Leigubílakerfið opnað upp á gátt með nýju frumvarpi

Samgönguráðherra vill breyta leigubílamarkaðnum, og opna hann meira, með það í huga að neytendur fái betri þjónustu.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Mark­mið með frum­varpi Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu og sveita­stjór­ar­ráð­herra, til nýrra laga um leigu­bif­reið­ar, sem nú hefur verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til umsagn­ar, er að auka frelsi á leigu­bif­reiða­mark­aðnum og tryggja mögu­leika á öruggri og góðri þjón­ustu fyrir neyt­end­ur. 

Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar sam­kvæmt samn­ingnum um evr­ópska efna­hags­svæð­ið. 

Allir hafa tæki­færi til að senda inn umsögn eða ábend­ingar en frestur til að skila umsögn er til og með 20. júní 2019.

Auglýsing

Frum­varpið byggir að meg­in­stefnu til á til­lögum starfs­hóps um heild­ar­end­ur­skoðun reglu­verks um leigu­bif­reiðakstur sem skip­aður var í októ­ber 2017 en skil­aði til­lögum í formi skýrslu í mars 2018. 

Núgild­andi lög eru frá árinu 2001 en nokkrar breyt­ingar hafa verið gerðar á lög­unum frá gild­is­töku þeirra. 

Meðal breyt­inga sem lagðar eru til eru afnám tak­mörk­un­ar­svæða og fjölda­tak­mark­ana atvinnu­leyfa, afnám skyldu leigu­bif­reiða til að hafa afgreiðslu á leigu­bif­reiða­stöð og breyttar kröfur til þeirra sem hyggj­ast starfa sem leigu­bif­reiða­stjór­ar. 

Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að til verði tvær teg­undir leyfa sem tengj­ast akstri leigu­bif­reiða. Atvinnu­leyfi mun veita rétt­indi til að aka leigu­bif­reið í eigu rekstr­ar­leyf­is­hafa í atvinnu­skyni, rekstr­ar­leyfi mun veita rétt­indi til að reka eina leigu­bif­reið sem er í eigu rekstr­ar­leyf­is­hafa eða skráð undir umráðum hans og aka til að aka henni í atvinnu­skyni.

Gerðar eru breyt­ingar á skil­yrðum til að mega reka leigu­bif­reiða­stöð og rekstr­ar­leyf­is­höfum heim­ilað að fram­selja hluta af skyldum sínum með samn­ingi til leigu­bif­reiða­stöðv­ar.

Einnig er gert ráð fyrir því að heim­ilt verði að aka án þess að gjald­mælir sé til staðar í bif­reið í þeim til­fellum þegar samið hefur verið fyrir fram um heild­ar­verð fyrir ekna ferð. Þá er gert ráð fyrir því að gera megi ólíkar kröfur til merk­inga bif­reiða eftir því hvort þær séu búnar gjald­mæli eða ekki.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent