Kosningspá fyrir borgarstjórn

Meirihlutinn í Reykjavík myndi halda

Meirihlutinn í Reykjavík gæti haldið samstarfi sínu áfram án þess að taka aðra inn í samstarfið. Hann myndi fá 13 af 23 borgarfulltrúum ef kosið yrði í dag. Nýir flokkar myndu fá samtals þrjá borgarfulltrúa en núverandi minnihluti einungis sjö. Þetta er niðurstaða fyrstu kosningaspárinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Sam­fylk­ingin er stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík, þeir þrír flokkar sem mynda núver­andi meiri­hluta í höf­uð­borg­inni eru með meiri­hluta atkvæða á bak við sig, þrír nýir flokkar myndu ná manni inn í borg­ar­stjórn og staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins er mjög svipuð og hún var eftir kosn­ing­arnar 2014. Allt útlit er fyrir að minnsta kosti sjö flokkar fái borg­ar­full­trúa kjörin í kosn­ing­un­um.

Þetta er nið­ur­staða fyrstu kosn­inga­spár Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings og Kjarn­ans fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar sem fram fara 26. maí næst­kom­andi.

Sam­kvæmt spánni myndi Sam­fylk­ingin fá 30 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag og átta borg­ar­full­trúa. Það er aðeins minna fylgi en flokk­ur­inn fékk 2014 þegar 31,9 pró­sent kjós­enda kusu hann. Þá fékk hann fimm borg­ar­full­trúa en sú breyt­ing verður gerð eftir kom­andi kosn­ingar að borg­ar­full­trúum verður fjölgað úr 15 í 23. Atkvæði á bak við hvern borg­ar­full­trúa sem nær kjöri verða því mun færri en þau voru fyrir fjórum árum og nú þarf tólf borg­ar­full­trúa til að mynda meiri­hluta, en áður þurfti átta til þess.

Niðurstöður kosningaspárinnar 9. apríl 2018
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2018.

Með Sam­fylk­ing­unni í ríkj­andi meiri­hluta eru Björt fram­tíð, Vinstri græn og Pírat­ar. Björt fram­tíð býður ekki fram lista í Reykja­vík í kosn­ing­unum í lok maí en flokk­ur­inn fékk 15,6 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2014. Vinstri græn myndu fá 11,4 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, sem er umtals­vert betri nið­ur­staða en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2014, þegar 8,3 pró­sent atkvæða. Þetta myndi lík­leg­ast skila flokknum þremur borg­ar­full­trú­um, þótt þriðji mað­ur­inn sé ansi tæpur inn.

Píratar mæl­ast sömu­leiðis með meira fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um. Nú mælist stuðn­ingur við flokk­inn 9,7 pró­sent en hann fékk 5,9 pró­sent. Yrði þetta nið­ur­staðan myndu Píratar fá tvo borg­ar­full­trúa kjörna. Þeir þrír flokkar sem eru nú í meiri­hluta í Reykja­vík og verða í fram­boði í lok maí myndu því fá sam­tals 13 borg­ar­full­trúa ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt nið­ur­stöðu kosn­inga­spár­inn­ar.

Lítil bæt­ing hjá Sjálf­stæð­is­flokknum

Hinn turn­inn í borg­ar­mál­unum er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Honum gekk ekki vel í kosn­ing­unum 2014 þegar hann fékk 25,7 pró­sent atkvæða, sem er lang­versta nið­ur­staða flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í sög­unni. Fyrir kom­andi kosn­ingar er mikil end­ur­nýjun á lista flokks­ins og nýr odd­viti er Eyþór Arn­alds. Fylgi flokks­ins mælist aðeins meira en það var fyrir fjórum árum, eða 27,3 pró­sent. Yrði það nið­ur­staða kosn­inga myndi þó vera um að ræða næst verstu nið­ur­stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík frá upp­hafi. Miðað við kosn­inga­spánna myndi flokk­ur­inn fá sjö borg­ar­full­trúa kjörna.

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2018.
B C D F M P S V Aðrir

Hinn flokk­ur­inn sem er með Sjálf­stæð­is­flokknum í minni­hluta í borg­ar­stjórn er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Fylgi hans hefur hrunið frá því sem það var í kosn­ing­unum 2014, þegar 10,7 pró­sent kjós­enda í höf­uð­borg­inni kusu flokk­inn. Nú segj­ast ein­ungis 3,3 pró­sent kjós­enda ætla að kjósa Fram­sókn, sem myndi ekki duga til að ná manni inn. Þó er vert að taka fram að Fram­sókn vantar ansi lítið upp á til að ná odd­vit­anum Ingvari Mar Jóns­syni í borg­ar­stjórn.

Þrjú ný fram­boð myndu ná inn

Allar líkur eru á því að á annan tug fram­boða verði á kjör­seðl­inum nú. Síð­ast voru fram­boðin átta tals­ins. Á meðal nýrra fram­boða sem hafa lýst yfir að þau ætli sér að bjóða fram eru Við­reisn, Mið­flokk­ur­inn, Flokkur fólks­ins, Sós­í­alista­flokk­ur­inn, Höf­uð­borg­ar­list­inn, Íslenska þjóð­fylk­ingin og sér­stakt kvenna­fram­boð. Þá hefur Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, boðað að hún ætli sér að leiða sér­fram­boð í kosn­ing­un­um.

Af þessum sýnir kosn­inga­spáin að þrjú fram­boð nái inn manni í Borg­ar­stjórn. Við­reisn trekkir mest nýju fram­boð­anna og mælist með 7,6 pró­sent fylgi. Það myndi þó ein­ungis duga til að ná inn einum borg­ar­full­trúa, odd­vit­anum Þór­dísi Lóu Þór­halls­dótt­ur. Lítið þarf þó til að Pawel Bar­toszek, annar maður á lista flokks­ins, nái inn.

Mið­flokk­ur­inn mælist með 5,1 pró­sent fylgi sem myndi duga Vig­dísi Hauks­dótt­ur, odd­vita flokks­ins, til að kom­ast inn í borg­ar­stjórn. Þau 3,5 pró­sent atkvæða sem myndu fara til Flokks fólks­ins ef kosið yrði í dag myndu gera það að verkum að Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, odd­viti flokks­ins, næði inn með naum­ind­um. Sæti henn­ar, ásamt þriðja manni Vinstri grænna, eru þau sæti sem eru í mestri hættu sam­kvæmt spánni.

Vigdís Hauksdóttir verður borgarfulltrúi samkvæmt spánni.
Mynd: FB-síða Vigdísar Hauksdóttur

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni eru eft­ir­far­andi:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 8. mars (vægi 30,5 pró­sent)

  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 21 - 27. mars. (vægi 37,6 pró­sent)

  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis 9. apríl (vægi 31,9 pró­sent)

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar