Fyrsta frumvarp vegna lífskjarasamninga lagt fram

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fyrsta frumvarpið í tengslum við lífskjarasamningana sem kynntir voru í apríl. Lagðar eru til breytingar á lögum um almennar íbúðir með það fyrir augum að liðka fyrir byggingu nýrra íbúða í almenna íbúðakerfinu.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Auglýsing

Fyrsta frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar í tengslum við lífs­kjara­samn­ing­ana hefur verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til umsagn­ar. Frum­varpið leggur til breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir en í til­kynn­ingu frá Félags­mála­ráðu­neyt­inu segir að breyt­ing­arnar séu lagðar fram til að bæta hús­næð­is­ör­yggi og lækka hús­næð­is­kostnað tekju- og eigna­lágra leigj­enda.

Koma til­lögum átaks­hóps­ins til fram­kvæmda 

­Rík­is­stjórnin lagði fram aðgerðir að umfangi 80 millj­arða til að liðka fyrir gerð kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði í apríl síð­ast­liðn­um. Aðgerð­irnar eru í 38 lið­um, þar af snúa 13 liðir að hús­næð­is­mál­um. Einn þess­ara liða snýr að inn­leið­ingu til­lagna átaks­hóps um hús­næð­is­mál sem lag­aðar voru fram í jan­úar síð­ast­liðn­um. Til­lag­anna var beðið með umtals­verðri eft­ir­vænt­ingu enda þóttu mögu­legar aðgerðir yfir­valda í hús­næð­is­málum vera lyk­il­breytan í því að höggva á þann hnút sem til staðar var í kjara­við­ræð­un­um.

Hóp­ur­inn vann grein­ingu á þörf fyrir íbúðum á lands­vísu en sam­kvæmt grein­ing­unni lá fyrir að mikið af þeim íbúðum sem voru í bygg­ingu hent­uðu ekki þeim hópum sem eru í mestum vand­ræðum á hús­næð­is­mark­aði, þ.e. tekju- og eigna­lág­um. 

Auglýsing

Hóp­ur­inn lagði því fram alls 40 til­lögur sem mið­uðu meðal ann­ars að því að hag­­kvæm­um íbúðum á við­ráð­an­­legu verði fyr­ir tekju­lága yrði fjölg­að. Þar á meðal til­lögur að áfram­hald­andi upp­­­bygg­ingu al­­menna íbúða­kerf­is­ins og upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­inna hús­næð­is­­fé­laga að nor­rænni fyr­ir­­mynd. Auk þess lagði hóp­ur­inn áherslu á leiðir til þess að lækka bygg­ing­­ar­­kostnað og stytta bygg­ing­­ar­­tíma.

Lagt fram til að liðka fyrir fjölgun nýbygg­inga 

Með fyrr­greindu frum­varpi félags­mála­ráð­herra er mark­miðið að koma fjórum til­lögum átaks­hóps­ins til fram­kvæmda til sam­ræmis við skuld­bind­ingar rík­is­stjórn­ar­innar vegna lífs­kjara­samn­ing­anna. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu kemur jafn­framt fram að unnið sé að nán­ari útfærslu ann­arra til­lagna átaks­hóps­ins sem snúa að almenna íbúða­kerf­inu og stefnt sé að því að frum­varp þar að lút­andi verði lagt fram á Alþingi haustið 2019.

Frum­varpið sem nú liggur fyrir í sam­ráðs­gátt var samið í fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu og Íbúða­lána­sjóði. Í frum­varp­inu er til ýmsar breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir sem tóku gildi 15. júní 2016 með það fyrir augum að liðka fyrir fjölgun nýbygg­inga í almenna íbúða­kerf­inu. Þá er meðal ann­ars lagt til að sér­stakt byggða­fram­lag, sem standi þá ein­ungis sveit­ar­fé­lög­um, félög­um, þar með talið hús­næð­is­sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, og félaga­sam­tökum sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni og hafa það sem lang­tíma­mark­mið að eiga og hafa umsjón með rekstri leigu­í­búða til boða, verði veitt. 

Hægt að sækja um stofn­fram­lög vegna verk­efna sem þegar eru hafin

Þá eru lagðar til ýmsar breyt­ingar til að lækka fjár­magns­kostnað stofn­fram­lags­hafa, þar á meðal er lagt til að heim­ila um­sækj­endum að sækja um stofn­fram­lög vegna verk­efna sem þegar eru í bygg­ingu. Enn frem­ur er lagt til að sveit­ar­fé­lögum verði heim­ilað að leggja fram hús­næði sem breyta á í almennar íbúðir sem stofn­fram­lag.

Í frum­varp­in­u er einnig lagt til að hækka tekju-og ­eign­ar­mörk ­leigj­enda almennra íbúða þannig að hærra hlut­fall lands­manna eigi kost á almennum íbúð­um. Lagt er til grund­vallar að í stað þess að mörkin mið­ist við neðri fjórð­ungs­mörk, 25 pró­sent, mið­ist mörkin við tekjur í tveimur lægstu tekju­fimmt­ungum eða 40 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent