Meðlimir Sigur Rósar vilja að málinu verði vísað frá

Lögmaður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðsmanna Sig­ur Rós­ar hefur lagt fram frávísunarkröfu á grund­velli mann­rétt­inda­sjón­ar­miða. Þeir telja þetta brot á regl­um um tvö­falda málsmeðferð.

Jónsi í Sigur Rós
Jónsi í Sigur Rós
Auglýsing

Bjarn­freður Ólafs­­son, lög­maður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðs­manna Sig­ur Rós­ar og end­­ur­­skoð­anda hljóm­­sveit­­ar­inn­­ar, lagði í dag fram frá­­vís­un­­ar­­kröfu, við fyr­ir­­töku máls er varðar meint skatt­svik sveit­­ar­inn­ar í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­­ur. Frá þessu er greint í frétt mbl.is í dag.

Jón Þór Birg­is­­son, söngv­­ari Sigur Rós­­ar, og end­­ur­­skoð­andi hans, Gunnar Þór Ásgeirs­son, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekju­skatts af rúm­­lega 700 millj­­ónum króna. Ákæran var lögð fram í Hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur í byrjun apríl síð­ast­lið­ins þegar Sigur Rós­­ar-­­málið var þing­­fest. Jón Þór og end­­ur­­skoð­andi hans neit­uðu báðir sök.

Málið snýst um sam­lags­­fé­lagið Frakk sem Jón Þór á. Í ákærunni er Jóni Þór og end­­ur­­skoð­and­­anum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skatt­fram­­tölum vegna gjald­ár­anna 2011 til 2015. Þetta er önnur ákæran á hendur Jóni Þór og end­­ur­­skoð­anda hans en söngv­­ar­inn er einnig ákærður fyrir brot sem tengj­­ast félögum í eigu liðs­­manna Sigur Rós­­ar. Þar nema brot hans 43 millj­­ónum króna og er söngv­­ar­inn því ákærður fyrir 190 millj­­óna skatta­laga­brot.

Auglýsing

Allir liðs­­menn Sigur Rósar nema Kjartan Sveins­­son eru ákærðir fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­­lega röngum skatta­fram­­tölum gjald­árin 2011 til og með 2014. Kjartan er sagður hafa staðið skil á efn­is­­lega röngum skatta­fram­­tölum árin 2012 og 2014.

Þremur liðs­­mönnum sveit­­ar­inn­­ar, Georg Holm, Jón Þór og Orri Páll Dýra­­son, er gefið að sök að hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts og fjár­­­magns­skatts. Kjart­an, sem hætti í Sigur Rós fyrir sex árum, er ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt. Sak­­sókn­­ari segir að þeir hafi sleppt því að telja fram rekstr­­ar­­tekjur félags­­ins á þessum árum sem námu rúmum 700 millj­­ónum og þannig komið félag­inu undan greiðslu tekju­skatts upp á 146 millj­­ón­­ir.

Telja þetta brot á reglum um tvö­falda máls­með­ferð

„Það er á grund­velli mann­rétt­inda­­sjón­­ar­miða, við segj­um að þetta sé brot á regl­un­um um tvö­­falda máls­með­ferð,“ sagði Bjarn­freð­ur, lög­maður þeirra, við fjöl­miðla eft­ir fyr­ir­tök­una í dag.

Munn­­leg­ur mál­­flutn­ing­ur um frá­­vís­un­­ar­­kröf­una fer fram í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur 12. sept­­em­ber næst­kom­andi.

„Það er búið að úr­sk­­urða á þá refs­ingu, beit­ingu álags hjá rík­­is­skatt­­stjóra og þeir eru bún­­ir að standa í þess­um mála­­ferl­um eða þessu stappi í mörg, mörg ár. Málið hófst fyrst hjá skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra þar sem þeir voru með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings og síðan var málið flutt aft­ur til tveggja ann­arra stofn­ana, ann­­ars veg­ar til rík­­is­skatt­­stjóra þar sem að þessi refs­ing var svo ákveð­in. Síðan fór málið í þann far­­veg að fara til sak­­sókn­­ara líka og allt er þetta sama mál­ið. Það er bara galli, því mið­ur, á þessu rétt­ar­fari hér á landi, því mið­ur,“ sagði Bjarn­freð­ur.

Sam­kvæmt mbl.is sagði hann enn fremur að ef svo færi að ís­­lensk­ir dóm­stól­ar myndu ekki fall­­ast á frá­­vís­un­­ar­­kröf­una yrði mál­inu „al­­veg klár­­lega“ skotið til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu (MDE), sem hef­ur á und­an­­förn­um árum kveðið upp nokkra dóma í sam­­bæri­­leg­um mál­­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent