Meðlimir Sigur Rósar vilja að málinu verði vísað frá

Lögmaður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðsmanna Sig­ur Rós­ar hefur lagt fram frávísunarkröfu á grund­velli mann­rétt­inda­sjón­ar­miða. Þeir telja þetta brot á regl­um um tvö­falda málsmeðferð.

Jónsi í Sigur Rós
Jónsi í Sigur Rós
Auglýsing

Bjarn­freður Ólafs­­son, lög­maður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðs­manna Sig­ur Rós­ar og end­­ur­­skoð­anda hljóm­­sveit­­ar­inn­­ar, lagði í dag fram frá­­vís­un­­ar­­kröfu, við fyr­ir­­töku máls er varðar meint skatt­svik sveit­­ar­inn­ar í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­­ur. Frá þessu er greint í frétt mbl.is í dag.

Jón Þór Birg­is­­son, söngv­­ari Sigur Rós­­ar, og end­­ur­­skoð­andi hans, Gunnar Þór Ásgeirs­son, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekju­skatts af rúm­­lega 700 millj­­ónum króna. Ákæran var lögð fram í Hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur í byrjun apríl síð­ast­lið­ins þegar Sigur Rós­­ar-­­málið var þing­­fest. Jón Þór og end­­ur­­skoð­andi hans neit­uðu báðir sök.

Málið snýst um sam­lags­­fé­lagið Frakk sem Jón Þór á. Í ákærunni er Jóni Þór og end­­ur­­skoð­and­­anum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skatt­fram­­tölum vegna gjald­ár­anna 2011 til 2015. Þetta er önnur ákæran á hendur Jóni Þór og end­­ur­­skoð­anda hans en söngv­­ar­inn er einnig ákærður fyrir brot sem tengj­­ast félögum í eigu liðs­­manna Sigur Rós­­ar. Þar nema brot hans 43 millj­­ónum króna og er söngv­­ar­inn því ákærður fyrir 190 millj­­óna skatta­laga­brot.

Auglýsing

Allir liðs­­menn Sigur Rósar nema Kjartan Sveins­­son eru ákærðir fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­­lega röngum skatta­fram­­tölum gjald­árin 2011 til og með 2014. Kjartan er sagður hafa staðið skil á efn­is­­lega röngum skatta­fram­­tölum árin 2012 og 2014.

Þremur liðs­­mönnum sveit­­ar­inn­­ar, Georg Holm, Jón Þór og Orri Páll Dýra­­son, er gefið að sök að hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts og fjár­­­magns­skatts. Kjart­an, sem hætti í Sigur Rós fyrir sex árum, er ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt. Sak­­sókn­­ari segir að þeir hafi sleppt því að telja fram rekstr­­ar­­tekjur félags­­ins á þessum árum sem námu rúmum 700 millj­­ónum og þannig komið félag­inu undan greiðslu tekju­skatts upp á 146 millj­­ón­­ir.

Telja þetta brot á reglum um tvö­falda máls­með­ferð

„Það er á grund­velli mann­rétt­inda­­sjón­­ar­miða, við segj­um að þetta sé brot á regl­un­um um tvö­­falda máls­með­ferð,“ sagði Bjarn­freð­ur, lög­maður þeirra, við fjöl­miðla eft­ir fyr­ir­tök­una í dag.

Munn­­leg­ur mál­­flutn­ing­ur um frá­­vís­un­­ar­­kröf­una fer fram í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur 12. sept­­em­ber næst­kom­andi.

„Það er búið að úr­sk­­urða á þá refs­ingu, beit­ingu álags hjá rík­­is­skatt­­stjóra og þeir eru bún­­ir að standa í þess­um mála­­ferl­um eða þessu stappi í mörg, mörg ár. Málið hófst fyrst hjá skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra þar sem þeir voru með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings og síðan var málið flutt aft­ur til tveggja ann­arra stofn­ana, ann­­ars veg­ar til rík­­is­skatt­­stjóra þar sem að þessi refs­ing var svo ákveð­in. Síðan fór málið í þann far­­veg að fara til sak­­sókn­­ara líka og allt er þetta sama mál­ið. Það er bara galli, því mið­ur, á þessu rétt­ar­fari hér á landi, því mið­ur,“ sagði Bjarn­freð­ur.

Sam­kvæmt mbl.is sagði hann enn fremur að ef svo færi að ís­­lensk­ir dóm­stól­ar myndu ekki fall­­ast á frá­­vís­un­­ar­­kröf­una yrði mál­inu „al­­veg klár­­lega“ skotið til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu (MDE), sem hef­ur á und­an­­förn­um árum kveðið upp nokkra dóma í sam­­bæri­­leg­um mál­­um.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent