Meðlimir Sigur Rósar vilja að málinu verði vísað frá

Lögmaður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðsmanna Sig­ur Rós­ar hefur lagt fram frávísunarkröfu á grund­velli mann­rétt­inda­sjón­ar­miða. Þeir telja þetta brot á regl­um um tvö­falda málsmeðferð.

Jónsi í Sigur Rós
Jónsi í Sigur Rós
Auglýsing

Bjarn­freður Ólafs­­son, lög­maður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðs­manna Sig­ur Rós­ar og end­­ur­­skoð­anda hljóm­­sveit­­ar­inn­­ar, lagði í dag fram frá­­vís­un­­ar­­kröfu, við fyr­ir­­töku máls er varðar meint skatt­svik sveit­­ar­inn­ar í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­­ur. Frá þessu er greint í frétt mbl.is í dag.

Jón Þór Birg­is­­son, söngv­­ari Sigur Rós­­ar, og end­­ur­­skoð­andi hans, Gunnar Þór Ásgeirs­son, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekju­skatts af rúm­­lega 700 millj­­ónum króna. Ákæran var lögð fram í Hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur í byrjun apríl síð­ast­lið­ins þegar Sigur Rós­­ar-­­málið var þing­­fest. Jón Þór og end­­ur­­skoð­andi hans neit­uðu báðir sök.

Málið snýst um sam­lags­­fé­lagið Frakk sem Jón Þór á. Í ákærunni er Jóni Þór og end­­ur­­skoð­and­­anum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skatt­fram­­tölum vegna gjald­ár­anna 2011 til 2015. Þetta er önnur ákæran á hendur Jóni Þór og end­­ur­­skoð­anda hans en söngv­­ar­inn er einnig ákærður fyrir brot sem tengj­­ast félögum í eigu liðs­­manna Sigur Rós­­ar. Þar nema brot hans 43 millj­­ónum króna og er söngv­­ar­inn því ákærður fyrir 190 millj­­óna skatta­laga­brot.

Auglýsing

Allir liðs­­menn Sigur Rósar nema Kjartan Sveins­­son eru ákærðir fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­­lega röngum skatta­fram­­tölum gjald­árin 2011 til og með 2014. Kjartan er sagður hafa staðið skil á efn­is­­lega röngum skatta­fram­­tölum árin 2012 og 2014.

Þremur liðs­­mönnum sveit­­ar­inn­­ar, Georg Holm, Jón Þór og Orri Páll Dýra­­son, er gefið að sök að hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts og fjár­­­magns­skatts. Kjart­an, sem hætti í Sigur Rós fyrir sex árum, er ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt. Sak­­sókn­­ari segir að þeir hafi sleppt því að telja fram rekstr­­ar­­tekjur félags­­ins á þessum árum sem námu rúmum 700 millj­­ónum og þannig komið félag­inu undan greiðslu tekju­skatts upp á 146 millj­­ón­­ir.

Telja þetta brot á reglum um tvö­falda máls­með­ferð

„Það er á grund­velli mann­rétt­inda­­sjón­­ar­miða, við segj­um að þetta sé brot á regl­un­um um tvö­­falda máls­með­ferð,“ sagði Bjarn­freð­ur, lög­maður þeirra, við fjöl­miðla eft­ir fyr­ir­tök­una í dag.

Munn­­leg­ur mál­­flutn­ing­ur um frá­­vís­un­­ar­­kröf­una fer fram í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur 12. sept­­em­ber næst­kom­andi.

„Það er búið að úr­sk­­urða á þá refs­ingu, beit­ingu álags hjá rík­­is­skatt­­stjóra og þeir eru bún­­ir að standa í þess­um mála­­ferl­um eða þessu stappi í mörg, mörg ár. Málið hófst fyrst hjá skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra þar sem þeir voru með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings og síðan var málið flutt aft­ur til tveggja ann­arra stofn­ana, ann­­ars veg­ar til rík­­is­skatt­­stjóra þar sem að þessi refs­ing var svo ákveð­in. Síðan fór málið í þann far­­veg að fara til sak­­sókn­­ara líka og allt er þetta sama mál­ið. Það er bara galli, því mið­ur, á þessu rétt­ar­fari hér á landi, því mið­ur,“ sagði Bjarn­freð­ur.

Sam­kvæmt mbl.is sagði hann enn fremur að ef svo færi að ís­­lensk­ir dóm­stól­ar myndu ekki fall­­ast á frá­­vís­un­­ar­­kröf­una yrði mál­inu „al­­veg klár­­lega“ skotið til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu (MDE), sem hef­ur á und­an­­förn­um árum kveðið upp nokkra dóma í sam­­bæri­­leg­um mál­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent