Hæstiréttur dæmdi ríkinu í óhag í Jöfnunarsjóðs-máli

Breytingar á reglugerð um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru dæmdar ólöglegar í Hæstarétti í dag.

img_2952_raw_1807130229_10016405946_o.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi 234,4 millj­ónir króna, að við­bættum vöxt­um, vegna breyt­inga á reglu­gerð um úthlutun fjár­muna úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, sem ekki sam­ræmdum stjórn­ar­skrá. 

Einn dóm­ari af fimm, Bene­dikt Boga­son, skil­aði sér­at­kævði, og taldi að stað­festa hefði átt dóm Lands­rétt­ar, sem féll rík­inu í vil. „Sam­kvæmt því sem hér hefur verið rakið tel ég ­reglu­gerð­ar­heim­ild­ina í 3. máls­lið 18. gr. laga nr. 4/1995 ekki í and­stöðu við 2. mgr. 78. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Einnig fellst ég á það með Lands­rétti að hún fari heldur ekki í bága við jafn­ræð­is­reglu 65. gr. stjórn­ar­skrár­innar eða skerð­i þau rétt­indi sem njóta verndar í 76. gr. henn­ar. Sam­kvæmt þessu tel ég að ­stað­festa eigi dóm Lands­réttar um annað en máls­kostnað og fella hann á aðal­á­frýj­anda á öllum dóm­stig­um,“ segir í sér­at­kvæði Bene­dikts.

For­saga máls­ins er sú að ríkið gerði breyt­ingar á reglu­gerð um úthlutun úr Jöfn­un­ar­sjóði sveiet­ar­fé­laga, þar sem kveðið var um að þau sveit­ar­fé­lög sem hefðu heild­ar­skatt­tekjur af útsvari og fast­eigna­skatti, sem teld­ist veru­lega umfram lands­með­al­tal, skyldu ekki njóta til­tek­inna fram­laga úr sjóðn­um.

Auglýsing

Þágild­andi reglu­gerð um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 960/2010 var svo breytt á grund­velli fram­an­greindrar heim­ildar með reglu­gerð nr. 1226/2012. Var þar mælt fyrir um nýja grein í stofn­reglu­gerð­inni en sam­kvæmt henni skyldu fram­lög til þeirra sveit­ar­fé­laga þar sem heild­ar­skatt­tekjur væru að minnsta kosti 50 pró­sent umfram lands­með­al­tal, það er útsvar og fast­eigna­skattur á hvern íbúa miðað við full­nýt­ingu þeirra tekju­stofna, falla nið­ur. 

Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppur var eitt þeirra fimm sveit­ar­fé­laga sem sættu nið­ur­fell­ingu jöfn­un­ar­fram­laga af þessum sök­um. Höfð­aði hrepp­ur­inn málið á þeim for­send­um, og krafð­ist greiðslu sem svar­aði til þeirra fjár­hæðar sem hann hefði fengið á árunum 2013 til 2016 ef ekki hefði komið ti ákövrðun ráð­herra um nið­ur­fell­ingu greiðsln­anna. 

Í dómi Hæsta­réttar kemur fram að í skýr­ingum í grein­ar­gerð frum­varps til stjórn­ar­skip­un­ar­laga nr. 97/1995 kæmi fram að til­gangur hennar væri að taka af skarið um að ákvörðun um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga ætti undir lög­gjaf­ar­valdið og þar með ekki undir fram­kvæmd­ar­vald­ið. 

Í ljósi stjórn­skipu­legrar stöðu sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­mæla 2. mgr. 78. gr. yrði laga­á­skiln­að­ar­regla ákvæð­is­ins ekki túlkuð á annan veg en þann, að ekki væri heim­ilt að fella niður tekju­stofna sveit­ar­fé­laga í heild eða að hluta nema með lög­um.

„Eins og fram er komið var í skýr­ingum í grein­ar­gerð frum­varps til­ ­síð­ast­greindra stjórn­ar­skip­un­ar­laga með reglu þeirri er varð 2. mgr. 78. gr. sag­t að til­gangur hennar væri að taka af skarið um að ,,á­kvörð­un“ um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga ætti undir lög­gjaf­ar­valdið og þar með ekki und­ir­ fram­kvæmd­ar­vald­ið. Í ljósi stjórn­skipu­legrar stöðu sveit­ar­fé­laga og sér­stak­lega ­fyr­ir­mæla 2. mgr. 78. gr. verður laga­á­skiln­að­ar­regla ákvæð­is­ins ekki túlkuð á annan veg en þann, að ekki sé heim­ilt að fella niður tekju­stofna sveit­ar­fé­laga í heild eða að hluta nema með lög­um. Það varð því ekki gert með reglu­gerð. Auk þess mælir ákvæði 3. máls­liðar 18. gr. laga nr. 4/1995 í fyrsta lagi fyrir um heim­ild ráð­herra til þess að ákveða hvort fella skuli niður umrædd ­jöfn­un­ar­fram­lög eða ekki og í öðru lagi til þess að ákveða hvað telja ber­i ,,veru­lega umfram lands­með­al­tal“. Ráð­herra var þannig falið ákvörð­un­ar­vald um hvort skerða skyldi tekju­stofna sveit­ar­fé­laga eða ekki and­stætt því sem bein­línis var tekið fram í lög­skýr­ing­ar­gögnum með 2. mgr. 78. gr. svo sem rak­ið hefur ver­ið. Þá er ljóst að ráð­herra var ekki bund­inn af ráða­gerð í grein­ar­gerð frum­varps þess, sem síðar varð að lögum nr. 139/2012, um að 50% teld­ist veru­lega umfram lands­með­al­tal. Hann gat því metið það svo að lægra, jafn­vel mun lægra, hlut­fall væri einnig veru­lega umfram lands­með­al­tal, eða talið rétt að hlut­fallið væri hærra, jafn­vel mun hærra en 50% til þess að full­nægja örugg­lega fram­an­greindum áskiln­aði. Nið­ur­staða ráð­herra um þetta hefði leitt til þess að sveit­ar­fé­lögum sem sættu nið­ur­fell­ingu þeirra tekju­stofna, sem um ræð­ir, hefð­i ­fjölgað eða fækkað eftir atvik­um,“ segir í dómn­um.

Dóm­arar í mál­inu vor­u Þor­geir Örlygs­son, Bene­dikt Boga­son, Greta Bald­urs­dótt­ir, Helgi I. Jóns­son og Viðar Már Matth­í­as­son.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent