Vilja kanna viðhorf almennings til hvalveiða Íslendinga í fimm löndum

Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja láta kanna viðhorf almennings í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum til áframhaldandi hvalveiða Íslands.

hvalveiðar Þorgerður Katrín
Auglýsing

Átta þing­menn þriggja flokka hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um könnun á við­horfi almenn­ings í Þýska­landi, Frakk­landi, Bret­landi, Kanada og Banda­ríkj­unum til áfram­hald­andi hval­veiða Íslend­inga.

Fyrsti flutn­ings­maður er Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Við­reisnar og for­maður flokks­ins. Með henni eru þing­menn úr Við­reisn, Sam­fylk­ing­unni og Píröt­um: Hanna Katrín Frið­riks­son, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, Þor­steinn Víglunds­son, Helga Vala Helga­dótt­ir, Logi Ein­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir.

Þau vilja að utan­rík­is­ráð­herra láti kanna við­horf almenn­ings í fyrr­nefndum löndum til áfram­hald­andi hval­veiða Íslend­inga og hvaða áhrif áfram­hald­andi veiðar geti mögu­lega haft á sölu á íslenskum vörum á mörk­uðum í þessum lönd­um, ferða­menn sem koma til Íslands eða hafa hug á því og vöru­merkið Ísland.

Auglýsing


Mik­il­vægt að taka ímynd lands­ins alvar­lega

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er bent á að þann 19. febr­úar síð­ast­lið­inn hafi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra und­ir­ritað reglu­gerð sem heim­ilar áfram­hald­andi veiðar á lang­reyði og hrefnu í land­helgi Íslands til næstu fimm ára. Að mati flutn­ings­manna er um að ræða meiri háttar ákvörðun sem ástæða sé til að und­ir­byggja betur áður en leyfi til hval­veiða verði veitt þeim fyr­ir­tækjum sem hyggja á veiðar á þessu tíma­bili.

„Und­an­far­inn ára­tug hefur kast­ljós heims­ins beinst í auknum mæli að Íslandi og hefur það haft í för með sér gjör­breyt­ingu á mik­il­vægi þess að taka ímynd lands­ins og virði hennar alvar­lega. Ferða­þjón­usta sem atvinnu­grein á margt undir þess­ari ímynd og hefur hún tekið fram úr sjáv­ar­út­vegi og áliðn­aði sem stærsta útflutn­ings­grein lands­ins. Árið 2010 komu hingað um 500.000 ferða­menn en árið 2018 var sá fjöldi orð­inn 2,2 millj­ón­ir. Hlut­fall tekna ferða­þjón­ust­unnar af gjald­eyr­is­tekjum þjóð­ar­innar hefur vaxið úr 26,4 pró­sent í 42 pró­sent á ára­bil­inu 2013 til 2017 sam­kvæmt mæl­ingum Hag­stofu Íslands,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þá kemur fram að mik­ill meiri­hluti ferða­manna leiti sér upp­lýs­inga um Ísland á net­inu eða í gegnum sam­fé­lags­miðla. Þannig megi finna 10.370.725 myndir með myllu­merk­inu #Iceland á sam­fé­lags­miðl­inum Instagram sem stofn­aður var í lok árs 2010. Ímynd Íslands á alþjóða­vísu og hug­myndir ferða­manna sem hingað koma um landið séu sam­ofnar þeim breyt­ingum og hraða á upp­lýs­inga­miðlun sem átt hefur sér stað und­an­far­inn ára­tug með til­komu sam­fé­lags­miðla. Það sé því mik­il­vægt fyrir ferða­þjón­ust­una að gerð sé ítar­leg athugun á við­horfi þeirra þjóða sem helst koma hingað til hval­veiða og hvort þau við­horf komi til með að hafa áhrif á vilja fólks til að ferð­ast til lands­ins.

Ekki sé síður mik­il­vægt að kanna hug þess­ara þjóða á því hvaða áhrif hval­veiðar hefðu á vilja þeirra til að kaupa vörur frá Íslandi. Þegar stjórn­völd og Sam­tök atvinnu­lífs­ins und­ir­rit­uðu sam­starfs­samn­ing um átak í þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við útflutn­ings­fyr­ir­tæki til að auka slag­kraft þeirra á erlendum mörk­uðum kom fram hjá fram­kvæmda­stjóra SA að auka þyrfti útflutn­ing um einn millj­arð króna á viku til að standa undir hag­vaxta­spám.

Miklir hags­munir fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg

Sam­kvæmt þing­mönn­unum sem leggja fram til­lög­una er ljóst að áfram­hald­andi lífs­gæðum á Íslandi verður ekki við­haldið nema með því að stór­auka útflutn­ing á íslenskum vörum og þjón­ustu. „Nú þegar eru komnar fram vís­bend­ingar um að hval­veiðar geti haft áhrif á val neyt­enda á íslenskum vör­um. Í könn­unum sem „Iceland Naturally“, sem er mark­aðs- og kynn­ing­ar­verk­efni aðila með hags­muni á mörk­uðum í Norð­ur­-Am­er­íku, hefur gert reglu­lega á við­horfum Banda­ríkja­manna og Kanada­manna til hval­veiða er ljóst að veiðar hafa veru­leg áhrif á við­horf þess­ara þjóða gagn­vart hval­veiði­þjóðum og vörum frá þeim. Í því sam­bandi verður að hafa í huga að sterk­ustu fisk­út­flutn­ings­mark­aðir Íslands eru m.a. í þeim löndum þar sem flutn­ings­menn óska eftir að við­horf til hval­veiða verði könn­uð.“

Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hafi jafn­framt mikla hags­muni af því að ímynd Íslands sem sjálf­bærrar fisk­veiði­þjóðar sem styðst við rann­sóknir og nútíma­legar tækni­fram­farir í veiðum og vinnslu sé ekki teflt í tví­sýnu á þessum mik­il­vægu mörk­uð­um. Í nýlegri skýrslu Íslands­banka um íslenskan sjáv­ar­út­veg komi fram að þrátt fyrir að magn fersk­fiskaf­urða hafi dreg­ist saman um þriðj­ung frá árinu 2000 þá hafi útflutn­ings­verð­mæti fersk­fiskaf­urða auk­ist um 82 pró­sent yfir sama tíma­bil. Þessi breyt­ing sýni vel að sjáv­ar­út­veg­ur­inn, sem útflutn­ings­grein, eigi mögu­leika á að ná fram enn meiri verð­mætum með því að leggja áherslu á gæði fremur en magn. Neyt­enda­venjur á þessu mörk­uðum hafi fest í sessi breyt­ingar und­an­farna ára­tugi þar sem stærri hópur neyt­enda sé til­bú­inn að greiða hærra verð fyrir vörur sem eru umhverf­is­vænar og fram­leiddar sam­kvæmt ströng­ustu kröfum um mat­væla­fram­leiðslu og dýra­vel­ferð.

„Í þessu sam­hengi er mik­il­vægt að huga vel að því að ímynd sem byggð er upp með mark­aðs­her­ferðum og á sam­fé­lags­miðlum getur eyði­lagst eða stór­lega skað­ast nán­ast á auga­bragði ef réttar aðstæður skap­ast í flóknu sam­spili til­finn­inga og skila­boða sem fara manna á milli á inter­net­inu. Stjórn­völdum ber skylda til að safna grein­ar­góðum upp­lýs­ingum um áhrif ákvarð­ana sinna á mik­il­væg­ustu við­skipta­mörk­uðum okk­ar. Ákvörðun um áfram­hald­andi hval­veiðar er veiga­mikil og sterkar vís­bend­ingar eru uppi um að stærstu útflutn­ings­greinum Íslands stafi ógn af þeirri ákvörð­un. Því er nauð­syn­legt að kanna áhrif áfram­hald­andi hval­veiða á ímynd lands­ins og vöru­merkið Ísland áður en ný veiði­leyfi verða gefin út,“ segir í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent