Bára Huld Beck

Ríkisstjórnin metur framlag sitt til „lífskjarasamninga“ á 100 milljarða króna

Tíu þúsund króna aukning á ráðstöfunartekjum lægsta tekjuhóps, hækkun skerðingarmarka barnabóta, nýjar leiðir til stuðnings við fyrstu íbúðakaupendur með nýtingu lífeyrisgreiðslna og uppbygging í Keldnalandi eru á meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til svo að hægt verði að ná „lífskjarasamningum“.

Rík­is­stjórnin verð­leggur fram­lag sitt við hina svoköll­uðu „lífs­kjara­samn­inga“, sem stóð til að kynna í gær­kvöldí en var frestað á síð­ustu stundu, á 100 millj­arða króna á gild­is­tíma kjara­samn­inga, sem stefnt er að því að gildi fram í nóv­em­ber 2022. Fram­lagið er til þess fallið að greiða fyrir gerð kjara­samn­inga en rammi að slíkum var und­ir­rit­aður af full­trúum stærstu verka­lýðs­fé­lag­anna og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins á mið­nætti í gær og vonir stóðu til þess að hægt verði að ganga frá samn­ingum milli aðila vinnu­mark­að­ar­ins í gær­kvöldi eða nótt. Það tókst ekki en stefnt er að því að skrifa undir kjara­samn­ing­anna í dag.

Aðgerð­ar­pakk­inn sem rík­is­stjórnin hefur komið með á borðið inni­heldur tugi aðgerða sem snerta marga og ólíka fleti sam­fé­lags­ins. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, kall­aði pakk­ann „meiri­háttar plagg“ sem muni þýða að Ísland kom­ist á „annan stað í þróun sam­fé­lags­ins í betri átt“ í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í gær­kvöld­i.

Á meðal þeirra aðgerða sem pakk­inn nær til, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, er þróun Keldna­lands undir íbúða­byggð, hækkun ráð­stöf­un­ar­tekna lægsta tekju­hóps­ins um tíu þús­und krónur á mán­uði, úrræði fyrir fyrstu kaup­endur hús­næðis um að fá sér­stök lán eða til að nýta hluta af líf­eyr­is­ið­gjalda­greiðslum sínum til að kom­ast inn á hús­næð­is­markað og fram­leng­ing á nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til að greiða niður hús­næð­is­lán til sum­ars­ins 2021.

Nýjar leiðir til að hjálpa við kaup á hús­næði

Fjöl­margar til­lögur sem snúa að hús­næð­is­málum er að finna í pakk­an­um. Ein stærsta hús­næð­is­að­gerðin felst í því að ríkið og Reykja­vík­ur­borg eiga að kom­ast að sam­komu­lagi um að hefja skipu­lagn­ingu Keldna­lands, risa­stórs land­svæðis innan borg­ar­markanna sem er í eigu íslenska rík­is­ins.

Þá á að veita heim­ild til þess að skipta upp lög­bundnu iðgjaldi, sem er 15,5 pró­sent, þannig að 3,5 pró­sent þess verði skil­greint sem „til­greind sér­eign“. Þann hluta verður hægt að nota til hús­næð­is­kaupa.

Sú heim­ild sem er við lýði nú um að nota sér­eign­ar­sparnað til að greiða inn á lán, en á að renna út í júlí næst­kom­andi, mun verða fram­lengd í tvö ár, eða fram á mitt ár 2021.

Í pakk­anum er auk þess, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, fjöl­margar til­lögur um að bæta stöðu leigj­enda og sem eru ætl­aðar til þess að auka svig­rúm til að leigja út fast­eign­ir.

Á meðal ann­arra til­lagna eru aukin fram­lög inn í almenna íbúða­kerf­ið, að kannað verði að veita sér­stök hlut­deild­ar­lán til fyrstu íbúð­ar­kaup­enda sem bæru lægri vexti og afborg­anir fyrstu árin og gerðu tekju­lágum sem ættu ekki fyrir útborgun mögu­legt að kom­ast inn á eign­ar­markað og að stuðn­ingur stjórn­valda vegna fyrstu kaupa nái líka til þeirra sem hafa ekki átt hús­næði í fimm ár.

Breyt­ingar á skatt­kerfi og barna­bótum

Rík­is­stjórnin kynnti skatta­breyt­ing­ar­til­lögur í febr­úar sem féllu í grýttan jarð­veg hjá verka­lýðs­for­yst­unni. Þær fól í sér nýtt skatt­þrep fyrir lægstu tekj­urnar og að skatt­­leys­is­­mörk og per­­són­u­af­­sláttur og tekju­­mörk skatt­­þrepa verði látin fylgja þróun breyt­inga á vísi­­tölu neyslu­verðs og þróun fram­­leiðni. Þessar breyt­ingar áttu að leiða til þess að jöfn krónu­tölu­lækkun á skatt­byrði myndi eiga sér stað upp allan tekju­stig­ann, en vænt­ingar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar voru að meira yrði gert fyrir lægri tekju­hópa.

Þær breyt­ingar sem gripið verður til varð­andi tekju­skatt eru að uppi­stöðu í sam­ræmi við áður fram settar til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar en í stað þess að ráð­stöf­un­ar­tekjur tekju­lægsta hóp lands­manna verði auknar um 6.750 krónur á mán­uði verða þær auknar um tíu þús­und krónur á mán­uði.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er einnig á borð­inu vil­yrði um að hækka skerð­ing­ar­mörk barna­bóta í 325 þús­und krónur á mán­uði á næsta ári. Þá eru áður kynntar til­lögur um að lengja fæð­ing­ar­or­lof úr níu í tíu mán­uði á árinu 2020 og í tólf mán­uði frá byrjun árs 2021 hluti af pakk­anum sem lagður hefur verið fram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar