Hertar reglur um ávísanir ávana- og fíknilyfja

Ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja tekur gildi 1. júlí næst komandi. Lyfjastofnun mun samhliða því herða reglur um afgreiðslu ávana- og fíknilyfja.

lyfin
Auglýsing

Í byrjun júlí mun ný reglu­gerð um lyfja­á­vís­anir og afhend­ingu lyfja taka gildi. Reglu­gerðin átti að taka gildi þann 3. apríl síð­ast­lið­inn en gild­is­taka hennar frest­ast um þrjá mán­uði vegna tækni­legra atriða sem unnið er að. Sam­hliða reglu­gerð­inni mun Lyfja­stofnun herða reglur um afgreiðslu ákveð­inna lyfja.

Mikið hefur verið rætt um ópíóða í fjöl­miðlum og í Banda­ríkj­unum er ítrekað talað um far­ald­ur. Það er ekki af ástæðu­lausu að talað sé um far­aldur en árið 2016 lét­ust 42 þús­und manns í Banda­ríkj­unum af völdum ofskömmt­un­ar. Talið er að um 2,1 milljón Banda­ríkja­manna séu háðir ávana- og fíkni­lyfj­um, eða svoköll­uðum ópíóð­u­m. 

Orðið ópíóðar kemur frá orð­inu ópíum en ópíum hefur verið notað og mis­notað frá örófi alda. Ópíóðar ná yfir fjöldi lyfja sem eiga það sam­eig­in­legt að verkja­stilla og vera ávana­bind­andi. Ópíóðar eru meðal ann­ars heróín, fent­anyl, oxycontin og mor­fín. Virkni þess­ara lyfja byggir upp þol hjá neyt­and­anum og því þarf hann alltaf stærri og stærri skammt til að finna fyrir virkni. Þegar ein­stak­lingur hættir svo að taka lyfið í ein­hvern tíma finnur hann fyrir miklum frá­hvörf­um. Á þeim tíma sem hann er ekki á lyf­inu lækkar þolið og ef hann byrjar að taka lyfið aftur getur verið erfitt fyrir hann að átta sig á hversu stór skammtur er nógu stór. Þetta á sér­stak­lega við um þá ein­stak­linga sem ekki hafa fengið lyfin ávísað af lækni. Þá er lík­legt að hann ætli að taka jafn stóran skammt og áður en hann hætti að taka lyf­ið. Með þessu eykst hættan á ofskömmtun og dauðs­falli af völdum ofskömmt­un­ar. 

Auglýsing

Ísland er þó ekki með tærnar þar sem Banda­ríkja­menn eru með hæl­ana hvað varðar mis- og ofnotkun á þessum lyfj­um. Þó ástandið sé ekki jafn slæmt og í Banda­ríkj­unum þá er ástandið sem hér hefur skap­ast nokkuð alvar­legt. Í jan­úar á þessu ári lét­ust fimm ein­stak­lingar eftir að hafa tekið of stóran skammt. Yfir pásk­ana leit­uðu tíu ein­stak­lingar á bráða­mót­tök­una vegna ein­kenna ofskömmt­un­ar. 

Starfs­hópur skip­aður til að sporna við mis- og ofnotkun

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra skip­aði í byrjun febr­úar síð­ast­lið­ins starfs­hóp til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkja­lyfja og er hópnum ætlað að skila nið­ur­stöðum 1. maí næst­kom­andi. Ný reglu­gerð frá heil­brigð­is­ráð­herra mun svo taka gildi 1. júlí og Lyfja­stofnun mun svo sam­hliða henni herða reglur um afgreiðslu á ávana- og fíkni­lyfj­um. Lyfja­stofnun frestaði gild­is­töku regln­anna því með reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra koma inn áherslur Lyfja­stofn­unn­ar. Þegar reglu­gerðin tekur gildi verður aðeins hægt að afgreiða 30 daga skammt í senn, en 30 daga skammtur er ákveð­inn út frá notk­un­ar­fyr­ir­mælum í lyfja­á­vís­un. Einnig geta læknar ekki ávísað ávana- og fíkni­lyfjum á sjúk­ling ef fyrir er gild ávísun upp á sömu lyf, á sama sjúk­ling í gátt­inni. Lyfja­fræð­ingur ber ábyrgð á afgreiðslu og afhend­ingu lyfja en honum er heim­ilt að víkja frá 30 daga regl­unni ef sér­stak­lega stendur á. Þá er heim­ilt af afgreiða allt að 100 daga skammt í senn.

Svandís SvavarsdóttirLyfja­á­vís­un­ar­gátt Emb­ætti Land­læknis var tekin í gagnið árið 2006 með það að mark­miði að hafa eft­ir­lit með ávís­un­um, en ávís­unum hefur samt sem áður farið fjölg­andi síðan þá. Ávís­unum upp á ópíóða hefur þó farið fækk­andi en í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans til Emb­ætti land­læknis kemur fram að níu pró­sent færri dags­skömmtum af ópíóðum hafi verið ávísað á fyrsta árs­fjórð­ungi 2018 en árið 2016. Læknar hafa aðgang að lyfja­á­vís­ana­gagna­grunn­inum en sjúk­lingar geta einnig nálg­ast upp­lýs­ingar um lyf­seðla­sögu sína í gegnum heilsu­ver­a.­is.

Í pistli frá Emb­ætti land­læknis kemur fram að mik­il­vægt sé að læknar noti lyfja­gagna­grunn­inn og að upp­lýs­ingar séu upp­færðar í raun­tíma til þess að sjá hvaða lyfjum aðrir læknar eru að ávísa á sjúk­ling­inn. Emb­ætti land­læknis hvetur lækna til að fara eftir leið­bein­ingum stofn­un­ar­innar um góða starfs­hætti lækna við ávísun lyfja.  

Eft­ir­lit verður hert

Með nýrri reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra mun eft­ir­lit með ávís­unum verða strang­ara. Í gagna­grunn­inum mun vera hægt að fylgj­ast með hvort læknir sem ekki hefur leyfi til að skrifa upp á ákveðin lyf geri það. Áður var það í eft­ir­lit í höndum starfs­manna apó­teka en verður það eftir 1. júlí raf­rænt. Eftir 1. sept­em­ber næst­kom­andi verður ekki lengur leyfi­legt að ávísa ávana- og fíkni­lyfjum með papp­írslyf­seðl­um. Reglu­gerðin mun einnig hafa það í för með sér að sjúk­lingur sem hefur fengið ávísað örvandi lyfjum eins og amfetamíni og metýlfenídati þarf skír­teini frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands til að fá lyfin afgreidd.

Í gagna­grunn­inum eru aðeins þær raf­rænu ávís­anir sem hafa ekki verið full­af­greidd­ar. Einnig er seðlum eytt ef sjúk­lingur sækir ekki lyf í apó­tek áður en gild­is­tíma þeirra lýk­ur. Emb­ætti land­læknis rekur auk þess lyfja­gagna­grunn sem inni­heldur allar raf­rænar lyfja­á­vís­anir og allar afgreiðslur úr apó­tek­um. Læknar eru eina heil­brigð­is­stéttin sem hefur aðgang að þeim grunni fyrir sjúk­ling sinn, þrjú ár aftur í tím­ann. Breyt­ingar á gagna­grunn­inum eru vinnslu og í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans til Emb­ætti land­læknis segir að í bígerð séu lausnir til að bæta yfir­sýn yfir lyfja­með­ferð ein­stak­linga. Unnið sé að mið­lægu lyfja­korti sem kemur til með að halda utan um virka lyfja­gjöf sjúk­linga og verði það aðgengi­legt öllum þeim sem koma að með­ferð sjúk­lings­ins.

Starfs­menn apó­teka í Banda­ríkj­unum sinna eft­ir­liti

Í Banda­ríkj­unum er haft eft­ir­lit með lyfja­á­vís­unum í gegnum Prescription Drug Mon­itor­ing Program (PD­MP). Gagna­grunn­ur­inn er virkur innan hvers ríkis fyrir sig og bygg­ist á því að starfs­fólk apó­teka skráir inn upp­lýs­ingar um hvern lyf­seðil fyrir sig, hver leysti hann út, hvaða lyf hafi verið leyst út og hversu mikið magn. PDMP er þó ekki í öllum ríkjum Banda­ríkj­anna og er apó­tekum ekki skylt að stunda þetta eft­ir­lit.

Félags­fræð­ing­ur­inn Liz Chi­arello hefur um ára­bil unnið að rann­sókn á virkni og áhrifum PDMP í nokkrum afmörk­uðum ríkjum í Banda­ríkj­un­um. Chi­arello kynnti nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar í Háskóla Íslands fyrr í mán­uð­in­um. Rann­sóknin gengur út á að skýra hvernig félags­legt vanda­mál eins og ópíóða­far­ald­ur­inn hefur áhrif á stefnu­mótun stjórn­valda og öfugt. PDMP snýst um að starfs­fólk apó­teka sé virkt í eft­ir­liti með lyf­seð­ils­skyldum lyfjum sem algengt er að fólk mis­noti.

Rann­sókn Chi­arello sýnir að eft­ir­litið veiti fyrst og fremst hald­bær sönn­un­ar­gögn um hverjir fá mikið magn lyf­seð­il­skyldra lyfja í hend­urn­ar. Eft­ir­litið er því bæði tæki fyrir heil­brigð­is­kerfið og rétt­ar­vörslu­kerf­ið. Sönn­un­ar­gögnin nýt­ast fyrst og fremst til þess að finna þá aðila sem end­ur­selja lyf­seð­il­skyld lyf. Flestir þeir ein­stak­lingar sem stigið hafa fram nýlega og sagt frá mis­notkun sinni á lyfj­unum segja að þeir hafi sjálfir ekki fengið lyfin upp­á­skrif­uð.  Chi­arello segir að til þess að kerfið virki sem raun­veru­legt tæki til eft­ir­lits verði að festa það í lög.

Í dag getur starfs­fólks apó­teka á Íslandi ekki leitað í gagna­grunn­inum að fyrri afgreiðslum í öðrum apó­tekum eða öðrum apó­tek­a­keðj­um. Í svari vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort þetta verði hægt í fram­tíð­inni segir að unnið sé að breyt­ingum á gagna­grunn­inum sem muni gera þetta kleift. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSonja Sif Þórólfsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar