Unga fólkið að færa sig frá kannabis yfir í neyslu á morfínskyldum lyfjum

Óljóst er hvaða áhrif hert eftirlit með ávísunum á ávana- og fíknilyf mun hafa. Möguleiki er á að framboð muni minnka, sem gæti leitt af sér hærra götuverð og ólöglegan innflutning.

sprautur
Auglýsing

Þór­ar­inn Tyrf­ings­son og Eyþór Jóns­son, læknir á Sjúkra­hús­inu Vogi, segja að hug­ar­fars­breyt­ing hafi orðið gagn­vart neyslu á lyf­seð­il­skyldum lyfjum hér á landi. Á opnum fundi um mor­fíns­skyld lyf í vik­unni sagði Eyþór að að fikt sé ekki með sama hætti og áður. Þeir sem voru að neyta „lækna­dóps“ hér áður fyrr voru bara „pillu­sjúk­ling­ar“ en í dag sé þessi neysla meira aðlað­andi í augum ungs fólks. Þór­ar­inn sagði að unga fólkið sé að færa sig frá kanna­bis­neyslu yfir í neyslu á mor­fín­skyldum lyfj­um. Aukin mis- og ofnotkun á þessum lyfjum sést hins vegar ekki á almennum sölu­töl­um.

Kjarn­inn birti í síð­ustu viku frétta­skýr­ingu um hert eft­ir­lit með ávís­unum ávana- og fíkni­lyfja. Reglu­gerð  um ávana- og fíkni­lyf mun taka gildi þann 1. júlí næst­kom­andi. Áður en reglu­gerðin tekur gildi mun þó starfs­hópur sem skip­aður var af heil­brigð­is­ráð­herra skila nið­ur­stöðum um hvernig megi sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkja­lyfja. En hvað mun hert eft­ir­lit hafa í för með sér? 

Rann­sóknir á fíkn og hverjir neyta fíkni­efna benda til þess að þeir eru oft með und­ir­liggj­andi vanda­mál og sjúk­dóma. Í rann­sókn frá árinu 2010 á sprautu­fíklum á Íslandi kemur fram að 75 pró­sent af þeim sem svör­uðu (200) greindu frá örorku og tak­mark­aðri reynslu af vinnu­mark­aði. Meiri­hlut­inn hafði aðeins lokið grunn­skóla­prófi og 60 pró­sent verið hand­teknir eða ákærðir fyrir vímu­efna­brot. Lang­flestir þjást af and­legum veik­indum svo sem þung­lyndi eða kvíða.

Þrenns­konar hópar

Eyþór sagði á fund­inum að það séu þrenns­konar hópar af fólki sem háð er ópíóð­um, eða mor­fín­skyldum lyfj­um. Fyrst eru þeir sem hafa fengið lyfin ávísað vegna mik­illa verkja, annað hvort vegna upp­skurðar eða af slys­för­um. Vegna langra veik­inda og mik­illa verkja verður ein­stak­ling­ur­inn háð­ur, án þess að vilja það. Þessir sjúk­lingar hafa ekki und­ir­liggj­andi geð­sjúk­dóma eða eru í miklum félags­legum vanda. 

Auglýsing
Eyþór sagði að auð­velt sé að aðstoða þessa sjúk­linga og að oft nái þeir fullum bata. Síðan eru þeir sem eru í mik­illi neyslu líkt og rann­sóknin hér að ofan lýs­ir. Þessir sjúk­lingar eiga það til að koma oft á Vog og eru þar lengi. Þriðji hóp­ur­inn er svo sá hópur sem flestir hafa mestar áhyggjur af. Það er ungt fólk sem er að byrja í þess­ari neyslu. Það hefur ekki langa sögu um fíkni­efna­neyslu eða and­leg veik­indi. Þetta unga fólk er að byrja að fikta við þetta og hefur ekki byggt upp þol eða þekk­ingu á lyfj­unum líkt og hinir tveir hóp­arn­ir. Því eru þeir í hvað mestri hættu á ofskömmt­un.

Mun­ur­inn á ávana- og fíkni­lyfjum og öðrum eit­ur­lyfjum liggur í því að neyslan á ávana- og fíkni­lyfjum er hættu­legri því meiri hætta er á ofskömmt­un. Því er unga fólkið sem ekki hefur langa sögu um neyslu í meiri hættu á því að taka of stóran skammt og deyja.

Heimild: SÁÁ

Við höfum áður séð svipað ástand sem nú er uppi á ten­ingn­um. Í kringum alda­mótin fór neysla á ópíóðum að aukast en þá var contalgin mest not­að­asta lyf­ið. Þá jókst inn­ritun á sjúk­lingum yngri en 19 ára á sjúkra­hús­inu Vogi sem og grein­ing á fíkn í ópíóða. Eftir að Emb­ætti land­læknis hóf notkun á lyfja­á­vís­ana­gátt minnk­aði neyslan og sömu­leiðis inn­ritun á sjúk­lingum með fíkn í ópíóða á sjúkra­húsið Vog. Síðan oxycondo­ne, eða „oxy“ kom á markað á Íslandi árið 2012 hefur mis- og ofnotkun á því lyfi auk­ist. Sam­hliða því hefur inn­rit­unum á sjúk­lingum með fíkn í ópíóða auk­ist á Vogi.

Frá árinu 1990 hafa 1092 ein­stak­lingar greinst með fíkn í ópíóða á Vogi. Af þeim eru 189 látnir eða 17 pró­sent. Árið 2016 lét­ust sex ein­stak­lingar á aldr­inum 20-24 ára á Íslandi, fimm af þeim höfðu verið vistaðir á Vogi um skeið. Fimmtán ein­stak­lingar á aldr­inum 30-34 ára lét­ust árið 2016 og höfði tíu af þeim verið vistaðir á Vogi á ein­hverjum tíma­punkti.

Lyfja­stofnun heldur utan um tölur um sölur frá heild­sala til apó­teka. Heild­ar­fjöldi dag­skammta af oxycondone hefur auk­ist tölu­vert frá því það kom á markað 2012. Heild­ar­fjöldi dag­skammta af fent­anyl hefur einnig auk­ist frá árinu 2014

Heimild: LyfjastofnunÍ fréttum hefur mikið verið rætt um mótefnið naloxo­ne, en það getur bjargað ein­stak­lingi frá dauðs­falli ef hann hefur tekið inn of stóran skammt af ópíóð­um. Naloxone er ekki fáan­legt á Íslandi án lyf­seð­ils og enn sem komið er er lyfið aðeins í sprautu­formi. Í Skand­in­avíu er lyfið fáan­legt sem nefúði og ekki er þörf á lyf­seðli. 

Margir hafa talað fyrir því að helstu við­bragðs­að­ilar fái lyfið í formi nefúða, en nauð­syn­legt er að koma ein­stak­lingi undir lækn­is­hendur sem fyrst ef grunur leikur á ofskömmt­un.

Áhrif herts eft­ir­lits

Þegar lyfja­á­vís­ana­gagna­grunn­ur­inn var tek­inn í notkun árið 2006 minnk­aði inn­lögnum á Vogi. Nú hefur inn­lögnum hins vegar farið aftur fjölg­and­i. 

Mar­geir Sveins­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, segir að erfitt sé að meta að svo stöddu hvaða áhrif hert eft­ir­lit mun koma til með að hafa. 

„Það má líkja þessu við renn­andi vatn sem finnur sér ávallt auð­veld­ustu leið­ina og/eða ein­hverja leið. Í dag vitum við að þessi lyf eru bæði end­ur­seld frá fólki sem þau hafa verið ávísuð á sem og með inn­flutn­ingi. Hins vegar má alltaf búast við því að ef aukið eft­ir­lit fer fram á einum stað þá þurfum við að vera við­búnir því að önnur leið verði meira notuð svo sem inn­flutn­ingur á þessum lyfj­u­m.“ segir Mar­geir. Helgi Gunnlaugsson segir að hér á landi séu starfræktir fjöldi lokaðra hópa á netinu þar sem seld séu fíkniefni sem ekki er erfitt að komast inn í. MYND: Hringbraut

Helgi Gunn­laugs­son pró­fessor í afbrota­fræði við Háskóla Íslands segir að ópíóða vand­inn virð­ist ná til fjöl­breytt­ari hóps en þeirra sem sækja í „hefð­bundn­ari“ eit­ur­lyf. Í Banda­ríkj­unum á vand­inn rætur sínar að rekja til þess að aðgengi að þessum sterku ávana­bind­andi lyfjum er óhindr­að. Lyfja­fyr­ir­tæki og heil­brigð­is­stofn­anir hafa tals­vert svig­rúm til að ávísa ávana- og fíkni­lyfjum í miklu mæli. Margir sjúk­lingar verða því háðir án þess að ætla sér það og enda því á köldum klaka hins ólög­lega mark­að­ar. Þegar búið er að leysa út þau lyf sem ávísað var fyr­ir, stendur því sjúk­ling­ur­inn frammi fyrir því að þurfa að kaupa sér efni á ólög­legum mark­aði. Þá er engin trygg­ing fyrir því hvaða efni rata í hend­urnar á honum enda er ekk­ert eft­ir­lit eða neyt­enda­vernd með þeim efnum sem seld eru á svörtum mark­aði.

Helgi að það skipti miklu máli hvernig lyfjum af þessu tagi er ávísað og deilt út í sam­fé­lag­inu. Hert eft­ir­lit og reglu­verk er af hinu góða og hér á landi þurfum við að efla lyfja­á­vís­ana­gagna­grunn­inn og eft­ir­lit með ávís­un­um, án þess þó að þrengja að þeim sem raun­veru­lega þurfa lyf­in. 

Fram­boð og eft­ir­spurn

Helgi er í hópi nor­rænna fræði­manna sem rann­sakar dópsölu á net­inu. Hann segir að hér á landi séu starf­ræktir fjöldi lok­aðra hópa á net­inu sem ekki er erfitt að kom­ast inn í. Þar er hægt að nálg­ast ávana- og fíkni­lyf og er því aðgengi til­tölu­lega auð­velt fyrir þá sem hafa áhuga á. Hert eft­ir­lit leiðir af sér minna fram­boð, minna fram­boð gæti því hugs­an­lega leitt af sér hærra verð. Hærra verð gæti gert líf fíkla jafn­vel enn erf­ið­ara en það er í dag. Þess vegna skiptir miklu mál, segir Helgi, að fá lyfja­málin öll upp á yfir­borðið og setja stíft reglu­verk utan um alla með­ferð og neyslu ávana- og fíkni­efna í stað þess að fela þau í skúma­skotum í sam­fé­lags­ins.

„Málin eru samt alls ekki ein­föld. Samt hlýtur að vera far­sælla að glíma við vand­ann í dags­ljósi á mann­úð­legan hátt en að ýta honum í myrka und­ir­heim­ana þar sem ofbeldi í anda Al Capone á bann­ár­unum í Banda­ríkj­unum er ætíð á næsta leiti eins og tíðar fréttir af hand­rukkun á Íslandi bera iðu­lega með sér.“ segir Helgi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira eftir höfundinnSonja Sif Þórólfsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar