Hertar reglur um ávísanir ávana- og fíknilyfja

Ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja tekur gildi 1. júlí næst komandi. Lyfjastofnun mun samhliða því herða reglur um afgreiðslu ávana- og fíknilyfja.

lyfin
Auglýsing

Í byrjun júlí mun ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja taka gildi. Reglugerðin átti að taka gildi þann 3. apríl síðastliðinn en gildistaka hennar frestast um þrjá mánuði vegna tæknilegra atriða sem unnið er að. Samhliða reglugerðinni mun Lyfjastofnun herða reglur um afgreiðslu ákveðinna lyfja.

Mikið hefur verið rætt um ópíóða í fjölmiðlum og í Bandaríkjunum er ítrekað talað um faraldur. Það er ekki af ástæðulausu að talað sé um faraldur en árið 2016 létust 42 þúsund manns í Bandaríkjunum af völdum ofskömmtunar. Talið er að um 2,1 milljón Bandaríkjamanna séu háðir ávana- og fíknilyfjum, eða svokölluðum ópíóðum. 

Orðið ópíóðar kemur frá orðinu ópíum en ópíum hefur verið notað og misnotað frá örófi alda. Ópíóðar ná yfir fjöldi lyfja sem eiga það sameiginlegt að verkjastilla og vera ávanabindandi. Ópíóðar eru meðal annars heróín, fentanyl, oxycontin og morfín. Virkni þessara lyfja byggir upp þol hjá neytandanum og því þarf hann alltaf stærri og stærri skammt til að finna fyrir virkni. Þegar einstaklingur hættir svo að taka lyfið í einhvern tíma finnur hann fyrir miklum fráhvörfum. Á þeim tíma sem hann er ekki á lyfinu lækkar þolið og ef hann byrjar að taka lyfið aftur getur verið erfitt fyrir hann að átta sig á hversu stór skammtur er nógu stór. Þetta á sérstaklega við um þá einstaklinga sem ekki hafa fengið lyfin ávísað af lækni. Þá er líklegt að hann ætli að taka jafn stóran skammt og áður en hann hætti að taka lyfið. Með þessu eykst hættan á ofskömmtun og dauðsfalli af völdum ofskömmtunar. 

Auglýsing

Ísland er þó ekki með tærnar þar sem Bandaríkjamenn eru með hælana hvað varðar mis- og ofnotkun á þessum lyfjum. Þó ástandið sé ekki jafn slæmt og í Bandaríkjunum þá er ástandið sem hér hefur skapast nokkuð alvarlegt. Í janúar á þessu ári létust fimm einstaklingar eftir að hafa tekið of stóran skammt. Yfir páskana leituðu tíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna einkenna ofskömmtunar. 

Starfshópur skipaður til að sporna við mis- og ofnotkun

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun febrúar síðastliðins starfshóp til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja og er hópnum ætlað að skila niðurstöðum 1. maí næstkomandi. Ný reglugerð frá heilbrigðisráðherra mun svo taka gildi 1. júlí og Lyfjastofnun mun svo samhliða henni herða reglur um afgreiðslu á ávana- og fíknilyfjum. Lyfjastofnun frestaði gildistöku reglnanna því með reglugerð heilbrigðisráðherra koma inn áherslur Lyfjastofnunnar. Þegar reglugerðin tekur gildi verður aðeins hægt að afgreiða 30 daga skammt í senn, en 30 daga skammtur er ákveðinn út frá notkunarfyrirmælum í lyfjaávísun. Einnig geta læknar ekki ávísað ávana- og fíknilyfjum á sjúkling ef fyrir er gild ávísun upp á sömu lyf, á sama sjúkling í gáttinni. Lyfjafræðingur ber ábyrgð á afgreiðslu og afhendingu lyfja en honum er heimilt að víkja frá 30 daga reglunni ef sérstaklega stendur á. Þá er heimilt af afgreiða allt að 100 daga skammt í senn.

Svandís SvavarsdóttirLyfjaávísunargátt Embætti Landlæknis var tekin í gagnið árið 2006 með það að markmiði að hafa eftirlit með ávísunum, en ávísunum hefur samt sem áður farið fjölgandi síðan þá. Ávísunum upp á ópíóða hefur þó farið fækkandi en í svari við fyrirspurn Kjarnans til Embætti landlæknis kemur fram að níu prósent færri dagsskömmtum af ópíóðum hafi verið ávísað á fyrsta ársfjórðungi 2018 en árið 2016. Læknar hafa aðgang að lyfjaávísanagagnagrunninum en sjúklingar geta einnig nálgast upplýsingar um lyfseðlasögu sína í gegnum heilsuvera.is.

Í pistli frá Embætti landlæknis kemur fram að mikilvægt sé að læknar noti lyfjagagnagrunninn og að upplýsingar séu uppfærðar í rauntíma til þess að sjá hvaða lyfjum aðrir læknar eru að ávísa á sjúklinginn. Embætti landlæknis hvetur lækna til að fara eftir leiðbeiningum stofnunarinnar um góða starfshætti lækna við ávísun lyfja.  

Eftirlit verður hert

Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra mun eftirlit með ávísunum verða strangara. Í gagnagrunninum mun vera hægt að fylgjast með hvort læknir sem ekki hefur leyfi til að skrifa upp á ákveðin lyf geri það. Áður var það í eftirlit í höndum starfsmanna apóteka en verður það eftir 1. júlí rafrænt. Eftir 1. september næstkomandi verður ekki lengur leyfilegt að ávísa ávana- og fíknilyfjum með pappírslyfseðlum. Reglugerðin mun einnig hafa það í för með sér að sjúklingur sem hefur fengið ávísað örvandi lyfjum eins og amfetamíni og metýlfenídati þarf skírteini frá Sjúkratryggingum Íslands til að fá lyfin afgreidd.

Í gagnagrunninum eru aðeins þær rafrænu ávísanir sem hafa ekki verið fullafgreiddar. Einnig er seðlum eytt ef sjúklingur sækir ekki lyf í apótek áður en gildistíma þeirra lýkur. Embætti landlæknis rekur auk þess lyfjagagnagrunn sem inniheldur allar rafrænar lyfjaávísanir og allar afgreiðslur úr apótekum. Læknar eru eina heilbrigðisstéttin sem hefur aðgang að þeim grunni fyrir sjúkling sinn, þrjú ár aftur í tímann. Breytingar á gagnagrunninum eru vinnslu og í svari við fyrirspurn Kjarnans til Embætti landlæknis segir að í bígerð séu lausnir til að bæta yfirsýn yfir lyfjameðferð einstaklinga. Unnið sé að miðlægu lyfjakorti sem kemur til með að halda utan um virka lyfjagjöf sjúklinga og verði það aðgengilegt öllum þeim sem koma að meðferð sjúklingsins.

Starfsmenn apóteka í Bandaríkjunum sinna eftirliti

Í Bandaríkjunum er haft eftirlit með lyfjaávísunum í gegnum Prescription Drug Monitoring Program (PDMP). Gagnagrunnurinn er virkur innan hvers ríkis fyrir sig og byggist á því að starfsfólk apóteka skráir inn upplýsingar um hvern lyfseðil fyrir sig, hver leysti hann út, hvaða lyf hafi verið leyst út og hversu mikið magn. PDMP er þó ekki í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er apótekum ekki skylt að stunda þetta eftirlit.

Félagsfræðingurinn Liz Chiarello hefur um árabil unnið að rannsókn á virkni og áhrifum PDMP í nokkrum afmörkuðum ríkjum í Bandaríkjunum. Chiarello kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í Háskóla Íslands fyrr í mánuðinum. Rannsóknin gengur út á að skýra hvernig félagslegt vandamál eins og ópíóðafaraldurinn hefur áhrif á stefnumótun stjórnvalda og öfugt. PDMP snýst um að starfsfólk apóteka sé virkt í eftirliti með lyfseðilsskyldum lyfjum sem algengt er að fólk misnoti.

Rannsókn Chiarello sýnir að eftirlitið veiti fyrst og fremst haldbær sönnunargögn um hverjir fá mikið magn lyfseðilskyldra lyfja í hendurnar. Eftirlitið er því bæði tæki fyrir heilbrigðiskerfið og réttarvörslukerfið. Sönnunargögnin nýtast fyrst og fremst til þess að finna þá aðila sem endurselja lyfseðilskyld lyf. Flestir þeir einstaklingar sem stigið hafa fram nýlega og sagt frá misnotkun sinni á lyfjunum segja að þeir hafi sjálfir ekki fengið lyfin uppáskrifuð.  Chiarello segir að til þess að kerfið virki sem raunverulegt tæki til eftirlits verði að festa það í lög.

Í dag getur starfsfólks apóteka á Íslandi ekki leitað í gagnagrunninum að fyrri afgreiðslum í öðrum apótekum eða öðrum apótekakeðjum. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um hvort þetta verði hægt í framtíðinni segir að unnið sé að breytingum á gagnagrunninum sem muni gera þetta kleift. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira eftir höfundinnSonja Sif Þórólfsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar