Enn eykst losun frá flugi og iðnaði

Uppgjör rekstraraðila staðbundins iðnaðar og flugrekenda í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir hefur verið birt.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Losun innan við­skipta­kerfis ESB jókst um 1,1 pró­sent á milli áranna 2017 og 2018 en upp­gjöri rekstr­ar­að­ila stað­bund­ins iðn­aðar og flug­rek­enda í við­skipta­kerf­inu með los­un­ar­heim­ildir er lok­ið. Þetta kemur fram á vef Umhverf­is­stofn­unar í dag.

Alls gerðu fjórir íslenskir flug­rek­endur og sjö rekstr­ar­að­ilar iðn­aðar upp heim­ildir sín­ar. Einn flug­rek­andi skil­aði los­un­ar­skýrslu en gerði ekki upp losun sína í tæka tíð. Heild­ar­losun í flugi sem fellur undir kerfið var 820.369 tonn CO2 ígilda en í iðn­aði var los­unin 1.854.715 tonn af CO2 ígild­um. Upp­gerðar los­un­ar­heim­ildir í flugi voru hins vegar 542.244 tonn CO2 ígilda.

Mynd: Umhverfisstofnun

Auglýsing

Raun­losun íslenskra flug­rek­enda jókst lít­il­lega á milli ára. Aukn­ing los­unar varð 0,8 pró­sent milli áranna 2017 og 2018. Árið 2017 var los­unin 813.745 tonn af CO2 en varð á síð­asta ári 820.369 tonn af CO2. Fimm flug­rek­endum bar að skila los­un­ar­skýrslu og voru þeir allir íslensk­ir. Losun frá flugi er þó háð tak­mörk­unum að því leyt­inu til að hún er ein­ungis losun innan EES svæð­is­ins og tekur því ekki á heild­ar­losun flestra flug­rek­enda, þar sem til að mynda Amer­íkuflug er ekki innan gild­is­sviðs kerf­is­ins eins og er.

Losun frá iðn­aði eykst einnig

Los­unin frá iðn­aði jókst einnig lít­il­lega á milli ára, eða um 1,26 pró­sent, úr 1.831.667 tonnum af CO2 árið 2017 í 1.854.715 tonn af CO2 árið 2018. Jafn­margir rekstr­ar­að­ilar í iðn­aði gerðu upp fyrir árið 2017 og árið á und­an, eða sjö tals­ins þar sem Sam­einað Síli­kon var ekki með losun árið 2018 en kís­il­ver PCC á Bakka hóf starf­semi það ár.

Mynd: Umhverfisstofnun

Kerf­inu ætlað að vera hvati til að draga úr losun

Sam­kvæmt Umhverf­is­stofnun er við­skipta­kerfi ESB með los­un­ar­heim­ildir gróð­ur­húsa­loft­teg­unda almennt nefnt ETS, eða Emission Tra­d­ing System á enskri tungu, og gegnir lyk­il­hlut­verki í aðgerðum Evr­ópu­sam­bands­ins gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Rekstr­ar­að­ilum iðn­aðar og flug­rek­endum er úthlutað los­un­ar­heim­ildum í sam­ræmi við staðl­aðar reglur sem sam­svara fyr­ir­fram ákveðnum tak­mörk­un­um. Það sem flug­rek­endur og rekstr­ar­að­ilar losa umfram end­ur­gjalds­lausar los­un­ar­heim­ildir þurfa þeir að kaupa heim­ildir á mark­aði og er kerf­inu þannig ætlað að vera hvati til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Kerfið nær utan um 45 pró­sent af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda innan ESB og hefur það mark­mið að árið 2020 verði losun í þeim geirum sem falla undir kerfið 21 pró­sent lægri en hún var árið 2005, og 43 pró­sent lægri árið 2030. Þessu á að ná fram með því að fækka end­ur­gjalds­lausum los­un­ar­heim­ildum til rekstr­ar­að­ila um 1,74 pró­sent ár hvert. Los­un­ar­heim­ildir til flug­rek­enda fækk­uðu um 5 pró­sent fyrir við­skipta­tíma­bilið 2013 til 2020 miðað við með­al­l­osun árin 2004 til 2005.

Kerfið nær utan um rúm­lega 11.000 rekstr­ar­að­ila í stað­bundnum iðn­aði og stærstan hluta los­unar frá flugi sem sér stað innan EES- svæð­is­ins, en virkir flug­rek­endur innan ETS voru 776 árið 2015. Ísland, Nor­egur og Liechten­stein taka þátt í kerf­inu í gegnum EES samn­ing­inn.

Rekstr­ar­að­ilar sem falla undir kerfið eru þeir sem hafa upp­sett nafn­varma­afl yfir 20 MW, auk allra stöðva sem til­greindar eru í við­auka til­skip­unar ESB. Fram­kvæmda­stjórn ESB gefur síðan árlega út lista yfir hvaða flug­rek­endur falla undir hvaða ríki. Sam­kvæmt nýjasta list­anum falla alls 241 flug­rek­endur undir stjórn Íslands, þó að lang­flestir séu und­an­þegnir gild­is­sviði kerf­is­ins. Þeim flug­rek­endum og rekstr­ar­að­ilum iðn­aðar sem falla undir kerfið ber að skila vott­aðri los­un­ar­skýrslu til Umhverf­is­stofn­unar fyrir 31. mars ár hvert og gera upp los­un­ar­heim­ildir fyrir 30. apr­íl, sam­kvæmt Umhverf­is­stofn­un. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent