Segir hömlur vanta á ávanabindandi lyf

Andrés­ Magnús­son­ geðlækn­ir segir að þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar við langtímatöku ávanabindandi lyfja séu litlar skorður settar við ávísanir á þau. Um 1.700 ein­stak­ling­ar fengu meira en þrjá dags­skammta af ávanabindandi lyfjum í fyrra.

Lyf Mynd: Pixabay
Auglýsing

Alls ­fengu 1730 ein­stak­lingar meira en þrjá dag­skammta af ávana­bind­and­i lyfjum í fyrra en hægt er að áætla að þeir sem taka ­reglu­lega ­þrjá eða fleiri ráð­lagða ­dag­skammta af ávana­bind­andi lyfjum séu háðir þeim. Þá fengu 40 manns í fyrra tíu eða fleiri ráð­lega dag­skammta ávís­aða á dag af ávana­bind­andi lyfj­u­m. Þetta kom fram í erindi Andr­é­s­ar Magn­ús­­son­ar geð­lækn­is á fundi Lækn­a­ráðs sem fjallað er um í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins

Mikið álag á heil­brigð­is­kerfið

Af OECD löndum nota Íslend­ingar mest af lyfjum sem verka á tauga­­kerf­ið, það eru meðal ann­­ars verkja­lyf, svefn­lyf, þung­­lynd­is­lyf og lyf við athygl­is­bresti með ofvirkn­i. Í ágúst í fyrra gaf Land­læknir út við­vörun um afleið­ing­ar ávana­bind­and­i lyfja vegna ­fjöl­miðlaum­­fjöll­un­ar um not­k­un ung­­menna á slíkum lyfj­u­m. Lyfj­un­um er skipt í þrjá flokka, sterk verkja­lyf, ró­andi lyf og örv­andi lyf­. „Ef of stór skammt­ur ávana­bind­andi lyfja er tek­inn geta af­­leið­ing­­arn­ar verið bæði bráðar og óaft­­ur­kræf­ar fyr­ir ein­stak­l­ing­inn,“ segir á vef Land­lækn­is.

Mynd: Heimild: OECD stat tölfræðigrunnurinn.

Á fundi Lækna­ráðs sagði Andrés Magn­ús­son geð­læknir að mikið álag væri á heil­brigð­is­­kerfið vegna not­k­un­ar­ ávana­bind­and­i lyfja. „­Fyrir utan tíð and­lát voru fjöl­margar komur á bráða­mót­tök­una á síð­asta ári vegna lyfja­eitr­un­ar,“ sagði Andr­és. Þær hafi verið 450 vegna lyfja almennt en vegna ávana­bind­andi lyfja hafi margar inn­lagnir verið á gjör­gæslu, ara­grúi inn­lagna vegna lyfjafíknar á Vog, fíknig­eð­deild Land­spít­ala, geð­deildir og almennar deild­ir, “ sagði Andr­é­s.  

Andrés sagði jafn­framt í sam­tali við Lækna­blaðið að þrátt fyrir alvar­legar afleið­ingar við lang­tíma­töku ávana­bind­and­i lyfja og lít­inn ávinn­ing, fyrir utan við ­skamm­tíma- og lífsloka­með­ferð­ir, séu litlar skorður settar við ávís­anir á þau. Hann sagði að þörf sé á skýr­ari reglum og að læknir hafi kallað eftir því að geta sagt að regl­urnar bjóði ekki upp á að við­kom­andi læknir skrifi upp á meiri ávana­bind­andi lyf.

Auglýsing

Að hans mati er hægt að fara ýmsar leið­ir til þess að aðstoða lækna við að tak­marka ávís­an­ir ávana­bind­andi lyfja. Til dæmis sé hægt að á­kveða að ef notkun ávana­bind­andi lyfja fer yfir til dæmis einn ráð­lagðan dags­skammt á dag alla daga árs­ins skuli gjöf ávana­bind­andi lyfja hætt. Þá bætti hann jafn­framt við að ekki ætti að vera hægt að end­ur­nýja ávana­bind­andi lyf í gegnum síma eða Heilsu­veru. 

Andrés benti þó jafn­framt á að nú þegar sé verið að þrengja að notkun ákveð­inni lyfja, til dæmis séu ADHD-lyf aðeins afgreidd þeim sem hafa grein­ingu og skír­teini og ekki megi skrifa út lyf­seðil með ávana­bind­andi lyfi ef annar slíkur lyf­seð­ill er fyrir í lyfja­gátt­inn­i. 

Lag­t til að herða eft­ir­lit með ávís­una­venjum lækna 

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra skip­aði í febr­­úar í fyrra starfs­hóp til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkja­lyfja. Hóp­ur­inn skil­aði skýrslu til ráð­herra með nið­ur­stöðum og til­lögum í maí í fyrra. Í skýrslu starfs­hóps­ins segir að ástæður mik­illar lyfja­notk­unar hér á landi séu marg­þætt­ar. Skap­ast hafi vænt­ingar og menn­ing sem líti á lyf sem lausn margra vanda­mála og sam­hliða miklu magni af ávana­bind­andi lyfjum í umferð auk­ist hætta á of- og mis­notk­un. 

Hóp­ur­inn lagði til­ ­til­lögur til aðgerða í níu liðum en til­lög­urnar mið­uðu að því að tak­marka aðgang að ávana­bind­and­i lyfjum og herða eft­ir­lit með ávís­una­venjum lækna. Jafn­framt taldi hóp­ur­inn að gera ætti kröfur um að bætta grein­ingu á AD­HD og bæta aðgang að öðrum úrræðum en lyfjum við með­ferð á AD­HD, svefn­vanda, kvíða­rösk­unum og lang­vinnum verkj­um.

Ekki til tölur um ávís­anir lækna til nákomna

Ólafur B. Ein­ars­son, verk­efna­stjóri lyfja­mála, sagði í sam­tali við Vísi fyrr á þessu ári, að í dag séu þrjú til fjögur hund­ruð læknar mjög virkir í ávís­unum ávana­bind­andi lyfja til sjúk­linga. Í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eft­ir­lits með ávís­unum lækna sem voru til við­bót­ar við önn­ur eldri mál. Þá brá emb­ættið á það í jan­úar að senda fimm­tíu hæstu lækn­unum bréf. 

Ólafur sagði jafn­framt að fíkni­vanda væri þekkur atvinnu­sjúk­dóm meðal heil­brigð­is­starfs­manna en á fundi Lækna­ráðs kom fram að alls ávís­aði 441 læknir lyfi á sjálfan sig í fyrra og 102 tann­lækn­ar. Auk þess ávís­uðu alls fimm læknir tvö­földum ráð­lögum dag­skammti eða meira af ávana­bind­and­i lyfjum á sjálfan sig í fyrra. Þá kom jafn­framt fram á fund­inum að emb­ætti land­læknis á ekki tölur um ávís­anir lækna á nákomna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent