Fyrsta frumvarp vegna lífskjarasamninga lagt fram

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fyrsta frumvarpið í tengslum við lífskjarasamningana sem kynntir voru í apríl. Lagðar eru til breytingar á lögum um almennar íbúðir með það fyrir augum að liðka fyrir byggingu nýrra íbúða í almenna íbúðakerfinu.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Auglýsing

Fyrsta frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar í tengslum við lífs­kjara­samn­ing­ana hefur verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til umsagn­ar. Frum­varpið leggur til breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir en í til­kynn­ingu frá Félags­mála­ráðu­neyt­inu segir að breyt­ing­arnar séu lagðar fram til að bæta hús­næð­is­ör­yggi og lækka hús­næð­is­kostnað tekju- og eigna­lágra leigj­enda.

Koma til­lögum átaks­hóps­ins til fram­kvæmda 

­Rík­is­stjórnin lagði fram aðgerðir að umfangi 80 millj­arða til að liðka fyrir gerð kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði í apríl síð­ast­liðn­um. Aðgerð­irnar eru í 38 lið­um, þar af snúa 13 liðir að hús­næð­is­mál­um. Einn þess­ara liða snýr að inn­leið­ingu til­lagna átaks­hóps um hús­næð­is­mál sem lag­aðar voru fram í jan­úar síð­ast­liðn­um. Til­lag­anna var beðið með umtals­verðri eft­ir­vænt­ingu enda þóttu mögu­legar aðgerðir yfir­valda í hús­næð­is­málum vera lyk­il­breytan í því að höggva á þann hnút sem til staðar var í kjara­við­ræð­un­um.

Hóp­ur­inn vann grein­ingu á þörf fyrir íbúðum á lands­vísu en sam­kvæmt grein­ing­unni lá fyrir að mikið af þeim íbúðum sem voru í bygg­ingu hent­uðu ekki þeim hópum sem eru í mestum vand­ræðum á hús­næð­is­mark­aði, þ.e. tekju- og eigna­lág­um. 

Auglýsing

Hóp­ur­inn lagði því fram alls 40 til­lögur sem mið­uðu meðal ann­ars að því að hag­­kvæm­um íbúðum á við­ráð­an­­legu verði fyr­ir tekju­lága yrði fjölg­að. Þar á meðal til­lögur að áfram­hald­andi upp­­­bygg­ingu al­­menna íbúða­kerf­is­ins og upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­inna hús­næð­is­­fé­laga að nor­rænni fyr­ir­­mynd. Auk þess lagði hóp­ur­inn áherslu á leiðir til þess að lækka bygg­ing­­ar­­kostnað og stytta bygg­ing­­ar­­tíma.

Lagt fram til að liðka fyrir fjölgun nýbygg­inga 

Með fyrr­greindu frum­varpi félags­mála­ráð­herra er mark­miðið að koma fjórum til­lögum átaks­hóps­ins til fram­kvæmda til sam­ræmis við skuld­bind­ingar rík­is­stjórn­ar­innar vegna lífs­kjara­samn­ing­anna. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu kemur jafn­framt fram að unnið sé að nán­ari útfærslu ann­arra til­lagna átaks­hóps­ins sem snúa að almenna íbúða­kerf­inu og stefnt sé að því að frum­varp þar að lút­andi verði lagt fram á Alþingi haustið 2019.

Frum­varpið sem nú liggur fyrir í sam­ráðs­gátt var samið í fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu og Íbúða­lána­sjóði. Í frum­varp­inu er til ýmsar breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir sem tóku gildi 15. júní 2016 með það fyrir augum að liðka fyrir fjölgun nýbygg­inga í almenna íbúða­kerf­inu. Þá er meðal ann­ars lagt til að sér­stakt byggða­fram­lag, sem standi þá ein­ungis sveit­ar­fé­lög­um, félög­um, þar með talið hús­næð­is­sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, og félaga­sam­tökum sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni og hafa það sem lang­tíma­mark­mið að eiga og hafa umsjón með rekstri leigu­í­búða til boða, verði veitt. 

Hægt að sækja um stofn­fram­lög vegna verk­efna sem þegar eru hafin

Þá eru lagðar til ýmsar breyt­ingar til að lækka fjár­magns­kostnað stofn­fram­lags­hafa, þar á meðal er lagt til að heim­ila um­sækj­endum að sækja um stofn­fram­lög vegna verk­efna sem þegar eru í bygg­ingu. Enn frem­ur er lagt til að sveit­ar­fé­lögum verði heim­ilað að leggja fram hús­næði sem breyta á í almennar íbúðir sem stofn­fram­lag.

Í frum­varp­in­u er einnig lagt til að hækka tekju-og ­eign­ar­mörk ­leigj­enda almennra íbúða þannig að hærra hlut­fall lands­manna eigi kost á almennum íbúð­um. Lagt er til grund­vallar að í stað þess að mörkin mið­ist við neðri fjórð­ungs­mörk, 25 pró­sent, mið­ist mörkin við tekjur í tveimur lægstu tekju­fimmt­ungum eða 40 pró­sent. 

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent