Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt á ný

Áhrif Klausturmálsins á fylgi stjórnmálaflokka virðast vera að ganga til baka og Miðflokkurinn, sem var í aðalhlutverki í því máli, mælist nú með nákvæmlega sama fylgi og Framsókn. Erfitt gæti verið að mynda meirihlutastjórn miðað við fylgi flokka í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um, sem fram fóru 28. októ­ber 2017, fékk Mið­flokk­ur­inn, þá nokk­urra vikna gam­all stjórn­mála­flokkur sem stofn­aður var utan um Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, 10,9 pró­sent atkvæða.

Það var ívið meira fylgi en spár höfðu gert ráð fyrir í aðdrag­anda kosn­ing­anna þótt ekki skeik­aði miklu.

Fylgi Mið­flokks­ins dal­aði síðan í kjöl­far kosn­ing­anna og fór niður í 5,8 pró­sent í lok árs 2017. Í fyrra óx það síðan jafnt og þétt og var orðið 8,7 pró­sent sam­kvæmt þjóð­ar­púlsi Gallup í lok sum­ars og heil tólf pró­sent í lok nóv­em­ber það ár. Flokk­ur­inn var á flugi.

Auglýsing

Þá kom Klaust­ur­málið upp. Það sner­ist um upp­töku af drykkju og nið­ur­lægj­andi orð­ræðu fjög­urra þing­manna Mið­flokks­ins, þar á meðal allri stjórn hans, og tveggja þing­manna Flokks fólks­ins, um meðal ann­ars aðra stjórn­mála­menn, fatl­aða og sam­kyn­hneigða. Auk þess heyrð­ist á upp­tök­unni umræður um að fá þing­menn Flokks flokks­ins yfir í Mið­flokk­inn og umræður um greiða­semi við sendi­herra­skipan þegar for­maður og vara­for­maður Mið­flokks­ins sátu í rík­is­stjórn á sínum tíma.

Klaust­ur­málið rúm­lega helm­ing­aði fylgi Mið­flokks­ins og það mæld­ist 5,7 pró­sent í lok des­em­ber. Síðan þá hefur það risið jafnt og þétt og í Þjóð­ar­púlsi Gallup sem birtur var í gær mæld­ist það níu pró­sent.

Mið­flokk­ur­inn er því að nálg­ast kjör­fylgi sitt og mælist nú stærri en hann gerði í lok ágúst í fyrra.

Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokkur standa í stað

Mið­flokk­ur­inn er klofn­ings­flokkur úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Flestir lyk­il­menn hans fylgdu Sig­mundi Davíð þaðan í kjöl­far þess að hann missti for­ystu­hlut­verk sitt þar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn naut góðs af Klaust­ur­mál­inu í könn­unum fyrst um sinn, bætti við sig tæp­lega fjórum pró­sentu­stigum og mæld­ist með 11,4 pró­sent fylgi um síð­ustu ára­mót. Það var mesta fylgi sem hann hafði mælst með á árinu 2018 í könn­un­um. Síðan þá hefur fylgið dalað eilítið en stendur í stað milli síð­ustu tveggja kann­ana og mælist níu pró­sent. Því mælist fylgi Fram­sóknar nákvæm­lega það sama og klofn­ings­flokks­ins Mið­flokks­ins eins og er.

Hinn flokk­ur­inn sem Mið­flokk­ur­inn þykir lík­leg­astur til að kroppa fylgi af er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Fylgi hans stendur hins vegar í stað á milli kann­ana, mælist slétt 25 pró­sent, sem er nán­ast kjör­fylgi flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um. Því er ljóst að aukið fylgi við Mið­flokk­inn virð­ist vera að koma ann­ars staðar að en frá Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokki.

Þrír tapa fylgi

Þeir flokkar sem tapa fylgi á milli síð­ustu kann­ana Gallup eru Sam­fylk­ing, Vinstri græn og Sós­í­alista­flokkur Íslands. Sam­fylk­ingin mæld­ist með 19,1 pró­sent fylgi í jan­úar en mælist nú 15,9 pró­sent, Vinstri græn mæld­ust með 12,3 pró­sent fylgi í lok febr­úar en mæl­ast nú með pró­sentu­stigi minna og Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast með um eða yfir fimm pró­sent fylgi í síð­ustu könn­un­um, en er nú með 3,5 pró­sent.

Allt eru þetta flokkar sem eru ansi ólíkir Mið­flokkn­um, bæði í áferð og stefnu.

Við­reisn bætir lít­il­lega við sig milli kann­ana og fengi 10,3 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag og Píratar standa í stað með stuðn­ing 11,6 pró­sent kjós­enda.

Flokkur fólks­ins er sá eini þeirra átta flokka sem eiga full­trúa á Alþingi í dag sem mælist ekki með mann inni. Fylgi hans mælist ein­ungis 3,7 pró­sent, en stutt er síðan að tveir brottreknir þing­menn úr flokkn­um, Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, gengu til liðs við Mið­flokk­inn. Þeir voru báðir á meðal þeirra sex þing­manna sem sátu á Klaust­ur­barnum seint í nóv­em­ber í fyrra.

Erfitt að sjá rík­is­stjórn í kort­unum

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír: Vinstri græn, Fram­sókn­ar­flokkur og Sjálf­stæð­is­flokkur mæl­ast sam­an­lagt með 45,6 pró­sent fylgi sem myndi lík­ast til ekki duga til að mynda meiri­hluta­stjórn. Líkt og áður sagði er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að mæl­ast nán­ast í kjör­fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er rétt undir sínu. Vinstri græn er áfram sem áður sá flokkur sem tapar mestri póli­tískri inni­stæðu á rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu sam­kvæmt mæl­ing­um, en fylgi flokks­ins mælist nú 5,3 pró­sentu­stigum undir kjör­fylgi. Það þýðir að tæp­lega þriðji hver kjós­andi hefur yfir­gefið Vinstri græn frá því í síð­ustu þing­kosn­ing­um.

Frjáls­lynda miðju­blokk­inn, sem sam­anstendur af Sam­fylk­ingu, Pírötum og Við­reisn, mæld­ist með 40,9 pró­sent sam­eig­in­legt fylgi í jan­úar og hefði við slíkar aðstæður getað myndað rík­is­stjórn með annað hvort Fram­sókn­ar­flokki eða Vinstri grænum ef kosið hefði verið á þeim tíma, þótt sá meiri­hluti yrði með tæp­asta móti. Síðan þá hefur sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna lækkað og mælist nú 37,8 pró­sent. Það er til marks um hversu flókin hin póli­tíska staða er um þessar mundir að þeir þrír flokkar gætu ekki myndað rík­is­stjórn með meiri­hluta atkvæða á bak við sig án aðkomu Sjálf­stæð­is­flokks nema að að slík myndi inni­halda tvo aðra flokka.  

Mörg atkvæði á flokka sem næðu ekki inn

Sós­í­alista­flokkur Íslands hafði verið á umtals­verðri sigl­ingu í könn­unum upp á síðkastið og mælst með nægj­an­legt fylgi til að ná inn manni í tveimur Þjóð­ar­púlsum Gallup í röð. Fylgi hans lækkar nú um 1,5 pró­sentu­stig og stendur í 3,5 pró­sentum sem myndi ekki duga til að ná inn þing­manni ef kosið yrði nú.

Skammt fyrir ofan Sós­í­alista­flokk­inn í nýj­ustu könnun Gallup er Flokkur fólks­ins með 3,7 pró­sent fylgi sem myndi heldur ekki duga til að ná inn manni.

Það þýðir að ef kosið yrði í dag gætu um 7,6 pró­sent atkvæða þeirra sem taka afstöðu fallið niður dauð.  Af öllum sem svör­uðu könn­un­inni sögð­ust þó rúm­lega 13 pró­sent að þeir myndu skila inn auðu eða ekki kjósa og tæp­lega tíu pró­sent neit­uðu að gefa upp afstöðu sína. Slík staða gæti haft veru­leg áhrif á það hvernig þing­menn myndu rað­ast á aðra flokka.

Það er þó erfitt að sjá, úr þeim fylgis­tölum sem birt­ast í könn­unum um þessar mund­ir, að nokkur flokkur ætti að vera spenntur fyrir því að fara í kosn­ingar í bráð. Sitj­andi rík­is­stjórn myndi ekki ná meiri­hluta atkvæða á bak við sig, sú blokk stjórn­ar­and­stöð­unnar sem hefur áhuga á að mynda kjöl­festu í næstu rík­is­stjórn nýtur ekki nægj­an­legs fylgis til að láta þann draum ræt­ast og eng­inn mögu­leiki virð­ist vera fyrir Mið­flokk­inn að mynda rík­is­stjórn þar sem nær allir flokkar með mæl­an­legt fylgi, utan Sjálf­stæð­is­flokks, hafa opin­ber­lega eða í einka­sam­tölum úti­lokað sam­starf við hann.

Nið­ur­stöð­urnar eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 1. til 31. mars 2019. Heild­ar­úr­taks­stærð var 6.705 og þátt­töku­hlut­fall var 55,4 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokk­anna í könn­un­inni eru 0,2-1,6 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar