Heildarlaun félagsmanna VR að meðaltali 652 þúsund krónur

Heildarlaun félagsmanna VR voru 652 þúsund krónur að meðaltali í febrúar síðastliðnum en miðgildi heildarlauna var 600 þúsund.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Heild­ar­laun félags­manna VR voru 652 þús­und krónur að með­al­tali í febr­úar síð­ast­liðnum en mið­gildi heild­ar­launa var 600 þús­und. Grunn­laun voru að með­al­tali 644 þús­und en mið­gildi grunn­launa var 591 þús­und. Þetta er nið­ur­staða launa­rann­sóknar VR á launum í febr­úar 2019.

Í frétt VR um málið kemur fram að launa­rann­sókn VR byggi á nið­ur­stöðum í reikni­vél­inni Mín laun á Mínum síðum á vef félags­ins. Félags­menn skrá starfs­heiti sitt og vinnu­tíma í reikni­vél­ina og fá birtan sam­an­burð sinna launa við félags­menn í sams­konar starfi. Miðað er við að lág­marki 60 pró­sent starfs­hlut­fall sem reiknað er upp í fullt starf og er allur sam­an­burður því á grund­velli a.m.k. 100 pró­sent starfs­hlut­falls. Launa­rann­sókn fyrir febr­úar 2019 byggir á tæp­lega 11 þús­und skrán­ingum en félags­menn VR í þeim mán­uði voru um 36 þús­und.

Launa­reikni­vélin á vef VR hefur verið í þróun í tæp þrjú ár en þetta er í fyrsta skipti sem nið­ur­stöður hennar eru birt­ar, sam­kvæmt VR. Mark­miðið með hönnun á launa­reikni­vél­inni var að hún tæki við af launa­könnun VR en félagið hefur staðið fyrir árlegri könnun á launa­kjörum félags­manna sinna í tvo ára­tugi. Í ljósi þess að nú eru birtar nið­ur­stöður af Mínum síðum var ekki gerð launa­könnun árið 2019.

Auglýsing

„Launa­rann­sókn VR sýnir grunn- og heild­ar­laun eftir starfs­stétt­um, óháð atvinnu­grein­um, sem og starfs­stéttum innan atvinnu­greina. Laun eru birt ef sex eða fleiri félags­menn hafa skráð við­kom­andi starfs­heiti í launa­reikni­vél­ina á Mínum síðum og er það í sam­ræmi við það sem gert hefur verið í launa­könnun VR og launa­könn­unum ann­arra stétt­ar­fé­laga und­an­farin ár. Við bendum á mik­il­vægi þess að skoða fjórð­ungs­mörk og mið­gildi launa í töfl­un­um,“ segir í frétt VR.

Útreikn­ingur launa byggir á félags­gjöld­um, það er ein­göngu þeim launum sem greidd eru félags­gjöld af. Sam­kvæmt VR eru inni í birtum launa­tölum því ekki öku­tækja­styrkir, dag­pen­ingar eða aðrar slíkar greiðsl­ur. Grunn­laun eru reiknuð á grund­velli heild­ar­launa og yfir­vinnu­tíma sem félags­menn skrá í reikni­vél­ina, ef svo ber und­ir.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent