Breyttar forsendur kalla á nýja fjármálaáætlun

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist á þingi í dag telja gjörbreyttar forsendur í efnahagslífinu kalla á breytta fjármálastefnu.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Alþingi í dag, að hann teldi breyttar horfur í efna­hags­líf­inu kalla á nýja fjár­mála­á­ætl­un. 

Sam­kvæmt nýrri spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir 0,2 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, en sam­kvæmt bráða­birgð­ar­tölum Hag­stof­unnar frá því í mars, var hag­vöxtur 4,6 pró­sent í fyrra.

Mikil breyt­ing til hins verra, á skömmum tíma, skýrist einkum af sam­drætti í útflutn­ings­tekjum þjóð­ar­búss­ins, eftir fall WOW air og sam­drátt í komu ferða­manna til lands­ins, og síðan í loðnu­bresti, en árlegar tekjur af sölu á loðnu­afla hafa numið á bil­inu 18 til 30 millj­örðum árlega, á síð­ustu árum. 

Auglýsing

Oddný Harðardóttir.

Bjarni sagði, í umræðum sem sköp­uð­ust eftir að Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði út í vinnu við fjár­mála­á­ætl­un, að for­send­urnar væru ein­fald­lega veru­lega breytta frá því að rík­is­stjórnin setti fram áætlun sína í byrjun kjör­tíma­bils­ins.

„Hvað er það í opin­berum fjár­málum sem kemur að bestu gagni fyrir hag­kerfið og fólkið sem býr í þessu landi í dag. Það er alvöru spurn­ing­in. Nema menn ætli að vera forma­list­ar,“ sagði Bjarni meðal ann­ar­s. 

Óhætt er að segja að dramat­ískar breyt­ingar hafi orðið á stöðu efna­hags­mála á und­an­förnum vikum og mán­uð­u­m. 

Í fyrra urðu til 6.500 ný störf í íslenska hag­kerf­inu, eða sem nemur rúm­lega 1.400 störfum fyrir hvert pró­sentu­stig í hag­vext­i. 

Breyt­ingin úr miklum hag­vexti í sam­drátt má því mæla í þús­undum starfa, nærri 7 þús­und, sé miðað við fyrr­nefndar for­send­ur. 

Í upp­hafi árs í fyrra voru 201 þús­und og eitt­hund­rað störf í íslenska hag­kerf­inu, en þau voru 207 þús­und og sex hund­ruð, í upp­hafi þessa árs, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent