Breyttar forsendur kalla á nýja fjármálaáætlun

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist á þingi í dag telja gjörbreyttar forsendur í efnahagslífinu kalla á breytta fjármálastefnu.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Alþingi í dag, að hann teldi breyttar horfur í efna­hags­líf­inu kalla á nýja fjár­mála­á­ætl­un. 

Sam­kvæmt nýrri spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir 0,2 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, en sam­kvæmt bráða­birgð­ar­tölum Hag­stof­unnar frá því í mars, var hag­vöxtur 4,6 pró­sent í fyrra.

Mikil breyt­ing til hins verra, á skömmum tíma, skýrist einkum af sam­drætti í útflutn­ings­tekjum þjóð­ar­búss­ins, eftir fall WOW air og sam­drátt í komu ferða­manna til lands­ins, og síðan í loðnu­bresti, en árlegar tekjur af sölu á loðnu­afla hafa numið á bil­inu 18 til 30 millj­örðum árlega, á síð­ustu árum. 

Auglýsing

Oddný Harðardóttir.

Bjarni sagði, í umræðum sem sköp­uð­ust eftir að Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði út í vinnu við fjár­mála­á­ætl­un, að for­send­urnar væru ein­fald­lega veru­lega breytta frá því að rík­is­stjórnin setti fram áætlun sína í byrjun kjör­tíma­bils­ins.

„Hvað er það í opin­berum fjár­málum sem kemur að bestu gagni fyrir hag­kerfið og fólkið sem býr í þessu landi í dag. Það er alvöru spurn­ing­in. Nema menn ætli að vera forma­list­ar,“ sagði Bjarni meðal ann­ar­s. 

Óhætt er að segja að dramat­ískar breyt­ingar hafi orðið á stöðu efna­hags­mála á und­an­förnum vikum og mán­uð­u­m. 

Í fyrra urðu til 6.500 ný störf í íslenska hag­kerf­inu, eða sem nemur rúm­lega 1.400 störfum fyrir hvert pró­sentu­stig í hag­vext­i. 

Breyt­ingin úr miklum hag­vexti í sam­drátt má því mæla í þús­undum starfa, nærri 7 þús­und, sé miðað við fyrr­nefndar for­send­ur. 

Í upp­hafi árs í fyrra voru 201 þús­und og eitt­hund­rað störf í íslenska hag­kerf­inu, en þau voru 207 þús­und og sex hund­ruð, í upp­hafi þessa árs, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent