Siðanefnd telur ummæli um Ásmund ekki í samræmi við siðareglur

Siðanefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um greiðslur þingsins til Ásmundar Friðrikssonar.

Björn Leví Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Björn Leví Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Auglýsing

Fyrsta nið­ur­staða siða­nefnar Alþingi hefur nú litið dags­ins ljós en nefndin telur að ummæli þing­flokks­for­manns Pírata, Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, sem hún lét falla þann 25. febr­úar 2018 hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­reglur fyrir alþing­is­menn. Þetta kemur fram í bréfi siða­nefnd­ar, stíl­að þann 13. maí síð­ast­lið­inn, til for­sætis­nefnd­ar. Í siða­nefnd sátu Jón Krist­jáns­son, for­mað­ur, Mar­grét Vala Krist­jáns­dóttir og Róbert H. Har­alds­son.

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, óskaði eftir því við for­sætis­nefnd þann 10. jan­úar síð­ast­lið­inn að tekið væri til skoð­unar hvort þing­menn Pírata Björn Leví Gunn­ars­son og Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir hefðu með ummælum sínum á opin­berum vett­vangi um end­ur­greiðslur þings­ins á akst­urs­kostn­aði Ásmundar brotið í bága við siða­regl­urn­ar.

Nið­ur­staða siða­nefndar er sem fyrr segir að ummæli Þór­hildar Sunnu frá 25. febr­úar 2018 séu ekki í sam­ræmi við a- og c-lið 1. mrg. 5. gr. og 7 gr. siða­reglna fyrir alþing­is­menn. Í þeim segir að alþing­is­menn skuli sem þjóð­kjörnir full­trúar rækja störf sín af ábyrgð, heil­indum og heið­ar­leika, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni. Þing­menn skuli í öllu hátt­erni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virð­ingu.

Siða­nefnd kemst aftur á móti að þeirri nið­ur­stöðu að ummæli Björns Levís hafi ekki brotið í bága við siða­regl­urn­ar.

Auglýsing

Ummæli Þór­hildar Sunnu

Ummælin sem um ræðir lét Þór­hildur Sunna falla í Silfr­inu á RÚV þann 25. febr­úar 2018 og hljóða þau svo:

„Við sjáum það að ráð­herrar þjóð­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­um, þing­menn þjóð­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­um. Nú er uppi rök­studdur grunur um það að Ásmundur Frið­riks­son hafi dregið að sér fé, almanna­fé, og við erum ekki að sjá við­brögð þess efnis að það sé verið að segja á fót rann­sókn á þessum efn­um.“

Eins sagði hún á Face­book-­síðu sinni:

„Al­menn hegn­ing­ar­lög inni­halda heilan kafla um brot opin­berra starfs­manna í starfi, þessi lög ná eftir atvikum líka yfir þing­menn og ráð­herra, að ógleymdum lögum um ráð­herra­á­byrgð. Almenn­ingur í land­inu á það skilið að rík­is­sak­sókn­ari taki það föstum tökum þegar uppi er grunur um brot æðstu ráða­manna í starfi.

Tökum nokkur dæmi. Í 248. gr. almennra hegn­ing­ar­laga er fjár­svip refsi­vert.

248. gr. Ef maður kemur öðrum manni til að haf­ast eitt­hvað að eða láta eitt­hvað ógert með því á ólög­mætan hátt að vekja, styrkja eða hag­nýta sér ranga eða óljósa hug­mynd hans um ein­hver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fang­elsi allt að 6 árum. Sé brotið framið af opin­berum starfs­manni kemur það til refsi­aukn­ingar sbr. 138. gr. sönu [sic] laga.

Það er því full­kom­lega eðli­legt að skoða grun­sam­legt akst­urs­bók­hald Ásmundar Frið­riks­sonar í þessu ljósi, það er full­kom­lega eðli­legt í rétt­ar­ríki að hann sæti rann­sókn vegna þessa, rétt eins og annar sem upp­vís verður að vafa­samri fjár­söfnun úr vösum skatt­greið­enda. Það er í verka­hring sak­sókn­ara að rann­saka það. Almenn­ingur ber ekki sönn­un­ar­byrð­ina hér.“

Ummæli Björns Levís

Ummæli Björns Levís sem hann birti á Face­book-­síðu sinni þann 29. októ­ber 2018 sem siða­nefnd þótti ekki brjóta í bága við siða­reglur alþing­is­manna hljóða svo:

„Þann 10. okt sl. sagði Ásmundur Frið­riks­son: „]P­írat­ar] er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjóf­ur, hafi stolið pen­ingum af þing­inu – og þau þurfa ekki að standa neinum reikn­ings­skil.“ Það er ekki satt. Vissu­lega hefur verið talað um að rangar skrán­ingar í akst­urs­dag­bók geti talist fjár­svip [til­vísun í frétt] en eng­inn þing­maður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt ... fyrr en nún­a.“

Björn Leví skrifar jafn­framt á Face­book-­síðu sína þann 9. nóv­em­ber 2018: „Ég skil vel að ÁSmundur sé þreytt­ur. Það tekur á að keyra svona mik­ið. Það hjálpar hins vegar ekk­ert að ljúga upp á for­seta og skrif­stofu þings­ins.“

Þann 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn skrifar hann: „Fyrst ég er að því, hvað er að því að saka menn um þjófnað þegar það liggja fyrir mjög góð gögn um nákvæm­lega það sbr. ummæli um bíla­leigu­bíl, ÍNN þátt og kosn­inga­bar­áttu ... svo fátt eitt sé nefnt. Við skulum hafa það á hreinu að erindi minn varðar _alla_­þing­menn sem hafa fengið end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­að­ar. Vegna þess að skrif­stofa þings­ins hefur gefið út að end­ur­greiðslu­beiðnir hafa ekki veirð skoð­aðar að fullu. For­seti á að sjá til þess að þessum reglum sé fylgt og for­sætis­nefnd á að hafa eft­ir­lit með því.

Hvað ásök­un­ina varð­ar. Ég get sent inn erindi þar sem ég óska eftir rann­sókn án þess að í því felist ásök­un. Ég er ekki að segja að hann sé þjóf­ur. Ég er að ásaka hann um þjófn­að. Tvennt ólíkt.“

Eins segir hann þann 26. nóv­em­ber: „Rétt og heið­ar­lega fram ... eft­irá. Hversu heppi­legt er að „inn­leið­ingu“ reglna um notkun bíla­leigu­bíla lauk einmitt þegar Ásmundur var kom­inn á bíla­leigu­bíl ... eftir að það var búið að vekja athygli á brot­in­u?“

Ásmundur taldi sjálfur að fram­an­greind ummæli vægju alvar­lega að æru hans. Eins og fyrr segir þótti siða­nefnd ummæli Björns Levís ekki brjóta í bága við siða­regl­urn­ar.

Umdeildar akst­urs­greiðslur

Mikið var fjallað um akstur Ásmundar í byrjun árs 2018 en þann 9. febr­­úar sama ár var upp­­lýst um að hann væri sá þing­­­maður sem fékk 4,6 millj­­­ónir króna end­­­ur­greiddar vegna akst­­­­ur­s­­­­kostn­aðar árið 2017. Það þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­­ur­greiðslu úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­­metra árið 2017 og fékk end­­­ur­greitt frá rík­­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­­ur.

Ásmundur sagði í Morg­un­út­­­varpi Rásar 2 þegar fjallað var um málið á sínum tíma að hann keyrði 20 til 25 þús­und kíló­­­metra á ári til að fara í vinnu. Hann sinni auk þess kjör­­­dæmi sínu, sem sé 700 kíló­­­metra langt, afar vel. „Það líða ekki margar helgar sem ég hef frí frá því að sinna erindum í kjör­­­dæm­in­u, fara út á meðal fólks, mæta á alls­­­konar upp­­­á­komur og svo eru sumrin upp­­­­­tekin af alls­­­konar bæj­­­­­ar­há­­­tíð­u­m,“ sagði hann.

Hann sagð­ist í sama við­tali fara eitt hund­rað pró­­­sent eftir öllum reglum og að hann hefði aldrei fengið athuga­­­semd frá þing­inu. Hann hefði haldið nákvæma dag­­­bók þar sem finna megi yfir­­­lit yfir það sem hann hefur gert í hverri ferð fyrir sig og hvern hann hefði hitt. Tíðar kosn­­­ingar á und­an­­­förnum árum hefði auk þess kallað á aukin ferða­lög. „Regl­­­urnar eru bara þannig að þau erindi sem ég á við kjós­­­endur sem þing­­­maður það er greitt.“

Í lok nóv­­em­ber síð­­ast­lið­ins end­­ur­greiddi Ásmundur skrif­­­stofu Alþingis 178 þús­und krónur vegna ferða sem honum hafði verið end­­­ur­greiddar á árinu 2017. Þetta gerði hann vegna þess að honum hafi orðið það ljóst „að það gæti orkað tví­­­­­mælis að blanda saman ferðum mínum um kjör­­­dæmið og ferðum á sama tíma með töku­­­fólki ÍNN.“

23,4 millj­ónir í end­ur­greiðslur frá 2013 til 2018

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum um akst­urs­kostnað þing­manna hefur Ásmundur fengið 23,4 millj­ónir króna end­­ur­greiddar vegna akst­­ur­s­­kostnað frá árinu 2013 til árs­ins 2018.

Mest keyrði Ásmundur árið 2014 en þá fékk hann tæpar 5,4 millj­­ónir end­­ur­greiddar vegna akst­­ur­s­­kostn­aðar á eigin bif­­reið. Árið 2015 fór hann einnig yfir 5 millj­­óna króna markið en þá fékk hann rétt rúm­­lega 5 millj­­ónir end­­ur­greidd­­ar. Árið 2016 fékk hann tæpar 4,9 millj­­ónir fyrir akst­­ur­s­­kostnað á eigin bif­­reið. Lægstu greiðsl­­urnar vegna ferða­­kostn­aðar á eigin bif­­reið fékk hann árið 2013 fyrir tíma­bilið 2013 til 2017 en þá fékk hann tæpar 3,2 millj­­ónir end­­ur­greidd­­ar.

Á síð­asta ári minnk­uðu end­­ur­greiðslur Ásmundar til muna en þá voru þær rúmar 680 þús­und krónur fyrir ferðir á eigin bif­­reið og tæpar 1,2 millj­ónir fyrir ferðir með bíla­­leig­u­bíl, eða sam­tals 1.850.000 krón­ur.

Mæltu með því að siða­nefnd tæki málið fyrir

Í bréfi Björns Levís og Þór­hildar Sunnu til for­sætis­nefnd­ar, sem dag­sett er 18. febr­úar 2019 er vikið að sam­spili æru­verndar sam­kvæmt almennum hegn­ing­ar­lögum og siða­reglum og máls­með­ferð sam­kvæmt siða­reglum fyrir alþing­is­menn (máls­með­ferð­ar­regl­ur). Þar segir að for­sætis­nefnd geti vísað frá máli ef um er að ræða kæru um meint brot á laga­reglum sem hægt er að bera undir úrskurð stjórn­valda eða dóm­stóla. Í bréf­inu er á hinn bóg­inn ein­dregið mælst til þess að for­sætis­nefnd vísi mál­inu ekki frá á þessum grund­velli.

Í þess­ari grein­ar­gerð þing­manna Pírata er jafn­framt lögð áhersla á að litið verði til umræð­unnar í heild sinni og höfð verði hlið­sjón af ýmsum tengdum ummælum og upp­lýs­ing­um. Í nið­ur­stöðu siða­nefndar segir að hún líti svo á að virða verði fram­an­greind ummæli í heild sinni og láta ekki við það sitja að horfa ein­angrað á ein­stök ummæli.

Lítið svig­rúm til að tak­marka umræðu

Í nið­ur­stöðu siða­nefndar kemur fram að málið taki til ummæla sem látin voru falla á opin­berum vett­vangi. Um sé að ræða ummæli þing­manna sem beindust að öðrum þing­manni. Þá segir að tján­ing­ar­frelsi sé mik­il­vægt í umræðum um stjórn­mál og sé lítið svig­rúm til að tak­marka umræðu sem telst inn­legg í póli­tíska eða almenna þjóð­mála­um­ræðu. Njóti slík umræða enn meiri verndar þegar um sé að ræða kjörna full­trúa almenn­ings sem fara með mik­il­vægt trún­að­ar­hlut­verk í sam­fé­lag­inu. Að sama skapi þurfi þeir að þola harka­legri og óvægn­ari umræðu en aðr­ir.

Jafn­framt kemur fram hjá siða­nefnd að ummæli Þór­hildar Sunnu hinn 25. febr­úar 2018 verði talin hluti af almennri þjóð­mála­um­ræðu um akst­urs­greiðslur þing­manna. Þau hafi fallið í umræðu­bætti í sjón­varpi og þar með á opin­berum vett­vangi. „Þór­hildur Sunna er þing­maður í stjórn­ar­and­stöðu en dóm­stólar hafa við­ur­kennt að þeir kunni að njóta víð­tækara tján­ing­ar­frelsis en þeir þing­menn sem til­heyra stjórn­ar­meiri­hluta. Þá verður ekki fram hjá því litið að þing­mönnum er ekki aðeins heim­ilt, heldur einnig iðu­lega skylt, að taka afstöðu til og tjá sig um mik­il­væg mál­efni sem varða almenn­ing. Þing­menn geta þurft að tjá sig um slík mál­efni með litlum eða engum fyr­ir­vara, eins og í þessu til­viki, í við­tölum við fjöl­miðla,“ segir í nið­ur­stöð­unni.

Tján­ing­ar­frelsi tak­markast af rétti ann­arra

Við slíkar aðstæður telur siða­nefnd að játa verði þing­mönnum veru­legt svig­rúm við mat á því hvort til­tekin ummæli feli í sér brot á siða­regl­um. En siða­nefnd telur tján­ing­ar­frelsið tak­markast af rétti ann­arra. „Í umræddu við­tali í Silfr­inu komst Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir svo að orði að uppi væri „rök­studdur grun­ur“ um að Ásmundur Frið­riks­son hefði dregið að sér fé, almanna­fé“. Í umræðum um fund­ar­stjórn for­seta hinn 26. febr­úar 2018 gagn­rýndu nokkrir þing­menn Þór­hildi Sunnu Ævars­dóttur fyrir að nota hug­takið „rök­studdur grunur" í tengslum við Ásmund Frið­riks­son vegna lög­fræði­legrar merk­ingar þess hug­taks. Í því fælist að uppi væri grunur um refsi­verða hátt­semi og að sá grunur stydd­ist við eitt­hvað áþreif­an­legt.

Í umræð­unum segir Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir að hún hafi ekki notað hug­takið í lög­fræði­legri merk­ingu. Það kann að renna stoðum undir þá stað­hæf­ingu að hún not­aði hug­takið „rök­studdur grun­ur“ sjö sinnum í umræðu­þætt­in­um, þ.e. einu sinni um Ásmund Frið­riks­son, fjórum sinnum um fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, einu sinni um þáver­andi dóms­mála­ráð­herra og einu sinni um öll fram­an­greind. Í kjöl­far við­tals­ins í Silfr­inu, og að því er virð­ist sem nán­ari útlistun á því, skrifar Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir á Face­book-­síðu sína stutta umfjöllun um almenn hegn­ing­ar­lög. Fram kemur að þau inni­haldi kafla um brot opin­berra starfs­manna í starfi og að þau nái eftir atvikum líka yfir þing­menn og ráð­herra. Í dæma­skyni rekur hún sér­stak­lega 248. gr. almennra hegn­ing­ar­laga sem fjallar um fjár­svik. Síðar segir hún að það sé eðli­legt að skoða „grun­sam­legt akst­urs­bók­hald Ásmundar Frið­riks­sonar í þessu ljósi, það sé full­kom­lega eðli­legt í rétt­ar­ríki að hann sæti rann­sókn vegna þessa, rétt eins og hver annar sem upp­vís verður að vafa­samri fjár­söfnun úr vösum skatt­greið­enda".“

Umræðan ein­kennst af æsingi

Siða­nefnd telur að notkun hug­taks­ins „rök­studdur grunur" um akst­urs­greiðslur til Ásmundar Frið­riks­sonar í umræddum sjón­varps­þætti geti bent til þess að umræðan hafi að ein­hverju leyti ein­kennst af æsingi fremur en mál­efna­legum rök­um. Á móti komi að Þór­hildur Sunna er þing­maður og þar með hand­hafi lög­gjaf­ar­valds í umboði þjóð­ar­inn­ar. Þá hafi þing­menn, í krafti trún­að­ar­stöðu sinnar í sam­fé­lag­inu, aðgang að ýmsum gögnum og upp­lýs­ing­um. Full­yrð­ing þing­manns um það að uppi sé rök­studdur grunur um að þing­maður hafi gerst sekur um refsi­vert brot gefi til kynna að hann búi yfir áþreif­an­legum upp­lýs­ingum þar að lút­andi. Að mati siða­nefndar hafa slík ummæli af hálfu þing­manns annað vægi en af hálfu almenn­ings eða jafn­vel fjöl­miðla. „Hér ber einnig að líta til þess að sem lýð­ræð­is­lega kjörnir full­trúar borg­ar­anna hafa þing­menn umboð kjós­end­anna til þess að fara með stjórn sam­eig­in­legra sjóða rík­is­ins. Ásak­anir um refsi­verðan fjár­drátt þing­manns úr þeim sjóðum eru alvar­leg­ar,“ segir í nið­ur­stöð­unni.

Telja órök­studdar aðdrótt­anir til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi

Siða­nefndin telur þó siða­reglur tak­markast hvorki tján­ing­ar­frelsi þing­manna til að taka þátt í störfum þings­ins og almennri stjórn­mála­um­ræðu né stjórn­ar­skrár­varið mál­frelsi þeirra. „Úr­lausn þess hvort þau ummæli sem hér um ræðir njóta verndar stjórn­ar­skrár og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu eða hvort um æru­meið­ing­ar­brot er að ræða er utan starfs­sviðs siða­nefnd­ar. Á hinn bóg­inn hafa þing­menn ákveðið að hátt­erni þeirra, þ.m. t. sam­skipti þeirra og ummæli á opin­berum vett­vangi, skuli sam­ræm­ast til­teknum sið­ferð­is­legum við­mið­um. Það er hlut­verk siða­nefndar að meta hvort ummælin sam­rým­ist þeim regl­um. Þing­menn hafa sett sér að rækja störf sín af ábyrgð, heil­indum og heið­ar­leika, sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virð­ingu í öllu hátt­erni sínu og að kasta ekki rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess. Vert er að geta þess að rann­sóknir sýna að van­traust á Alþingi bein­ist ekki síst að sam­skiptamáta þing­manna.“

Það sé mat siða­nefndar að órök­studdar aðdrótt­anir af hálfu þing­manna um refsi­verða hátt­semi ann­arra þing­manna sé til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Slíkt hafi óneit­an­lega nei­kvæð áhrif á traust almenn­ings til Alþing­is. Þá telur siða­nefnd ummæli af því tagi sem hér eru til umfjöll­un­ar, er fela í sér ásökun um að við­kom­andi þing­maður hafi brugð­ist því trún­að­ar­hlut­verki sem þing­mönnum er falið við fjár­stjórn­ar­vald Alþingis með refsi­verðu broti er varðar jafn­vel fang­elsi, ekki í sam­ræmi við þann ásetn­ing þing­manna að rækja störf sín af ábyrgð, heil­indum og heið­ar­leika og af virð­ingu fyrir Alþingi, stöðu þess og störf­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent