Þriðji orkupakkinn úr utanríkismálanefnd

Málið um þriðja orkupakkann hefur verið tekið úr utanríkismálanefnd og mun það vera tekið til umræðu á Alþingi á morgun.

_mg_1110_raw_42_14097534298_o.jpg
Auglýsing

Á fundi utan­rík­is­mála­nefndar í dag var tekin ákvörðun um að taka málið um þriðja orku­pakk­ann úr nefnd­inni og taka málið til umræðu á morgun þriðju­dag. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mið­flokkn­um. 

Til­lagan var sam­þykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Mið­flokks­ins. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er einn dagur gef­inn til þess að leggja fram minni­hluta­á­lit.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, vara­for­maður nefnd­ar­innar og þing­maður VG, stað­festir þetta í sam­tali við Kjarn­ann en hún segir að þing­legri með­ferð nefnd­ar­innar fyrir seinni umræðu sé nú lokið og þess vegna hafi málið verið tekið úr nefnd­inni. Engu hafi verið við að bæta á þessu stigi máls­ins.

„Gesta­komur klár­uð­ust sem sagt á föstu­dag­inn og var nefnd­ar­á­litið unnið um helg­ina og sam­þykkt í dag,“ segir hún. Næst á dag­skrá séu umræður á Alþingi.

Auglýsing

Óánægja meðal Mið­flokks­manna

„Það er skoðun þing­manna Mið­flokks­ins að máls­með­ferðin sé með öllu óboð­leg. Hér er um að ræða afar þýð­ing­ar­mikið mál sem varðar mikla þjóð­ar­hags­muni. Nefnd er tekur slíkt mál til umfjöll­unar ber að kynna sér sjón­ar­mið allra þeirra er þekk­ingu hafa á slíkum mál­um, annað er Alþingi lítt til sóma.

Það má ljóst vera að ætl­unin er að þröngva mál­inu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil and­staða sé við það meðal þjóð­ar­inn­ar,“ segir í til­kynn­ingu Mið­flokks­ins.

Meira úr sama flokkiInnlent