Vilja kanna viðhorf almennings til hvalveiða Íslendinga í fimm löndum

Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja láta kanna viðhorf almennings í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum til áframhaldandi hvalveiða Íslands.

hvalveiðar Þorgerður Katrín
Auglýsing

Átta þing­menn þriggja flokka hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um könnun á við­horfi almenn­ings í Þýska­landi, Frakk­landi, Bret­landi, Kanada og Banda­ríkj­unum til áfram­hald­andi hval­veiða Íslend­inga.

Fyrsti flutn­ings­maður er Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Við­reisnar og for­maður flokks­ins. Með henni eru þing­menn úr Við­reisn, Sam­fylk­ing­unni og Píröt­um: Hanna Katrín Frið­riks­son, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, Þor­steinn Víglunds­son, Helga Vala Helga­dótt­ir, Logi Ein­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir.

Þau vilja að utan­rík­is­ráð­herra láti kanna við­horf almenn­ings í fyrr­nefndum löndum til áfram­hald­andi hval­veiða Íslend­inga og hvaða áhrif áfram­hald­andi veiðar geti mögu­lega haft á sölu á íslenskum vörum á mörk­uðum í þessum lönd­um, ferða­menn sem koma til Íslands eða hafa hug á því og vöru­merkið Ísland.

Auglýsing


Mik­il­vægt að taka ímynd lands­ins alvar­lega

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er bent á að þann 19. febr­úar síð­ast­lið­inn hafi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra und­ir­ritað reglu­gerð sem heim­ilar áfram­hald­andi veiðar á lang­reyði og hrefnu í land­helgi Íslands til næstu fimm ára. Að mati flutn­ings­manna er um að ræða meiri háttar ákvörðun sem ástæða sé til að und­ir­byggja betur áður en leyfi til hval­veiða verði veitt þeim fyr­ir­tækjum sem hyggja á veiðar á þessu tíma­bili.

„Und­an­far­inn ára­tug hefur kast­ljós heims­ins beinst í auknum mæli að Íslandi og hefur það haft í för með sér gjör­breyt­ingu á mik­il­vægi þess að taka ímynd lands­ins og virði hennar alvar­lega. Ferða­þjón­usta sem atvinnu­grein á margt undir þess­ari ímynd og hefur hún tekið fram úr sjáv­ar­út­vegi og áliðn­aði sem stærsta útflutn­ings­grein lands­ins. Árið 2010 komu hingað um 500.000 ferða­menn en árið 2018 var sá fjöldi orð­inn 2,2 millj­ón­ir. Hlut­fall tekna ferða­þjón­ust­unnar af gjald­eyr­is­tekjum þjóð­ar­innar hefur vaxið úr 26,4 pró­sent í 42 pró­sent á ára­bil­inu 2013 til 2017 sam­kvæmt mæl­ingum Hag­stofu Íslands,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þá kemur fram að mik­ill meiri­hluti ferða­manna leiti sér upp­lýs­inga um Ísland á net­inu eða í gegnum sam­fé­lags­miðla. Þannig megi finna 10.370.725 myndir með myllu­merk­inu #Iceland á sam­fé­lags­miðl­inum Instagram sem stofn­aður var í lok árs 2010. Ímynd Íslands á alþjóða­vísu og hug­myndir ferða­manna sem hingað koma um landið séu sam­ofnar þeim breyt­ingum og hraða á upp­lýs­inga­miðlun sem átt hefur sér stað und­an­far­inn ára­tug með til­komu sam­fé­lags­miðla. Það sé því mik­il­vægt fyrir ferða­þjón­ust­una að gerð sé ítar­leg athugun á við­horfi þeirra þjóða sem helst koma hingað til hval­veiða og hvort þau við­horf komi til með að hafa áhrif á vilja fólks til að ferð­ast til lands­ins.

Ekki sé síður mik­il­vægt að kanna hug þess­ara þjóða á því hvaða áhrif hval­veiðar hefðu á vilja þeirra til að kaupa vörur frá Íslandi. Þegar stjórn­völd og Sam­tök atvinnu­lífs­ins und­ir­rit­uðu sam­starfs­samn­ing um átak í þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við útflutn­ings­fyr­ir­tæki til að auka slag­kraft þeirra á erlendum mörk­uðum kom fram hjá fram­kvæmda­stjóra SA að auka þyrfti útflutn­ing um einn millj­arð króna á viku til að standa undir hag­vaxta­spám.

Miklir hags­munir fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg

Sam­kvæmt þing­mönn­unum sem leggja fram til­lög­una er ljóst að áfram­hald­andi lífs­gæðum á Íslandi verður ekki við­haldið nema með því að stór­auka útflutn­ing á íslenskum vörum og þjón­ustu. „Nú þegar eru komnar fram vís­bend­ingar um að hval­veiðar geti haft áhrif á val neyt­enda á íslenskum vör­um. Í könn­unum sem „Iceland Naturally“, sem er mark­aðs- og kynn­ing­ar­verk­efni aðila með hags­muni á mörk­uðum í Norð­ur­-Am­er­íku, hefur gert reglu­lega á við­horfum Banda­ríkja­manna og Kanada­manna til hval­veiða er ljóst að veiðar hafa veru­leg áhrif á við­horf þess­ara þjóða gagn­vart hval­veiði­þjóðum og vörum frá þeim. Í því sam­bandi verður að hafa í huga að sterk­ustu fisk­út­flutn­ings­mark­aðir Íslands eru m.a. í þeim löndum þar sem flutn­ings­menn óska eftir að við­horf til hval­veiða verði könn­uð.“

Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hafi jafn­framt mikla hags­muni af því að ímynd Íslands sem sjálf­bærrar fisk­veiði­þjóðar sem styðst við rann­sóknir og nútíma­legar tækni­fram­farir í veiðum og vinnslu sé ekki teflt í tví­sýnu á þessum mik­il­vægu mörk­uð­um. Í nýlegri skýrslu Íslands­banka um íslenskan sjáv­ar­út­veg komi fram að þrátt fyrir að magn fersk­fiskaf­urða hafi dreg­ist saman um þriðj­ung frá árinu 2000 þá hafi útflutn­ings­verð­mæti fersk­fiskaf­urða auk­ist um 82 pró­sent yfir sama tíma­bil. Þessi breyt­ing sýni vel að sjáv­ar­út­veg­ur­inn, sem útflutn­ings­grein, eigi mögu­leika á að ná fram enn meiri verð­mætum með því að leggja áherslu á gæði fremur en magn. Neyt­enda­venjur á þessu mörk­uðum hafi fest í sessi breyt­ingar und­an­farna ára­tugi þar sem stærri hópur neyt­enda sé til­bú­inn að greiða hærra verð fyrir vörur sem eru umhverf­is­vænar og fram­leiddar sam­kvæmt ströng­ustu kröfum um mat­væla­fram­leiðslu og dýra­vel­ferð.

„Í þessu sam­hengi er mik­il­vægt að huga vel að því að ímynd sem byggð er upp með mark­aðs­her­ferðum og á sam­fé­lags­miðlum getur eyði­lagst eða stór­lega skað­ast nán­ast á auga­bragði ef réttar aðstæður skap­ast í flóknu sam­spili til­finn­inga og skila­boða sem fara manna á milli á inter­net­inu. Stjórn­völdum ber skylda til að safna grein­ar­góðum upp­lýs­ingum um áhrif ákvarð­ana sinna á mik­il­væg­ustu við­skipta­mörk­uðum okk­ar. Ákvörðun um áfram­hald­andi hval­veiðar er veiga­mikil og sterkar vís­bend­ingar eru uppi um að stærstu útflutn­ings­greinum Íslands stafi ógn af þeirri ákvörð­un. Því er nauð­syn­legt að kanna áhrif áfram­hald­andi hval­veiða á ímynd lands­ins og vöru­merkið Ísland áður en ný veiði­leyfi verða gefin út,“ segir í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­inni.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent