Vilja kanna viðhorf almennings til hvalveiða Íslendinga í fimm löndum

Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja láta kanna viðhorf almennings í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum til áframhaldandi hvalveiða Íslands.

hvalveiðar Þorgerður Katrín
Auglýsing

Átta þing­menn þriggja flokka hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um könnun á við­horfi almenn­ings í Þýska­landi, Frakk­landi, Bret­landi, Kanada og Banda­ríkj­unum til áfram­hald­andi hval­veiða Íslend­inga.

Fyrsti flutn­ings­maður er Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Við­reisnar og for­maður flokks­ins. Með henni eru þing­menn úr Við­reisn, Sam­fylk­ing­unni og Píröt­um: Hanna Katrín Frið­riks­son, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, Þor­steinn Víglunds­son, Helga Vala Helga­dótt­ir, Logi Ein­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir.

Þau vilja að utan­rík­is­ráð­herra láti kanna við­horf almenn­ings í fyrr­nefndum löndum til áfram­hald­andi hval­veiða Íslend­inga og hvaða áhrif áfram­hald­andi veiðar geti mögu­lega haft á sölu á íslenskum vörum á mörk­uðum í þessum lönd­um, ferða­menn sem koma til Íslands eða hafa hug á því og vöru­merkið Ísland.

Auglýsing


Mik­il­vægt að taka ímynd lands­ins alvar­lega

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er bent á að þann 19. febr­úar síð­ast­lið­inn hafi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra und­ir­ritað reglu­gerð sem heim­ilar áfram­hald­andi veiðar á lang­reyði og hrefnu í land­helgi Íslands til næstu fimm ára. Að mati flutn­ings­manna er um að ræða meiri háttar ákvörðun sem ástæða sé til að und­ir­byggja betur áður en leyfi til hval­veiða verði veitt þeim fyr­ir­tækjum sem hyggja á veiðar á þessu tíma­bili.

„Und­an­far­inn ára­tug hefur kast­ljós heims­ins beinst í auknum mæli að Íslandi og hefur það haft í för með sér gjör­breyt­ingu á mik­il­vægi þess að taka ímynd lands­ins og virði hennar alvar­lega. Ferða­þjón­usta sem atvinnu­grein á margt undir þess­ari ímynd og hefur hún tekið fram úr sjáv­ar­út­vegi og áliðn­aði sem stærsta útflutn­ings­grein lands­ins. Árið 2010 komu hingað um 500.000 ferða­menn en árið 2018 var sá fjöldi orð­inn 2,2 millj­ón­ir. Hlut­fall tekna ferða­þjón­ust­unnar af gjald­eyr­is­tekjum þjóð­ar­innar hefur vaxið úr 26,4 pró­sent í 42 pró­sent á ára­bil­inu 2013 til 2017 sam­kvæmt mæl­ingum Hag­stofu Íslands,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þá kemur fram að mik­ill meiri­hluti ferða­manna leiti sér upp­lýs­inga um Ísland á net­inu eða í gegnum sam­fé­lags­miðla. Þannig megi finna 10.370.725 myndir með myllu­merk­inu #Iceland á sam­fé­lags­miðl­inum Instagram sem stofn­aður var í lok árs 2010. Ímynd Íslands á alþjóða­vísu og hug­myndir ferða­manna sem hingað koma um landið séu sam­ofnar þeim breyt­ingum og hraða á upp­lýs­inga­miðlun sem átt hefur sér stað und­an­far­inn ára­tug með til­komu sam­fé­lags­miðla. Það sé því mik­il­vægt fyrir ferða­þjón­ust­una að gerð sé ítar­leg athugun á við­horfi þeirra þjóða sem helst koma hingað til hval­veiða og hvort þau við­horf komi til með að hafa áhrif á vilja fólks til að ferð­ast til lands­ins.

Ekki sé síður mik­il­vægt að kanna hug þess­ara þjóða á því hvaða áhrif hval­veiðar hefðu á vilja þeirra til að kaupa vörur frá Íslandi. Þegar stjórn­völd og Sam­tök atvinnu­lífs­ins und­ir­rit­uðu sam­starfs­samn­ing um átak í þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við útflutn­ings­fyr­ir­tæki til að auka slag­kraft þeirra á erlendum mörk­uðum kom fram hjá fram­kvæmda­stjóra SA að auka þyrfti útflutn­ing um einn millj­arð króna á viku til að standa undir hag­vaxta­spám.

Miklir hags­munir fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg

Sam­kvæmt þing­mönn­unum sem leggja fram til­lög­una er ljóst að áfram­hald­andi lífs­gæðum á Íslandi verður ekki við­haldið nema með því að stór­auka útflutn­ing á íslenskum vörum og þjón­ustu. „Nú þegar eru komnar fram vís­bend­ingar um að hval­veiðar geti haft áhrif á val neyt­enda á íslenskum vör­um. Í könn­unum sem „Iceland Naturally“, sem er mark­aðs- og kynn­ing­ar­verk­efni aðila með hags­muni á mörk­uðum í Norð­ur­-Am­er­íku, hefur gert reglu­lega á við­horfum Banda­ríkja­manna og Kanada­manna til hval­veiða er ljóst að veiðar hafa veru­leg áhrif á við­horf þess­ara þjóða gagn­vart hval­veiði­þjóðum og vörum frá þeim. Í því sam­bandi verður að hafa í huga að sterk­ustu fisk­út­flutn­ings­mark­aðir Íslands eru m.a. í þeim löndum þar sem flutn­ings­menn óska eftir að við­horf til hval­veiða verði könn­uð.“

Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hafi jafn­framt mikla hags­muni af því að ímynd Íslands sem sjálf­bærrar fisk­veiði­þjóðar sem styðst við rann­sóknir og nútíma­legar tækni­fram­farir í veiðum og vinnslu sé ekki teflt í tví­sýnu á þessum mik­il­vægu mörk­uð­um. Í nýlegri skýrslu Íslands­banka um íslenskan sjáv­ar­út­veg komi fram að þrátt fyrir að magn fersk­fiskaf­urða hafi dreg­ist saman um þriðj­ung frá árinu 2000 þá hafi útflutn­ings­verð­mæti fersk­fiskaf­urða auk­ist um 82 pró­sent yfir sama tíma­bil. Þessi breyt­ing sýni vel að sjáv­ar­út­veg­ur­inn, sem útflutn­ings­grein, eigi mögu­leika á að ná fram enn meiri verð­mætum með því að leggja áherslu á gæði fremur en magn. Neyt­enda­venjur á þessu mörk­uðum hafi fest í sessi breyt­ingar und­an­farna ára­tugi þar sem stærri hópur neyt­enda sé til­bú­inn að greiða hærra verð fyrir vörur sem eru umhverf­is­vænar og fram­leiddar sam­kvæmt ströng­ustu kröfum um mat­væla­fram­leiðslu og dýra­vel­ferð.

„Í þessu sam­hengi er mik­il­vægt að huga vel að því að ímynd sem byggð er upp með mark­aðs­her­ferðum og á sam­fé­lags­miðlum getur eyði­lagst eða stór­lega skað­ast nán­ast á auga­bragði ef réttar aðstæður skap­ast í flóknu sam­spili til­finn­inga og skila­boða sem fara manna á milli á inter­net­inu. Stjórn­völdum ber skylda til að safna grein­ar­góðum upp­lýs­ingum um áhrif ákvarð­ana sinna á mik­il­væg­ustu við­skipta­mörk­uðum okk­ar. Ákvörðun um áfram­hald­andi hval­veiðar er veiga­mikil og sterkar vís­bend­ingar eru uppi um að stærstu útflutn­ings­greinum Íslands stafi ógn af þeirri ákvörð­un. Því er nauð­syn­legt að kanna áhrif áfram­hald­andi hval­veiða á ímynd lands­ins og vöru­merkið Ísland áður en ný veiði­leyfi verða gefin út,“ segir í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent