Leigubílakerfið opnað upp á gátt með nýju frumvarpi

Samgönguráðherra vill breyta leigubílamarkaðnum, og opna hann meira, með það í huga að neytendur fái betri þjónustu.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Mark­mið með frum­varpi Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu og sveita­stjór­ar­ráð­herra, til nýrra laga um leigu­bif­reið­ar, sem nú hefur verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til umsagn­ar, er að auka frelsi á leigu­bif­reiða­mark­aðnum og tryggja mögu­leika á öruggri og góðri þjón­ustu fyrir neyt­end­ur. 

Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar sam­kvæmt samn­ingnum um evr­ópska efna­hags­svæð­ið. 

Allir hafa tæki­færi til að senda inn umsögn eða ábend­ingar en frestur til að skila umsögn er til og með 20. júní 2019.

Auglýsing

Frum­varpið byggir að meg­in­stefnu til á til­lögum starfs­hóps um heild­ar­end­ur­skoðun reglu­verks um leigu­bif­reiðakstur sem skip­aður var í októ­ber 2017 en skil­aði til­lögum í formi skýrslu í mars 2018. 

Núgild­andi lög eru frá árinu 2001 en nokkrar breyt­ingar hafa verið gerðar á lög­unum frá gild­is­töku þeirra. 

Meðal breyt­inga sem lagðar eru til eru afnám tak­mörk­un­ar­svæða og fjölda­tak­mark­ana atvinnu­leyfa, afnám skyldu leigu­bif­reiða til að hafa afgreiðslu á leigu­bif­reiða­stöð og breyttar kröfur til þeirra sem hyggj­ast starfa sem leigu­bif­reiða­stjór­ar. 

Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að til verði tvær teg­undir leyfa sem tengj­ast akstri leigu­bif­reiða. Atvinnu­leyfi mun veita rétt­indi til að aka leigu­bif­reið í eigu rekstr­ar­leyf­is­hafa í atvinnu­skyni, rekstr­ar­leyfi mun veita rétt­indi til að reka eina leigu­bif­reið sem er í eigu rekstr­ar­leyf­is­hafa eða skráð undir umráðum hans og aka til að aka henni í atvinnu­skyni.

Gerðar eru breyt­ingar á skil­yrðum til að mega reka leigu­bif­reiða­stöð og rekstr­ar­leyf­is­höfum heim­ilað að fram­selja hluta af skyldum sínum með samn­ingi til leigu­bif­reiða­stöðv­ar.

Einnig er gert ráð fyrir því að heim­ilt verði að aka án þess að gjald­mælir sé til staðar í bif­reið í þeim til­fellum þegar samið hefur verið fyrir fram um heild­ar­verð fyrir ekna ferð. Þá er gert ráð fyrir því að gera megi ólíkar kröfur til merk­inga bif­reiða eftir því hvort þær séu búnar gjald­mæli eða ekki.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent