Fermetraverð nýbygginga 100 þúsund krónum hærra en annarra íbúða

Ásett fermetraverð nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu mælist nú um 600.000 krónur og hefur hækkað um 8 prósent á einu ári. Fermetraverð annarra íbúða er að meðaltali um 100.000 krónum lægra.

7DM_3294_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Ásett verð nýbygg­inga hækkar nú hraðar en ásett verð ann­arra íbúða. Aug­lýst fer­metra­verð í nýbygg­ingum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 8 pró­sent síð­ast­liðið ár sam­an­borið við 5 pró­sent hækkun á ásettu verði ann­arra íbúða. Ásett fer­metra­verð nýbygg­inga mælist nú 100.000 króna hærra en ann­ara íbúða og er fer­met­er­inn á um 600.000 krón­ur. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs. 

Nýjar íbúðir selj­ast í auknum mæli undir ásettu verði 

Í nýrri skýrslu Íbúða­lána­sjóðs segir að nýjar íbúðir selj­ast nú í auknum mæli undir ásettu verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Tæp­lega helm­ingur allra seldra nýbygg­inga selst nú undir ásettu­verði sam­an­borið við um um 80 pró­sent eldri íbúða. Í jan­úar til mars í fyrra seld­ust að með­al­tali 33 pró­sent nýrra íbúða undir ásettu verði en fyrstu þrjá mán­uði þessa árs var það hlut­fall 48 pró­sent. Aðrar íbúðir en nýbygg­ingar hafa í gegnum tíð­ina verið tals­vert lík­legri til að selj­ast undir ásettu verði og það sem af er ári mælist það hlut­fall að með­al­tali 81 pró­sent. Á sama tíma­bili í fyrra var það hins vegar um 79 pró­sent.

Á sama tíma hefur ásett verð hækkað hraðar á nýbyggðum íbúðum en á öðrum innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í apríl síð­ast­liðnum var aug­lýst fer­metra­verð í nýbygg­ingum að með­al­tali um 8 pró­sent hærra en í apríl 2018 en í öðrum íbúðum hækk­aði aug­lýst með­al­fer­metra­verð um 5 pró­sent á sama tíma­bil­i. 

Auglýsing

Með­al­fer­metra­verð í nýbygg­ingum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er nú um 18 pró­sent hærra en í öðrum íbúðum og það bil hefur almennt farið vax­andi frá því í ágúst í fyrra. Aug­lýst fer­metra­verð nýbygg­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mælist nú hátt í 600.000 krónur að með­al­tali á meðan ásett verð ann­arra íbúða þar er um 500.000 krónur á fer­metra.

Með­al­sölu­tími nýbygg­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stytt­ist 

Þá hefur með­al­sölu­tími nýrra íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu styst á síð­ustu mán­uð­um, eða frá því í októ­ber í fyrra, á sama tíma og með­al­sölu­tími ann­arra íbúða hefur hækkað lít­il­lega. Með­al­sölu­tími nýrra ­í­búða sem seld­ust í mars­mán­uði var 148 dag­ar ­sam­an­borið við 184 daga í októ­ber. Með­al­sölu­tím­i ann­arra íbúða en nýbygg­inga hefur aftur á móti far­ið ör­lítið hækk­andi frá því í fyrra­sum­ar. Hann mæld­ist í mars­mán­uði 85 dagar en 71 dagur í októ­ber í fyrra, en í skýrsl­unni kemur fram að októ­ber­mæl­ingin er um 10 dögum undir með­al­tali ­tíma­bils­ins frá upp­hafi árs 2014. 

Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur með­al­sölu­tím­i ný­bygg­inga farið hækk­andi það sem af er ári en nokkurn veg­inn staðið í stað í til­felli ann­arra íbúða. Í mars­mán­uði tók að með­al­tali 197 daga eða ríf­lega hálft ár að selja þær nýbyggðu íbúðir sem seldust í þeim mán­uði sam­an­borið við rúma 4 mán­uði í októ­ber. Það sem af er ári hefur að með­al­tali tek­ið 128 daga að selja aðrar eignir en nýjar fyrir utan­ höf­uð­borg­ar­svæðið sam­an­borið við 126 daga í lok ­síð­asta árs.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent