Hæstiréttur dæmdi ríkinu í óhag í Jöfnunarsjóðs-máli

Breytingar á reglugerð um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru dæmdar ólöglegar í Hæstarétti í dag.

img_2952_raw_1807130229_10016405946_o.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi 234,4 millj­ónir króna, að við­bættum vöxt­um, vegna breyt­inga á reglu­gerð um úthlutun fjár­muna úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, sem ekki sam­ræmdum stjórn­ar­skrá. 

Einn dóm­ari af fimm, Bene­dikt Boga­son, skil­aði sér­at­kævði, og taldi að stað­festa hefði átt dóm Lands­rétt­ar, sem féll rík­inu í vil. „Sam­kvæmt því sem hér hefur verið rakið tel ég ­reglu­gerð­ar­heim­ild­ina í 3. máls­lið 18. gr. laga nr. 4/1995 ekki í and­stöðu við 2. mgr. 78. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Einnig fellst ég á það með Lands­rétti að hún fari heldur ekki í bága við jafn­ræð­is­reglu 65. gr. stjórn­ar­skrár­innar eða skerð­i þau rétt­indi sem njóta verndar í 76. gr. henn­ar. Sam­kvæmt þessu tel ég að ­stað­festa eigi dóm Lands­réttar um annað en máls­kostnað og fella hann á aðal­á­frýj­anda á öllum dóm­stig­um,“ segir í sér­at­kvæði Bene­dikts.

For­saga máls­ins er sú að ríkið gerði breyt­ingar á reglu­gerð um úthlutun úr Jöfn­un­ar­sjóði sveiet­ar­fé­laga, þar sem kveðið var um að þau sveit­ar­fé­lög sem hefðu heild­ar­skatt­tekjur af útsvari og fast­eigna­skatti, sem teld­ist veru­lega umfram lands­með­al­tal, skyldu ekki njóta til­tek­inna fram­laga úr sjóðn­um.

Auglýsing

Þágild­andi reglu­gerð um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 960/2010 var svo breytt á grund­velli fram­an­greindrar heim­ildar með reglu­gerð nr. 1226/2012. Var þar mælt fyrir um nýja grein í stofn­reglu­gerð­inni en sam­kvæmt henni skyldu fram­lög til þeirra sveit­ar­fé­laga þar sem heild­ar­skatt­tekjur væru að minnsta kosti 50 pró­sent umfram lands­með­al­tal, það er útsvar og fast­eigna­skattur á hvern íbúa miðað við full­nýt­ingu þeirra tekju­stofna, falla nið­ur. 

Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppur var eitt þeirra fimm sveit­ar­fé­laga sem sættu nið­ur­fell­ingu jöfn­un­ar­fram­laga af þessum sök­um. Höfð­aði hrepp­ur­inn málið á þeim for­send­um, og krafð­ist greiðslu sem svar­aði til þeirra fjár­hæðar sem hann hefði fengið á árunum 2013 til 2016 ef ekki hefði komið ti ákövrðun ráð­herra um nið­ur­fell­ingu greiðsln­anna. 

Í dómi Hæsta­réttar kemur fram að í skýr­ingum í grein­ar­gerð frum­varps til stjórn­ar­skip­un­ar­laga nr. 97/1995 kæmi fram að til­gangur hennar væri að taka af skarið um að ákvörðun um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga ætti undir lög­gjaf­ar­valdið og þar með ekki undir fram­kvæmd­ar­vald­ið. 

Í ljósi stjórn­skipu­legrar stöðu sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­mæla 2. mgr. 78. gr. yrði laga­á­skiln­að­ar­regla ákvæð­is­ins ekki túlkuð á annan veg en þann, að ekki væri heim­ilt að fella niður tekju­stofna sveit­ar­fé­laga í heild eða að hluta nema með lög­um.

„Eins og fram er komið var í skýr­ingum í grein­ar­gerð frum­varps til­ ­síð­ast­greindra stjórn­ar­skip­un­ar­laga með reglu þeirri er varð 2. mgr. 78. gr. sag­t að til­gangur hennar væri að taka af skarið um að ,,á­kvörð­un“ um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga ætti undir lög­gjaf­ar­valdið og þar með ekki und­ir­ fram­kvæmd­ar­vald­ið. Í ljósi stjórn­skipu­legrar stöðu sveit­ar­fé­laga og sér­stak­lega ­fyr­ir­mæla 2. mgr. 78. gr. verður laga­á­skiln­að­ar­regla ákvæð­is­ins ekki túlkuð á annan veg en þann, að ekki sé heim­ilt að fella niður tekju­stofna sveit­ar­fé­laga í heild eða að hluta nema með lög­um. Það varð því ekki gert með reglu­gerð. Auk þess mælir ákvæði 3. máls­liðar 18. gr. laga nr. 4/1995 í fyrsta lagi fyrir um heim­ild ráð­herra til þess að ákveða hvort fella skuli niður umrædd ­jöfn­un­ar­fram­lög eða ekki og í öðru lagi til þess að ákveða hvað telja ber­i ,,veru­lega umfram lands­með­al­tal“. Ráð­herra var þannig falið ákvörð­un­ar­vald um hvort skerða skyldi tekju­stofna sveit­ar­fé­laga eða ekki and­stætt því sem bein­línis var tekið fram í lög­skýr­ing­ar­gögnum með 2. mgr. 78. gr. svo sem rak­ið hefur ver­ið. Þá er ljóst að ráð­herra var ekki bund­inn af ráða­gerð í grein­ar­gerð frum­varps þess, sem síðar varð að lögum nr. 139/2012, um að 50% teld­ist veru­lega umfram lands­með­al­tal. Hann gat því metið það svo að lægra, jafn­vel mun lægra, hlut­fall væri einnig veru­lega umfram lands­með­al­tal, eða talið rétt að hlut­fallið væri hærra, jafn­vel mun hærra en 50% til þess að full­nægja örugg­lega fram­an­greindum áskiln­aði. Nið­ur­staða ráð­herra um þetta hefði leitt til þess að sveit­ar­fé­lögum sem sættu nið­ur­fell­ingu þeirra tekju­stofna, sem um ræð­ir, hefð­i ­fjölgað eða fækkað eftir atvik­um,“ segir í dómn­um.

Dóm­arar í mál­inu vor­u Þor­geir Örlygs­son, Bene­dikt Boga­son, Greta Bald­urs­dótt­ir, Helgi I. Jóns­son og Viðar Már Matth­í­as­son.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent