Breyttar forsendur kalla á nýja fjármálaáætlun

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist á þingi í dag telja gjörbreyttar forsendur í efnahagslífinu kalla á breytta fjármálastefnu.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Alþingi í dag, að hann teldi breyttar horfur í efna­hags­líf­inu kalla á nýja fjár­mála­á­ætl­un. 

Sam­kvæmt nýrri spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir 0,2 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, en sam­kvæmt bráða­birgð­ar­tölum Hag­stof­unnar frá því í mars, var hag­vöxtur 4,6 pró­sent í fyrra.

Mikil breyt­ing til hins verra, á skömmum tíma, skýrist einkum af sam­drætti í útflutn­ings­tekjum þjóð­ar­búss­ins, eftir fall WOW air og sam­drátt í komu ferða­manna til lands­ins, og síðan í loðnu­bresti, en árlegar tekjur af sölu á loðnu­afla hafa numið á bil­inu 18 til 30 millj­örðum árlega, á síð­ustu árum. 

Auglýsing

Oddný Harðardóttir.

Bjarni sagði, í umræðum sem sköp­uð­ust eftir að Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði út í vinnu við fjár­mála­á­ætl­un, að for­send­urnar væru ein­fald­lega veru­lega breytta frá því að rík­is­stjórnin setti fram áætlun sína í byrjun kjör­tíma­bils­ins.

„Hvað er það í opin­berum fjár­málum sem kemur að bestu gagni fyrir hag­kerfið og fólkið sem býr í þessu landi í dag. Það er alvöru spurn­ing­in. Nema menn ætli að vera forma­list­ar,“ sagði Bjarni meðal ann­ar­s. 

Óhætt er að segja að dramat­ískar breyt­ingar hafi orðið á stöðu efna­hags­mála á und­an­förnum vikum og mán­uð­u­m. 

Í fyrra urðu til 6.500 ný störf í íslenska hag­kerf­inu, eða sem nemur rúm­lega 1.400 störfum fyrir hvert pró­sentu­stig í hag­vext­i. 

Breyt­ingin úr miklum hag­vexti í sam­drátt má því mæla í þús­undum starfa, nærri 7 þús­und, sé miðað við fyrr­nefndar for­send­ur. 

Í upp­hafi árs í fyrra voru 201 þús­und og eitt­hund­rað störf í íslenska hag­kerf­inu, en þau voru 207 þús­und og sex hund­ruð, í upp­hafi þessa árs, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands.

Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa
Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent