að tak­marka aðgang að ávana­bind­and­i lyfjum og herða eft­ir­lit með ávís­una­venjum lækna. Jafn­framt taldi hóp­ur­inn að gera ætti kröfur um að bætta grein­ingu á AD­HD og bæta aðgang að öðrum úrræðum en lyfjum við með­ferð á AD­HD, svefn­vanda, kvíða­rösk­unum og lang­vinnum verkj­um.

Ekki til tölur um ávís­anir lækna til nákomna

Ólafur B. Ein­ars­son, verk­efna­stjóri lyfja­mála, sagði í sam­tali við Vísi fyrr á þessu ári, að í dag séu þrjú til fjögur hund­ruð læknar mjög virkir í ávís­unum ávana­bind­andi lyfja til sjúk­linga. Í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eft­ir­lits með ávís­unum lækna sem voru til við­bót­ar við önn­ur eldri mál. Þá brá emb­ættið á það í jan­úar að senda fimm­tíu hæstu lækn­unum bréf. 

Ólafur sagði jafn­framt að fíkni­vanda væri þekkur atvinnu­sjúk­dóm meðal heil­brigð­is­starfs­manna en á fundi Lækna­ráðs kom fram að alls ávís­aði 441 læknir lyfi á sjálfan sig í fyrra og 102 tann­lækn­ar. Auk þess ávís­uðu alls fimm læknir tvö­földum ráð­lögum dag­skammti eða meira af ávana­bind­and­i lyfjum á sjálfan sig í fyrra. Þá kom jafn­framt fram á fund­inum að emb­ætti land­læknis á ekki tölur um ávís­anir lækna á nákomna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent