Segir hömlur vanta á ávanabindandi lyf

Andrés­ Magnús­son­ geðlækn­ir segir að þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar við langtímatöku ávanabindandi lyfja séu litlar skorður settar við ávísanir á þau. Um 1.700 ein­stak­ling­ar fengu meira en þrjá dags­skammta af ávanabindandi lyfjum í fyrra.

Lyf Mynd: Pixabay
Auglýsing

Alls ­fengu 1730 ein­stak­lingar meira en þrjá dag­skammta af ávana­bind­and­i lyfjum í fyrra en hægt er að áætla að þeir sem taka ­reglu­lega ­þrjá eða fleiri ráð­lagða ­dag­skammta af ávana­bind­andi lyfjum séu háðir þeim. Þá fengu 40 manns í fyrra tíu eða fleiri ráð­lega dag­skammta ávís­aða á dag af ávana­bind­andi lyfj­u­m. Þetta kom fram í erindi Andr­é­s­ar Magn­ús­­son­ar geð­lækn­is á fundi Lækn­a­ráðs sem fjallað er um í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins

Mikið álag á heil­brigð­is­kerfið

Af OECD löndum nota Íslend­ingar mest af lyfjum sem verka á tauga­­kerf­ið, það eru meðal ann­­ars verkja­lyf, svefn­lyf, þung­­lynd­is­lyf og lyf við athygl­is­bresti með ofvirkn­i. Í ágúst í fyrra gaf Land­læknir út við­vörun um afleið­ing­ar ávana­bind­and­i lyfja vegna ­fjöl­miðlaum­­fjöll­un­ar um not­k­un ung­­menna á slíkum lyfj­u­m. Lyfj­un­um er skipt í þrjá flokka, sterk verkja­lyf, ró­andi lyf og örv­andi lyf­. „Ef of stór skammt­ur ávana­bind­andi lyfja er tek­inn geta af­­leið­ing­­arn­ar verið bæði bráðar og óaft­­ur­kræf­ar fyr­ir ein­stak­l­ing­inn,“ segir á vef Land­lækn­is.

Mynd: Heimild: OECD stat tölfræðigrunnurinn.

Á fundi Lækna­ráðs sagði Andrés Magn­ús­son geð­læknir að mikið álag væri á heil­brigð­is­­kerfið vegna not­k­un­ar­ ávana­bind­and­i lyfja. „­Fyrir utan tíð and­lát voru fjöl­margar komur á bráða­mót­tök­una á síð­asta ári vegna lyfja­eitr­un­ar,“ sagði Andr­és. Þær hafi verið 450 vegna lyfja almennt en vegna ávana­bind­andi lyfja hafi margar inn­lagnir verið á gjör­gæslu, ara­grúi inn­lagna vegna lyfjafíknar á Vog, fíknig­eð­deild Land­spít­ala, geð­deildir og almennar deild­ir, “ sagði Andr­é­s.  

Andrés sagði jafn­framt í sam­tali við Lækna­blaðið að þrátt fyrir alvar­legar afleið­ingar við lang­tíma­töku ávana­bind­and­i lyfja og lít­inn ávinn­ing, fyrir utan við ­skamm­tíma- og lífsloka­með­ferð­ir, séu litlar skorður settar við ávís­anir á þau. Hann sagði að þörf sé á skýr­ari reglum og að læknir hafi kallað eftir því að geta sagt að regl­urnar bjóði ekki upp á að við­kom­andi læknir skrifi upp á meiri ávana­bind­andi lyf.

Auglýsing

Að hans mati er hægt að fara ýmsar leið­ir til þess að aðstoða lækna við að tak­marka ávís­an­ir ávana­bind­andi lyfja. Til dæmis sé hægt að á­kveða að ef notkun ávana­bind­andi lyfja fer yfir til dæmis einn ráð­lagðan dags­skammt á dag alla daga árs­ins skuli gjöf ávana­bind­andi lyfja hætt. Þá bætti hann jafn­framt við að ekki ætti að vera hægt að end­ur­nýja ávana­bind­andi lyf í gegnum síma eða Heilsu­veru. 

Andrés benti þó jafn­framt á að nú þegar sé verið að þrengja að notkun ákveð­inni lyfja, til dæmis séu ADHD-lyf aðeins afgreidd þeim sem hafa grein­ingu og skír­teini og ekki megi skrifa út lyf­seðil með ávana­bind­andi lyfi ef annar slíkur lyf­seð­ill er fyrir í lyfja­gátt­inn­i. 

Lag­t til að herða eft­ir­lit með ávís­una­venjum lækna 

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra skip­aði í febr­­úar í fyrra starfs­hóp til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkja­lyfja. Hóp­ur­inn skil­aði skýrslu til ráð­herra með nið­ur­stöðum og til­lögum í maí í fyrra. Í skýrslu starfs­hóps­ins segir að ástæður mik­illar lyfja­notk­unar hér á landi séu marg­þætt­ar. Skap­ast hafi vænt­ingar og menn­ing sem líti á lyf sem lausn margra vanda­mála og sam­hliða miklu magni af ávana­bind­andi lyfjum í umferð auk­ist hætta á of- og mis­notk­un. 

Hóp­ur­inn lagði til­ ­til­lögur til aðgerða í níu liðum en til­lög­urnar mið­uðu að því að tak­marka aðgang að ávana­bind­and­i lyfjum og herða eft­ir­lit með ávís­una­venjum lækna. Jafn­framt taldi hóp­ur­inn að gera ætti kröfur um að bætta grein­ingu á AD­HD og bæta aðgang að öðrum úrræðum en lyfjum við með­ferð á AD­HD, svefn­vanda, kvíða­rösk­unum og lang­vinnum verkj­um.

Ekki til tölur um ávís­anir lækna til nákomna

Ólafur B. Ein­ars­son, verk­efna­stjóri lyfja­mála, sagði í sam­tali við Vísi fyrr á þessu ári, að í dag séu þrjú til fjögur hund­ruð læknar mjög virkir í ávís­unum ávana­bind­andi lyfja til sjúk­linga. Í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eft­ir­lits með ávís­unum lækna sem voru til við­bót­ar við önn­ur eldri mál. Þá brá emb­ættið á það í jan­úar að senda fimm­tíu hæstu lækn­unum bréf. 

Ólafur sagði jafn­framt að fíkni­vanda væri þekkur atvinnu­sjúk­dóm meðal heil­brigð­is­starfs­manna en á fundi Lækna­ráðs kom fram að alls ávís­aði 441 læknir lyfi á sjálfan sig í fyrra og 102 tann­lækn­ar. Auk þess ávís­uðu alls fimm læknir tvö­földum ráð­lögum dag­skammti eða meira af ávana­bind­and­i lyfjum á sjálfan sig í fyrra. Þá kom jafn­framt fram á fund­inum að emb­ætti land­læknis á ekki tölur um ávís­anir lækna á nákomna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent