Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, hefur að undanförnu unnið að bók um gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Bókin kemur út um næstu mánaðamót á vegum Forlagsins en í henni er farið yfir aðdragandann að stofnun flugfélagsins, ris þess og falls. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greinir frá þessu í dag.
Nýjar upplýsingar um fall WOW air
Stefán Einar hefur stafað á Morgunblaðinu frá því í ársbyrjun 2015. Hann var formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins, um tveggja ára skeið 2011 til 2013 þegar hann beið lægri hlut í formannskosningu fyrir Ólafíu B. Rafnsdóttur. Stefán Einar er með meistaragráðu í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands.
Samkvæmt umfjöllun Markaðarins koma nýjar upplýsingar fram í bókinni um fall WOW air en þær eru sagðar varpa nýju ljósi á þær ítrekuðu tilraunir sem gerðar voru til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Bókin er ríflega 300 síður að lengd og byggir á opinberum heildum en einnig óbirtum skjölum.
Jafnframt hefur bókarhöfundar rætt við fjölda einstaklinga sem tengst hafa WOW air með einum eða öðrum hætti í þau rúmlega sjö ár sem flugfélagið starfaði. Þá á Stefán að hafa leitaði eftir samstarfi við Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra flugfélagsins, um ritun bókarinnar en Skúli gaf ekki kost á því.