Vilja ekki neyðarskýli við Grandagarð

Nokkrir eigendur fasteigna út á Granda hafa kært nýtt neyðarskýli fyrir heimilislausa sem opna á við Grandagarð. Kærendur telja starfrækslu neyðarskýlis ekki samræmast þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu.

Grandi
Auglýsing

Nokkrir eig­endur fast­eigna á Grand­anum hafa kært ­starf­rækslu ­neyð­ar­skýlis fyrir þá sem eru heim­il­is­laus­ir á svæð­inu til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála. Í kærunni er lýst yfir áhyggjum um að gisti­skýli falli illa að starf­sem­inni á svæð­inu og að þeim hópi manna sem gisti í skýl­inu fylgi ýmiss­konar félags­leg vanda­mál sem muni koma harka­lega niður á starf­sem­i ­svæð­is­ins. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Fjöldi heim­il­is­lausra nærri tvö­fald­að­ist frá árinu 2012

Í nóv­em­ber í fyrra sam­þykkti borg­ar­ráð kaup á hús­næði við Granda­garð sem notað verður sem neyð­ar­skýli fyrir unga karl­menn í vímu­efna­neyslu. ­Stefnt er að því að neyð­ar­­­skýlið verði opið frá klukkan 17 til klukk­an 10 næsta dag og hægt verði að taka á móti 15 ein­stak­l­ing­um í einu.

Vakin hefur verið athygli á því að brýn þörf sé á fleiri úrræðum fyrir utan­garðs­fólk hér á landi en fjöldi heim­il­is­lausra nærri tvö­fald­að­ist á árunum 2012 til 2017. Árið 2017 voru 349 manns ­­skráð­ir ut­an­­­garðs og/ eða heim­il­is­­­laus­ir í borg­inn­i, en það eru 95 pró­­­sent fleiri en þegar sam­­­bæri­­­leg mæl­ing var ­­síð­­­ast gerð árið 2012. Áfeng­is­vandi og mis­­­notkun ann­­arra vímu­efna eru talin helsta orsök þess að ein­stak­l­ingar lendi utan­­­garðs en næstal­­geng­asta orsökin eru geð­ræn vanda­­mál.

Auglýsing

Úrræðin ekki nægi­leg

Í skýrslu Vel­­ferð­­ar­sviðs Reykja­vík­­­ur­­borgar um hagi utan­­­garðs­­fólks í Reykja­vík árið 2017 kom fram að af þeim 349 sem skráðir eru utan­­­garðs voru 153 ein­stak­l­ingar sagðir búa við ótryggðar aðstæð­­ur, 118 vor­u ­­sagð­ir gista í gist­i­­skýli og 76 ein­stak­l­ingar voru sagðir haf­­ast við á göt­unni að ein­hverju ­­leyti.

Í Reykja­vík eru 24 „Heim­ili fyrst“ íbúðir í boði en önnur úrræð­i ­­fyrir heim­il­is­­lausa og utan­­­garðs­­fólk eru á­fanga­heim­il­ið ­­fyrir 37 ein­stak­l­inga, stuðn­­ings­heim­ili fyrir 8 karl­­menn og 5 kon­­ur. Ásamt því eru til staðar tvö neyð­­ar­­skýli í Reykja­vík­­­ur­­borg en hið þriðja á að bæt­­ast við á þessu ári á Granda­­garði. Eng­in dagdvöl er í dag í boði fyrir utan­garðs­fólk.

Í áliti Umboðs­­manns um stöð­u ut­an­­garðs­­fólk segir að hús­næðisúr­ræði séu ekki nægi­leg. Hann bendir á að félags­leg leigu­hús­næði standi utan­garðs­fólki sem glímir við áfeng­is- og/eða vímu­efna­­vanda í raun ekki til boða. 

Sam­ræm­ist ekki starf­semi á svæð­inu

Sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins segir í kæru ­eig­end­anna að þeir telji að starf­ræksla neyð­ar­skýlis sam­ræm­ist ekki þeirri starf­semi sem fyrir er á svæð­inu. Í kærunni er greint frá því hvernig svæðið hefur vaxið hratt og sé nýtt und­ir­ veit­inga- og versl­un­ar­starf­semi, auk hönn­unar og nýsköp­un­ar. 

Þá er veru­leg­um á­hyggjum lýst yfir því að neyð­ar­skýlið sé sér­stak­lega ætlað þeim sem neiti vímu­efna í æð. „­Ljóst er að slíkum hópi manna munu fylgja ýmiss konar félags­leg vanda­mál sem munu koma harka­lega niður á þeirri starf­semi sem nú blómstrar á svæð­in­u,“ segir í kærunn­i. Ekki er tekið nánar fram í kærunni hvernig umrædd félags­leg vanda­mál muni bitna á starf­semi fyr­ir­tækja út á Granda. 

Kærend­urnir krefj­ast því ógild­ingar á leyf­is­veit­ingu til inn­rétt­ingar gisti­skýl­is­ins með vísan til þess að starf­semin sam­ræm­ist hvorki skipu­lags­á­ætl­unum né lóð­ar­leigu­samn­ingi. Borgin hins vegar mót­mælir þeim for­sendum enda sé um þjón­ustu­starf­semi að ræða og því í fullu sam­ræmi við skipu­lag ­svæð­is­ins. 

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent