Konur í fyrsta sinn þriðjungur stjórnarmanna stórra fyrirtækja

Á síðasta ári voru konur 33,5 prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 launþega eða fleiri og er þetta í fyrsta sinn sem það hlutfall mælist hærra en þriðjungur.

Jafnrétti
Auglýsing

Í lok árs 2018 voru konur 26,2 pró­sent stjórn­ar­manna fyr­ir­tækja sem greiða laun og skráð eru í hluta­fé­laga­skrá. Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja var á bil­inu 21,3 pró­sent til 22,3 pró­sent á árunum 1999 til 2006, hækk­aði svo í 25,5 pró­sent árið 2014, og hefur verið um 26 pró­sent síð­ustu fjögur ár. Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar í dag.

Árið 2018 voru konur 33,5 pró­sent stjórn­ar­manna í fyr­ir­tækjum með 50 laun­þega eða fleiri, og er það í fyrsta sinn sem það hlut­fall mælist hærra en þriðj­ung­ur. Til sam­an­burðar var hlut­fall þeirra í stjórnum stórra fyr­ir­tækja 12,7 pró­sent árið 2007 og 9,5 pró­sent árið 1999, en náði fyrra hámarki 33,2 pró­sent árið 2014.

Mynd: Hagstofan

Auglýsing

Árið 2010 voru sam­þykkt lög um að hlut­fall hvors kyns skyldi vera yfir 40 pró­sent í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn, og tóku þau að fullu gildi í sept­em­ber 2013. Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja með færri en 50 laun­þega stendur nán­ast í stað milli ára, 25,9 pró­sent.

Hlut­fall kvenna í stöðu fram­kvæmda­stjóra hækkar lít­il­lega milli ára, eða 22,7 pró­sent, sem fylgir eftir hæg­fara aukn­ingu allt frá 1999. Hlut­fall kvenna í stöðu stjórn­ar­for­manna var 24,1 pró­sent í lok árs 2018.

Vilja jafna hlut kvenna og karla í stjórnum fyr­ir­tækja

For­­sæt­is­ráðu­­neytið og Félag kvenna í atvinn­u­líf­inu (FKA) gerðu með sér samn­ing um stuðn­­ing stjórn­­­valda við verk­efnið Jafn­­væg­is­vog­ina þann 29. mars síð­ast­lið­inn.

Mark­mið verk­efn­is­ins er að stuðla að jafn­­­ari hlut kvenna og karla í stjórnum og fram­­kvæmda­­stjórnum fyr­ir­tækja í sam­ræmi við ákvæði laga sem kveða á um 40-60 kynja­hlut­­fall. Samn­ing­­ur­inn gildir í eitt ár og greiðir for­­sæt­is­ráðu­­neytið FKA fimm millj­­ónir króna til að sinna þeim verk­þáttum sem samn­ing­­ur­inn tekur til. Fram­­kvæmd verk­efna sam­­kvæmt samn­ingnum fer fram í nánu sam­ráði við skrif­­stofu jafn­­rétt­is­­mála í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu.

Meg­in­­mark­mið samn­ings­ins er að gera FKA kleift að vinna áfram að því að safna og sam­ræma tölu­­legar upp­­lýs­ingar um hlut kvenna og karla í stjórnum og fram­­kvæmda­­stjórnum fyr­ir­tækja í eigu einka­að­ila og hins opin­bera. Þá verður mæla­­borð Jafn­­væg­is­vog­­ar­innar upp­­­fært reglu­­lega, fræðsla veitt um mik­il­vægi fjöl­breyt­i­­leika í stjórnum og stjórn­­enda­teymum og kynn­ingar haldnar á mæla­­borð­inu og mark­miðum verk­efn­is­ins fyrir fyr­ir­tæki, stjórn­­völd og almenn­ing. Einnig verður fyr­ir­tækjum fjölgað til liðs við verk­efnið og Jafn­­væg­is­vog­­ar-við­­ur­­kenn­ingu veitt til þeirra sem náð hafa mark­miðum verk­efn­is­ins um jafn­­­ari hlut kvenna og karla.

Nei­­kvæð þróun hér­­­lendis

Í des­em­ber 2018 var greint frá því að Íslandi tróni á toppnum á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir ríki þar sem kynja­­jafn­­frétti er mest. Næst á eftir Íslandi á list­­anum eru önnur Norð­­ur­lönd: Nor­eg­­ur, Sví­­þjóð og Finn­land, en alls nær úttektin yfir 149 lönd. Hún leggur mat á jafn­­rétti kynj­anna í stjórn­­­mál­um, mennt­un, atvinnu og heil­brigði.

Sam­­kvæmt nið­­ur­­stöðu úttekt­­ar­innar mun það taka heim­inn 108 ár að ná fullu jafn­­rétti karla og kvenna í heim­in­­um. Ísland er, líkt og áður sagði, komið lengst á þeirri veg­­ferð. 85,8 pró­­sent af kynja­ó­­jafn­­rétt­is­bil­inu er þegar brúað sam­­kvæmt mæli­kvörð­unum sem miðað er við. Þrátt fyrir for­yst­u­hlut­verk Íslands þá hefur líka átt sér stað nei­­kvæð þróun hér­­­lend­­is.

Þannig hafi konum á þingi fækkað í kosn­­ing­unum 2017. Fjöldi þeirra fór úr met­­töl­unni 30 í 24 og hlut­­fallið á meðal þing­­manna allra úr 47,6 pró­­sent í 38 pró­­sent. Hlut­­fall kvenna á Alþingi hefur ekki verið lægra eftir hrun. Sig­­ur­­veg­­arar þeirra kosn­­inga voru mið­aldra karl­­ar, sem juku umfang sitt á meðal þjóð­­kjör­inna full­­trúa umtals­vert.

Þátt­­taka og tæki­­færi kvenna í efna­hags­líf­inu dreg­ist saman

Í úttekt Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins segir enn fremur að konum í æðstu emb­ætt­is­­manna­­stöðum hafi einnig fækk­að. Þá hafi þátt­­taka og tæki­­færi kvenna í efna­hags­líf­inu líka dreg­ist sam­­an.

Kjarn­inn hefur fram­­kvæmt úttekt á því hvers kyns þeir eru sem stýra fjár­­­magni á Íslandi árlega frá 2014. Úttektin nú er því sú sjötta sem fram­­kvæmd hefur ver­ið.

Í ár náði hún, líkt og í fyrra, til 90 æðstu stjórn­­enda við­­skipta­­banka, spari­­­sjóða, líf­eyr­is­­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­­fé­laga, lána­­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­­fyr­ir­tækja og -mið­l­ana, fram­taks­­sjóða, orku­­fyr­ir­tækja, greiðslu­­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­­sjóða. Nið­­ur­­staðan nú er sú að 80 þeirra eru karlar en tíu eru kon­­ur. Konum fjölgar um eina á milli ára en hlut­­fall þeirra á meðal helstu stjórn­­enda fjár­­­magns á Íslandi fer með því úr tíu pró­­sentum í 11,1 pró­­sent milli áranna 2018 og 2019.

Þessi hópur sem fellur undir úttekt­­ar­skil­yrðin stýrir þús­undum millj­­arða króna og velur í hvaða fjár­­­fest­ingar þeir pen­ingar rata hverju sinni.

Þegar úttekt Kjarn­ans var fram­­­kvæmd fyrst, í febr­­­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­­­ur. Árið 2015 voru störfin 87, karl­­­arnir 80 og kon­­­urnar sjö. 2016 voru störfin 92, karl­­arnir 85 og kon­­urnar sjö. Árið 2017 var nið­­ur­­staðan 80 karlar og átta kon­­ur. Í fyrra var hún 81 karl og níu kon­­ur. Og í ár fjölg­aði kon­unum um eina en körlunum fækk­­aði um jafn­­marga.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent