Gagnrýni fyrrverandi formanna truflar Sjálfstæðisflokkinn

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það sé nýtt að fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýni hann opinberlega. Tveir slíkir, Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson, hafa gagnrýnt flokkinn harkalega úr sitt hvorri áttinni.

davíð gulli þorsteinn
Auglýsing

„Það sem er nýtt og við höfum aldrei haft er þú ert með fyrrum for­menn sem eru svona gagn­rýnir á Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Eru bara að ham­ast í því mjög lengi. Við erum ann­ars vegar með Þor­stein Páls­son, sem er far­inn í annan flokk, og svo Davíð Odds­son.“

Þetta segir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra í við­tali í sjón­varps­þætt­inum Manna­máli sem er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:Þor­steinn Páls­son, sem var for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins 1983 til 1991, var á meðal þeirra Sjálf­stæð­is­manna sem gengu úr flokknum eftir að aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu var dregin til baka án þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2014. Þor­steinn sagði að svik á lof­orði um slíka þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, sem gefið hafði verið í aðdrag­anda kosn­inga 2013, hafi verið „ein stærstu svik sem gerð hafa verið í íslenskum stjórn­mál­u­m“. Þor­steinn kom síðar að stofnun Við­reisnar og hefur verið ötull gagn­rýn­andi á störf Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­ustu árum. Gagn­rýni Þor­steins hefur að megin stefi verið sú að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé ekki nægi­lega alþjóð­legur og of íhalds­sam­ur.

Auglýsing
Davíð Odds­son var for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá 1991 til 2005 og hefur síð­ast­lið­inn tæpan ára­tug verið rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins. Úr því sæti hefur hann iðu­lega gagn­rýnt Sjálf­stæð­is­flokk­inn fyrir að vera ekki nægi­lega íhalds­saman og of alþjóða­sinn­að­an. Sú gagn­rýni náði ákveðnu hámarki síð­ast­lið­inn þriðju­dag þegar Davíð skrif­aði leið­ara í Morg­un­blaðið sem í stóð að stjórn­mála­flokkar væri ekki eilífir og að það þyrfti ekki endi­lega að vera harms­efni ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hætti að vera til. Í kjöl­farið líkti Davíð Sjálf­stæð­is­flokknum við danska Íhalds­flokk­inn, sem eitt sinn skipti veru­legu máli en er nú að berj­ast við að fá þrjú pró­sent atkvæða. Mál­flutn­ingur Dav­íðs und­an­farin miss­eri hefur átt mun meira sam­eig­in­legt með því sem t.d. Mið­flokkur Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­sonar stendur fyrir en áherslum margra í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Síð­ustu dæmi slíks eru afstaðan til þriðja orku­pakk­ans svo­kall­aða og nýrra þung­un­ar­rofslaga, en hluti þing­manna Sjálf­stæð­is­manna kaus með þeirri lög­gjöf sem var auk þess lögð fram sem stjórn­ar­frum­varp og sam­þykkt með miklum meiri­hluta atkvæða á þingi.

Gagn­rýnin truflar flokk­inn

Í Manna­máli spyr Sig­mundur Ernir Rún­ars­son þátt­ar­stjórn­andi Guð­laug Þór af því hvernig Sjálf­stæð­is­flokknum líði, nú þegar sótt sé að honum úr öllum átt­um. Öðru megin sé Mið­flokk­ur­inn með sínar þjóð­ern­is­legu áherslur og hinu megin Við­reisn með sína alþjóða­hyggju. Sig­mundur Ernir spyr Guð­laug Þór hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé ein­fald­lega að minnka.

Guð­laugur Þór  telur svo ekki vera. „Við höfum alltaf þolað það að sveifl­ast í skoð­ana­könn­un­um. Sem skiptir mjög miklu máli.“ Það sem sé nýtt sé að fyrr­ver­andi for­menn séu iðu­lega að gagn­rýna flokk­inn opin­ber­lega. Hann við­ur­kennir þó að þessi staða trufli flokk­inn. „Auð­vitað gerir þetta það. Þetta er líka ný upp­lif­un. Svona var þetta aldrei.“

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur farið minnk­andi und­an­farin miss­eri. Lengi vel var flokk­ur­inn með 35-40 pró­sent fylgi og í krafti þess styrk­leika hefur hann stýrt Íslandi í þrjú af hverjum fjórum árum frá því að Íslend­ingar fóru að ráða sér sjálf­ir. Í fjórum kosn­ingum í röð hefur flokk­ur­inn hins vegar fengið undir 30 pró­sent atkvæða.

Auglýsing
Þótt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé enn stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt nið­ur­stöðum síð­ustu kosn­inga, þegar hann fékk 25,3 pró­sent atkvæða, þá er staða hans því gjör­breytt frá því sem áður var.

Langt síðan að rík­is­stjórn flokks­ins sat heilt kjör­tíma­bil

Síð­asti for­maður hans sem mynd­aði rík­is­stjórn sem sat út heilt kjör­tíma­bil var Davíð Odds­son. Hrun­stjórn Geirs H. Haarde féll eftir rúm­lega eins og hálfs árs setu í byrjun árs 2009. Rík­is­stjórn Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­sonar féll eftir þrjú ár vorið 2016 vegna Panama­skjal­anna og kosið var um haust­ið, hálfu ári áður en kosn­ingar voru fyr­ir­hug­að­ar.

Og rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem tók við völdum í jan­úar 2017 eftir nokk­urra mán­aða stjórn­ar­kreppu, sat í ein­ungis 247 daga þar til að hún sprakk vegna upp­reist æru-­máls­ins um miðjan sept­em­ber 2017.

Mið­flokk­ur­inn og Við­reisn fengu sam­tals 17,6 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. Í nýj­ustu könnun Gallup mæld­ist sam­eig­in­legt fylgi þeirra 19,9 pró­sent en fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins 23,9 pró­sent. Í nýj­ustu könnun MMR mæld­ust Mið­flokk­ur­inn og Við­reisn saman með 18,4 pró­sent fylgi á meðal að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mæld­ist 20,2 pró­sent.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent