Fyrsta frumvarp vegna lífskjarasamninga lagt fram

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fyrsta frumvarpið í tengslum við lífskjarasamningana sem kynntir voru í apríl. Lagðar eru til breytingar á lögum um almennar íbúðir með það fyrir augum að liðka fyrir byggingu nýrra íbúða í almenna íbúðakerfinu.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Auglýsing

Fyrsta frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar í tengslum við lífs­kjara­samn­ing­ana hefur verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til umsagn­ar. Frum­varpið leggur til breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir en í til­kynn­ingu frá Félags­mála­ráðu­neyt­inu segir að breyt­ing­arnar séu lagðar fram til að bæta hús­næð­is­ör­yggi og lækka hús­næð­is­kostnað tekju- og eigna­lágra leigj­enda.

Koma til­lögum átaks­hóps­ins til fram­kvæmda 

­Rík­is­stjórnin lagði fram aðgerðir að umfangi 80 millj­arða til að liðka fyrir gerð kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði í apríl síð­ast­liðn­um. Aðgerð­irnar eru í 38 lið­um, þar af snúa 13 liðir að hús­næð­is­mál­um. Einn þess­ara liða snýr að inn­leið­ingu til­lagna átaks­hóps um hús­næð­is­mál sem lag­aðar voru fram í jan­úar síð­ast­liðn­um. Til­lag­anna var beðið með umtals­verðri eft­ir­vænt­ingu enda þóttu mögu­legar aðgerðir yfir­valda í hús­næð­is­málum vera lyk­il­breytan í því að höggva á þann hnút sem til staðar var í kjara­við­ræð­un­um.

Hóp­ur­inn vann grein­ingu á þörf fyrir íbúðum á lands­vísu en sam­kvæmt grein­ing­unni lá fyrir að mikið af þeim íbúðum sem voru í bygg­ingu hent­uðu ekki þeim hópum sem eru í mestum vand­ræðum á hús­næð­is­mark­aði, þ.e. tekju- og eigna­lág­um. 

Auglýsing

Hóp­ur­inn lagði því fram alls 40 til­lögur sem mið­uðu meðal ann­ars að því að hag­­kvæm­um íbúðum á við­ráð­an­­legu verði fyr­ir tekju­lága yrði fjölg­að. Þar á meðal til­lögur að áfram­hald­andi upp­­­bygg­ingu al­­menna íbúða­kerf­is­ins og upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­inna hús­næð­is­­fé­laga að nor­rænni fyr­ir­­mynd. Auk þess lagði hóp­ur­inn áherslu á leiðir til þess að lækka bygg­ing­­ar­­kostnað og stytta bygg­ing­­ar­­tíma.

Lagt fram til að liðka fyrir fjölgun nýbygg­inga 

Með fyrr­greindu frum­varpi félags­mála­ráð­herra er mark­miðið að koma fjórum til­lögum átaks­hóps­ins til fram­kvæmda til sam­ræmis við skuld­bind­ingar rík­is­stjórn­ar­innar vegna lífs­kjara­samn­ing­anna. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu kemur jafn­framt fram að unnið sé að nán­ari útfærslu ann­arra til­lagna átaks­hóps­ins sem snúa að almenna íbúða­kerf­inu og stefnt sé að því að frum­varp þar að lút­andi verði lagt fram á Alþingi haustið 2019.

Frum­varpið sem nú liggur fyrir í sam­ráðs­gátt var samið í fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu og Íbúða­lána­sjóði. Í frum­varp­inu er til ýmsar breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir sem tóku gildi 15. júní 2016 með það fyrir augum að liðka fyrir fjölgun nýbygg­inga í almenna íbúða­kerf­inu. Þá er meðal ann­ars lagt til að sér­stakt byggða­fram­lag, sem standi þá ein­ungis sveit­ar­fé­lög­um, félög­um, þar með talið hús­næð­is­sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, og félaga­sam­tökum sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni og hafa það sem lang­tíma­mark­mið að eiga og hafa umsjón með rekstri leigu­í­búða til boða, verði veitt. 

Hægt að sækja um stofn­fram­lög vegna verk­efna sem þegar eru hafin

Þá eru lagðar til ýmsar breyt­ingar til að lækka fjár­magns­kostnað stofn­fram­lags­hafa, þar á meðal er lagt til að heim­ila um­sækj­endum að sækja um stofn­fram­lög vegna verk­efna sem þegar eru í bygg­ingu. Enn frem­ur er lagt til að sveit­ar­fé­lögum verði heim­ilað að leggja fram hús­næði sem breyta á í almennar íbúðir sem stofn­fram­lag.

Í frum­varp­in­u er einnig lagt til að hækka tekju-og ­eign­ar­mörk ­leigj­enda almennra íbúða þannig að hærra hlut­fall lands­manna eigi kost á almennum íbúð­um. Lagt er til grund­vallar að í stað þess að mörkin mið­ist við neðri fjórð­ungs­mörk, 25 pró­sent, mið­ist mörkin við tekjur í tveimur lægstu tekju­fimmt­ungum eða 40 pró­sent. 

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent