Biðla til stjórnvalda að spila ekki með framtíð þeirra

Tæplega þrjú hundruð ungmenni lýsa því yfir að þau styðji áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum í opnuauglýsing í Fréttablaðinu og biðla til stjórnvalda að spila ekki framtíð þeirra. Seinni umræðu um orkupakkann verður haldið áfram á Alþingi í dag

Auglýsing 272 einstaklinga undir fertugu í dag.
Auglýsing 272 einstaklinga undir fertugu í dag.
Auglýsing

Tæplega þrjú hundruð ungmenni birtu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni, „Ekki spila með framtíð okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ 

Í fréttatilkynningu frá forsvarsmanni hópsins segir að umræðan um EES-samninginn undanfarin misseri hafi verið knúin áfram af síendurteknum rangfærslum og ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Vegna þessa hafi ungt fólk úr öllum áttum séð ástæðu til þess árétta þessi skilaboð. 

EES-samningurinn fært Íslendingum ótal tækifæri

Aug­lýs­ing hóps­ins er kostuð af fólk­inu á mynd­un­um, 272 ungmenna Í til­kynn­ing­unni segir fólkið í aug­lýs­ing­unn­i sé allt undir fer­tugu og spannar megnið af hinu póli­tíska lit­rófi, bæði flokks­bundið og óflokks­bund­ið. Fólkið sé af öllum kynj­um, með ólíkan bak­grunn, búsett erlendis og víðs veg­ar um land­ið. Í aug­lýs­ing­unni má meðal ann­ars finna Hildi Björns­dóttur borg­ar­full­trú­a ­Sjálfstæðisflokksins í borg­ar­stjórn­, ­Dóru Björt Guð­jóns­dótt­ur, borg­ar­full­trú­i P­írat­i, og Egil Þór Jóns­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokk­inn

Auglýsing

Í tilkynningunni er ungt fólk sagt hafa sofið á verðinum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit og við kjör Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, afleiðingarnar séu öllum ljósar. Hópurinn bendir á EES samningurinn hafi fært Íslendingum hluti sem í dag þykja sjálfsagðir.  „EES samningurinn og annað alþjóðlegt samstarf hefur fært Íslendingum lífsgæði ótal tækifæri sem væri óhugsandi að vera án. Tækifæri eins og frelsi til að ferðast, stunda viðskipti, búa og mennta okkur í Evrópu og lengi mætti telja. Þetta eru hlutir sem við öll njótum góðs af og lítum í dag á sem sjálfsagðan hluta af okkar dagsdaglega lífi. Því segjum við einum rómi: Ekki spila með framtíð okkar.“

Seinni umræðunni um orkupakkann haldið áfram í dag 

Mynd: Skjáskot/Rúv

Efnt var til mótmælafundar á Austurvelli um helgina þar sem andstæðingar þriðja orkupakkans hvöttu stjórnvöld til þess að að hafna orkupakkanum. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi tekið þátt en mótmælendur kröfðust meðal annars þess að haldið yrði þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Á mótmælunum komu meðal annars fram Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, og þingmennirnir Ólafur Ísleifsson, Inga Sæland.

Seinni umræðu um þingsályktunartillögu vegna þriðja orkupakkans verður haldið áfram á Alþingi í dag. Þann 15. maí síðastliðinn stóð umræðan um þriðja orkupakkann á Alþingi frá klukkan 15:48 til 6:18 næsta morgun. Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni og mæltu mjög gegn samþykkt þingsályktunartillögu um að staðfesta þriðja orkupakkann. 

 Fimm þingmenn eru á mælendaskrá Alþingis vegna umræðunnar um orkupakkann í dag, allir úr Miðflokknum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent