Þriðji orkupakkinn úr utanríkismálanefnd

Málið um þriðja orkupakkann hefur verið tekið úr utanríkismálanefnd og mun það vera tekið til umræðu á Alþingi á morgun.

_mg_1110_raw_42_14097534298_o.jpg
Auglýsing

Á fundi utan­rík­is­mála­nefndar í dag var tekin ákvörðun um að taka málið um þriðja orku­pakk­ann úr nefnd­inni og taka málið til umræðu á morgun þriðju­dag. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mið­flokkn­um. 

Til­lagan var sam­þykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Mið­flokks­ins. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er einn dagur gef­inn til þess að leggja fram minni­hluta­á­lit.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, vara­for­maður nefnd­ar­innar og þing­maður VG, stað­festir þetta í sam­tali við Kjarn­ann en hún segir að þing­legri með­ferð nefnd­ar­innar fyrir seinni umræðu sé nú lokið og þess vegna hafi málið verið tekið úr nefnd­inni. Engu hafi verið við að bæta á þessu stigi máls­ins.

„Gesta­komur klár­uð­ust sem sagt á föstu­dag­inn og var nefnd­ar­á­litið unnið um helg­ina og sam­þykkt í dag,“ segir hún. Næst á dag­skrá séu umræður á Alþingi.

Auglýsing

Óánægja meðal Mið­flokks­manna

„Það er skoðun þing­manna Mið­flokks­ins að máls­með­ferðin sé með öllu óboð­leg. Hér er um að ræða afar þýð­ing­ar­mikið mál sem varðar mikla þjóð­ar­hags­muni. Nefnd er tekur slíkt mál til umfjöll­unar ber að kynna sér sjón­ar­mið allra þeirra er þekk­ingu hafa á slíkum mál­um, annað er Alþingi lítt til sóma.

Það má ljóst vera að ætl­unin er að þröngva mál­inu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil and­staða sé við það meðal þjóð­ar­inn­ar,“ segir í til­kynn­ingu Mið­flokks­ins.

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent