EPA

Vígi þjóðernispopúlista stendur traust

Eftir nýyfirstaðnar kosningar í Ungverjalandi er ljóst að þjóðernispopúlismi er ekki á undanhaldi í Evrópu. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sýnt það og sannað að útlendingaandúð og hægri-öfga skoðanir eiga upp á pallborðið hjá almenningi.

Mikið umrót hefur verið í Evr­ópu und­an­farin ár og hafa þjóð­ern­is­flokkar víðs vegar um álf­una skotið upp koll­in­um. Ljóst er að blikur eru á lofti og víða um lönd hafa þjóð­ern­ispopúlistar sótt í sig veðr­ið. Nær­tæk­ast er að benda á úrslit kosn­inga á Ítalíu í mars síð­ast­liðnum og í Aust­ur­ríki í des­em­ber á síð­asta ári. Í báðum til­fellum báru hægri-öfga flokkar sigur úr být­um.

Nýjasta dæmið um þessa þróun er þó nýaf­staðnar kosn­ingar í Ung­verja­landi en for­sæt­is­ráð­herrann, Viktor Orban, hefur tryggt sér þriðja kjör­tíma­bilið í röð. Hann er alræmdur fyrir ummæli sín um inn­flytj­endur og telja margir að lýð­ræð­inu sé hrein­lega ógnað í land­inu eftir að hann komst til valda. Hægri-öfga flokkar í Frakk­landi, Hollandi og víðar hafa mært inn­flytj­enda­stefnu Orbans og tekið hana sér til fyr­ir­mynd­ar.

Yfir­völd í Þýska­landi töldu að ekki væri öruggt fyrir flótta­fólk að snúa til baka til Ung­verja­lands síð­ast­liðið sum­ar. Aðstæður fólks­ins þar eru sagðar baga­legar en flótta­manna­búð­irnar eru girtar af og er það ekki frjálst ferða sinna. Háar girð­ingar hafa sömu­leiðis verið reistar á landa­mær­unum við nágranna­ríki.

Fyrsta ríkið austan Járn­tjalds­ins til að taka upp lýð­ræði

Í Ung­verja­landi búa tæp­­lega 10 millj­­ónir manna en það er ríki í Mið-­Evr­ópu, rétt austan Alpa­fjalla. Landið var fyrsta aust­ur­evr­ópska ríkið til að ganga í NATO árið 1999. Fimm árum síðar fékk það inn­göngu í Evr­ópu­sam­band­ið. For­seti Ung­verja­lands er kos­inn af þing­inu í fimm ár og gegnir aðal­lega tákn­rænu sam­ein­ing­ar­hlut­verki. Raun­veru­legt fram­kvæmd­ar­vald er í höndum for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn­ar.

Landið var fyrsta ríkið austan Járn­tjalds­ins sem tók upp lýð­ræð­is­lega stjórn­skipan í kjöl­far mik­illa mót­mæla árið 1988. Þá var fjöl­flokka­kerfi tekið upp og stétt­ar­fé­lög og aðrar stofn­anir fengu að starfa. Í októ­ber árið 1989 var komm­ún­ista­flokkur lands­ins leystur upp og gadda­vírs­girð­ing milli Ung­verja­lands og Aust­ur­ríkis fjar­lægð. Þetta gerði borg­urum Aust­ur-Þýska­lands kleift að ferð­ast gegnum Ung­verja­land til Aust­ur­ríkis og Vest­ur­-Þýska­lands sem átti þátt í hruni komm­ún­ista­rík­is­ins Aust­ur-Þýska­lands. Árið 1990 voru haldnar frjálsar kosn­ingar í Ung­verja­landi en það er einmitt árið sem núver­andi for­sæt­is­ráð­herra komst fyrst inn á þing.

Næstyngsti for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands

Viktor Orban í stjórnarandstöðu árið 1997 Mynd: Wiki CommonsViktor Mihály Orban fædd­ist í bænum Székes­fehér­vár í Ung­verja­landi árið 1963 en hann er elstur þriggja bræðra. Hann lagði stund á nám í lög­fræði þar sem hann lauk meistara­gráðu frá Eötvös Lor­ánd-há­skól­anum í Búda­pest með rit­gerð um sam­stöðu­hreyf­ingu Lech Walesa í Pól­landi. Hann stund­aði jafn­framt nám við Oxfor­d-há­skól­ann í stjórn­mála­fræði en hætti í námi árið 1990 til að snúa sér að stjórn­málum í heima­land­inu.

Hann varð for­sæt­is­ráð­herra árið 1998, aðeins 35 ára að aldri, en hann var næstyngstur Ung­verja til að gegna því emb­ætti. Undir hans stjórn gekk Ung­verja­land í NATO. Tölu­verðar breyt­ingar má sjá á stefnu Orbans og flokks hans Fidesz frá þessum tíma. Hann var í fyrstu frjáls­lyndur og evr­ópu­sinn­aður flokkur en varð síðar mun þjóð­ern­is­sinn­aðri. Núgild­andi stefna flokks­ins ber þess glögg merki.

Líkti inn­flytj­endum við sníkju­dýr

Flokkur Orbans fékk flest atkvæði í kosn­­ing­unum í land­inu síð­ast­lið­inn sunnu­dag, eins og fyrr seg­ir, og fékk hann tvo þriðju af þing­sætum eða tæp­lega 50 pró­sent atkvæða.

Kjör­­sókn var 69 pró­­sent en Orban tal­aði fyrir því að Ung­verja­land myndi verja gildi sín fyrir inn­­flytj­endum og Evr­­ópu­­sam­­band­inu. Hann tal­aði ein­­dregið gegn nán­­ari Evr­­ópu­­sam­vinnu á loka­­metrum kosn­­inga­bar­átt­unnar og líkti flótta­­fólki og inn­­flytj­endum við sníkju­­dýr, sem ættu ekki að vera vel­komin í ung­verska menn­ingu.

Girðing á landamærum Síberíu og Ungverjalands
Wiki Commons

Alvaldur í ríki sínu

Eng­inn flokkur eða stjórn­mála­maður í kosn­ing­unum í Ung­verja­landi komst nærri því að ógna stöðu Orbans á hinu póli­tíska sviði. Flokkur hans bætti við sig fylgi og helsti and­stæð­ing­ur­inn missti 10 sæti á þingi. Yfir­burðir Fidesz hafa þó mögu­lega eitt­hvað með póli­tíska ein­ræð­istil­burði hans að gera. Athygli vakti þegar yfir­völd undir hans stjórn breyttu stjórn­ar­skránni árið 2012 sem hafði þær afleið­ingar að Orban og flokk­ur­inn treyst­ust í sessi. Dæmi um þetta er að ákvæði í nýju stjórn­ar­skránni hljómar á þá leið að ekki er lengur leyfi­legt að há kosn­inga­bar­áttu í öðrum miðlum en rík­is­miðl­um.

Kjör­­tíma­bilið sem er að hefj­ast verður hans fjórða við völd og hið þriðja í röð. Því verður ekki annað sagt en að Ung­verjar séu búnir að taka afger­andi afstöðu í sam­skiptum við inn­flytj­endur og mál­efni tengd þeim. Svip­aða stemn­ingu má sjá í fleiri löndum í Evr­ópu. And­staða við þessi sjón­ar­mið er vissu­lega til staðar innan Ung­verja­lands en Viktor Orban heldur sínu striki og tryggir áfram völd sín í einu af elstu ríkjum Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar