Fyrsta frumvarp vegna lífskjarasamninga lagt fram

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fyrsta frumvarpið í tengslum við lífskjarasamningana sem kynntir voru í apríl. Lagðar eru til breytingar á lögum um almennar íbúðir með það fyrir augum að liðka fyrir byggingu nýrra íbúða í almenna íbúðakerfinu.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Auglýsing

Fyrsta frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar í tengslum við lífs­kjara­samn­ing­ana hefur verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til umsagn­ar. Frum­varpið leggur til breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir en í til­kynn­ingu frá Félags­mála­ráðu­neyt­inu segir að breyt­ing­arnar séu lagðar fram til að bæta hús­næð­is­ör­yggi og lækka hús­næð­is­kostnað tekju- og eigna­lágra leigj­enda.

Koma til­lögum átaks­hóps­ins til fram­kvæmda 

­Rík­is­stjórnin lagði fram aðgerðir að umfangi 80 millj­arða til að liðka fyrir gerð kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði í apríl síð­ast­liðn­um. Aðgerð­irnar eru í 38 lið­um, þar af snúa 13 liðir að hús­næð­is­mál­um. Einn þess­ara liða snýr að inn­leið­ingu til­lagna átaks­hóps um hús­næð­is­mál sem lag­aðar voru fram í jan­úar síð­ast­liðn­um. Til­lag­anna var beðið með umtals­verðri eft­ir­vænt­ingu enda þóttu mögu­legar aðgerðir yfir­valda í hús­næð­is­málum vera lyk­il­breytan í því að höggva á þann hnút sem til staðar var í kjara­við­ræð­un­um.

Hóp­ur­inn vann grein­ingu á þörf fyrir íbúðum á lands­vísu en sam­kvæmt grein­ing­unni lá fyrir að mikið af þeim íbúðum sem voru í bygg­ingu hent­uðu ekki þeim hópum sem eru í mestum vand­ræðum á hús­næð­is­mark­aði, þ.e. tekju- og eigna­lág­um. 

Auglýsing

Hóp­ur­inn lagði því fram alls 40 til­lögur sem mið­uðu meðal ann­ars að því að hag­­kvæm­um íbúðum á við­ráð­an­­legu verði fyr­ir tekju­lága yrði fjölg­að. Þar á meðal til­lögur að áfram­hald­andi upp­­­bygg­ingu al­­menna íbúða­kerf­is­ins og upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­inna hús­næð­is­­fé­laga að nor­rænni fyr­ir­­mynd. Auk þess lagði hóp­ur­inn áherslu á leiðir til þess að lækka bygg­ing­­ar­­kostnað og stytta bygg­ing­­ar­­tíma.

Lagt fram til að liðka fyrir fjölgun nýbygg­inga 

Með fyrr­greindu frum­varpi félags­mála­ráð­herra er mark­miðið að koma fjórum til­lögum átaks­hóps­ins til fram­kvæmda til sam­ræmis við skuld­bind­ingar rík­is­stjórn­ar­innar vegna lífs­kjara­samn­ing­anna. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu kemur jafn­framt fram að unnið sé að nán­ari útfærslu ann­arra til­lagna átaks­hóps­ins sem snúa að almenna íbúða­kerf­inu og stefnt sé að því að frum­varp þar að lút­andi verði lagt fram á Alþingi haustið 2019.

Frum­varpið sem nú liggur fyrir í sam­ráðs­gátt var samið í fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu og Íbúða­lána­sjóði. Í frum­varp­inu er til ýmsar breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir sem tóku gildi 15. júní 2016 með það fyrir augum að liðka fyrir fjölgun nýbygg­inga í almenna íbúða­kerf­inu. Þá er meðal ann­ars lagt til að sér­stakt byggða­fram­lag, sem standi þá ein­ungis sveit­ar­fé­lög­um, félög­um, þar með talið hús­næð­is­sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, og félaga­sam­tökum sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni og hafa það sem lang­tíma­mark­mið að eiga og hafa umsjón með rekstri leigu­í­búða til boða, verði veitt. 

Hægt að sækja um stofn­fram­lög vegna verk­efna sem þegar eru hafin

Þá eru lagðar til ýmsar breyt­ingar til að lækka fjár­magns­kostnað stofn­fram­lags­hafa, þar á meðal er lagt til að heim­ila um­sækj­endum að sækja um stofn­fram­lög vegna verk­efna sem þegar eru í bygg­ingu. Enn frem­ur er lagt til að sveit­ar­fé­lögum verði heim­ilað að leggja fram hús­næði sem breyta á í almennar íbúðir sem stofn­fram­lag.

Í frum­varp­in­u er einnig lagt til að hækka tekju-og ­eign­ar­mörk ­leigj­enda almennra íbúða þannig að hærra hlut­fall lands­manna eigi kost á almennum íbúð­um. Lagt er til grund­vallar að í stað þess að mörkin mið­ist við neðri fjórð­ungs­mörk, 25 pró­sent, mið­ist mörkin við tekjur í tveimur lægstu tekju­fimmt­ungum eða 40 pró­sent. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Smitum fjölgar um eitt á milli daga.
Tuttugu og eitt smit og átta utan sóttkvíar
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með COVID-19 hérlendis í gær. Minnihluti þeirra, eða átta manns, voru utan sóttkvíar við greiningu.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent