Vilja ekki neyðarskýli við Grandagarð

Nokkrir eigendur fasteigna út á Granda hafa kært nýtt neyðarskýli fyrir heimilislausa sem opna á við Grandagarð. Kærendur telja starfrækslu neyðarskýlis ekki samræmast þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu.

Grandi
Auglýsing

Nokkrir eig­endur fast­eigna á Grand­anum hafa kært ­starf­rækslu ­neyð­ar­skýlis fyrir þá sem eru heim­il­is­laus­ir á svæð­inu til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála. Í kærunni er lýst yfir áhyggjum um að gisti­skýli falli illa að starf­sem­inni á svæð­inu og að þeim hópi manna sem gisti í skýl­inu fylgi ýmiss­konar félags­leg vanda­mál sem muni koma harka­lega niður á starf­sem­i ­svæð­is­ins. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Fjöldi heim­il­is­lausra nærri tvö­fald­að­ist frá árinu 2012

Í nóv­em­ber í fyrra sam­þykkti borg­ar­ráð kaup á hús­næði við Granda­garð sem notað verður sem neyð­ar­skýli fyrir unga karl­menn í vímu­efna­neyslu. ­Stefnt er að því að neyð­ar­­­skýlið verði opið frá klukkan 17 til klukk­an 10 næsta dag og hægt verði að taka á móti 15 ein­stak­l­ing­um í einu.

Vakin hefur verið athygli á því að brýn þörf sé á fleiri úrræðum fyrir utan­garðs­fólk hér á landi en fjöldi heim­il­is­lausra nærri tvö­fald­að­ist á árunum 2012 til 2017. Árið 2017 voru 349 manns ­­skráð­ir ut­an­­­garðs og/ eða heim­il­is­­­laus­ir í borg­inn­i, en það eru 95 pró­­­sent fleiri en þegar sam­­­bæri­­­leg mæl­ing var ­­síð­­­ast gerð árið 2012. Áfeng­is­vandi og mis­­­notkun ann­­arra vímu­efna eru talin helsta orsök þess að ein­stak­l­ingar lendi utan­­­garðs en næstal­­geng­asta orsökin eru geð­ræn vanda­­mál.

Auglýsing

Úrræðin ekki nægi­leg

Í skýrslu Vel­­ferð­­ar­sviðs Reykja­vík­­­ur­­borgar um hagi utan­­­garðs­­fólks í Reykja­vík árið 2017 kom fram að af þeim 349 sem skráðir eru utan­­­garðs voru 153 ein­stak­l­ingar sagðir búa við ótryggðar aðstæð­­ur, 118 vor­u ­­sagð­ir gista í gist­i­­skýli og 76 ein­stak­l­ingar voru sagðir haf­­ast við á göt­unni að ein­hverju ­­leyti.

Í Reykja­vík eru 24 „Heim­ili fyrst“ íbúðir í boði en önnur úrræð­i ­­fyrir heim­il­is­­lausa og utan­­­garðs­­fólk eru á­fanga­heim­il­ið ­­fyrir 37 ein­stak­l­inga, stuðn­­ings­heim­ili fyrir 8 karl­­menn og 5 kon­­ur. Ásamt því eru til staðar tvö neyð­­ar­­skýli í Reykja­vík­­­ur­­borg en hið þriðja á að bæt­­ast við á þessu ári á Granda­­garði. Eng­in dagdvöl er í dag í boði fyrir utan­garðs­fólk.

Í áliti Umboðs­­manns um stöð­u ut­an­­garðs­­fólk segir að hús­næðisúr­ræði séu ekki nægi­leg. Hann bendir á að félags­leg leigu­hús­næði standi utan­garðs­fólki sem glímir við áfeng­is- og/eða vímu­efna­­vanda í raun ekki til boða. 

Sam­ræm­ist ekki starf­semi á svæð­inu

Sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins segir í kæru ­eig­end­anna að þeir telji að starf­ræksla neyð­ar­skýlis sam­ræm­ist ekki þeirri starf­semi sem fyrir er á svæð­inu. Í kærunni er greint frá því hvernig svæðið hefur vaxið hratt og sé nýtt und­ir­ veit­inga- og versl­un­ar­starf­semi, auk hönn­unar og nýsköp­un­ar. 

Þá er veru­leg­um á­hyggjum lýst yfir því að neyð­ar­skýlið sé sér­stak­lega ætlað þeim sem neiti vímu­efna í æð. „­Ljóst er að slíkum hópi manna munu fylgja ýmiss konar félags­leg vanda­mál sem munu koma harka­lega niður á þeirri starf­semi sem nú blómstrar á svæð­in­u,“ segir í kærunn­i. Ekki er tekið nánar fram í kærunni hvernig umrædd félags­leg vanda­mál muni bitna á starf­semi fyr­ir­tækja út á Granda. 

Kærend­urnir krefj­ast því ógild­ingar á leyf­is­veit­ingu til inn­rétt­ingar gisti­skýl­is­ins með vísan til þess að starf­semin sam­ræm­ist hvorki skipu­lags­á­ætl­unum né lóð­ar­leigu­samn­ingi. Borgin hins vegar mót­mælir þeim for­sendum enda sé um þjón­ustu­starf­semi að ræða og því í fullu sam­ræmi við skipu­lag ­svæð­is­ins. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent