Fermetraverð nýbygginga 100 þúsund krónum hærra en annarra íbúða

Ásett fermetraverð nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu mælist nú um 600.000 krónur og hefur hækkað um 8 prósent á einu ári. Fermetraverð annarra íbúða er að meðaltali um 100.000 krónum lægra.

7DM_3294_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Ásett verð nýbygg­inga hækkar nú hraðar en ásett verð ann­arra íbúða. Aug­lýst fer­metra­verð í nýbygg­ingum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 8 pró­sent síð­ast­liðið ár sam­an­borið við 5 pró­sent hækkun á ásettu verði ann­arra íbúða. Ásett fer­metra­verð nýbygg­inga mælist nú 100.000 króna hærra en ann­ara íbúða og er fer­met­er­inn á um 600.000 krón­ur. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs. 

Nýjar íbúðir selj­ast í auknum mæli undir ásettu verði 

Í nýrri skýrslu Íbúða­lána­sjóðs segir að nýjar íbúðir selj­ast nú í auknum mæli undir ásettu verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Tæp­lega helm­ingur allra seldra nýbygg­inga selst nú undir ásettu­verði sam­an­borið við um um 80 pró­sent eldri íbúða. Í jan­úar til mars í fyrra seld­ust að með­al­tali 33 pró­sent nýrra íbúða undir ásettu verði en fyrstu þrjá mán­uði þessa árs var það hlut­fall 48 pró­sent. Aðrar íbúðir en nýbygg­ingar hafa í gegnum tíð­ina verið tals­vert lík­legri til að selj­ast undir ásettu verði og það sem af er ári mælist það hlut­fall að með­al­tali 81 pró­sent. Á sama tíma­bili í fyrra var það hins vegar um 79 pró­sent.

Á sama tíma hefur ásett verð hækkað hraðar á nýbyggðum íbúðum en á öðrum innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í apríl síð­ast­liðnum var aug­lýst fer­metra­verð í nýbygg­ingum að með­al­tali um 8 pró­sent hærra en í apríl 2018 en í öðrum íbúðum hækk­aði aug­lýst með­al­fer­metra­verð um 5 pró­sent á sama tíma­bil­i. 

Auglýsing

Með­al­fer­metra­verð í nýbygg­ingum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er nú um 18 pró­sent hærra en í öðrum íbúðum og það bil hefur almennt farið vax­andi frá því í ágúst í fyrra. Aug­lýst fer­metra­verð nýbygg­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mælist nú hátt í 600.000 krónur að með­al­tali á meðan ásett verð ann­arra íbúða þar er um 500.000 krónur á fer­metra.

Með­al­sölu­tími nýbygg­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stytt­ist 

Þá hefur með­al­sölu­tími nýrra íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu styst á síð­ustu mán­uð­um, eða frá því í októ­ber í fyrra, á sama tíma og með­al­sölu­tími ann­arra íbúða hefur hækkað lít­il­lega. Með­al­sölu­tími nýrra ­í­búða sem seld­ust í mars­mán­uði var 148 dag­ar ­sam­an­borið við 184 daga í októ­ber. Með­al­sölu­tím­i ann­arra íbúða en nýbygg­inga hefur aftur á móti far­ið ör­lítið hækk­andi frá því í fyrra­sum­ar. Hann mæld­ist í mars­mán­uði 85 dagar en 71 dagur í októ­ber í fyrra, en í skýrsl­unni kemur fram að októ­ber­mæl­ingin er um 10 dögum undir með­al­tali ­tíma­bils­ins frá upp­hafi árs 2014. 

Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur með­al­sölu­tím­i ný­bygg­inga farið hækk­andi það sem af er ári en nokkurn veg­inn staðið í stað í til­felli ann­arra íbúða. Í mars­mán­uði tók að með­al­tali 197 daga eða ríf­lega hálft ár að selja þær nýbyggðu íbúðir sem seldust í þeim mán­uði sam­an­borið við rúma 4 mán­uði í októ­ber. Það sem af er ári hefur að með­al­tali tek­ið 128 daga að selja aðrar eignir en nýjar fyrir utan­ höf­uð­borg­ar­svæðið sam­an­borið við 126 daga í lok ­síð­asta árs.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent