Vilja ekki neyðarskýli við Grandagarð

Nokkrir eigendur fasteigna út á Granda hafa kært nýtt neyðarskýli fyrir heimilislausa sem opna á við Grandagarð. Kærendur telja starfrækslu neyðarskýlis ekki samræmast þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu.

Grandi
Auglýsing

Nokkrir eig­endur fast­eigna á Grand­anum hafa kært ­starf­rækslu ­neyð­ar­skýlis fyrir þá sem eru heim­il­is­laus­ir á svæð­inu til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála. Í kærunni er lýst yfir áhyggjum um að gisti­skýli falli illa að starf­sem­inni á svæð­inu og að þeim hópi manna sem gisti í skýl­inu fylgi ýmiss­konar félags­leg vanda­mál sem muni koma harka­lega niður á starf­sem­i ­svæð­is­ins. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Fjöldi heim­il­is­lausra nærri tvö­fald­að­ist frá árinu 2012

Í nóv­em­ber í fyrra sam­þykkti borg­ar­ráð kaup á hús­næði við Granda­garð sem notað verður sem neyð­ar­skýli fyrir unga karl­menn í vímu­efna­neyslu. ­Stefnt er að því að neyð­ar­­­skýlið verði opið frá klukkan 17 til klukk­an 10 næsta dag og hægt verði að taka á móti 15 ein­stak­l­ing­um í einu.

Vakin hefur verið athygli á því að brýn þörf sé á fleiri úrræðum fyrir utan­garðs­fólk hér á landi en fjöldi heim­il­is­lausra nærri tvö­fald­að­ist á árunum 2012 til 2017. Árið 2017 voru 349 manns ­­skráð­ir ut­an­­­garðs og/ eða heim­il­is­­­laus­ir í borg­inn­i, en það eru 95 pró­­­sent fleiri en þegar sam­­­bæri­­­leg mæl­ing var ­­síð­­­ast gerð árið 2012. Áfeng­is­vandi og mis­­­notkun ann­­arra vímu­efna eru talin helsta orsök þess að ein­stak­l­ingar lendi utan­­­garðs en næstal­­geng­asta orsökin eru geð­ræn vanda­­mál.

Auglýsing

Úrræðin ekki nægi­leg

Í skýrslu Vel­­ferð­­ar­sviðs Reykja­vík­­­ur­­borgar um hagi utan­­­garðs­­fólks í Reykja­vík árið 2017 kom fram að af þeim 349 sem skráðir eru utan­­­garðs voru 153 ein­stak­l­ingar sagðir búa við ótryggðar aðstæð­­ur, 118 vor­u ­­sagð­ir gista í gist­i­­skýli og 76 ein­stak­l­ingar voru sagðir haf­­ast við á göt­unni að ein­hverju ­­leyti.

Í Reykja­vík eru 24 „Heim­ili fyrst“ íbúðir í boði en önnur úrræð­i ­­fyrir heim­il­is­­lausa og utan­­­garðs­­fólk eru á­fanga­heim­il­ið ­­fyrir 37 ein­stak­l­inga, stuðn­­ings­heim­ili fyrir 8 karl­­menn og 5 kon­­ur. Ásamt því eru til staðar tvö neyð­­ar­­skýli í Reykja­vík­­­ur­­borg en hið þriðja á að bæt­­ast við á þessu ári á Granda­­garði. Eng­in dagdvöl er í dag í boði fyrir utan­garðs­fólk.

Í áliti Umboðs­­manns um stöð­u ut­an­­garðs­­fólk segir að hús­næðisúr­ræði séu ekki nægi­leg. Hann bendir á að félags­leg leigu­hús­næði standi utan­garðs­fólki sem glímir við áfeng­is- og/eða vímu­efna­­vanda í raun ekki til boða. 

Sam­ræm­ist ekki starf­semi á svæð­inu

Sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins segir í kæru ­eig­end­anna að þeir telji að starf­ræksla neyð­ar­skýlis sam­ræm­ist ekki þeirri starf­semi sem fyrir er á svæð­inu. Í kærunni er greint frá því hvernig svæðið hefur vaxið hratt og sé nýtt und­ir­ veit­inga- og versl­un­ar­starf­semi, auk hönn­unar og nýsköp­un­ar. 

Þá er veru­leg­um á­hyggjum lýst yfir því að neyð­ar­skýlið sé sér­stak­lega ætlað þeim sem neiti vímu­efna í æð. „­Ljóst er að slíkum hópi manna munu fylgja ýmiss konar félags­leg vanda­mál sem munu koma harka­lega niður á þeirri starf­semi sem nú blómstrar á svæð­in­u,“ segir í kærunn­i. Ekki er tekið nánar fram í kærunni hvernig umrædd félags­leg vanda­mál muni bitna á starf­semi fyr­ir­tækja út á Granda. 

Kærend­urnir krefj­ast því ógild­ingar á leyf­is­veit­ingu til inn­rétt­ingar gisti­skýl­is­ins með vísan til þess að starf­semin sam­ræm­ist hvorki skipu­lags­á­ætl­unum né lóð­ar­leigu­samn­ingi. Borgin hins vegar mót­mælir þeim for­sendum enda sé um þjón­ustu­starf­semi að ræða og því í fullu sam­ræmi við skipu­lag ­svæð­is­ins. 

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent