Meðlimir Sigur Rósar vilja að málinu verði vísað frá

Lögmaður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðsmanna Sig­ur Rós­ar hefur lagt fram frávísunarkröfu á grund­velli mann­rétt­inda­sjón­ar­miða. Þeir telja þetta brot á regl­um um tvö­falda málsmeðferð.

Jónsi í Sigur Rós
Jónsi í Sigur Rós
Auglýsing

Bjarn­freður Ólafs­­son, lög­maður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðs­manna Sig­ur Rós­ar og end­­ur­­skoð­anda hljóm­­sveit­­ar­inn­­ar, lagði í dag fram frá­­vís­un­­ar­­kröfu, við fyr­ir­­töku máls er varðar meint skatt­svik sveit­­ar­inn­ar í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­­ur. Frá þessu er greint í frétt mbl.is í dag.

Jón Þór Birg­is­­son, söngv­­ari Sigur Rós­­ar, og end­­ur­­skoð­andi hans, Gunnar Þór Ásgeirs­son, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekju­skatts af rúm­­lega 700 millj­­ónum króna. Ákæran var lögð fram í Hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur í byrjun apríl síð­ast­lið­ins þegar Sigur Rós­­ar-­­málið var þing­­fest. Jón Þór og end­­ur­­skoð­andi hans neit­uðu báðir sök.

Málið snýst um sam­lags­­fé­lagið Frakk sem Jón Þór á. Í ákærunni er Jóni Þór og end­­ur­­skoð­and­­anum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skatt­fram­­tölum vegna gjald­ár­anna 2011 til 2015. Þetta er önnur ákæran á hendur Jóni Þór og end­­ur­­skoð­anda hans en söngv­­ar­inn er einnig ákærður fyrir brot sem tengj­­ast félögum í eigu liðs­­manna Sigur Rós­­ar. Þar nema brot hans 43 millj­­ónum króna og er söngv­­ar­inn því ákærður fyrir 190 millj­­óna skatta­laga­brot.

Auglýsing

Allir liðs­­menn Sigur Rósar nema Kjartan Sveins­­son eru ákærðir fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­­lega röngum skatta­fram­­tölum gjald­árin 2011 til og með 2014. Kjartan er sagður hafa staðið skil á efn­is­­lega röngum skatta­fram­­tölum árin 2012 og 2014.

Þremur liðs­­mönnum sveit­­ar­inn­­ar, Georg Holm, Jón Þór og Orri Páll Dýra­­son, er gefið að sök að hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts og fjár­­­magns­skatts. Kjart­an, sem hætti í Sigur Rós fyrir sex árum, er ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt. Sak­­sókn­­ari segir að þeir hafi sleppt því að telja fram rekstr­­ar­­tekjur félags­­ins á þessum árum sem námu rúmum 700 millj­­ónum og þannig komið félag­inu undan greiðslu tekju­skatts upp á 146 millj­­ón­­ir.

Telja þetta brot á reglum um tvö­falda máls­með­ferð

„Það er á grund­velli mann­rétt­inda­­sjón­­ar­miða, við segj­um að þetta sé brot á regl­un­um um tvö­­falda máls­með­ferð,“ sagði Bjarn­freð­ur, lög­maður þeirra, við fjöl­miðla eft­ir fyr­ir­tök­una í dag.

Munn­­leg­ur mál­­flutn­ing­ur um frá­­vís­un­­ar­­kröf­una fer fram í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­­ur 12. sept­­em­ber næst­kom­andi.

„Það er búið að úr­sk­­urða á þá refs­ingu, beit­ingu álags hjá rík­­is­skatt­­stjóra og þeir eru bún­­ir að standa í þess­um mála­­ferl­um eða þessu stappi í mörg, mörg ár. Málið hófst fyrst hjá skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra þar sem þeir voru með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings og síðan var málið flutt aft­ur til tveggja ann­arra stofn­ana, ann­­ars veg­ar til rík­­is­skatt­­stjóra þar sem að þessi refs­ing var svo ákveð­in. Síðan fór málið í þann far­­veg að fara til sak­­sókn­­ara líka og allt er þetta sama mál­ið. Það er bara galli, því mið­ur, á þessu rétt­ar­fari hér á landi, því mið­ur,“ sagði Bjarn­freð­ur.

Sam­kvæmt mbl.is sagði hann enn fremur að ef svo færi að ís­­lensk­ir dóm­stól­ar myndu ekki fall­­ast á frá­­vís­un­­ar­­kröf­una yrði mál­inu „al­­veg klár­­lega“ skotið til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu (MDE), sem hef­ur á und­an­­förn­um árum kveðið upp nokkra dóma í sam­­bæri­­leg­um mál­­um.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent