Heildarlaun félagsmanna VR að meðaltali 652 þúsund krónur

Heildarlaun félagsmanna VR voru 652 þúsund krónur að meðaltali í febrúar síðastliðnum en miðgildi heildarlauna var 600 þúsund.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Heild­ar­laun félags­manna VR voru 652 þús­und krónur að með­al­tali í febr­úar síð­ast­liðnum en mið­gildi heild­ar­launa var 600 þús­und. Grunn­laun voru að með­al­tali 644 þús­und en mið­gildi grunn­launa var 591 þús­und. Þetta er nið­ur­staða launa­rann­sóknar VR á launum í febr­úar 2019.

Í frétt VR um málið kemur fram að launa­rann­sókn VR byggi á nið­ur­stöðum í reikni­vél­inni Mín laun á Mínum síðum á vef félags­ins. Félags­menn skrá starfs­heiti sitt og vinnu­tíma í reikni­vél­ina og fá birtan sam­an­burð sinna launa við félags­menn í sams­konar starfi. Miðað er við að lág­marki 60 pró­sent starfs­hlut­fall sem reiknað er upp í fullt starf og er allur sam­an­burður því á grund­velli a.m.k. 100 pró­sent starfs­hlut­falls. Launa­rann­sókn fyrir febr­úar 2019 byggir á tæp­lega 11 þús­und skrán­ingum en félags­menn VR í þeim mán­uði voru um 36 þús­und.

Launa­reikni­vélin á vef VR hefur verið í þróun í tæp þrjú ár en þetta er í fyrsta skipti sem nið­ur­stöður hennar eru birt­ar, sam­kvæmt VR. Mark­miðið með hönnun á launa­reikni­vél­inni var að hún tæki við af launa­könnun VR en félagið hefur staðið fyrir árlegri könnun á launa­kjörum félags­manna sinna í tvo ára­tugi. Í ljósi þess að nú eru birtar nið­ur­stöður af Mínum síðum var ekki gerð launa­könnun árið 2019.

Auglýsing

„Launa­rann­sókn VR sýnir grunn- og heild­ar­laun eftir starfs­stétt­um, óháð atvinnu­grein­um, sem og starfs­stéttum innan atvinnu­greina. Laun eru birt ef sex eða fleiri félags­menn hafa skráð við­kom­andi starfs­heiti í launa­reikni­vél­ina á Mínum síðum og er það í sam­ræmi við það sem gert hefur verið í launa­könnun VR og launa­könn­unum ann­arra stétt­ar­fé­laga und­an­farin ár. Við bendum á mik­il­vægi þess að skoða fjórð­ungs­mörk og mið­gildi launa í töfl­un­um,“ segir í frétt VR.

Útreikn­ingur launa byggir á félags­gjöld­um, það er ein­göngu þeim launum sem greidd eru félags­gjöld af. Sam­kvæmt VR eru inni í birtum launa­tölum því ekki öku­tækja­styrkir, dag­pen­ingar eða aðrar slíkar greiðsl­ur. Grunn­laun eru reiknuð á grund­velli heild­ar­launa og yfir­vinnu­tíma sem félags­menn skrá í reikni­vél­ina, ef svo ber und­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent