Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem meðal annars á og rekur DV og dv.is. Lilja er annar tveggja ritstjóra sem ráðnir verða til félagsins.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

Lilja Katrín Gunn­ars­dóttir hefur verið ráðin rit­stjóri Frjálsrar fjöl­miðl­unar ehf., sem meðal ann­ars  á og rekur DV og d­v.­is. ­Greint var frá því í byrj­un a­príl að að­al­rit­stjóri DV, Krist­jón Kor­mákur Guð­jóns­son, hefði sagt upp störfum og hafið störf á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut. 

Lilja Katrín hefur starfað í fjöl­miðlum síð­ustu fimmtán árin. Hún hóf fer­il­inn á Frétta­blað­inu og hefur meðal ann­ars verið rit­stjóri Séð og Heyrt, umsjón­ar­maður inn­blaðs Frétta­blaðs­ins og Lífs­ins á Vísi og vef­stjóri Mann­lífs. Þá hefur hún einnig unnið sem dag­skrár­gerð­ar­kona í Íslandi í dag og starfað sem kynn­ing­ar­stjóri fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Sagafilm. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Frjálsri fjöl­miðlum kemur fram að Lilja er annar tveggja rit­stjóra sem ráðnir verða til félags­ins. Þá er Einar Þór Sig­urðs­son áfram aðstoð­ar­rit­stjóri Frjálsrar fjöl­miðl­unar ehf. 

Auglýsing

Miklar svipt­ingar hafa verið innan DV og tengdra miðla und­an­farin mis­s­eri. Frjáls fjöl­miðlun keypti í haustið 2017 fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar: DV, D­V.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birt­u, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot. 

Hluti skulda Pressunnar voru skildar eftir í henni og félagið svo sett í þrot. Alls var kröfum upp á 315 millj­­­­ónir króna lýst í þrotabú Press­unn­­­­ar. Skipta­­­­stjóri bús­ins við­­­­ur­­­­kenndi kröfur upp á 110 millj­­­­ónir króna en hafn­aði öðr­­­­um. Skipta­­stjóri bús­ins vill láta rifta ráð­­­stöf­unum á fjár­­­munum upp á sam­tals um 400 millj­­­ónir króna sem áttu sér stað áður en Pressan var sett í þrot.

Frjáls fjöl­miðlun ehf. tap­aði 43,6 millj­­­ónum króna á þeim tæpu fjórum mán­uðum sem félagið var starf­andi á árinu 2017. Tekjur þess voru 81,4 millj­­­ónir króna frá því að félagið hóf starf­­­semi í sept­­­em­ber 2017 og fram að ára­­­mót­­­um. Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­­urður G. Guð­jóns­­­son lög­­­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­­nefnd

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent